Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 8
8 DV.'FIMMTUDXG0R3: MSTigáí Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Halda þeir áfram að leggja tundurdufíin? Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hefur lýst því yfir aö Egypta- land muni slíta stjórnmálasambandi við sérhvert þaö ríki sem flytji sendi- ráö sitt í Israel frá Tel Aviv til Jerúsa- lem. Þetta kom fram í ávarpi Mubaraks 1. maí og þá sagöi hann ennfremur aö Egyptar heföu slitið stjómmálasam- bandi við E1 Salvador og Costa Riea í síðasta mánuöi til aö verja „lagalegan og sögulegan rétt hundraö milljóna Araba, 800 milljón múslima og millj- arös kristinna manna í hinni helgu borg”. Egyptaland sleit stjórnmálasam- bandi viö E1 Salvador og Costa Rica eftú- aö hafa verið hvatt til þess af Isl- ömsku samtökunum. Israelsmenn hafa sakaö Egypta um aö hafa meö þessum aðgerðum brotið gegn friðarsamkomulagi þjóöanna en greinilegt er aö Mubarak lætur þá gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Menachem Begin verður ekki í framboði Frjáls- lyndir eflast í Fiskibátur f órst eftir að hann rakst í gær á tundurduf I við Corinto í Nicaragua Kínverjar eru enn hrifniraf Richard Nixon Hu Yaobang, formaöur kínverska Kommúnistaflokksins, hefur boöiö Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjafor- seta, aö heimsækja Kina á næsta ári, aö því er kínverska útvarpiö skýrði frá ígær. Kínverskir ráöamenn hafa haldið sambandi viö Nixon allt frá því að hann heimsótti Peking árið 1972 sem leiddi til þess aö stjómmálasambandi var komið á milli þjóöanna árið 1979. Nixon heimsótti Kína aftur fyrir tveimur árum. Kanada Gagnrýna Jackson Walter Mondale og Gary Hart gagn- rýndu í fyrsta sinn í gærkvöldi Jesse Jackson, blökkumanninn sem keppir viö þá um aö hljóta útnefningu Demó- krataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þeir gagnrýndu Jackson fyrir aö láta hjá líða aö afneita einum stuöningsmanna sinna sem ógnaö haföi fréttamanni. I sjónvarpsumræöum frambjóöend- anna í gærkvöldi var Jackson spurður af stjórnenda þáttarins hvers vegna hann heföi ekki rekiö Louis Farrak- han, svartan múhameöstrúarleiötoga, úr þjónustu sinni eftir aö Farrakhan haföi hótaö fréttamanni dagblaösins Washington Post lífláti. Umræddur fréttamaður hafði greint frá því aö Jackson heföi fariö niöurlægjandi oröum um gyöinga. „Ég tek afstööu gegn boðskapnum en ekki þeim sem hann flutti,” svaraöi Jackson og kvaðst leggja meira upp úr aö fyrirgefa mönnum heldur en aö refsa. Þeir Mondale og Hart geröu sér þetta svar Jacksons ekki aö góðu. Mondale sagöi aö hótun Farrakhans heföi veriö sem „eitur” og Hart benti á aö þaö aö hóta mönnum lífláti væri lög- brot í nær öllum ríkjum Bandaríkj- anna. „Ég veit ekki hvers vegna yfir- völd hafa ekki aðhafst,” bætti hann viö. Fram aö þessu hafa bæði Hart og Mondale forðast beina gagnrýni á Jackson, sem er fyrsti blökkumaður- inn sem hlýtur umtalsveröan stuöning í baráttunni fyrir því að veröa valinn forseti. I umræðunum í gærkvöldi gagnrýndi Hart Mondale einnig harölega fyrir slælega frammistööu í gíslamálinu í Iran á sínum tíma og fyrir aö hafa hagnast á óheiöarlegan hátt af kosningasjóöi stuöningsmanna sinna. Mondale hefur örugga forystu í keppni þessara þriggja frambjóöenda. Hann hefur hlotið 1201 kjörmann, Hart hefur 661 og Jackson 201. Oháðir kjör- menn eru 330. Fiskibátur frá Nicaragua eyöilagöist í gær þegar hann rakst á tundurdufl en sandinistar í Nicaragua saka banda- rísku leyniþjónustuna CIA um aö halda áfram aö leggja tundurdufl viö hafnir í Nicaragua. Fiskibáturinn rakst á dufliö viö Corinto-höfn, sem er um 100 km noröaustur af höfuöborginni Managua. Engar fréttir fara af manntjóni en talið aö allir hafi komist af. Sandinistastjórnin hefur komiö á framfæri mótmælum við Bandaríkja- stjórn og heldur því fram aö hraðbátar gagnbyltingarmanna haldi áfram aö leggja tundurdufl, sendir frá banda- rísku móðurskipi sem haldi sig utan landhelgi Nicaragua. CIA-leyniþjónustan viöurkenndi í síöasta mánuöi aö hafa tekiö beinan þátt í því að leggja tundurdufl viö hafnir í Nicaragua en erindrekar Washingtonstjórnarinnar lýstu því yfir aö tekiö yröi fyrir slíkt framvegis. — Máliö varö til nokkurs álitshnekkis fyrir Reaganstjórnina og olli miklum deilum í Bandaríkjaþingi um fyrirhug- aöar fjárveitingar vegna stefnu hennar gagnvart Miö-Ameríku. Ellefu skip hafa laskast af völdum tundurduflanna. Þar á meöal eitt sovéskt olíuskip. Nicaragua hefur kært Bandaríkin fyrir alþjóöadómstólnum í Haag út af þessu máli og krefst tíu milljón dollara skaöabóta út af skipaskaöa. — Banda- ríkjastjórn hefur lýst því yfir aö hún viðurkenni ekki lögsögu alþjóðadóm- stólsins í málum sem varöa Miö- og Suður-Ameríku og muni ekki gera þaö næstu tvö árin. Frjálslyndi flokkurinn, sem undan- farin ár hefur farið meö stjórn í Kan- ada undir forsæti Pierre Trudeau, hef- ur eflst að vinsældum aö undanfömu. Nýtur flokkurinn nú meiri vinsælda en Ihaldsflokkurinn. Það sem er athyglisvert við þessa fylgisaukningu Frjálslynda flokksins er þaö að hún kom í kjölfar þess aö Trudeau lýsti þvi yfir aö hann hygöist láta af embætti í sumar. Samkvæmt Gallup-skoöanakönnun er gerö var eftir aö Trudeau gaf áöur- nefnda yfirlýsingu hefur Frjálslyndi flokkurinn nú fylgi 46 prósenta kjós- enda en Ihaldsflokkurinn 40 prósent. Samkvæmt næstu könnun á undan hafði Ihaldsflokkurinn mikla forystu á Frjálslynda flokkinn, eða 54 prósent á móti 32 prósentum. Líklegasti arftaki Trudeaus þykir vera John Turner, fyrrum fjármála- ráöherra. Jesse Jackson var gagnrýndur af keppinautum sinum í gærkvöldi. Hann kvaðst þá frekar vilja fyrirgefa mönnum heldur en refsa. Á myndinni er Jackson með Charles T. Manatt, formanni landssamtaka Demókrataflokksins. Harðnandi tónn í kosningabaráttu demókrata: Menachem Begin, fyrrverandi for- sætisráöherra Israels, verður ekki í framboði viö þingkosningamar í Israel í júlímánuöi næstkomandi aö því er ísraelska útvarpiö hef ur skýrt f rá. I útvarpsfréttinni sagði aö þegar Herut-flokkur Begins hefði getið um nöfn allra þeirra sem veröa á fram- boðslistum flokksins heföi komiö í ljós að nafn Begins var ekki þar á meðal. Fjölmargir stuöningsmenn Herut- flokksins og núverandi ríkisstjórnar höföu í lengstu lög vonaö aö Begin gæfi kost á sér og að persónutöfrar hans myndu snúa kosningabaráttunni stjórnarflokkunum í vil. Begin var kosinn forsætisráöherra 1977 en sagöi af sér 1983, ári eftir frá- fall konu sinnar, en dauöi hennar mun hafa tekið mjög á hann. Marcos kvartar undan útlendum f jölmiðlum Ferdinand Marcos, forseti Filipps- eyja, hefur ásakaö vestræna f jölmiðla fyrir aö hafa gengiö í liö með kornmún- istum og öörum stjórnarandstæðing- um á Filippseyjum. I yfirlýsingu frá forsetahöllinni sagöi að útlendir f jölmiölar heföu gerst „virkir þátttakendur í pólitísku lífi okkar” og hvatti forsetinn þá til aö láta af þjónkun sinni við kommúnista. „Utlendir fjölmiðlar hafa árum saman reynt aö grafa undan mér og stjóm minni án þess að hafa haft árangur sem erfiði,” sagöi í yfirlýs- ingu Marcosar. Hann sagöi aö nú væri svo komið aö þessir fjölmiölar gætu engan veginn skrifaö óhlutdrægar fréttir fráFilippseyjum. Marcos nefndi sérstaklega fréttir Newsweek, Washington Post og bresku útvarpsstöövarinnar BBC. Ferdinand Marcos sendl vestrsnum fjölmiðlum tóninn. Umsjón: I Guðmundur Pétursson I og j GunnlaugurA. I Jónsson Mubarak hlustar ekkiá gagnrýni ísraels

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.