Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR17. MAl 1984. Frjálst.óháó dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUM5ULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarblaö25kr. Fjórar illar stofnanir Grænmetisverzlun landbúnaöarins er ekki eina dæmiö um ill áhrif einokunar á viöskiptahætti, þótt hún sé vafa- laust hið versta þeirra. Einokun er í sjálfu sér þess eðlis, að ráöamenn hennar geta ekki staðiö undir henni, jafnvel þótt þeir haldi sig gera sitt bezta. Osta- og smjörsalan er stundum tekin sem dæmi um einokun, sem hafi lánast sæmilega og gæti ef til vill veriö grænmetisverzluninni til fyrirmyndar. Þessa misskiln- ings gætir einkum hjá fólki, sem hefur lítinn áhuga á fjöl- breyttri notkun osta og veit ekki, hvernig góöir ostar eiga aövera. Hópur fólks hugöist nýlega halda ostaveizlu og keypti ostana til öryggis í sjálfri ostabúö einokunarinnar. Eftir eina nótt í kæli hafði Port Salut þrútnað og gaf frá sér ógeðslega fýlu. Það tókst aö fá honum skipt í Osta- og smjörsölunni í tæka tíð og fá nothæfan í staðinn. I ostaveizlunni kom svo í ljós, aö Dalayrja var mygluð út í rauða og svarta liti. Ennfremur var Búri tvílitur, gul- ur að hálfu og bleikur að hálfu. Þar með voru þrír af upp- runalegu tíu ostunum ekki neyzluhæfir. 30% afföll hljóta að teljast 30% of mikil afföll. Aöeins einokunarstofnun getur leyft sér frammistöðu á borð við þessa. Aðeins slík stofnun getur haft á boðstólum osta, sem heita frægum nöfnum, en eru ólíkir hinum upp- runalegu ostum og þar að auki mismunandi frá lögun tíl lögunar. Sú er einmitt reynslan hér á landi. Osta- og smjörsalan hefur í mörgum tilvikum í boði ostategundir, sem framleiðendur hafa ekki náð tökum á. Stundum heppnast framleiðslan og stundum ekki. Gráö- osturinn sveiflast til dæmis frá því að vera mjög góður yfir í að vera óætur frá hendi framleiðandans. Mjólkursamsalan í Reykjavík er dæmi um einokun með orðspori, sem er einhvers staðar á milli Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins og Osta- og smjörsölunnar. Hún er hins vegar frægust fyrir verðlagningu, sem senn mun sjást í smíði stærstu mjólkurhallar Vesturlanda. Mjólkursamsölunni hefur aldrei tekizt að búa til súr- mjólk, er stenzt samanburð við þá, sem gerö er á Akur- eyri og Húsavík. Engin nothæf tilraun virðist hafa verið gerð til að brúa þetta sérkennilega bil, enda má ekki selja noröansúrmjólk á einokunarsvæði Mjólkursamsölunnar. Síðustu árin hefur Mjólkursamsalan margoft verið staðin að því að dagstimpla mjólk lengra fram í tímann en þá þrjá daga, sem leyfðir eru. Einu sinni tókst með myndatöku að sýna fram á, að mjólk var stimpluð átta daga fram í tímann. Fimm dagar eru algeng stæröar- gráða í svindlinu. Þótt forhitun mjólkur hafi veriö bönnuð, hefur henni miskunnarlaust veriö beitt til að hindra, að mjólkin súrni á hinum langa geymslutíma. Við það drepast mjólkur- sýrugerlarnir, og í staðinn dafna rotnunargerlarnir. Af þeim stafar hið fúla bragð, sem oft er að mjólkinni. Landseigendafélag Islands, sem stendur að þessum þremur einokunarstofnunum, er nú að koma á fót hinni fjórðu. Það er eggjadreifingarstöðin, sem mikill styr hefur staðið um. Hún verður senn sett upp í Kópavogi og þá mega neytendur búast við fúlum og skemmdum eggj- um í fyrsta sinn. Allar þessar stofnanir dafna, af því að neytendur hafa ekki dug og samtakamátt til að setja þær í viðskiptabann. Það er ekki fyrr en vitleysan gengur út í öfgar Grænmetisverzlunar landbúnaðarins, að neytendum tekst að fá einokunina mildaða um stundarsakir. Um stundarsakir. Jónas Kristjánsson. DV Hvar er þessi kreppa? Birtist hún iþvíað nýir bí/ar seljast eins og heitar /ummur. . . ? ÚTHALD GEGN UPPHLAUPUM Nú, þegar líður að þinglausnum, spyrja menn gjama aö því hvort alvarlegir brestir séu komnir í stjórnarsamstarfið. Ymsar yfirlýs- ingar áhrifamanna þykja benda til þess að svo kunni að vera og auðvit- að heldur stjórnarandstaðan dauða- haldi í þá von að svo sé. Auðvitað er þaö ekki á mínu valdi aö svara þeirri spurningu játandi eða neitandi. Ymsar þær hræringar kunna að vera hafnar í stjórnarflokkunum sem ekki hafa náð upp á yfirborðið, en samt held ég að stjórnarsamstarfiö sé ekki í alvarlegri hættu, ef foringjar fara að öllu meö gát. Þaö er raunar ekkert nýtt að hrikti í stjórnarsamstarfi þessara fornu erkifénda i íslenskri pólitík. Upphlaupamönnum í liöi beggja hef- ur jafnan tekist furðu vel aö skapa óánægju og tortryggni í samstarfi þeirra, enda þótt margt tengi þá ekki síður en aðskilji. Þar ber mest á í Sjálfstæðisflokknum haukum í verslunarstétt, sem horfa blóð- hlaupnum augun á framgang sam- vinnuhreyfingarinnar, einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, en framsóknarmegin kurrar í vinstra liði sem veit ekkert verra en vest- rænt samstarf og lítur á alla tilslök- un í ríkisforsjá eins og sendingu frá Satan sjálfum. Þessir öfgahópar eru tiltölulega fámennir í báðum flokk- um, en aðgangsharðir og duglegir, og hefur tekist aö ná áhrifum langt fram yfir það fylgi sem þeir njóta. Hvað hefur áunnist? En hverju hefur þessi ríkisstjórn áorkað? Stjómarandstaðan heldur því gjarna fram að hún hafi aðeins krukkað í launin, það sé hiö eina sem eftir hana liggi. Auðvitað er þaö rétt að mest hefur borið á þessum ráð- stöfunum. Þær koma h'ka viö pyngju hvers einasta manns. En þess hefur líka verið vandlega gætt af stjómar- andstööunni, sem ræður nær einhliða umræðu launþegahreyfingarinnar, að leyfa ekki að um annaö sé rætt. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr var heldur ekki hægt aö ná verðbólgunni niður nema með því að „krukka í launin”. Allt annað er einfaldlega lýðskrumskjaftæði manna, sem engin önnur úrræði hafa getað bent á. Yfirgnæfandi meiri- hluti allra fjármagnstilfærslna í þjóöfélaginu eru launagreiðslur og ef þar er ekki beitt bremsu þarf ekki að tala um að ná verðbólgu niður. Allt fimbulfamb um eitthvert hulið f jár- magn sem einhverjir vondir menn eigi að sitja á eins og ormar á gulh er til þess eins haft frammi að fela raunveralegar staðreyndir. Með þessu er ég ekki aö halda því fram aö engir hafi í þessu þjóöfélagl auögast á annarra kostnað. Vissu- lega hefur það gerst hér eins og aUs staðar í heiminum, — því miður. En ég þori að fullyrða að það hafi verið í miklu minni mæli en víöast annars staðar og fróðlegt væri að vita hvers vegna i ósköpunum þeir sem aUtaf eru að fjargviðrast yfir þessum földu fjársjóðum hafa ekkert gert tU þess að finna þá og afhjúpa, sem gagn hefur reynst að. Þaö afrek að ná verðbólgu úr 130% niður fyrir 20% án atvinnuleys- is er aö ég hygg næstum einstætt, ekki síst þegar um leið eru alvarleg- ar bUkur á lofti í höfuöatvinnuvegi okkar. Allt í kringum okkur er atvinnuleysi áþreifanlegt böl, hér hefur því verið haldiö utan dyra, enda þótt það komi vitaskuld niður á launagreiðslum til þeirra sem fulla vinnu hafa. Eg hika ekki við aö fuU- yrða að þetta afrek eitt sér geri miklu meira en vega upp á móti þeirri kjaraskerðingu sem sífellt er kUfað á og ég fuUyrði líka aö heddar- kjör þegna þessa þjóðfélags séu miklu betri nú en ef óbreyttri stefnu hefði veriö haldið. Hvar er þessi kreppa? Það er mikið kUfað á því að lífs- kjör hér séu nú verri en um Jangan tíma. Það er talað um kreppu. En hvar er þessi kreppa, með leyfi? Birtist hún í því aö allar ferðir til útlanda eru að verða uppseldar? Birtist hún í því að nýir bílar seljast eins og heitar lummur ef menn á annaö borð hafa réttar teg- undir á boðstólum? Birtist hún í því að atvinna er yfirleitt næg með undantekningum þar sem stór- minnkaður sjávarafli hefur tak- mörkuö og tímabundin áhrif? Birtist hún í því að áður en ferðamanna- straumurinn er hafinn er nærri úti- lokað að fá borð á matsölustað í höfuöborginni aö kvöldi til? Birtist hún í biðröðum utan við skemmti- staðina? Nei, sem betur fer birtist hún ekki í neinu af þessu, af þeirri einföldu ástæðu aö hún er ekki til. Því er hins vegar ekki að neita að nokkur samdráttur hefur oröið í neyslu. Það var líka eitt af mark- miöum ríkisstjórnarinnar, því án hans hefði ekki verið unnt að draga úr hinni gegndarlausu skuldasöfnun erlendis. En þaö er fáránlegt að líkja því saman við kreppu. Víst skal það viðurkennt að kjör eru misjöfn, allt of misjöfn. Þann mismun geta stjórnvöld ekki leiðrétt nema með stuðningi hinna margum- ræddu aöila vinnumarkaöarins. Allir vita hve tregur hann hefur verið og því miður ekki síður af hálfu laun- Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON þega sjálfra, eða í það minnsta for- svarsmanna þeárra. Þó hefur nú loks örlað á skilningi í þessu efni. En lik- lega hefur hjöðnun verðbólgunnar fyrst og fremst komið því fólki til góða sem verst er sett efnahagslega. Verðbólga var og er endalaus til- færsla í peningum frá þeim verr settu til hinna betur stæðu. Það var ekki láglaunafólkiö sem hagnaöist á verðbólgunni heldur þeir sem höfðu aögang að fjármagni og fengu að skulda, án þess að leggja áhættufé í atvinnurekstur. Það ánægjulegasta við árangur núverandi ríkisstjómar er kannski það, að svo virðist sem menn hafi fengið aukna trú á það að legg ja f jár- magn í atvinnurekstur. Eins og kom- ið var þótti sh'kt fásinna. Verðbólgan var að drepa öll sæmileg atvinnu- fyrirtæki, steinsteypuhallir virtust eina skynsamlega fjárfestingin. Afnám fjölmargra fáránlegra opin- berra hafta hefur iíka haft það í för meö sér að frjáls samkeppni fær að njóta sín í ríkari mæli en áður, öllum til góðs. Allt ætti þetta að vera núverandi stjórnarflokkum hvatning til að halda áfram samstarfi. Foringjar þeirra mega ekki láta skyndiupp- hlaup innan þeirra taka sig á taug- um. Þeir verða samt að hafa í huga að enda þótt fyrsta orrastan í baráttunni fyrir bættu efnahags- og mannlífi hafi unnist, þá er mikið eftir og þá skiptir úthaldiö sköpum og eftir því verða þeir dæmdir í sögunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.