Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. 29 ÍK—Breiðablik—UBK—Breiðablik—UBK—Breiðablik—UBK—Breiðablik Lið Breiðabliks keppnistímabilið 1984 ásamt þjálfaranum Magnúsi Jónatanssyni. DV-mynd Óskar örn Jónssen. gVIÐ ÆTLUM AÐ LEIKfl SÓKNARBOLTA í SUMAR” — segir Magnús Jónatansson, þjálfari Breiðabliks „Komum vel undirbúnir til leiks, andlega og líkamlega,” segir Magnús „Það má segja að lið mitt sé óþekkt stærð. Það hafa orðlð ákveðnar breytingar á liðinu frá þvi sem var í fyrra, leikmenn hafa yfirgefið okkur og aðrir komið í þeirra stað,” sagði Magnús Jónatansson, þjálfari Breiða- bliks, í samtali við DV. „Þessir nýju leikmenn hafa staðið sig mjög vel og það hefur komið vel í ljós að liðið þolir vel þessar breyting- ar. Lið mitt kemur mjög vel undirbúið til leiks, bæði andlega og líkamlega. Mun betur en í fyrra. Það sama sýnist mér raunar vera hægt að segja um hin liðin h'ka. Leikmenn mínir gera sér mun betur nú en áður grein fyrir því hvar þeir standa. Það skiptir ekki litlu máli. Eg er sannfærður um að þetta á allt eftir að koma hjá okkur, hvort sem það verður í sumar, næsta sumar eða eftir þrjú ár. Við gætum orðið meistar- ar eins og raunar fimm eða sex önnur iið í deiidinni. Skagamenn hafa kannski svolítiö forskot, hafa sama mannskap og í fyrra og í liðinu eru leikmenn sem eru vanir að standa í toppbaráttu. Varðandi þriggja stiga regluna nýju vil ég segja að ég held að hún sé mjög góð að mörgu leyti en ég sé einn annmarka á henni. Tökum England sem dæmi. Þar eru liðin mjög mörg og þrátt fyrir að lið fái þrjú stig fyrir unninn leik getur eitt lið varla stungið hin af. Hér á landi eru leikirnir fáir, liðin fá miðað við enska boltann og eitt lið getur hreinlega veriö búið að vinna Islandsmótiö rétt eftir að mótið er hálfnaö. En ég hef ekki trú á því að lið sem nær forystu leggist í vörn. Eg get sagt að það er hættulegt fyrir hvaða lið sem er aö leggjast í vöm gegn okkur. Við verðum grimmir og mitt lið er staöráöið í því að leika sóknarknattspyrnu í sumar og ekkert annað. Mér sýnist raunar að flest liðin muni koma til með að leika opinn bolta og ég fagna því ef „kýlingakerfin” verða látin lönd og ieið. I stuttu máli: Islandsmótið í sumar verður mun betra og skemmtilegra en í fyrra.” Nú eigið þið að leika gegn Þrótti um helgina. Hvernig leggst sá bardagi í þig og þina? „Eg óttast Þrótt eins og öll önnur liö í deildinni. Við náöum að merja eitt stig gegn þeim í fyrra og erum minnugir þess. Það er ljóst að við verðum að ■<------------------m. Magnús Jónatansson, þjálfari Breiöa- bliks: „Sannfærður um að íslandsmót- ið í ár verður mun skemmtiiegra og betraenífyrra.” leggja okkur vel fram ef við eigum að fá eitthvað sem kallast getur hagstæð úrslit gegn Þrótti. Þeir hafa sama þjálfara og í fyrra, sama mannskap svo að segja og þeir geta hæglega unnið mótiö eins og hverjir aðrir.” Vilt þú spá um röð liða að mótinu loknu? „Eg einfaldlega treysti mér ekki til að spá fyrir um röð liðanna en veðja þó á Akranes og KR í tveimur efstu sætunum, eins og í fyrra. önnur lið koma skammt á eftir en ég er ekki sammála því að Víkingur og KA falli í 2. deild. Þessi félög eiga eftir að koma á óvart í sumar. Framliðinu hefur verið spáð góðu gengi en ég held að liðiö sé of ungt til að standa i fremstu röð, þola pressuna. Að öðru leyti treysti ég mér ekki til að spá frekar um úrslit,” sagði Magnús. -SK. Siggi Grétars... I Sigurður Grétarsson hefur skorað J flest mörk fyrir Brelðablik í 1. deild | frá upphafi. Sigurður hefur skoraö 30 Imörk. Þór Hrelðarsson kemur næstur með 23 mörk, Hinrlk Þór- haUsson, sem leikur nú með KA, hefur Iskorað 18 mörk, Óiafur Friðriksson 17 og Sigurjón Kristjánsson 14. Röð næstu manna er þannig: Vignir Baldursson 7, Ingólfur Ingóifsson 6, Jón Einarsson 5, Ólafur Björnsson 3, Omar Rafnsson 2, Trausti Omarsson 2, Benedikt Guðmundsson 2, Jó- hann Grétarsson 1 og Jón Gunnar Bergs 1. -SK. ! ...efsturá blaði ! H Eftirtaldir lcikmcnn Breiðabliks Trausti Ómarsson (2) | hafa leikið með islenska landsllðinu. Einar Þórhallsson (D | Fjöldi ieikjanna innan sviga: Guðmundur Þórðarson (1) | Siguröur Grétarsson (9) ÞórHreiöarsson u>, Ólafur Björnsson (6) Jón Einarsson <1)1 Omar Rafnsson (4) Jón Gunnar Bergs (1) 1 Sigurjón Krist jánsson (3) JónOddsson (1) 1 m - Breiðabiik - UBK - Breiðablik - UBK - Breiðablik - UBK - Breiðablik —■ni i» ii' i .. iii.ii ni.i. '<riihn«iiitni*iiÉii»i iéiié ir- ■■ •v-i,r,ná&:l æ.rtoú ri.rWW-nr&jfclWii. ift AIAníi i. k ■ ■ i ■ i nr r..í.fc .i.^ n ^ m P 'i'-.-'. ■■ nni i&A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.