Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR1985. Fjórðungur /am/s- manna býr í sýslum —yf ir 130 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu Innan við fjórðungur landsmanna, eöa 23,7 prósent, býr í sýslum. I höfuð- borginni, Reykjavík, búa 36,9 prósent landsmanna. í kaupstöðum utan Reykjavíkur búa 39,4 prósent, sam- kvæmt bráöabirgðatölum Hagstof- Borgarfjarðarsýsla 1.398 V-ísafjarðarsýsla 1.656 Reykholtsdalshr. Andakílshreppur Mýrasýsla 275 263 2.620 Flateyri Þingeyri Suðureyri N-Ísafjarðarsýsla 485 479 463 496 unnar frá 1. desember sl. Borgarnes 1.736 Súðavik 263 Af 240.122 mönnum á landinu búa Stafholtstungnahr. 205 Reykjarfjarðarhreppur 86 w{ pgppgi - TF? Sóð yfir hluta byggðarinnar í Mosfelissveit, fjölmennasta hreppi landsins. 56.894 í sýslum. I Reykjavík búa 88.505 og í kaupstööum 94.686. Rúmlega helmingur landsmanna, eöa 54,3 prósent, býr á höfuðborgar- svæöinu; Reykjavík og nágranna- byggöum þess, frá Hafnarfiröi og upp í Kjós. Fjöldinn á höfuöborgarsvæöinu er 130.485 menn. Hér á eftir fara tölur um fjölda íbúa í einstökum sýslum og stærstu hreppum þeirra. Snæfellsnessýsla 3.383 Strandasýsla Stykkishólmur 1.309 Eyrars veit (Grundarfj.) 766 Neshreppur (Rif og Sandur) 590 Hóbnavík Kaldrananeshreppur V-Húnavatnssýsla 417 188 1.581 Gullbringusýsla 3.079 Sandgeröi 1.243 Geröahreppur 1.078 Vatnsleysustrandarhr. 635 Kjósarsýsla 4.886 Mosfellshreppur Bessastaðahreppur Kjalarneshreppur 3.627 706 366 Dalasýsla 1.073 Hvammstangi Ytri-Torfustaðahreppur 648 261 Laxárdalshr. (Búðardalur) Miðdalahreppur 429 137 A-Húnavatnssýsla 2.659 Blönduós Höföahr. (Skagaströnd) 1.081 663 A-Barðastrandarsýsla 402 Reykhólahreppur 231 Skagafjarðarsýsla 2.258 Geiradalshreppur 86 Akrahreppur Seyluhreppur 321 290 V-Barðastrandarsýsla 2.038 Eyjafjarðarsýsla 2.623 Patreksfjörður 1.006 Tálknafjörður 371 Suöurfjaröahr. (Bíldud.) 359 öngulsstaöahreppur Árskógshreppur Hrafnagilshreppur 376 342 315 1.135 S-Þingeyjarsýsla 2.945 Skútustaðahreppur 589 Grýtubakkahr. (Grenivík) 453 Aðaldælahreppur 389 Reykdælahreppur 343 Svalbarðsstrandarhr. 324 N-Þingeyjarsýsla 1.682 Raufarhöfn 431 Þórshöfn 429 Presthólahr. (Kópasker) 307 N-Múlasýsla 2.284 Vopnafjöröur 915 Fellahreppur 330 S-Múlasýsla 4.745 Egilsstaöir 1.283 Búöahr. (Fáskrúösfj.) 760 Reyðarfjöröur 707 Búlandshr. (Djúpivogur) 415 Breiðdalshreppur 362 Stöðvarfjörður 335 A-Skaftafellssýsla 2.275 Hafnarhreppur 1.549 Nesjahreppur 307 V-Skaftaf ellssýsla 1.319 Mýrdaishreppur (Vík) 642 Kirkjubæjarhreppur 275 Rangárvallasýsla 3.546 Rangárvallahr. (Hella) 792 Hvolhr. (Hvolsvöllur) 743 Holtahreppur 312 Djúpárhreppur 301 Árnessýsla 6.811 Hveragerði 1.396 ölfushr. (Þorlákshöfn) 1.387 Eyrarbakki 550 Hrunamannahreppur 540 Biskupstungnahreppur 512 Stokkseyri 506 Gnúpverjahreppur 356 -KMU. ri í da ANTTI TUURI Bókmenntaverölaunahafi Norö- urlandaráös, Antti Tuuri, er vel þekktur rithöfundur í sínu heimalandi, þótt ekki hafi verk hans orðiö þekkt hér á landi. Hann hefur veriö einn þekktari tít- höfunda Finnlands frá byrjun síöasta áratugar, en verölauna- verk hans, skáldsagan Austur- botnar (Pohjanmaa), er ellefta skáldsaga hans og kom út 1982. Bókin hefur heimaslóðir höf- undar aö sögusviöi, en Austur- botnar eru héraö í N-Finnlandi. Hún fjallar um fjóra bræður sem viö tímamót í lífi sínu reyna aö breyta lífsfarvegi sínum og ná valdi sjálfir yfir örlögum sinum. í>aö gengur þeim ekki vel og er þaö grunntónn í verki Tuuri hversu hjálparlaus mannskepnan er og valdalaus yfir eigin tilveru. Stíll Tuuri er einfaldur og fáorö- ur, en er þó kryddaður gamansemi og samúö með sögupersónum. Hann hefur ríka athyglisgáfu og skapar oft sterkar andstæður úr hversdagslegustu hlutum í ritum sínum. Frásagnartækni hans er mjög sérstæð og í skáldsögunni Austurbotnar er aðeins eitt tilsvar í beinni ræöu gefiö. Að ööru leyti er frásögninöllliöfundarins. -óbg. Varðskip flutti botnlangasjúkling Varðskipið Týr flutti botnlanga- sjúkling frá Flateyri til Isafjarðar í fyrradag. Allir vegir voru ófærir á þessum slóöum og sjóleiðin ein möguleg. Kom skipið meö sjúkl- inginn til Isaf jaröar um tvöleytið í gærdag. -EH Ókásjálflýsandi vegastikur Vegastikur voru eknar niður á kílómetrakafla undir Hafnarfjalli um helgina. Stikumar eru sjálflýs- andi og varna því að ökumenn missi sjónar á veginum. Lögreglan í Borgarnesi segir aö einhver ökumaöur hafi gert þaö sér til gamans aö aka á stikurnar og sé það vítavert því aö margir bflar fariútafáþessumvegarkafla. -EH í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Allir í stjómarandstöðu Stjórnarandstaða Morgunblaðsins NT, málgagn framsóknar- manna og forsætisráð- herra, segir í forystugrein á laugardaginn, að ekki verði „betur séð en að Morgunblað- ið SP lagRt í stjórnmálasögu. Morgunblaðið hefur verið sjálfu sér samkvæmt í afstöð- unni til ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar og Hér á árum áöur voru línur skýrar í pólitík. Þá var ihaldið íhald og kommar kommar og hver hélt með sínum og þaö jafngilti mannsmoröi þegar kjósendur yfirgáfu flokka sina og greiddu öðrum atkvæöi. í þá daga höfðu flokkarnir málgögn sem þeir gátu reitt sig á. Sjálfstæðismenn voru góöir í Morgunblaðinu en kommarnh vondir. í Þjóöviljanum voru sjálfstæöismenn vondir en kommarnh góðir. Og Tíminn stóð með Framsókn meöan allir hinh voru andstyggilegustu menn. Síðan lásu atkvæöin málgögnin sín til að fá línuna og engum datt í hug að efast eina sekúndu um réttmæti þess sem i málgagninu stóð. Þetta voru yndis- legh tímar þar sem enginn þurfti aö velkjast í vafa um rétt og rangt, stjórn eða stjórnarandstööu, vonda menn eða góða menn. Allt hefur þetta farið úr böndum á hinum síðustu og verstu tímum. Nú höfum viö ríkisstjórn sem mynduð er af Framsóknarflokki og Sjálfstæöisflokki án þess aö ljóst sé hvort þessh sömu flokkar standa að henni. Hvað þá að þeir styðji hana. Formaður Sjálfstæðisflokksins fær ekki aö sitja í stjórninni jafnvel þó aö hann vilji það. En í henni eru aftur á móti ráðherrar þótt engir aðrir vilji þá. Framsóknarráöherrarnh mega ekki opna munninn öðruvísi en tals- menn Sjálfstæðisflokksins andmæli því sem þeir segja. Og NT leggur sig fram um það að rakka niður ráð- herra Sjálfstæðisflokksins á móti. Blaðið telur fjármálaráðherrann vera innanmein í rikisstjórninni og skilur ekki hvernig forsætisráðherra getur setið í ríkisstjórn með slíka menn sér viö hlið. Nú er það nýjast að Morgunblaðið sér ástæðu til aö skrifa leiðara um stjórnarandstöðu sina enda þótt flestir hafi talið að Morgunblaðið væri helsta málgagn stjórnarinnar. Og til aö flækja málið enn meh kemst Mbl. að þehri niðurstöðu að engu líkara sé en að forsætisráð- herra „sé i andstöðu við ríkisstjóru sína” og telur NT gefa það sterklega til kynna. Eftir þessi tíðindi fer að verða spurning um hver það eiginlega sé sem styöur þessa ríkisstjóm. Ef Sjálfstæðisflokkurinn gerh það ekki, hvað þá formaðurinn, ekki Morguublaðið og alls ekki forsætis- ráðherra, hvar er þá að finna stuðn- ingsmenn stjórnarinnar? Ekki eru þeir á meðal fólksins enda varla hægt að ætlast til þess að sauðsvart- ur almúginn sé aö styðja ríkisstjórn sem forsætísráöherra og stjómar- flokkarnh eru á móti. Þetta kann í fljótu bragði að vhð- ast öfugsnúið ástand og iliskiljan- legt. En þegar betur er að gáð hljóta menn að vera sammála um að það sé mun skynsamlegra fyrh stjórnar- flokkana, formann Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra að vera á móti ríkisstjórninni heldur en með henni. Allir vita jú. að ríkisstjórnh fara halloka í kosningum meðan stjórnarandstaöan græðir. Og hvers vegna þá ekki að vera þeim megin sem fylgið er? Ríkisstjórnir koma og fara cn flokkarnh bUva. Trikkið er þess vegna í því fólgið að mynda stjóra en vera síðan á móti jafnvel þótt maður sitji í henni. Það þjónar meha að segja tilgangi að ríkisstjórnin sitji sem allra lengst, því meh græðh maður á stjórnar- andstöðunni. Nú em ailir komnh í stjórnarandstöðu og er það vel. Eng- inn þarf að kvíða næstu kosningum og í raun og veru ætti stjórnarand- staða allra flokka, með forsætisráð- herra i broddi fylkingar, að samein- ast um að halda líftórunni í stjórn- inni sem allra lengst. Þarna er lík- lega komin skýringin á því hvers vegna hún fer ekki frá'. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.