Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 17
25 DV. FOSIUDAGUR27, \m íþróttir Iþróttir (þróttir (þróttir lista hjá CS Brugge Það er alttaf erfitt að leika gegn Stjömunni — segir Karl Benediktsson. Úrslitaleikur bikarkeppni HSÍ í Laugardaishöll í kvöld. Ákveðnir í að verða bikarmeistarar, segir Gunnar Einarsson —tók ekki tilboði félagsins um nýjan samning • Meiðsli Viggós Sigurðssonar hjá Víkingi — í nára — tóku sig upp í leikn- um gegn Þrótti og sagðist Viggó þurfa að fara í uppskurö. Karl reiknaði með að hann myndi láta Viggó leika gegn Stjörnunni. — Þó að það væri aöeins til að láta hann taka vítaköst. Það mun muna um hvert mark í úrslitaleiknum, sagöi Karl. „Við erum ákveðnir í að standa okkur vel í úrslitaleiknum — staöráðn- ir í að tryggja okkur bikarinn,” sagði Gunnar Einarsson, þjálfari og leik- maður. Við munum selja okkur dýrt í þessum fyrsta stórleik Stjömunnar.” Leikurinn í kvöld hefst kl. 20. For- sala verður frá kl. 19 í Höllinni. Vitað er að Garðbæingar munu f jölmenna á leikinn enda í fyrsta skipti sem Stjaman er í úrslitum í bikarkeppninni — í fyrsta skipti sem liðið er í úrslitum í ööru af tveimur stórmótum íslensks handknattleiks. Víkingar treysta einn- ig á að f jölmenni verði af þeirra hálf u á leiknum. Eitt er víst að þaö verður mikil stemmning í Laugardalshöll í kvöld. Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni DVíBelgíu: „Samningurinn minn við Cercle Briigge rennur út nú eftir lelktímabilið og í gær gerði félagið mér nýtt tilboð nm samning — aðeins lakari þó en þann sem ég hef nú. Ég neitaði og þá var ég settur á sölulista hjá félaginu,” sagði Sævar Jónsson, þegar ég ræddi við hann í gær. Hann er nú kominn á sölulista hjá belgíska félaginu sem hann hefur ieikið með í tvö ár eða frá því hann hætti að leika með Vai og fór til Belgíu. „Ég hef fullan hug á því að halda áfram sem atvinnumaöur en mér ligg- ur ekkert á í þessu máli. Þrír leikir eru enn eftir á þessu leiktímabili og ég ætla að sjá til hvort eitthvert annað félag gerir tilboð í mig. Ef það gengur ekki upp kem ég heim en hef ekkert hugsað út í með hvaöa félagi ég mundi þá leika heima, sagðiSævar. Cercle Brúgge hefur sett viðráðan- legt verð á Sævar eða svipaða upphæð og félagið greiddi Val fyrir hann þegar Sævar settur á sölu hann gerðist atvinnumaður. Það ætti því ekki að vera vandamál. Svo getur auðvitaö líka svo farið að Briigge-liðið geri Sævari hagstæðara tilboð. Hann hefur lengstum verið fastamaður í Brúgge-liðinu þau ár sem hann hefur leikiðmeðþví. I fyrradag var hinn hollenski þjálfari Cercle Brúgge, Hank Houwaart, rek- inn frá félaginu en mikil óánægja hefur verið með störf hans meðal leikmanna Cercle Briigge. KB/hsím. Sævar Jónsson til hægri í leik með C. Brugge. — Leikurinn gegn Stjömunni verður okkur mjög erfiður þar sem Stjarnan hefur veitt okkur harða keppni og leik- menn Garðabæjarliðsins eru i mikilli framför. Sérstaklega eftir að Hannes Leifsson byrjaði að leika með þvi að nýju sagði Kari Benediktsson, þjálfari Víkings. Víkingar leika gegn Stjömunni í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20 — í — í úrslitaleik bikarkeppninnár í hand- knattleik. Gunnar Einarsson, þjálfari Stjöra- nnnar. Karl Benediktsson, þjálfari Víkings. ARNARFLUG EAGLE AIR RS(/v ^ STJARNAN VÍKINGUR LAUGARDALSHÖLL í KVÖLD KL. 20 HVETJIÐ YKKAR MENN ÍKVÖLD SÝNUM SAMSTÖÐU OG MÆTUM ÖLL STJARNAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.