Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR1985. Eiratiell vandaöar vörur VIÐGERÐAR- LEGUBRETTI KR. 1.443,00 Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 rTTTTTWfTi vandaðaðar vörur Rafsuðuvélar Handhægar gerðir eru fyrirliggandi gott verð Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar81722 og 38125 141 11 vandaðaðar vörur Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margargerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 Eftirmáli slyssins í Rjúpnabrekkukvísl síðastliðið sumar: Ættingjar veittu viöur- kenningu til íslendinga Bárðardal, Mývatnssveit og lög- regla og björgunarsveit á Húsavík. Allir þessir aðilar fengu fagurt viðurkenningarskjal sem er undirrit- að af rektor Tókýóháskóla. Auk þess fengu Baldur og fjölskylda for- kunnarfagra japanska dúkku úr postulíni iklædda handunnum við- hafnarbúningi. Björgunarsveitimar fengu hins vegar peningagjafir, 40 þúsund krónurhver. Jónas Hallgrímsson, verkfræðing- ur í Reykjavík, og Sigurður Jakobs- son jarðfræðingur hafa verið full- trúar japönsku ættmennanna hér á landi og afhenti Jónas þessar gjafir 11. janúarsl. áHúsavík. Jónas sagði í samtali við DV að tveir mannanna hefðu verið jarð- fræðingar að mennt og starfsmenn Tókýóháskóla, 32 og 36 ára gamlir. Sá þriðji var 19 ára gamall systur- sonur þess eldri og nemandi í raun- vísindadeild skólans. Hann var í Fjölskylda á Akureyri, Húsavíkur- lögreglan og þrjár björgunarsveitir í Þingeyjarsýslu fengu nýlega viður- kenningu frá ættingjum japönsku ferðamannanna, sem fórust í Rjúpnabrekkukvísl í sumar, og frá Tókýóháskóla. Þetta voru Baldur Sigurösson frá Akureyri, sem er kunnur fyrir jökla- ferðir sínar, Stefanía Armannsdótt- ir, kona hans, og sonur þeirra, Bald- ur Oli. Einnig björgunarsveitir í Hjónin Baldur Sigurðsson og Stefanía Ármannsdóttir ásamt syninum, Baldri Óla, mefl skjalið og styttuna. DV-myndir: JBH, Akureyri. FUNDU FILMU í SPRUNGU ELLEFU KM FRÁ SLYSSTAÐ Þrír Japanir fórust þegar Ladajeppa þeirra hvolfdi í Rjúpna- brekkukvísl norðan Vatnajökuls 10. ágúst sl. Hún var þá í foráttuvexti og veður mjög slæmt. Baldur Sigurðsson, sem hefur í mörg ár stundað snjóbílaferðir á Vatnajökul, var um þetta leyti, ásamt Stefaníu Armannsdóttur konu sinni, Baldri Ola, syni þeirra, og Maríu H. Tryggvadóttur úr Eyja- firði, í skála þeirra við Gæsavötn. Þau urðu Japannanna vör fyrri hluta dagsins sem slysið varð en gerðu alls ekki ráð fyrir að þeir reyndu viö Rjúpnabrekkukvíslina eins mikil og hún var þá orðin. Meira er ekki vitað um ferðir Japanna þar til fólk, sem kom neðan úr Bárðardal, ók fram á einn þeirra síðdegis þar sem hann lá við ána. Það lét vita í Gæsavatna- skálann en þangað voru Baldur og fjölskylda komin aftur eftir ferð upp að jökulröndinni. Var brugðið viö fijótt og haldið að ánni. Þrátt fyrir lifgunartilraunir tókst ekki að bjarga piltinum. Þetta var um kaffileytiö föstudag- inn 10. Baldur og fólk hans leitaði síðan meðfram ánni fram í myrkur, fleiri menn fundust ekki þá en all- mikiö af búnaði Japananna. Ekki var vitað hversu margir voru í bíln- um þegar þama var komið. Annað lík fannst klukkan níu á laugardagsmorgun. Feðgarnir, Baldur og Oli, fundu það á síðustu eyrinni fyrir ofan fossinn Gjallanda. Björgunarsveitir komu á vettvang seinna um daginn og fundu þriðja lík- ið á svokallaðri Marteinsflæðu sunnudaginn 12. Daginn áður hafði fjölskylda Baldurs þurft að fara óvænt til Akureyrar. Mánuði síðar birtist auglýsing í blaöi þar sem Ieitað var eftir upplýs- ingum um feröir Japananna um landið. Baldur sagði í samtali viö DV að hann hefði þá boðist til að fara aft- ur á slysstaöinn og reyna að finna meira af dóti mannanna ef ske kynni að einhverjar vísbendingar fengjust. Þann 6. september hélt hann þang- að meo Stefaníu, Hreini Skagfjörð, sem var skálavörður í Herðubreiöar- lindum þegar slysið varð, Kolbrúnu Magnúsdóttur frá Akureyri og danskri stúlku, Kirsted Nielsen. Daginn eftir fínkembdi hópurinn svæðið neðan við slysstaðinn og fannst ýmislegt. Hið ótrúlega gerðist til dæmis að tvær filmur í komu í leitimar. Hreinn kom auga á aðra þeirra i lítilli sprungu, ellefu kíló- metra frá slysstaö. Hin var á svip- uðum staö, einn metra frá árbakkan- um. Slysdaginn höfðu fundist þrjár filmur og með þessum fimm filmum hefur verið hægt að rekja ferðalag Japananna suður og austur um land og inn á hálendiö. I þessari seinni leit fannst líka jöklatjald, svefnpoki og fleira. Bald- ur sagði aö þau hefðu verið beðin um að brenna þessum búnaði. Það væri trú aðstandenda að mennimir þyrftu á þessum búnaði að halda i öðru lífi. Fyrstu árin væru hinir látnu jarð- bundir og dveldu á staðnum þar sem þeir létust. Þau Baldur og Stefanía sögðust innilega þakklát fyrir þessa hugul- semi ættingja Japananna sem gjaf- irnar vitnuðu um. Fram kom í spjalli við þau aö oft hefði legið við stórslysi á þessum stað og þau hefðu líklega bjargað mörgum mannslífum með nærveru sinni. -JBH/Akureyri. % & ÖALOUR SIGUROSSQN ANO « fÁHILY. U-ESAVATMASKÁLA ' « +4m*s sumarfríi en fékk að fara til Islands með móðurbróður sínum. JBH/Akureyri Postulinsstyttan er klædd i hand- unninn viðhafnarbúning. Japanska viðurkenningarskjalið er ákaflega fagurt en jafnframt illlæsilegt flestum tslendingum. Á því stendur eftirfarandi, í efnislegri þýðingu Jónasar Haligrimssonar verkfræðings sem stundaði nám í Japan frá 1974—1980: Fyrir hönd Tókýóháskóla vil ég undirritaður tjá yður þakklæti vort fyrir það mikla og óeigingjarna starf og dugnað við leit og flutning á líkum tveggja jarð- vísindamanna og eins nema frá há- skóla vorum er fórust á hálendi íslands 10. ágúst 1984. Ennfremur vil ég tjá þakklæti vort fyrir þá vinsemd og samúð sem aðstendendum þeirra látnu var auðsýnd. Tókýó 1. septem- ber 1984, Ryui Chi Hirauo (sign. rektor Tókýóháskóla). JAPANIRNIR VORU MIKILS METNIR JARÐVÍSINDAMENN Jarðfræðingarnir Fukuyama og Sakiyama, sem fórust í Rjúpna- brekkukvísl, voru sérfræðingar í til- raunabergfræði og með færsutu mönnum á því sviöi í heiminum, að sögn Sigurðar Jakobssonar, jarð- fræðings hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Attu þeir í haust að taka við prófessorsembætti við Tókýóhá- skóla. Horikoshi, sá yngsti sem fórst, var systursonur Fukuyama. Sigurður og Fukuyama þekktust vel. Þeir voru báðir viö ríkisháskólann i Arizona í Bandaríkjunum 1979 til 1981, Sigurð- ur við doktorsnám í jarðfræði en Fukuyama vann þar sem sérfræð- ingur. „Þetta var óskaplega ljúfur mað- ur, greindur og skemmtilegur,” sagði Sigurður. ,,Síðustu tvö til þrjú ár vann hann við Carnegie Institude í Washington við rannsóknir. Sukiyama kom hins vegar frá Bretlandi.” Japanirnir ætluðu að heimsækja Sigurö í Reykjavík kvöldið sem slys- ið varð. Þeir höfðu haft símasam- band og sagst ætla að koma. örlögin komu í veg fyrir það. Nánustu aðstandendur komu til Islands til að sækja ösku mannanna skömmu eftir slysið. Bjó fjölskylda Fukuyama þá hjá Sigurði. Það fólk fór ekki á slysstaðinn en hins vegar fóru Sigurður og lögreglumenn frá Húsavík þangað meö tveimur prófessorum við Tókýóháskóla þann 15. ágúst. ,,Þeir voru með blóm og settu þau á staðina þar sem líkin höfðu fundist. Þeir skrifuðu auk þess á kort sem voru sett í ána. Á þeim sögðu þeir að stæði að mennirnir skyldu hvíla í friði,” sagði Sigurðijr. Það segir talsvert um hversu hátt þessir japönsku vísindamenn voru metnir sem jarðfræðingar að virt tímarit ætlar aö tileinka þeim eitt hefti ársins. Tímaritið heitir Journal of Volcanology and Geothermal Research og er gefið út af Elsevier í Amsterdam, Oxford, New York og Tókýó. I því verða átján greinar eftir ýmsa vísindamenn, þar á meðal Sig- urð Jakobsson. -JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.