Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAI1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur 1. Ávaxtadrykkurinn undirbúinn. TILRAUNAELDHUS DV BOÐK) í PARTÍ ■_i_j_ r ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ivroivivum a onum amn Það er veisla fyrir krakka í til- raunaeldhúsinu í dag. Fyllt brauð með ýmsu góðgæti, samloka eða brauösneiðar með hökkuðu kjöti og síðan heitur bananaréttur. Þessu er rennt niður með öndvegis ávaxta- drykk. Þegar krakkar bjóða kunningjum í „partí” eða afmælisboð geta þeir hæglega útbúið þetta allt sjálfir ef viljinn er fyrir hendi og löngun til aö prófa sig áfram. Það þarf ekki boð til aö snara fram einni brauðsneið eða samloku, hæglega. er hægt aö fram- kvæma slíkar aðgerðir í hádeginu eöa hvenær sem snarl er æskilegt. Ávaxtadrykkur 1 peli appelsínuþykkni ca 1 l/21vatn 2 flöskur sódavatn eða sodastream lepli 2 appelsínur 1 sítróna melónubátar 1 kíví ávöxtur 1/2 dós blandaðir ávextir ismolar . Verklýsing 1. Blandiö saman appelsínuþykkni, köldu vatni og sódavatni. 2. Hreinsið eplið, saxið það í litla bita. Flysjið aðra appelsínuna og skerið hana eða klippið í bita, takiö safann úr hinni appelsínunni. Skerið 8. Kókosbananar bakaðir úr ofninum. 2. Heilt heilbveitibrauð, skinka, kínakál, agúrka, tómatar, epli, hálf melóna og ostur. 3. Ávcxtir og grænmeti skorið niður. til samanburðar á heimiliskostnaðii Hvað kostar heimilishaldið? \ Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-1 andi i uppKsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ■ fjolskvldu af sdmu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-1 taki. Nafn áskrifanda I Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks--- Kostnaður í apríl 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. 7. Bananar, kókosmjöl, súkkulaöispænir og ísinn. 5. „Innvolsið” tekiö að hluta úr brauðinu. 6. Skorið í bita og ristað og brauðið fyllt. sítrónuna í þunnar sneiðar eða báta, með berkinum. Takið hýöið af kíví ávextinum og skerið hann í þunnar sneiðar. Skerið meiónuna í bita. 3. Blandið ávöxtunum saman við vökvann ásamt ísmolunum. Beriö drykkinn fram vel kaldan í víðri könnu eöa skál ásamt ausu. Kannan eða skálin þarf aö taka ca 4 lítra af vökva. I drykkinn má nota eplasafa, sodastream, sleppa blönduöu ávöxt- unum, og kíví og nota meira af epl- um, appelsínum og einnig vínber en það lækkar verðið. Eins og uppskriftin er hér kostar ávaxtadrykkurinn með öllu um 155 krónur. Fyllt formbrauð Eitt heilt heilhveitibrauð eða sam- lokubrauö 100—150 g ostur skinka 1/4 agúrka 1 tómatur nokkur blöð kínakál l/2epli 1/4—l/2melóna Verklýsing 1. Grænmetið þvegið úr köldu vatni og skorið niður. Fallegast er aí skera epliö og tómatinn í báta, agúrkuna og melónuna í teninga og kínakáliðístrimla. 2. Skinkan skorin í strimla eða bita og osturinn í teninga. 3. „Lok” skorið ofan af brauðinu og þaö holað að innan. Ur hluta af „inn- volsinu” skerum viö litla teninga og ristum. 4. Öllu blandað saman og sett í brauðið. Þaö má einnig setja rækjur saman við eða síld í staðinn fyrir skinkuna og ef til vill pylsur. Með brauöinu er hægt að bera fram majónsósu, blandaða krydd- efnum eða olíu/ediksósu. Brauðið með fyllingu kostar 205 krónur. Dýrasti liðurinn er skinkan sem kostar 75 krónur. Hádegisbrauðsneiðar 8 brauðsneiðar 400ghakk 3egg 5matsk.tómatsósa 1 tsk. salt 1/2 tsk. arómatkrydd 1/4 tsk. paprikuduft l/4tsk.pipar 1/2 tsk. rósmarin 1/4 tsk. timian

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.