Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. JULI1983. 9 Útlönd Útlönd Mistökin voru ekki bara Maó að kenna — segir Deng Xiaoping Kínverski leiötoginn Deng Xiaoping, sem varö hart úti í menningarbyltingu Maós, barðist gegn því að kínverski kommúnistaflokkurinn dæmdi Maó of harkalega, aö þvi er kemur fram í ræðu sem hann hélt 1980 og er birt í Beijing Review. „Maó Tsetung var ekki einangraður einstaklingur: allt þar til hann lést var hann foringi flokksins,” sagöi Deng í þessari ræðu, sem flutt var flokks- starfsmönnum sem undirbjuggu gagn- rýnið endurmat á lífi og starfi Maós Tsetung,áriðl980. „Við megum ekki ýkja mistök hans,” sagði Deng. „Ef við gerum það þá rægjum við bæði Maó formann, flokkinn og ríkið.” Eftir ræðunni að dæma virðist Deng Xiaoping hafa lagt allt kapp á að bæta andrúmsloftið í flokknum og ímynd hans út á við, en hvort tveggja skaðaðist mjög á síðustu valdaárum Maós formanns. Fyrstu sautján ár kommúnista- stjómarinnar „fórum við rétt að i grundvallaratriöum, enda þótt nokkur skakkaföll og mistök ættu sér stað,” sagði Deng í ræðunni. „Og okkur tókst vel upp í sósíölsku byltingunni. Við ættum ekki að skella allri skuld- inni á Maó formann fyrir það sem miður hefur farið. Margir aðrir leið- togar miðstjómarinnar gerðu einnig mistök.” Deng sagði í ræðunni að Maó hefði verið „alltof kappsfuilur ,,á tímum stóra stökksins fram á viö — iðnvæð- ingarherferðarinnar sem reið efnahag Kínverja næstum að fullu. „Við hinir vorum líka of kappsfullir,” sagði Deng. ,,Félagi Liu Shaoqui (fyrrver- / Ijós kmmur að Dmng mr mkki mku grímmur i garð Maos og áður var talið. andi forseti) og Chou Enlai (fyir- verandi forsætisráðherra) og ég sjálfur andmæltum þeirri stefnu ekki.” Dengbætirvið: „Við verðum að vera sanngjöm og láta ekki líta svo út sem við skellum allri skuldinni á einn mann, að allir aðrir hafi haft rétt fyrir sér nema hann. Slíkt samræmist ekki staðreyndum.” MX flaugar samþykkt- ar í öldungadeildinni Bandaríska öldungadeildin sam- þykkti í gær með 58 atkvæðum gegn 41 að styðja framleiðslu MX eldflauga. Nokkrir öldungadeildarþingmenn höfðu lagt til aö varnarmálafjárlög yrðu skorin niður um þá 2,5 milljarða sem smíði MX flauganna kostar. Heildarútgjöld til vamarmála verða 200 milljarðar á árinu. Fulltrúadeildin samþykkti MX flaugamar í siöustu viku. Atkvæðagreiðsian í öldungadeildinni var mikiil sigur fyrir Ronald Reagan forseta sem sagði að samþykkt um smíði MX flauga yrðu Bandaríkjunum mikiivægt vopn í afvopnunarviðræðum íGenf. Þingið mun svo greiða atkvæði í haust um hvort þessum 2,5 milljörðum verður eytt í að smiöa fyrstu 27 flaug- arnar. Andstæöingar MX flauganna segjast ætla aö ber jast gegn þvi. Tower, formaður hemaðamefndar þingsins, sagði aö samþykkt öidunga- deildarinnar væri mjög mikilvæg. , Ji'ramleiðsla MX flauganna er lykilat- riði í árangri okkar við samningaborð- iðíGenf.” Moynihan, öldungadeildarþingmað- ur frá New York, tók í annan streng og kvað MX flaugarnar vera árásarvopn sem hefðu skaðleg áhrif á valdajafn- vægið. Krakkar athugið! Fyrir verslunarmannahelgi: Gallabuxur kr. 550,- Netbolir kr. 168,- Peysur, sokkar, regnföt. Verslunin Rún. Trönuhrauni 8, Hafnarfirfli. Simi 51070. Vindskeiðar FYRIR HÚS 0G SUMAR BÚSTAÐI Tíl sölu er afkastamikil SAND- OG MALARHARPA, vökvadrifin, á hjólum, meö beisli og því auöveld í flutningi á milli vinnustaða. Góð greiðslukjör. Upplýsingarí símum (91) 19460og (91) 35684 (ákvöldin). T i 1 I STORGLÆSILEG SAMK0MA f þjúrsArdal UM VERSLUNARMANNAHELGINA Dansleikir á föstudags-, iaugardags- og sunnudagskvöld. Skemmtidagskrár á laugardag og sunnudag. FJÖLBREYTT SKEMMTIATRIÐI, M.A.: • Fjórar frábærar hljómsveitir: Kaktus, Deild 1, Kikk og Lotus. • Magnús Þór Sigmundsson. • Laddi og Jörundur. • Leikfíokkurinn Svart og sykurlaust. • Heimsmeistarakeppnin í disco-dansi. • íþróttir. • Jazzsportflokkurinn sýnir, • o.fí., o.fí. • Kynnir á Gauknum: Haraldur Sigurðsson (Halli). Heiðursgestur: Jóhannes Sigmundsson. A ðgangseyrir: — Föstudag og laugardag, 800 kr. — Laugardagskvöld, 600 kr. __ Sunnudag, 400 kr. — Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. I I mmmmííMííímZmmmMM* á Gaukinn - Öldin var önnur er Gaukur bjó á Stöng g HÉRA ÐSSA MBA NDIÐ SKARPHÉÐ/NN Ferðir í Þjórsárdal á Gaukinn '83. FRA REYKJAVÍK: BSÍ. 'Fimmtudag, 28. júlí, kl. 18.30. Föstudag, 29. júlí, kl. 16.00, kl. 18.30, kl. 21.00. Laugardag, 30. júli, kl. 14.00, kl. 21.00. Sunnudag, 31. júli, kl. 21.00. FRA SELF0SSI: SBS. . Fimmtudag, 28. júlí, kl. 19.30. Föstudag, 29. júlí, kl. 17.00, kl. 19.30, kl. 22.00. Laugardag, 30. júlí, kl. 15.00, kl. 21.00. Sunnudag, 31. júlí, kl. 22.00. TIL SELF0SS 0G REYKJAVÍKUR: Laugardag, 30. júlí, kl. 3.00 af dansleik. Sunnudag, 31. júií, kl. 3.00 af dansleik. Sunnudag, 31. júlí, kl. 13.30, kl. 17.00. Mánudag, 1. ágúst, kl. 3.00 af dansleik. Mánudag, 1. ágúst, kl. 10.30, kl. 17.00. UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.