Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 14
í.i 14 Spurningin Hvernig leggst sumarið í þig? Ásgeir Asgeirsson: Alveg stórvel. Eg held aö þaö veröi brjálað sólskin. Viö eigum þaö inni. Hafdis Hallsdóttir: Vel, ég held aö viö sleppum betur en í fyrra. Magnús Ingvarsson: Bara vel. Eg hef trú á því aö við komum betur út úr því en í fyrra. Annars er ég aö fara til Noregs í sumarleyfinu. Hilmar Gunnarsson: Vel en ég ætla samt aö eyða sumarfríinu á Spáni, láta grilla mig þar. Þorleifur S. Lúðvíksson: Bara bærilega, ég vona að þaö veröi betra en í fyrra, þó þaö gæti nú verið verra. Eg er aö hugsa um að aka hringinn í sumarfriinu og sinna áhugamálum, bilum og ljósmyndun. Magnús Grönvold: Nokkuð vel. Eg held að þaö verði heitara en í fyrra. Eg er ekki búinn að ákveöa hvemig leyf- inu verður variö. t-tifil JlHctA. TS HU OAGUTBÖ'5 .VG DV. FOSTUDAGUR 27. APRIL1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Vandið val á notuðum bílum —sumir betrí en aðrír Bilaáhugamaöur skrifar: Allir vita að verðbréfa- og kaup- hallarviöskipti hafa ekki veriö stund- uð hér á landi aö neinu ráöi og hinn almenni borgari hefur notaö aðra aöferö til að hreyfa til fjármuni sína og sparifé sem hann kann aö hafa af- lögu. Hér hafa bifreiöar landsmanna, a.m.k. einkabifreiöar, gegnt stóru hlutverki. Menn skipta tiltölulega oft Ekki er sama hvernig bíl er ekið. um bíla hér og skapast hef ur nokkuð öruggt kerfi i þessum viðddptum sem menn svo miöa viö þegar þeir hugsa sér til hreyfings í bQamálum sínum. Verðflokkar eru fyrir ákveönar bQategundir sem eru notaöir og fer verðiö eftir árgeröum og meöferö. Sjaldgæft er að verö sé miklu hærra eða miklu lægra en viðkomandi ár- gerösegir tQum. Hins vegar hefur traust manna á ákveðnum framleiöslulöndum bif- reiöa veriö reikandi. Sumir kaupa t.d. aldrei annaö en franska bíla, segja þá besta, — aörir segja að japanskir bílar séu þeir hagkvæm- ustu hvað verð og gæði snertir. Aðrir eru fullvissir um aö ódýrustu bílam- ir séu þeir sem menn eigi aö halda sig aö, þeir gangi best út, nýir sem notaðir. Svo eru þeir sem hafa aQtaf haldiö sig viö þá amerísku og segja þá vera allra endingarbestu sem um getur. Þeir séu svo tU viðhaldsfrur þar til þeir hafi veriö keyrðir um eöa yfir 250—300 þúsund km! Hér er auövitaö átt við flestar tegundir ameriskra bUa sem hafa verið hér á markaöin- um. Bréfritari er fylgjandi skoöun þeirra síöasttöldu. Hann hefur reynslu af hvoru tveggja, þeim amerísku og bílum frá ýmsum öðrum löndum. Ekki er hægt aö mót- mæla þvi aö þeir amerisku hafa enst landsmönnum hvaö best þegar á heildina er litiö. Viögerðir á amerískum bílum eru hverfandi og sjaldan eöa aldrei á þeim hlutum sem iðulega eru til ama á bifreiöum annarra þjóða, t.d. huröarhúnar, rúðuþurrkur, sæti, startari og ýmis önnur atriði, í vél t.d., sem sjaldan þarf að líta á í amerískum bifreiöum. Segja má aö fáir, mjög fáir, komist meö tæmar þar sem Bandaríkja- menn hafa hælana hvaö viðvikur bif- reiðaframleiöslu aö því er snertir út- lit, þægindi, öryggi og lága bQana- tíöni. Þeir eyða litlu meira bensíni en aðrir sambærilegir bQar ef þá nokkm meira og viðhaldið er svo tQ ekkert um margra ára skeiö ef vel er meöþáfariö. Þaö er enginn vafi aö það borgar sig aö skoöa vel notaöa bíla áöur en kaup em gerö. En kaup í notuðum amerískum bilum em þau bestu sem gerast á bQamörkuöum hérlendis, ekki sist miöaö við íslenskar aöstæöur. Skíðaf erðir á hátíðum: Óvirðing við fóm Krísts Yasmin B.N. Björasdóttir skrifar: 1 dag sagöi 4 ára gamalt bam viö okkur: Veistu af hverju föstudagurinn langi heitir föstudagurinn langi? Þaö er af því aö það tók Jesú svo langan tima aö deyja á krossinum. En úr Reykjavík fer fóUc í löngum rööum á þessum degi tU þess aö skemmta sér á skíöum, vélsleðum o.s.frv. Eru ekki nógu margir frídagar um. þessa helgi fyrir utan föstudaginn langa og páskadag? Þetta á aö teljast kristilegt þjóöfélag. Þaö er nú varla hægt aö ganga lengra í aö svíviröa fóm Krists á krossinum sem var gerð okkar vegna. Bréfritari segir það óviðeigandi að stunda skiði á páskum og föstudaginn langa. GOTT SKONROKK Austurlandsrokkari skrifar: Mig langar tU aö þakka fyrir þáttinn Skonrokk í sjónvarpinu. Þessi þáttur er sá eini hjá RUV sem flytur efni fyrir þungarokksaödáend- ur. Þótt þátturinn sé stuttur finnst mér stjórnandanum takast aö koma meö eitthvað fyrir aUa. Hvaö útvarpinu líöur þá viröast vera einhverjir „anti-rokkistar” viö stjórn- völinn þar. Og þó að mikið sé skrifaö og skammast viröist sem ekkert bíti á þessa köldu jassista og dægurtónUstar- menn. Það er ekki nema þegar þættir eins og lög unga fólksins eru sem rykiö er dustað af einni og einni rokkplötu og hún spUuð. Af svona 120 klst. á viku fara ekki nema nokkrar mínútur í þunga rokkið. Þar sem rás 2 heyrist ekki hér á Höfn í Hornafirði treysti ég mér ekki tU aö dæma um hana en þó hef ég heyrt aö ekki fari mikið fyrir rokkinu þar. Mín skoöun er sú aö ef RUV getur ekki þjónaö öUum þá eigi þaö ekki aö hafa einkarétt á útvarpsrekstri. Eg vU aö lokum bera fram þá ósk tU stjórnanda Skonrokks að hann reyni aö grafa upp einhvers staöar spólu meö frönsku rokksveitinni Trust og sýna hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.