Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 27. APRIL1984. Úlgáfufélag: FRJÁLS fOöLMIÐLUN HF. Stjórnarformaflur oglitgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON. Framkvæmdastjflri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AOstoflarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS H ARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverfl á mánufli 250 kr. Verfl i lausasölu 22 kr. Helgarblað25 kr. Flokksmálgagn—eða hvað? Enn einu sinni hafa aöstandendur Tímans og Fram- sóknarflokksins ákveðið að gera andlitslyftingu á blaði sínu. Tímanum hefur verið breytt í NT og róttækar breyt- ingar gerðar á útliti og efnisröðun og í raun og veru hefur nýju blaði verið hleypt af stokkunum. Talsmenn blaðsins hafa kallað það byltingu. Sú staðhæfing er brosleg. Frek- ar mætti kalla þetta brambolt buslugang þótt allt gott sé um hann að segja. Þegar menn leggja út í rándýrar fjárfestingar og hálf- gerö ævintýri í blaðaheiminum er sjálfsagt að óska þeim alls velfarnaðar. Að minnsta kosti fylgja NT engar böl- bænir af hálfu DV sem fagnar allri samkeppni og jákvæð- um tilraunum til nútímalegrar blaðamennsku. Þessar breytingar á Tímanum eiga sér nokkurn að- draganda. Gamla Tímanum hefur gengið illa að fóta sig í þeim umskiptum sem átt hafa sér stað í f jölmiðlaheimin- um. Margar athyglisverðar uppstokkanir hafa verið gerðar á Tímanum á síöasta áratug þar sem ótvíræð við- leitni er höfð uppi til að bæta blaðið. Akkilesarhæll Tím- ans hefur hins vegar veriö sá að blaöið hefur verið í eigu Framsóknarflokksins, verið málgagn stjórnmálaflokks og fréttir og efni í blaðinu hafa mjög borið keim af því. Sú staðreynd hefur verið ritstjórn Tímans fjötur um fót hvað, sem öllum andlitslyftingum líður. íslendingar vilja ekki lengur lesa dagblöð sem eru menguð flokkspólitískri fjarstýringu. Nútímafjölmiðlun hefur þróast í átt til óháðrar blaðamennsku, sjálfstæðis og áhrifa í eigin krafti. Gildir þá einu hvaða flokkur eða blað á í hlut. Með því er ekki sagt að fjölmiðlar eigi að vera hlutlausir. Þeir geta tekið afstöðu, haft skoðun og stutt grundvallarviðhorf í þjóðfélagsgerð og almennum þjóðmálastefnum. En flokksmálgögn tilheyra liðinni tíð, eru fúnir kvistir sem þjóna aðeins hlutverki sem slík og eiga erindi til þeirra einna sem vilja fá línuna og leiðsögnina frá flokki og forystu. Þau gegna ekki hlutverki sem fjölmiðlar fyrir f jöldann sem vill fá upplýsingar en ekki innrætingu. Enda þótt framsóknarmenn hafi áttað sig á að málgagn þeirra, Tímann, hafi þannig smám saman veriö að daga uppi í sínu gamla formi og telji nú aö nýir vendir sópi best þá er það í hæsta máta óviðfelldið af nýjum ritstjóra að nota fyrsta tilefni til að lýsa yfir því að „Tíminn hafi haft vont orö á sér”. Það er ekki góð kveðja eða stórmannleg gagnvart þeim sem hafa skrifað og starfað við Tímann um áratugaskeiö. Ritstjórn blaðsins fullyrðir að NT muni hafa sjálfstæöa stjórnmálastefnu og afneitar Framsóknarflokknum. Ekki er þó annað vitað en að Framsóknarflokkurinn sé ennþá með meirihluta í hinu nýja útgáfufélagi og út frá sjónarhóli flokksins hlýtur það að koma nokkuö kyndug- lega út þegar honum er svo kirfilega afneitað af fullhug- unum á ritstjórninni. Allt um það þá skal ekki efast um góða viðleitni hinnar nýju ritstjórnar um aðskilnað flokks og blaðs. Reynslan verður að skera úr um það. Lesendur geta væntanlega sjálfir dæmt um það í tímans rás hvort og hvernig skýrar línur verða dregnar milli ritstjórnarstefnu og flokks- stefnu. Með því verður fylgst. Það verður fylgst með því hvort svo sé í raun að Framsóknarflokkurinn hafi loks gefist upp við að halda úti málgagni eða hvort enn einu sinni sé verið að klæða blessað flokksblaðið nýjum búningi. .......... .............. . ...... .... .ebs. A f grundvallarverði og niðurgreiðslum Enn stendur landbúnaöurinn frammi fyrir miklum vanda á Islandi, og þá neytendur líka, því nú horfir í þá veru, aö svokallað grund- vallarverö til bænda náist ekki aö þessu sinni fyrir afurðimar. Stafar þaö einkum af því, aö framleiöslan er of mikil. Hún selst ekki innan- lands, ekki eru til peningar til þess að gefa hana alla til útlanda. Viö þetta bætist svo óaröbær f járfesting og sukk í svonefndum vinnslu- greinum landbúnaöarins. Vandinn var bæði fyrir og svo virðist hann, því miöur, enn vera aö magnast, því um þaö bil 10% aukning hefur veriö á mjólkurfram- leiöslu í vetur og geta menn þá hug- leitt þaö hvernig sumariö verður, en þá stóreykst mjólkurframleiöslan í landinu, meöan neyslan dregst yfir- leitt saman, jafnvel þótt formaður Stéttarsambands bænda hafi sagt það í útvarpinu, aö hugsanlegt sé að mjólkurframleiðslan muni dragast saman í sumar, því selstöðuverslun- in stýri framleiðslunni í stórum skrifstofum fyrir sunnan. Það er auövitaö vel skiljanlegt fyrir neytendur, aö maður meö slíka þekkingu á kýrinnar náttúru og hegöan skuli vera valinn til æöstu metoröa í samtökum bænda. En hinsvegar vita neytendur að kýrnar mjólka meira, þegar þær ganga í kafgresi á sumardögum, en þá skammdegisdaga, er þær hima liö- stiröar og nytlitlar í fjósi, dópaðar af lyfjum og slagandi af f óöurbæti. Þetta er nehiilega reynsla ald- anna, sem hver maður þekkir, og einnig reynsla t.d. Mjólkurbús Flóa- manna, er verður aö hafa sérstakan viöbúnaö á hverju sumri til þess aö taka viö offramleiöslu á sumar- mjóik, og þá aö reyna aö koma henni í verö meö öörum hætti en að senda hana suður á Samlagssvæðið til drykkjar. Neytendur vísa því þannig alfarið á bug, að þarna sé stjórnunarlegt af- rek í uppsiglingu. Annaðhvort á aö fella gripina í vor, eöa aö offram- leiösla mun aukast þegar nál verður komin í túnin í vor. Tennskonar niður- greiðslur Þaö sem neytendur óttast hins- vegar mest, eins og alltaf, er aö þetta muni valda hækkun á mjólk og á mjólkurvörum, því frá því hefur verið greint, aö til standi að draga úr niðurgreiðslum. Þaö er einnig al- varlegt mál fyrir bændur, sem auðvitaö vita meira um kýr en for- maður þeirra. Minni niöurgreiöslur munu draga úr sölu, og þegar framleiöslan, eöa offramleiðslan öllu heldur, eykst líka, þá fjarlægist bóndinn grundvallarveröiö líka. Oniöurgreidd mjólk, eöa mjólk á. hækkuðu veröi, mun valda sam- drætti í sölu, bæði til ómegðar- manna, til almennings, sem hefur takmörkuð fjárráð, alveg sama þótt fyrrverandi formaður Stéttar- sambandsins hafi marglýst því yfir, sem er rétt, aö niðurgreiðslur á bú- vörur séu ekki „styrkur til bænda”. Þaö er aðeins þetta meö framboð og eftirspurn og vöruverð, er þá kemur í fullu atgervi inn í myndina. Dýr mjólk, eöa dýr vara, selst ver en ódýr. Svo einfalt er nú þaö. Það sem á hinn bóginn kemur manni á óvart er, aö þaö er eins og almenningur skilji ekki, eöa viti ekki, að niöurgreiöslur á búvörur eru tvennskonar á Islandi. Og mestu skiptir hvort báðir þessir niður- greiösluflokkar veröa skomir niður eða bara annar. Er þar átt viö svonefndar niðurgreiðslur vaxta og niöurgreiöslur á búvörur til neyt- enda. Aö vísu er fremur sjaldgæft, að þetta sé skilgreint þannig í fjöl- miölum, en þó f jallar alþingi um þetta í tvennu la'gi og er fjárveiting til niöurgreiöslu vaxta á f járlögum í ár JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÚFUNDUR þannig um 360 milljónir króna og einnig hefur þetta komiö fram a.m.k. hjá þéttbýlisnefnd, er telur að hætta beri niðurgreiðslum vaxta, sem aöeins verði til þess aö fjölga und- anrennumusterum og auka sukk í vinnslu á búvöru. Beinar niöur- greiðshir á búvörur t.d. á mjólk og á kjöt, renna á hinn bóginn til neytand- ans, beint, og létta undir meö þungum heimilum og hjá öörum sem hafa lítið. Niðurgreiðsla vaxta og mjólkurokur Þaö er öröugt í stuttri blaöagrein að gjöra grein fyrir niöurgreiöslu vaxta. Á seinasta ári var hundruöum milljóna variö í svokallaöar niöur- greiðslur vaxta. I fyrra fékk Slátur- félag Suöurlands þannig um 50 milljónir í niðurgreidda vexti. Kaupfélag Borgfiröinga 25 milljónir, svo dæmi séu tekin. Þetta var þó hrein gjöf, því raunverulega greiddu þessi fyrirtæki enga vexti, því verð- bólgan verðtryggði afuröimar, sem hækkuöu, meöan afurðalánin námu aöeins einum þriöja af verðbólgu- gróðanum. A sama tíma hefur Mjólkursam- salan varið 110 milljónum í byr junar- framkvæmdir við Undanrennumust- erið í Bitmhálsi, án þess aö fá lán, þar af 60 milljónum króna á síðasta ári. Þama höfum við nefnt 185 milljónir króna, en hvað skyldi það nú vera í almúgapeningum? Jú, þaö samsvarar árslaunum 900—1000 manna, er hafa 15—16.000 krónur á mánuði, sem talið er lágmarkskaup núna. Og þá geta auðvitaö allir skilið, aö þaö hlýtur aö vera öröugt að skila bændum svokölluðu grund- vallarveröi fyrir afurðirnar, ef vinnsluklaustrin þrjú fá ekki nema þúsund manns á ári til þess aö vinna frítt viö ket og mjólk. I raun og veru eru þessar fjár- upphæöir þó enn hærri, því tap Seðla- bankans af afurða- og rekstrar- lánum vegna sauökindarinnar nam um 110 milljónum króna 1983, og hlutur Sláturfél. Suöurlands af því góssi því um 19 milljónir króna. Svo bætist viö sláturgróði, sem nemur um 20 milljónum, því ekki ætla ég aö Sláturfélagið skeri fje ver en þau sláturfirmu, er ég hefi reikninga fyrir. Þetta gjörir því um 90 milljónir króna, svo það hefur hver sinn djöful að draga, er ætlar sér aðskila grund- vallarverði til bænda fyrir ket. Um mjólkina verö ég að vera fá- orður aö sinni. Læt nægja aö nefna kókómjólk og jógúrt sem eru gott dæmi um þá fjárplógsstarfsemi sem stunduð hefur veriö á Samlags- svæöinu. Kvartlítri af nýmjólk á fernu kostar nú kr. 5,30 en samskonar fema af kókómjólk kostar (eöa kostaöi) kr. 12,30, eöa er seld 130% dýrara en mjólkin. Reyndir sérfræðingar í mjólkur- iönaöi, er ég hefi ráöfært mig viö, telja aö kókómjólkin ætti þó ekki aö þurfa aö vera nema 10—15% dýrari en venjuleg mjólk í samskonar um- búðum. Hámark. Og ekki tekur betra viö. Súrmjólk kostar nú kr. 21,65 feman, en sama magn af jógúrt kostar á hinn bóginn 72,00 (hrein jógúrt), eða er höfð 230% dýrari. Jógúrt og súrmjólk kosta svo aö segja þaö sama í nágranna- löndunum, t.d. Danmörku, enda er vinnslumátinn svotil eins. Nú er þaö svo, aö maöur fagnar skipulagi og viö framsóknarmenn styöjum aö góöu grundvallarverði; trúum á þaö. Líka fagnar maöur hagsýni og arösömum viðskiptum. En þegar 110 milljónir af mjólkur- gróöa era látnar í þarflausa mjólkur- stöö í Reykjavík, á sama tíma og menn fyrir norðan, sem eru aö reyna aö framleiöa smér og osta í þeirri trú að hiö samvirka hagkerfi mjólkur- iðnaöarins, sexmannanefndarinnar og Framleiösluráösins sjái um að þeir nái nokkum veginn grundvallar- veröi, sem vitanlega næst aldrei, þá hlýtur maður að spyrja sig: Er meö þessu verið að telja vissa bændur af, bændur í grösugum dölum fyrir noröan? Hefði ekki verið skynsam- legra að nota jógúrtmilljónimar og kókómilljónirnar til aö tryggja þeim líka grundvallarverö en að eyða aurunum í þarflausa mjólkurstöð? Maöurspyr. En kannske kemur betri tíð, þegar grös koma í haga og kýmar hætta aö mjólka. Ef til vill hugsa þá bændur um skáldið er kvaö eitthvað á þá leið: Hann lét fallast á græna jöröina og grasið rak hann í gegn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.