Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 32
32 mfiriAM pTnArrivTV'íim -/■ DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAI1984. Andlát Borghildur Strange lést 1. maí sl. Hún varfædd 6. desember 1921. Foreldrar hennar voru hiónin Hansína Þorvalds- dóttir Strange og Vikctor Strange. Eftirlifandi eiginmaður Borghildar er Eiríkur Jónasson. Þau eignuðust þrjú börn. Utför Borghildar verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jón Kristjánsson, Fagrahvammi viö Keflavík, andaöist 6. maí í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Guðjón Krlstmannsson, Holtsgötu 18, lést sunnudaginn 6. mai. Ástríður Jónsdóttir, lést í sjúkrahúsi í NewYork4.maí. Þuríður Kristjana Jensdóttir, Lokastíg 8 Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 26. apríl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristján Einarsson, Karlagötu 5, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.30. SKIPPER CS112 - LIT-DÝPTARMÆLAR Hagstætt verö og greiösluskilmálar 2ja ára ábyrgð Fridrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Simar 14135 — 14340. Daggrós Stefánsdóttir, Dvergabakka 8, verður jarðsungin frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.30. Salome Jóhannsdóttir, Uthliö 9 Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudag- inn 10. maí kl. 15. Margrét Ottósdóttir, Hringbraut 97, verður jarösungin frá Neskirkju í Reykjavik fimmtudaginn 10. maí kl. 15. Tilkynningar BOKAVARÐAN -GAMLAR I.4AUS OC MYiAK — HVERRSCÖTU 52 - REYKJAVfK-SlMI 29720 iSLAND Bókvarðan — Gamlar bækur og nýjar Bókavaröan — verslun í Reykjavík með gamlar og nýlegar bækur hefur nú í fimm ár gefið út bóksöluskrár yfir íslenskar og erlendar bækur sem þar eru á boðstólum. Þessi þjónusta hefur orðið mjög vinsæl og eru fastir áskrif endur skrárinnar mjög margir úti um allt land og víða erlendis. 27. skráin, kemur út þessa dagana. Aö venju er efni hennar skipt í flokka: Islensk fræði, þjóðsögur og þjóðlegt efni, héraðasaga og ættfræði, atómskáldin, trúarbrögð og andatrú, heimspeki og sálarfræði, ferða- bækur og landlýsingar, ævisögur erlendra manna, skáldsögur erlendra höfunda, þ.á m. ástarsögur og spennubókmenntir, náttúru- visindi og fleiri flokkar. Þetta er stærsta skrá, sem Bókavarðan hefur sent frá sér, alls eru hér kynnt 1849 rit og eru þar á meðal ýmis fágæt og eftirsótt verk sem sjaldan sjást á markaöi. En einnig eru hér mörg hundruð bóka sem kosta aðeins 25—200 kr. bókin. Meðal fágæta má t.d. nefna: Strandamenn eftir sr. Jón Guðnason, Dalamenn 1,—3. bindi eftir sama, Ættir Skag- Ðrðinga eftir Pétur Zóphonlasson, Ættir Aust- firðinga eftir Jakob Einarsson og Einar Bjamason, Islenskir samtíðarmenn, Vest- firskar ættir 1.—4., Kjósarmenn eftir Harald Pétursson, Nokkrar Amesingaættir eftir Sigurð Hh'ðar, tímaritið Islandica 1,—29., hið merka sagn- og bókfræðirit dr. Halldórs Hermannssonar, Studia Islandica 1,—19., fyrsti ritstjóri var próf. Sigurður Nordal, margar bækur eftir Jón forseta Sigurðsson, ljóðabækur Jónasar Hallgrimssonar og Bjama Thorarensens, frumútgáfurnar í alskinni, útg. í Kaupmannahöfn 1847, flest Rit Vísindafélags Islendinga, „Brennivínsbók- ina”, sem svo var kölluð, Söngbók Stúdenta- félags Islendinga í Kaupmannahöfn og margt annað fágætt og merkilegt. Bókaskrá þessi er send ókeypis til allra, sem þess óska, utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins og afhent í versluninni, að Hverfisgötu 52, hálfum mánuði eftir útkomu. \ Vörumiðaprentun Límmiðaprentun VIÐ PRENTUM • Sjálfiímandi firmamerki til fram leiðslu merkinga. • Vörumiða til hverskonar vöru merkinga - ýmsir möguleikar. • Adressumiða til merkinga vöru sendinga. • Leiðréttingamiða til yfirlíminga áður prentaðra gagna. • Aðvörunar og leiðbeiningamiða og margt fleira. ALLT SJÁLFLÍMANDI. Límmerki Vörumiöar Síöumúla 21 105 Reykjavík Simi31244 BELLA Næst þegar þú ræðir við Hjálmar um það hver ykkar eigi að fara með mér heim, þá skaltu stilla þér upp við sundlaugina. I gærkvöldi I gærkvöldi NORÐUR—SUÐUR Fram að þessu höfum við Islend- ingar haft töluverðan áhuga á því ósætti sem hefur ríkt á milli austurs og vesturs en hinsvegar held ég að athygli okkar hafi ekki beinst sem skyldi að þeim vanda sem blasir og hefur blasað við meirihluta mann- kynsins í nokkuð langan tíma, hungur og fátækt. I gærkveldi var þáttur í sjónvarpi sem á hrós skilið. Ögmundur Jónasson fréttamaður var fyrir skömmu staddur á ráð- stefnu sem haldin var í Portúgal og þar sem mættir voru þingmenn úr norðrí og suörí til að ræöa ástand norðurs og suöurs. I þættinum var rætt við ýmsa aðila sem hafa starfað að þessum málum og hafa góða þekkingu á þeim. Það var athyglisvert að heyra að nær enginn telur þetta vera vandamál þróunarlandanna og það er ekki nóg að kasta nokkrum brauðmolum niður til þeirra. Þessi vandamál eru sameiginleg vandamál allra landa og verða ekki leyst nema með þátt- töku þeirra allra. Islendingar þurfa að auka framlag sitt til þróunarmála og tryggja að þeim peningum verði varíð á sem bestan hátt. Einnig tel ég að þörf sé á að auka umræðuna um þessi mál hér á landi og þar held ég að skólinn geti m.a. komið að gagni með þvi að fjalla um norður suöur í auknarí mæli i kennslu. Amar Páll Hauksson. Geir Hallsteinsson, íþróttakennari og handknattleiksþjálfari: KVEIKIFREKAR Á RÁS 2 EN RÁSl „Það hittist nú þannig á að sjón- varpstækiö mitt er í viðgerð þannig að ég get h'tið sagt um sjónvarpið í gær. Eg hef nú verið aö fylgjast meö framhaldsþættinum Snáknum en mér finnst hann leiðinlegur. Eg er einn af þeim sem sakna þáttanna um Derrick. Sjónvarpsfréttimar horfi ég líka yfirleitt á. Mér líkar ekki hið mikla hlutfall frétta af stríðsátökum. Eg man sérstaklega eftir einum frétta- þættinum þar sem sýndar vom fjórar eöa fimm myndir sem varla vom boðlegar. Eg hlusta alltaf á fréttimar í útvarpinu, kl. 8 á morgnana, á hádegi og svo aftur klukkan 7 um kvöldið. Eg hef ekkert út á fréttir útvarps- ins aö setja, þær eru m jög góðar. A Rás 2 hlusta ég oft og er nokkuð ánægður með þá dagskrá sem þar er. Það er þægilegt að hafa hana í eyrun- um. Eg kveiki frekar á rás tvö en rás eitt ef ég fæ því viðkomið. ” íþróttir íþróttir Miðvíkudagur 9. maí Melavöllur Rm. mfl. — Fram—KRkl. 20.00. Háskólavöllur Rm. 1. fl. — Víkverji—ArmannkL 19.00. iR-völlur Rm. 1. fl. - IR-Fylkir kl. 20.30. Þróttarvöllur Rm. 2. fl. A — Þróttur—Víkingur kl. 19.00. Arbæjarvöllur Rm. 4. fl. A — Fylkir—Valur kl. 18.30. Arbæjarvöllur Rm. 4. fl. B - Fylkir—Valur kL 19.45. Framvöllur Rm. 4. fl. A - Fram-KR kl. 18.30 FramvöUur Rm. 4. fl.B — Fram-RK kl. 19.45 IR-vöUur Rm. 4. f 1. A — IR—Leiknir kl. 18.30 tR-völlur Rm. 4. fl. B — IR—Leiknir kl. 19.45. VíkingsvöUur Rm. 4. fl. A — Víkingur—Þróttur kl. 18.30. VíkingsvöUur Rm. 4. f 1. B — Víkingur—Þróttur kl. 19.45. Tónleikar Jasstónleikar Miðvikudagskvöldið 9. maí verða haldnir jasstónleikar á vegum jassdeUdar Tónlistar- skóians á Akureyri. Þar koma fram m.a. 20 manna stórsveit (Big band) skipuð nemend- um Tónlistarskólans og áhugamönnum. Stjórnandi er einn af kennurum skóians, Edward Frederiksen. Stórsveit þessi vakti mikla hrifningu á Sæluviku Skagfiröinga fyrr í vetur. Einnig munu fleiri hljómsveitir af ýmsum stæróum og gerðum spinna af mikUU innlifun á þessari jasshátíð Akureyringa. ÖUu verður þessu hleypt af stokkunum kl. 20.30 miðvikudaginn 9. maí. Karpovmedtapað Karpov heimsmeistari vann í gær- kveldi biðskák sína við Englending- inn Mestel og tryggði þannig forystn sína í skákmótinu í London. I elleftu umferð sem tefld var í gær, átti heims- meistarinn við stórmeistarann Torre og er sú skák í biö en talin töpuö heims- meistaranum og búast sérfræðingar ekki við að hann tefli hana áfram. Enski stórmeistarinn Chandler tapaði skák sinni fyrir Kortsnoj eftir mikla baráttu og missti þannig af tækifæri til að ná heimsmeistaranum að vinningum. Nú eru tvær umferðir eftir af mótinu og hefur Karpov forystu með átta vinninga eftir ellefu umferðir en á hæla honum koma þeir Chandler og Polugaevski með s jö vinninga. -óbg. Ýmislegt Einkarekstur — opinber rekstur? Stjómunarfélag Islands heldur ráöstefnu að Hótel Sögu miðvikudaginn 9. maí og hefst skráning þátttakenda kl. 11.45. Markmiðið með ráðstefnunni er aö skerpa þá umræðu sem fram hefur farið hérlendis í vetur um sölu ríkisfyrirtækja og útboö á þjónustu hins opinbera. M.a. verða á ráðstefnunni kynntar niðurstöður skoðanakönnunar sem Hagvang- ur h/f hefur gert fyrir Stjórnunarfélagið um afstöðu fólks til opinberrar þjónustu og um- fangs ríkisreksturs. Stjórnandi umræðnanna veröur Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjómarinnar. „Vígbúnaður á norðurslóð- um" — fyrirlestur Miðvikudaginn 9. maí mun William Arkin flytja fýrirlestur í boöi félagsvísindadeildar Háskóla Islands. Fyrirlesturinn nefnist „Víg- búnaður á noröurslóðum: tækniþróun og kapphlaup risaveldanna”. William Arkin er þekktur fræðimaður og hefur umsjón með rannsóknum um „vígbúnaðarkapphlaupið og kjamorkuvopn” við Institute for Policy Studi- es í Washington. Af verkum hans má nefna bókina Research Guidc to Current Military and Strategic Affairs og einnig er hann einn af höfundum nýlegrar bókar, Nuclear Weapons Data Book, sem vakið hefur mikla athygli. Fyrirlesturinn verður kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi — húsi lagadeUdar. Hann verður fluttur á ensku og er öUum opinn. Nemendasamband Kvennaskólans í Reykjavík er með fund í mötuneyti skólans viö Fríkirkjuveg fimmtudaginn 10. mai, kl. 20.30. Rætt verður um 110 ára afmæH skólans. Þetta er kjörið tækifæri fyrir afmælisárganga að hittast. Embættisveitingar Gunnlaugur Claessen hrl. var í gær skipaður ríkislögmaður frá og með 1. maí 1984. Gunnlaugur Claessen er fæddur 1946, lauk prófi í lögfræði frá HI 1972 og stundaði framhaldsnám í Osló 1972—1973. Hann hefur starfaö í fjár- málaráðuneytinu frá 1. ágúst 1973 og veitt málflutnings- og eignadeiid ráðuneytisins forstöðu undanfarin ár. Þá var Torben Friðriksson viðskiptafræðingur skipaður ríkis- bókari í gcr frá og með 1. maí 1984. Hann er fæddur 1934 í Faaborg, Dan- mörku, og lauk viðskiptafræöinámi frá HI 1960. Hann hefur starfað hjá Hag- deild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, Framkvæmdabanka Islands, í Efnahagsstofnuninni og hjá Efnahags- og framfarastofnuninni í Paris. Torben var forstjóri Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar frá 1966 til 1982 en varð þá framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu. Gestir verða konur úr kvenfélagi Garöabæjar. Stjómin. Eiðfaxi 4. tbl. 1984 er kominn út. Þar er að finna margar vandaðar greinar um hesta og hestamennsku. Sigurður Sigmunds- son brá sér í Borgarfjarðarreisu og heimsótti marga valinkunna hestamenn þar. Arni Þórðarson ræðir við Jón Guðjónsson á Svana- vatni. Maja Loebell skrifar um þjálfunar- áætlun keppnishesta, knúið er dyra hjá Marinó í Skáney, og Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur birtir fróðleiksmola fyrir kynbótahrossaræktendur. Einnig eru margar smærri greinar. 60 ára er í dag, miðvikudaginn 9. maí, Kári Þórir Kárason múrarameistari, Bugðulæk 4 hér í Reykjavík. Kona hans er Anna Eiríksdóttir ljósmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.