Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. Fólagar úr Blaðamannafólagi íslands, fyrirlesarar og nokkrir Islendingar, sem heimsótt hafa eyjarnar, á námsstefnunniá laugardag. .DV-myndE.Ó. pii; §í * Ift | j 1 I; 1 fW \ Rússar bæta við lagmetis- samning- inn Sölustofnun lagmetis gekk ný- verið frá sölusamningi á gaffalbit- um tii Sovétríkjanna, til viðbótar því magni sem búið var að semja um í ár. Samið var um 40 þúsund kassa af gaffalbitum sem eiga að afhendast fyrir 1. desember. K. Jónsson og Co á Akureyri og Þor- móður rammi/Siglósíld á Siglufirði munu framleiða upp í þennan samning. Samningurinn kemur sér mjög vel fyrir fyrirtækin þar sem með honum er séð fyrir því hráefni sem verksmiðjumar hafa yfir að ráða á árinu. Andvirði lagmetis til Rússa verður samtals þrjár og hálf milljóndollara. Víðtæk þróunaraðstoð við Grænhöfðaeyjar: Sendum Grænhöfð- ingjum nýtt fiskiskip Þróunarsamvinnustofnun Islands efndi til námsstefnu um aðstoð Islend- inga við Cabo Verde búa um helgina og kom þar m.a. fram að allnokkrir Is- lendingar hafa unnið að ýmiss konar rannsóknum á eyjunum að undan- fömu. Miðast þær rannsóknir að því að finna leiðir til að bæta hag þessarar lið- lega 300 þúsund manna þjóðar, sem er mjög fátæk. Cabo Verde eyjar, eða Grænhöföa- eyjar, eru í Atlantshafinu, 620 kíló- metra vestur af Vestur-Afríku. Eyjarnar eru alls 15, þar af 10 byggi- legar. Helsti útflutningur eyjaskeggja er bananar og salt. Jón Jónsson jarðfræðingur heimsótti eyjamar til að kanna möguleika á nýt- ingu jarðhita. Hann telur ýmis vand- kvæði á því og mikilla rannsókna þurfi við áður en ráöist verði hugsanlega í virkjun jaröhita. Olafur Olafsson landlæknir hefur kynnt sér heilsugæslumál sem aðrar þjóðir hafa verið að byggja upp á eyjunum. Þó er þar ekki nema 51 læknir og tveir tannlæknar. Ungbama-: dauði er mikill þótt hann hafi farið minnkandi að undanförnu. Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauöa kross Islands, upplýsti að RKI hefði þegar fjármagnaö byggingu einnar heilsugæslustöövar á eyjunum. Rís hún á næstunni. Þá eru fyrirhugaðar mannfræöi- rannsóknir þar og mun Gísli Pálsson mannfræðingur annast þær. Loks má svo geta þess að í framhaldi af því að við sendum fiskiskip til veiðirann- sókna við eyjarnar fyrir nokkrum ár- um er nú verið að ljúka smíði nýs skips í Slippstööinni á Akureyri. Það verður sjósett þegar forseti eyjanna kemur í heimsókn hingað á næstunni. Þór Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsamvinnustofnunar- innar, sagði að á því skipi yrðu a.m.k. þrír Islendingar, skipstjóri, stýrimað- urog vélstjóri. I erindi Páls Heiðars Jónssonar dag- skrárfulltrúa, sem hefur heimsótt eyjamar, kom fram að mjög h'tið land-. grunn er við eyjamar og því erfitt að stunda togveiðar. En skipiö á einnig að kanna möguleika á nótaveiði o.fl. Þess má geta að Finnar hafa tvívegis gert út leiðangra til að kanna fiskveiöi- möguleika við eyjamar og telja Utla von á góðum veiðum þar. Islenska skipiö verður hins vegar búið öUum fuUkomnustu tækjum og veiðarfærum sem menn telja heppileg á þessum slóðum. -GS, Frá undirritun samningsins á fðstudaginn. Af Íslands hátfu gengu Heimir Hannesson, Rafn A. Sigurðsson og J6n Júlíusson frá samningn- um, en afRússa hálfuþeir Vladimir P. Andriyashin og Mr. Umanskv. Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöf ði Friðarsinnar vilja stöðva „hálft stríð” Morðlð á mönnum úr friðargæslu- sveitum Bandaríkjamanna og Frakka í Líbanon sýnir hve veil ÖU friðargæsla er i framkvæmd, þegar heUl hugur stendur ekki á bak við. Manndráp af þessu tagi munu t.d. vera talin áhrifaríkari en bréf tU Bandaríkjaþings um, að friðargæslu- sveitir eigi að fara úr Libanon. Umræðurnar i Washington út af friðargæslu Bandaríkjanna á þess- um slóðum, þar sem stór hópur fuU- kominna ábyrgra manna hefur haldið því fram að kaUa beri friðar- gæslusveitirnar heim frá Líbanon, bafa í raun orðið tU þess að menn- irnir voru drepnir. Það voru hinir bláeygu skúmar, sem í nafni lýðræð- is í Bandarikjunum héldu uppi mál- þófi í þinginu i Washington, sem í raun stýrðu sprengjubUnum inn í anddyri fjögurra hæða byggingar- innar á flugveUinum, þar sem her- mennirnir sváfu. Slika atburði er þungt að hafa á samvlskunni, og enn þyngra að ætla sér að bera ábyrgð á örlögum Vestur-Evrópu aUrar með ámóta tali út af nauösynlegum vörn- um vestrænna þjóða. Hið ljósa dæmi i Libanon um að- gerðir við að koma friðargæslusvelt-. um i burtu, sem byggðar eru á þvi að: þingmenn vestra hafa gerst tals- menn brottflutnings þelrra, og því tallð að ekki þurfi annað en ýta svo- lítið við þeim, bendir fólki á, að við lifum í viösjárverðum heimi, og orð og athafnir almennlngs eru jafnvel. undir slíkri smásjá stórteflara, að betra er að hugsa vel og tala gæti- lega áður en afstaða er tekin i mál- um er varða valdapóiitik stórvelda. Hér sem annars staðar hefur orðið mikill misbrestur á þessu, og má eins búast við þvi, að svör við frum- hlaupum berist þjóðum í Vestur- Evrópu í banaskotum, sem það hefur' sjálft merkt sér með hreystilegu tali framan i aðilum, sem eru gráir fyrir járnum. Friðarhreyfingar eru að þvi leyti á hættubraut, að þær njóta ekki frelsis til umsvifa nema á öðrum helmingi leikvangsins, og ráða engu um það sem hinn aðilinn gerir. Þær aftur á móti styrkja hann í aðgerðum sinum, af því þar er ekki við, lýðræðisleg andmæli gegn vopnabún- aði að fást. Og haldi fólk að það geti lifað óvarið í friði, þá vantar öll bréf upp á siikt, og það breytta hugarfar hjá öllum þjóðum jafnt, sem tryggt1 getur frið. Bandariski rithöfundurinn John Steinbeck var spurður að því í Víetnam striðinu af rússneskumi kollega af hverju hann ynni ekkl aðf því að stöðva stríðlð. Steinbeck svar- aði og spurði: hvernig stöðvar maður hálft stríð. Svar hans er ein-: mitt sú staðreynd, sem frlðarhreyf- ingar á Vesturlöndum verða að horf- ast í augu vlð. Það dugir t.d. ekki, að halda því fram elns og gert var á friöarráðstefnu hér í Reykjavík um helgina, að í utanriklsráðuneytinu vinni ekki aðrir en fasísklr aftur- haldsseggir. Slík rökræða hentar þelm sem vilja aðelns stöðva „hálft •íð”. Jafnvel ríklsfjölmiðlarnir, igar þeir eru að tíunda erfiðleikana. Mið-Ameriku, segja aðelns frá „hálfu stríði”. Vel getur verið, að. það sé ekki þeim að kenna, heldur matreiði erlendar fréttastofur þetta „háifa strið”.ofan í þá, en menn eiga að vita betur en að telja að hin hálfu stríð séu allur sannleikurinn. Vestur-Evrópa er nú að búast eld- flaugum með kjarnaoddum til að vega upp á móti búnaði, sem Vars járbandalagið hefur þegar komið sér upp. Engar mótmælasetur friðarsinna voru viðhafðar, þegar Varsjárbandalagið greip til sinna að- gerða. Aftur á móti eru nú skipulögð mikil mótmæli vegna svarsins við aðgerðum Varsjárbandalagsins. Fréttastofur tala um „heitt haust”, og hér hafa verið hafðar uppi nokkr- ar tllraunir til að koma á „heitu hausti” lika. Þannig virðist fólki ekki sjálfrátt þegar kemur að friðartali.. Listamenn hafa sérstaklega látið' draga sig í þann skollaleik, sem fram fer á leiksviði stórveldanna, og virðast taka fyrir góða vöru mat- reiðslu raka og efnisfanga, sem. unnin eru af vinum Varsjárbanda-. lagsins, eina bandalaginu í Evrópu sem beinir kjarnaoddum sínum til, vesturs Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.