Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. Lesendur Lesendur Lesendur Hálfkveðin vísa lögmannsins Einn af þegnum landsins hringdi: I DV föstudaginn 14. október á bls. 5 varklausameöfyrirsögninni: „Hertar aðgeröir gegn ólöglegu hundahaldi: Yfirvöld beina spjótum sínum aö minnimáttar — segir Haraldur Blöndal lögmaður. ” Haraldur lögmaöur undrast mjög aö gengið skuli eftir því að lög og réttur skuli virt að því er varðar hundahald í Reykjavík. Síðan er haft eftir Haraldi lögmanni orðrétt: „Eg er búinn að aöstoða tugi Reykvíkinga vegna hundahalds og eru það allt minniháttar borgarar. Það er kominn tími til að lögreglustjóri og ríkissaksóknari fari aö beina spjótum sínum að fólki, sem á eitthvaö undir sér, svo sem alþingismönnum, borgar- fulltrúum og ráðherrum, nema þeir séu staöráðnir í að lögin eigi ekki að ganga jafnt yfir alla.” Mér þykir lögmaðurinn taka upp í sig og þá sennilega af því að hann veit eitthvað meira en þessa hálfkveönu vísu sína. Þetta verður maður að telja alvarlegar ásakanir á hendur fólki sem m.a. setur þegnum þessa lands lög og reglur. Mér segir svo hugur að hér sé vegið bæði að sekum og saklausum. Þess vegna er hér með skorað á lögmanninn, Harald Blöndal, að vera ekki með þessar dylgjur um alþingismenn, borgarfulltrúa og ráðherra, heldur ganga hreint til verks og upplýsa það á áberandi stað í DV hverjir það eru meðal alþingismanna, borgarfulltrúa og ráðherra sem leyfa sér það aö brjóta lög og reglur og þá trúlega vitandi vits. Islensk lög íkringum jardarkúluna? 8445—5059 hringdi og kvartaöi undan því að maður sem hefði verið sviptur ökuréttindum á Islandi skyldi ekki fá alþjóðlegt ökuskírteini. Hann taldi það furðulegt að íslensk lög skyldu ná í kringum alla jarðarkúluna. Einnig kvartaði hann undan því aö margir símasjálfsalar stælu þeim peningum sem í þá væru settir án þess að láta neitt tilbaka. SVAR: Sturla Þórðarson, fulltrúi á skrif- stofu lögreglustjórans í Reykjavík, sagði aö forsendan fyrir því að fá al- þjóðlegt ökuskírteini hér á landi væri sú að hafa íslenskt ökuskírteini í gildi. Þorleifur Björnsson hjá Pósti og síma sagði að símasjálfsalar væru að meðaltali tæmdir einu sinni í viku, sumir jafnvel oftar, og væru þeir jafn- framt prófaðir. Hann sagði líka að símasjálfsölum hætti til að bila mun meira en venjplegum símum, eða allt aðlOsinnummeira. Lesandinn er óhress yfír þvi hvað símasjálfsalarnir „steia " miklum pening- um þegar reynt er að hringja úrþeim. DCVD gólf-borð- nc I n OG LOFTLAMPAR. LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 í verðbólguþjóðfélagi ríkir lögmál hraðans. Sá sem lengi liggur með fé undir koddanum vaknar einn góðan veðurdag við vondan draum - verðbólgan hefur étið peningana upp til agna. Það er vegna þessa sem hraði í viðskiptum er ómetanlegur. Sérstaklega í bíla- og fasteignaviðskiptum, þar sem miklar fjárhæðir skipta um eigendur. Þeir sem undirbúa húsbyggingu vita hve mikilvægt er að koma peningunum fyrir um leið og gamla íbúðin er seld. En því miður reynist allt of oft nauðsynlegt að selja gömlu íbúðina löngu áður en nýja húsið er fullbúið vegna byggingarkostnaðarins. Og þá þarf jafnvel að leita út á óöruggan leigumarkaðinn, meðan beðið er eftir að byggingunni Ijúki. í raun er þetta samt auðleystur vandi sem enginn ÞARF að hafa áhyggjur af. Afhendingartími Aspar-einingahúsanna getur verið innan við þrír mánuðir. Já, - þrem mánuðum eftir að þú pantar húsið ertu fluttur inn og farinn að vinna í lóðinni. Húsið er nefnilega afhent fullklárað ef þess er óskað. Engar áhyggjur vegna verðbólgubálsins, hvað þá húsaleigu. Og greiðsluskilmál- arnir eru eftirtektarverðir. Verðhugmynd: Tilbúið 138 m2 einbýlishús, án innréttinga:1.012.797,- Afgreiðslufrestur: 3 mán. (trá pöntun þar til flutt er inn) Afhendist: a) Fokhelt b) Með loftklæðningu og einangrun c) Með milliveggjum og hljóðeinangrun d) Eða fullklárað með öllum innréttingum Viðbæiur: Bílskúrar, dyraskyggni, skjólveggir, sorpgeymslur o.tl. Sveigjanleiki: Fjöldi teikninga, möguleikar á breytingum á þeim, t.d. á gluggum og milliveggjum. Sérteiknum einingahús fyrir þá sem þess óska. Söluaðili í Reykjavík: Kaupþing hf., Húsi verslunarinnar. - Sími 86988 Aspar-hús Ef hraði skiptir þig máli HF. Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.