Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Qupperneq 20
Lausar stöður Verðlagsstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirtaldar stöður: 1. Stöðu skrifstofumanns sem annast vélritun á íslensku, dönsku, ensku og fleira. Stariið krefst góðrar kunnáttu í vél- ritun. 2. Stöðu skrifstofumanns sem annast símavörslu, vélritun á íslensku og fleira. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Borgartúni 7,105 Reykjavík, fyrir 26. nóvember nk. Upplýsingar um störfin eru veittar í síma 27422. Verðlagsstofnun. DÖNSKU GÆÐAKULDASTÍGVÉLIN eru komin í öllum stærðum á mjög hagstæðu verði. Skósalan, Laugavegi 1, R. Skóval, Óðinstorgi, R. Skóver, Laugavegi 100, R. Skóverslun Kópavogs, Kópavogi. Staðarfell, Akranesi. Skóverslun Leós, ísafirði. Skóverslun M.H. Lyngdal, Akureyri. Hólmkjör, vöruhús, Stykkishólmi. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði. Skóbúð Sauðárkróks, Sauðárkróki. /HOONS ÞINGHOLTSSTRÆTI I NÝTT FRÁ ITALIU Leöur. Litir: svartur, drapp, granít. Stærðir: 36—41. Verð kr. 2.500. Póstsendum. — Sími 29030. DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984. O so/e m/o..... —eða hvernig pflagrímur norðursins komst til lands söngsins Eitthvað ar þetta nú annað en í Norðurhöfum. Tollstöðin i Feneyjum í baksýn. „Jesús, María, guð minn almátt- ugur. Hefuröu ekki komiö til Italíu í heil tíu ár. Ég bara trúi þessu ekki.” Það var fornvinur minn og söng- kennari í mörg ár, Vinzencio María Demetz, öðru nafni Sigurður Franz- son, sem stóð fyrir framan mig og tútnaði allur út í heilagri vandlætingu og „teutónskri” reiði yfir þessu sinnu- leysi nemanda síns um land söngsins, Italíu. Ég varð að viöurkenna að ég átti ekkert svar viö þessum ásökunum hans, ég haföi einfaldlega ekki komiö í fyrrum heimaland hans í tíu ár. „Þetta er bara ægilega, svakalega slæmt”, hélt Demetz áfram. ,,Ég vona bara að þú missir ekki röddina á þessu. Það er nefnilega ekkert á við hið rétta „stímúlerandi” umhverfi fyrir lista- fólk. Ef þaö einangrast um of, þá bara týnir það einfaldlega þessum hæfi- leikum, sem við kennaramir erum að rembast við aö rækta með því.” „Ég tek nú stundum lagið í baði,” umlaði ég og minntist þess að hafa séö Guömund Jónsson í heitu pottunum í Vesturbæjarlauginni. ,,Já, — mér er bara alveg sama um það. Bleytan hjálpar ekkert upp á þetta. Þú verður bara að tala viö Ingólf og ég bið svo að heilsa heim,” sagði hetjutenórinn og var þar með horfinn út í bæjarlífið. Ingólfur, sem átti að bjarga þessu, var einmitt Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri Pólýfónkórsins og forstjóri ferðaskrifstofunnar Utsýn, en hjá honum byrjaði ég að syngja að námi loknu. Auövitað var þessu öllu snarlega bjargað og ég byrjaði að láta mig hlakka til Italíuferöarinnar. ,,Þú ferð ekkert út til Italíu án mín og Gunna systir ætlar líka með.” Það var stórveldið hún móðir mín sem kvað upp úr meöþetta og ,,af langri reynslu lært ég þetta hef”, eins og skáldiö sagði, að einfaldlega lyppast bara nið- ur og hlýöa. Þær voru báöar nýorðnar sjötugar svo að þetta var upplagt tækifæri til að minnast þessara tíma- móta.fyrir utanlþaðlúmska innlegg í þjóðmálabaráttuna að þær kjósi nú rétt í næstu kosningum. Hver veit? „Eg er svo flughrædd, ég held ég fái mér bara einn koníak.” Það var Guðrún móðursystir sem mælti þessi traustu orð í flugstöðinni í Keflavík og var nú undinn bráður bugur að því. „Nú er ég ekkert flughrædd, en ég held bara aö ég fái mér annan.” Það er Gunna frænka sem enn hefur orðið og var nú greinilega allt í stakasta lagi. Nýja Arnarflugsvélin lenti mjúklega á flugvellinum í Trieste og sólbrúnir fararstjórarnir fögnuöu landanum. Bryndis Schram tjáði mér að félagi „Skyndilega hóf söngvari upp raust sína." Gondoliera Veneziana. Fólkifl hlustar og gondólarnir lóna tveir og tveir saman. Jón Baldvin væri nú floginn heim að stjóri vatt sér að mér og kynnti sig sem berja á tröllum eftir vel heppnaða Halldór Laxness. Mér varö nú bara að sumarrannsókn á sögu ítölsku borg- orði: „Ja, — mikiö hefurðu yngst,” ríkjanna á miðöldum. Annar farar- enda nýbúinn að sitja veislu með „Svíf þú seglum þflndum" á Adriahafinu. Myndir og texti: Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.