Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR17. MAI1984. ' Gústaf Baldvinsson. Gunnar Gíslason. Breyí ingar hjá 1. deildarfélögum VALUR • Þjálíari: IanRoss. • Nýir leikmenn: Jóhann Þorvarðarson, Víkingi, Ian Ross, Hereford, Stefán Amarson, KR og Om Guömundsson, Lillehammer. • Farair: Ingi Björn Albertsson, FH, Njáll Eiðsson, KA, Brynjar Guðmundsson, V-Þýska- land. Dýri Guðmundsson, FH og Guðmundur Hreiðarsson, FH. AKRANES • Þjálfari: Hörður Helgason. • Nýir leikmenn: Karl Þórðarson, Laval og Birgir Skúlason, Völsungi. KR • Þjálfari: Hólmbert Friðjónsson. • Nýir leikmenn: Gunnar Gíslason, KA, Har- aldur Haraldsson, KA og Omar Ingvarsson, Njarðvík. • Farnir: Stefán Arnarson, Val og Magnús Jónasson, Víkingi. ÞRÓTTUR • Þjálfari: Asgeir Elíasson. • Nýir Ieikmenn: Jóhann Jakobsson, KA, Þor- steinn Sigurðsson, Val, Per Ström, TB Tvöteyri, Færeyjum, Wilhelm Fredriksen, KR og Bjöm Bjömsson, Akranesi. KA • Þjálfari: Gúataf Baldvinsson. • Nýir leikmenn: Gústaf Baldvmsson, Einherja, Hafþór Kolbeinsson, Siglufirði, Birkir Kristinsson, Einherja, Njáll Eiðsson, Vai, Bjami Jóhannsson, Isafirði og Mark Duffield, Siglufirði • Farnir: Haraldur Haraldsson, KR, Jóhann Jakobsson, Þrótti, Ragnar Rögnvaldsson, Isa- firði, Guðjón Guðjónsson, Keflavik og Gunnar Gisiason, KR. ÞÓR • Þjálfari: Þorsteinn Olafsson. • Nýir leikmenn: Páli Guðlaugsson, Götu — Færeyjum, Oli Þór Magnússon, Keflavik og Kristján Kristjánsson, Völsungi. • Famir: Helgi Bentsson, Keflavik. KEFLAVÍK • Þjálfari: Haukur Hafstemsson. • Nýir leíkmenn: Helgi Bentsson, Þór, Sigurjón Sveinsson, Reyni, Valþór Sigþórsson, Vest- mannaeyjum, Kristinn Jóhannsson, Grindavík, Jón Sveinsson, Grindavik, Guðjón Guðjónsson, KA og Helgi Sigurbjömsson, Viði. • Farnir: Skúli Rósantsson, Njarðvík, Oli Þór Magnússon, Þór, Freyr Sverrisson, Njarðvík og Páll Þorkelsson, Njarðvik. VÍKINGUR • Þjálfari: BjömAmason. • Nýlr leikmenn: Amundi Sigmundsson, Isa- firði, Kristinn Jónsson, Fylki, Hans Leó, Götu — Færeyjum, Omólfur Oddsson, Isafirði og Magnús Jónsson, KR. • Farnir: Stefán Halldórsson, Selfossi, Oskar Tómasson, Leikni, Fáskrúðsfirði og Jóhann Þorvarðarson, Vai. BREIÐABLIK • Þjálfari: Magnús Jónatansson. • Nýir leikmenn: Friðrik Friðriksson, Fram, Loftur Olafsson, Fylki, Jón Oddsson, Isafirði, Guðmundur Baldursson, Fylki og Jón Einars- son, Augnabliki. • Farnir: Hákon Gunnarsson, Augnabliki, Sigurður Grétarsson, Tennis Borussia Berlín, Valdimar Valdimarsson, Augnabliki og Ing- valdur Gústafsson, Isafirði. FRAM • Þjálfari: Jóhannes Atlason. • Nýir ieikmenn: Kristinn Atiason, Kopelvik, Guðmundur Steinsson, Oster, Omar Jóhanns- son, Vestmannaeyjum, Lárus Grétarsson, Götu — Færeyjum, Om Valdimarsson, Fylki og Rafa Rafiisson, LAX, Sviþ jóð. • Farnir: Marteinn Geirsson, Viði, Jón Péturs- son, Haukum, Friðrik Friðriksson, Breiðabliki og Halldór Arason, sem hefur tekið sér frí frá knattspymu. -SOS. íþróttir íþróttir Iþróttir Magnús Bergs áfram á Spáni! Tongeren og Santander að semja um kaupverðið „Það eru samningaviðræður í gangi núna milli Santander og Tongeren og ég reikna með að samningar takist mjög fljótlega,” sagði Magnús Bergs í samtali við DV í gærkvöldi en hann hefur mikinn bug á að leika áfram á Spáni. Lið Magnúsar á Spáni, Santander, vann sér sem kunnugt er rétt til að leika í 1. deildinni spönsku næsta keppnistímabii. „Eg vii miklu frekar vera áfram hér en leika í Belgíu. Mér hefur liðið mjög vel hér og ég held aö óhætt sé að seja að mér hafi gengið vel,” sagði Magnús. Tongeren lánaöi Magnús í vetur til spánska liðsins og nú eru þau að semja um kaupferð sin i milli. Sagði Magnús að þaö væri einungis dagaspursmál hvenær frá málum yrði gengið. -SK. Hver skorar fyrsta markið? Víkingur og KR leika á Laugardalsvellinum íkvöid Víkingar og KR-ingar fá guiiið tækifæri til að skora fyrsta mark 1. deiidarkeppninnar í kvöld þegar þeir mætast á Laugardalsveliinum kl. 20. Það má búast við f jörugum ieik og hefur maður það á til- finningunni að mörg mörk verði skoruð í leiknum. Oskar Ingimundarson úr KR skoraöi fyrsta mark 1. deildar 1983, Jóhann Georgsson, Vestmannaeyj- um, 1982, Guömundur Torfason úr Fram 1981 og Pétur Ormslev úr Fram 1980. -sos 1 I I I I I I I I I I I J EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Sigur fyrir Juventus og ítölsku vamar- knattspymuna Juventus tryggði sér sigur í Evrópukeppni bikarhafa í Basel með því að vinna Porto 2-1 Juventus Iék sina alkunnu varnar- leikaðferð á St. Jakons leikvellmum í Basel í gærkvöldi fyrir framan 60 þús. áhorfendur. Það dugði félaginu til sigurs 2—1 gegn Porto og geta leik- menn Juventus þakkað óheppni og klaufaskap markvarðar portúgalska liðsins sigurinn. Ze Beto, markvörður Porto, átti ekki sinn besta dag — fékk tvö ódýr mörk á sig. Markið sem Porto skoraði var einnig af ódýrarí gerðinni. Sousa skoraði markið af 20 m færi og segir mér svo hugur um að gamla kempan Dino Zoff hefði varíð skotið þó hann hefði veríð óæfður. Þótt leikurinn væri Ieiðinlegur á að horfa, sáust nokkrir skemmtilegir kaflar í honum. Juventus skoraði fyrsta markið — Vignola á 12. mín. Þaö var eins og við mannninn mælt — um Ieið og Juventus var búið að skora drógu leikmenn sig í vörn og ætluðu greinilega að halda fengnum hlut í þær 78 mín. sem eftir voru. Porto náði að jafna 1—1 á 28. mín. og var það Sousa sem skoraði markið. Það var svo Pólverjiim Boniek sem tryggði Juventus sigur 2—1 á 40. mín. með vafasömu marki. Hann braut af sér áður en hann skoraði. Leikurinn var sigur fyrir Juventus og ítölsku vamarknattspyrnuna. En ekki sigur fyrir sóknarknattspymu. Það er furðulegt að félag eins og íþróttir ■kSSBB Juventus, með stórstjörnur hlið við hhð, skuli leyfa sér að nota bestu sóknarleikmenn heims sem varnar- leikmenn. Það var annað sem setti svip sinn á leikinn. Það var dómarinn sem var frá A-Þýskalandi. Hann lokaði augunum fyrir tveimur augljósum vítaspymum. Fyrst þegar Platini var felldur inni í vítateig Porto og síðan þegar ítalski varnarleikmaðurinn Scirea leyföi sér þann munað að handleika knöttinn inni í vítateig. -sos. Ip' 1 - ! - Sigurður Jónsson var i gær fluttur á Borgarspitalann þar sem hann átti ai Þessi mynd var tekin af Sigurði seint i gærkvöldi. Hverjir ha DV-styttu DV hef ur ákveðið að koma á keppni Mesta sóknarf élag íslands Hvaða félag verður útnefnt mesta sóknarfélag 1. deildarkeppninnar? það félag sem ber sigur úr býtum í sér- stakri stigagjöf DV hlýtur að launum fagra DV-styttu og sæmdarheitið Mesta sóknarfélag Islands 1984. Leikur DV felst í því að skora sem flest mörk í leik og fá félögin sérstök stig í sambandi við það. Félögin verða að skora þrjú mörk í leik til að fá stig í keppninni um DV-styttuna. Eysteinn sáfyrsti Eysteinn Guðmundsson fær þann heiiur að dæma fyrsta leikinn í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrau í kvöld kl. 20.00 jiegar Víkingur og KR mætast á Laugardalsvelli. Fimmtán dómarar dæma í 1. deild í sumar og hafa 14 þeirra lokið tilskyldum prófum og sá 15. gerir það á næstu dögum. -SK. Það félag sem skorar þrjú mörk í leik fær þrjú stig og síðan eitt aukastig fyrir hvert mark sem það skorar til viðbótar í leik. • Dæmi: Ef félag vinnur leik 3—1, fær það þrjú stig. En ef úrslit verða 5— 2færþaðfimmstig. Ekkert stig er gefiö nema þrjú mörk séu skoruð í leik. 2—2 jafntefli gefa ekkert stig. Aftur á móti gefur 3—3 jafntefli hvoru félagi sitt stigiö. Ef leikur færi t.d. 5—3 fengi það fé- lag sem skorar fimm mörk fimm stig og hitt félagið þrjú. Keppnin um DV-styttuna hefst að sjálfsögðu í kvöld á Laugardalsvellin- um þegar Víkingar og KR-ingar leika fyrsta leik 1. deildarkeppninnar. Leikmenn 1. deildarliðanna verða aö fara að taka fram skotskóna ef þeir ætla sér aö vera meö í keppninni um hina glæsilegu DV-styttu og nafnbótina Mesta sóknarfélag Islands 1984. OPIMUNARLEIKUR ÍSLANDSIVIÓT VIKINGUR - Á LAUGARDALSVELLI f KVC VIKINGAR LEIKA I ÍÞRÓTTAVÖRUM FRÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.