Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 11
DV. FlMMTUDXGlíft'3.' MAlTð84. ' 11 Hagkaup selur lestrargleraugu einnig í N jarðvík og á Akureyri: HAFA SELT UM 1500 GLERAUGU Hagkaup hefur ákveöiö að selja lestrargleraugu einnig í búöum sínum í Njarðvík og á Akureyri þrátt fyrir aö sala þessi hafi mætt mikilli andstööu optikera og sé í raun ólögleg eftir samþykkt frumvarps á alþingi um þessi mál nýlega en optikerar bíöa nú eftir að lögin öölist gildi meö birtingu þeirra í Stjómartíöindum áöur en þeir hefjaaögeröir. Aö sögn Gísla Blöndal hjá Hagkaup hafa þeir nú selt um 1500 gleraugu síðan þeir hófu söluna fyrst í byrjun þessa mánaöar en lætur nærri aö þaö séu um 100 gleraugu á dag. „Viö höfum selt mun meira af þessu en viö áætluöum aö yrði í upphafi og hafa viöbrögö neytenda komið okkur á óvart,” sagðiGísli. -FRI. Atak til sjónverndar Lionsmenn á svæöinu frá Akranesi til Vopnaf jaröar gangast þessa dagana fyrir mjög umfangsmikilli fjársöfnun til styrktar sjónvernd. Atak til sjónvemdar er hún kölluö. Söfnunin er fyrst og fremst í þágu augnlækninga- deildar Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Deildin er mjög vanbúin tækjum og langt frá því aö hún geti gegnt því hlutverki sem henni er ætlað. A Akureyri eru einu sérfræðingarnir í augnlækningum sem starfa utan höfuöborgarsvæöisins en vegna þessa bagalega skorts á tækjum þurfa þeir oft aö senda sjúklinga sína til Reykja- víkurí rannsóknir og aðgerðir. Höfuötakmark söfnunarinnar er aö skapa fullnægjandi aöstööu til greiningar allra augnsjúkdóma og reglubundins eftirlits meö þeim. Ennfremur aö hægt verði aö framkvæma flestar tegundir augn- aögerða á skuröstofum Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Til aö ná þessu markmiði þarf f jögur tæki og er ætlunin aö kaupa þau fyrir söfnunar- féö. Þetta eru aðgerðasmásjá, augn- botnamyndavél, sem þykir nauösynleg meöal annars til aö greina ná- kvæmlega augnbotnaskemmdir af völdum sykursýki, glákuög fleiri sjúk- dóma. Einnig raufarlampi, sem er smásjá til nákvæmrar skoöunar á augum utan sem innan, og sjónsviös- mælir, sem er notaður til að mæla og kortleggja sjónsviö sjúklinga með gláku og sjúkdóma í heila. Aöaldagur þessa mikla átaks veröur sunnudagurinn 6. maí. Þá veröur gengiö í hús til fólks á áðumefndu svæöi og beðiö um þátttöku. Seld veröa barmmerki á 100 krónur, peningur á 1000 krónur og einnig munu líknar- sjóöir margra Lionsklúbba leggja málefninu liö og leitaö verður til fé- lagasamtaka. Auk þess er tekið viö frjálsum framlögum á gíróreikning C 15130-0. -JBH/Akureyri. Leikarar, leikstjon og aönr sem unnu að uppfærslu leikritsins „Bærinn okkar”. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri á sér langa sögu og hefur oft komið með sýningar sem vakiö hafa mikla athygli og fengið góða aðsókn. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri: „BÆRINN OKKAR” í LEIKHÚSINU Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld ameríska leikritiö „Bæinn okkar” eftir Thornton Wilder. Þaö var samiö áriö 1937 og uppfærslan í New York 1938 fékk Pulitzer-verö- launin sem besta leikritiö þaö ár. Leikritið fjallar um daglega lífiö í bandarískum smábæ um aldamótin síöustu, ástir, hjónaband og dauða. Litlu hlutirnir í kringum persónumar eru dýrmætir en ekki tekiö eftir þeim fyrr en of seint. Leikararnir teljast 21 og í stærstu hlutverkum eru Jóna Hrönn Bolla- dóttir sögumaöur, Steinunn Aöal- bjamardóttir sem Emily, Ari Bjarna- son er George, Brynja Haraldsdóttir og Hannes Garðarsson Gibbs-hjónin og Þorgrímur Daníelsson og Ardís Sig- mundsdóttir Webbs-hjónin. Leiksviösstjóri er Matthildur Ara- dóttir, aöstoöarleikstjóri Birna Guðmundsdóttir og Ijósameistari Viöar Garðarsson. Fjórar sýningar veröa á leikritinu, 3., 4., 5. og 6. maí klukkan 20.30 í Leikhúsinu. Tekiö er viö miöapöntunum frá 15.00—18.00 en miöasalan sjálf er frá 18.00 sýningar- dagana. „Bærinn okkar” er í leikstjórn Jónasar Jónassonar. Hann setti þetta sama leikrit á sviö meö Leikfélagi Akureyrar áriö 1964. -JBH/Akureyri. Sameining ríkisbanka undirbúin Lögö hafa veriö fram á Alþingi tvö stjórnarfrumvörp sem ætlað er aö færa yfirstjórn allra bankamála undir viöskiptaráöherra. Bankamál heyra nú undir viöskiptaráöherra með þeim undantekningum aö Búnaöarbanki Is- lands heyrir undir landbúnaöar- ráöherra og Iðnaðarbanki Islands undir iðnaðarráðherra. Þessi breyting á lögunum um Iðnaðarbanka og Búnaðarbanka er liður í undirbúningi þess aö sameina ríkisbankana. Ríkisstjómin er sammála um að fela viöskipta- ráöherra aö hafa forgöngu um tæknilega útfærslu sameiningar og leggja fram frumvarp þess efnis á næsta Alþingi. Enn liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hvort allir þrír viöskiptabankar ríkisins, Landsbanki, Utvegsbanki og Búnaðarbanki, veröa sameinaöir í einn banka eöa hvort sameiningin nær aöeins til tveggja hinna síðamefndu. -ÖEF. NT-umboðið á Akureyri: Mótmælirnotkun TímansáNT Fyrirtækiö NT-umboðiö á Akureyri, sem selur tryggingar, hefur sent bréf til Hlutafélagaskrár, þar sem mótmælt er notkun dagblaösins Tímans á stöfunum NT. Bréfiö er dag- sett 27. apríl síðastliðinn. I bréfinu segir meöal annars: „Síöastliðinn þriöjudag kom út dag- blað undir nafiiinu NT, en þaö heiti, NT, er notað sem einkenni á forsíöu og í auglýsingum bæði myndrænt og í mæltu máli, ennfremur munu bifreiðar vera einkenndar þessum stöfum.” Síðan segir: „Þann 24. september 1982 var auglýst í Lögbirtingi og skráð um svipaö leyti hlutafélagið NT- umboðiö hf. Fyrir hönd NT-umboðsins hf. vil ég leyfa mér aö mótmæla því, aö annað hlutafélag verði skráö undir svo líku heiti, enda veröi aö telja aö notkun sérstaklega NT-stafanna sé ekki sam- rýmanleg ákvöröun 30. greinar laga númer 56, 1978, lögum um óréttmæta viðskiptahætti, enda um atvinnufyrir- tæki aö ræöa í báöum tilvikum. Þegar hefur þetta heiti og notkun þess leitt til misskilnings. Er því eindregiö mótmælt skráningu slíks firma.” Samkvæmt upplýsingum hjá Hluta- félagaskrá hefur Nútíminn hf., út- gáfufélag NT, enn ekki verið skráö hjá Hlutafélagaskrá og þar engin afstaöa tekin til bréfsins. -JGH. MAÍ ÚTBOÐ RÍKISVÍXLA IRíkissjóður íslands hefur ákveðið aö bjóða út ■ ríkisvíxla, I samræmi við heimildarákvæði fjár- laga 1984 og með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 79/1983. Öllum er heimilt að bjóða í víxlana. 2Í boði verða víxlar að nafnvirði samtals ■ 30.000.000 kr. með útgáfudegi 11. maí 1984 og gjalddaga 10. ágúst 1984. Hver víxill verður 50.000 kr. að nafnvirði og ■ verður innleystur í Seðlabanka íslands á gjald- daga. 4Gera skal bindandi tilboð í heilt margfeldi af 5 ■ víxlum (þ.e. nafnverð 250.000 kr.). Allir tilboðs- gjafar skulu láta fylgja hverju tilboði sínu gjald- keratékka, þ.e. tékki sem gefinn er út af innláns- stofnun, sem tilboðstryggingu. Tékkinn skal vera að fjárhæð 10.000 kr. og stílaður á Seðla- banka íslands v/ríkisvíxlaútboðs. Gangi tilboðs- gjafi frá tilboði sínu, sbr. þó 7. lið, glatar hann fjárhæðinni, ella gengur hún upp í ríkisvíxla- viðskipti viðkomandi aðila eða verður endur- send sé tilboði hafnað af ríkissjóði. Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal meta ógilt. Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru: Innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóðir, lífeyris- sjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðu- neytinu, og tryggingafélög, sem viðurkennd eru af Tryggingaeftirliti ríkisins. 5Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem ■ fást í Seðlabanka. Tilboðin ásamt tilboðstrygg- ingu, ef um hana er að ræða, berist lánadeild Seðlabankans, Hafnarstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 9. maí 1984 og séu í lokuðum ómerktum umslögum, að öðru leyti en því að þau séu sérstaklega merkt orðinu „Ríkisvíxlaútboð". 6Heimilt er að símsenda tilboð í telexi eða stað- ■ festu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 5. lið hér að framan. Sömu- leiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 4. lið. 7Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða ■ hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða afturköllun tilboðs skal hafa borist lánadeild Seðlabankansfyrir kl. 14.00 hinn 9. maí 1984. STilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er, ■ verður tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00 hinn 10. maí 1984. Staðfestingarbréf verða auk þess send til þeirra. Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sér- staklega að öðru leyti en með endursendingu tilboðstryggingar í ábyrgðarpósti. 9Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega ■ eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna til- boðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Greiðsla fyrir víxla, skv. tilboðum sem tekið ■ verður, þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14.00 á útgáfudegi og verða víxlarnir afhentir eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskað sérstaklega að Seðlabankinn geymi víxlana. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefjast tilboðs- gjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðs- gjafi glatartilboðstryggingu sinni. Ríkisvíxlar þessir eru stimpilfrjálsir og án þókn- unar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu reglur og gilda hverju sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar- stræti 10, Reykjavík. 11 12 Reykjavík, 3.maí 1984 RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.