Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Norðmenn f rjáls- legir með leynistimpilinn Frá Jóni Einari Guðjónssyni, frétta- ritara DV í Osló: Nú er aö veröa greinilegt aö helsta málsvörn Arne Treholts í réttinum í Osló verður aö hann hafi ekki afhent skjöl er varði öryggi Noregs, heldur mestmegnis meinlítil skjöl. Þó þau hafi verið stimpluö leyndarmál þýði þaö ekki aö þau séu þar meö þjóö- hættuleg. Sérfræðingar sem DV hefur rætt viö eru sammála um að norsk ráðuneyti séu fræg um allan heim fyrir frjálslega notkun á leynistimplum. Vitað er meöal blaðamanna og annarra að jafn- vel blaðagreinar hafi verið stimplaðar „Hlutunum snúið við” — segir Arne Treholt um ákærurnar Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara DV i Osló: Ame Treholt vísaði því algerlega á bug í varnarræðu sinni í gær aö þeir 120 fundir sem hann er ákæröur fyrir að hafa átt með Sovétmönnum hafi verið njósnafundir. „Hlutunum er hér algerlega snúið við,”sagðihann. Treholt hélt því fram að á 15 ára tímabili hefði hann aöeins átt 59 „vinnufundi” meö fulltrúum sovéska sendiráðsins þar sem stjórnmálaum- ræöur voru á dagskránni. Aö sögn Treholts lá að baki þessum fundum þörfin á auknum skilningi á málefnum austurs og vesturs. Hann vísaði eindregið á bug vangaveltum um aö hann hafði afhent Sovétmönnum upplýsingar er hann stundaði skokk sitt í Central Park í New York. Treholt var haröorður í garð Lasse Qvigstad saksóknara og kvað margt í ræðu hans hafa verið beinlínis æru- meiðandi. Hann sagði aö í ákærunni hefði verið lögö allt of mikil áhersla á fyrsta framburð sinn eftir handtökuna. Treholt kveöst þá hafa verið niður- brotinn maður og átt í mikilli sálar- kreppu. Fyrst var hann yfirheyrður samfleytt í 15 klukkustundir og líkti Treholt því ástandi við réttarhöld í Kafka-stíl. Honum var aldrei sagt að hann ætti rétt á lögfræðingi en þegar Ulf Underland verjandi loksins kom „lá fyrir framburður sem átti eftir að sem leyniskjöl. Þannig kom upp mál árið 1979 að í ljós kom að grein úr Dag- blaðinu norska hafði verið stimpluð „trúnaðarmál.” I samtali við DV nefndi Nils Petter Gleditsch, þekktur friðarrannsóknar- maður, dæmi frá því í fyrra. Þá var verið að ræða um staðsetningu her- gagna í Noregi fyrir bandarískar her- flugvélar á hættutímum. Varnarmála- ráðuneytið norska setti leynistimpilinn á allt sem viðkom þessari áætlun. En í Bandaríkjunum var allt málið í dags- birtunni. Þegar norskir blaðamenn vildu fá upplýsingar um málið fóru þeir til Washington. Blaöamenn hafa oft farið til Banda- ríkjanna, og jafnvel til Bretlands, til að fá skjöl sem eru talin leynileg í Noregi. Á leiðinni úr og í fangelsið gætir lögreglan Arne Treholts vandlega og hefur jafnframt mikinn and- vara á sér gagnvart hugsanlegum hryðjuverkum á meðan á réttar- höldunum stendur. Stal FBI dagbókum? Treholt ákveðinn og skipulagður Ulf Underland er aðalverjandi Arne Treholts en þeir þekktust allar götur frá þvi að Underland og Jens Evensen reyndu að sækja her- foringjastjórnina i Grikklandi til saka fyrir mannréttindadómstóln- um i Strassbourg á sjöunda ára- tugnum. veröa bæði bindandi og stefnu- markandi fyrir mig”. Lögreglan hefði greinilega verið á höttunum eftir svörum sem pössuöu inn í fyrirfram ákveðinn ramma. Níu mánuðum eftir handtökuna breytti Treholt síðan mörgum atriðum í fyrri framburði sínum í bréfi til leynilögreglunnar. Frá Jóni Einari Guðjónssyni, frétta- ritara DV i Osló: Komið hefur fram í réttarhöldunum gegn Arne Treholt að dagbækur hans fyrir tvö ár, 1973 og 1974, vantar. Sjálf- ur segist Treholt ekkert skilja í því. Hann segir að hann stæöi sterkar að vígi hefði hann þessar dagbækur. I gær sagði hann að sér fyndist lík- legast að einhver „opinber þjófnaður” hefði átt sér staö. Saksóknari flýtti sér að spyrja hann hvað hann ætti viö með orðunum „opinber þjófnaður.” Treholt gaf þá í skyn aö bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, hefði hugsanlega tekiö þær. „Eg lít kannski svolítið öörum augum á austantjaldslönd,” sagði hann. Hann gaf þannig í skyn að Bandaríkjamönnum þætti akkur í því að fá hann sakfelldan og því hefðu þeir stolið dagbókum hans, dagbókum sem heföu kannski sýnt hann í betra ljósi. Við réttarhöldin tóku menn til þess hve öruggur Treholt var í allri fram- komu í gær. Hann var í sókn allan tímann. Hann talaði mjög skipulega. Ræða hans var nær öll skrifuð niður. Þarna fór þaulvanur ræðumaður. Hann þótti mjög ákveðinn, án þess að vera hrokafullur. Hann notaði svo mikinn tíma til að segja frá æviferli sínum að dómara var farið að finnast nóg um. Treholt sagðist vilja rifja upp ævisögu sína frá menntaskólaárum til að sýna áheyr- endum hugsanir sínar og geröir í því ljósi. Hann óskaði eftir að fólk talaði saman í stað þess að slást sýknt og heilagt. Ráðuneytið hvatti Treholt til að sækja um skólavist ÞAGNARMUR UM TRE- HOLT í GRIKKLANDI Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara DV i Osló: Það var fyrir hvatningu frá utan- ríkisráðuneytinu aö Arne Treholt sótti um inngöngu í Varnarmálaskólann í Osló áriö 1982. Að sögn hans sjálfs haföi það aldrei hvarflað að honum fyrr. Ráðuneytinu var þá ókunnugt rnn að Treholt hafði í nokkur ár verið grun- aður um njósnir en það vissu hins vegar nokkrir æðstu menn í utanríkis- dómstóla- og varnarmálaráðuneytinu, gegnum leynilögregluna. Vandinn var sá að Treholt var aöeins grunaöur og erfitt hefði orðiö að neita honum um skólavist án nokkurrar áþreifanlegrar ástæðu. Þótti því óhætt að hleypa honum að en skólastjórinn Lítið hefur verið skrifað um Treholt- máliö í grískum dagblöðum þó margt tengi Treholt við Grikkland. Treholt var góðvinur Andreas Papandreous forsætisráðherra og tengsl hans við íraka voru í gegnum sendíráð þeirra í Aþenu. Stjórnarandstööublöð reyndu fyrst eftir að málið fréttist að gera sér mat úr því. En þaö féll í svo grýttan jarðveg að síðan í fyrravor hefur ekkert verið skrifað þar um málið. Norska pressan, sem hefur reynt að tala við embættis- og stjómmálamenn í Grikklandi um málið, hefur mætt þagnarmúr. Persónulegt samband Papandreous og Treholts var mjög náið og hefur staðið lengi. Treholt var einn þeirra Norðmanna sem stóðu hvað fremst í baráttunni gegn herforingjastjórninni í Grikklandi sem sagði af sér 1974. Hann hitti Papandreou fyrst í Aþenu 1966. Andameríkanisminn er svo ríkjandi í Grikklandi nú að lítiö er fjallað um syndir Sovétmanna. Eöa eins og einn grískur blaöamaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði: „Sá blaðamaður sem reyndi ao hefja rann- sókn á Treholtsmálinu myndi verða stimplaður CIA-agent, ekki bara af starfsbræðrum sinum heldur almenn- ingsálitinu.” þóG Andreas Papandreou og Arne Treholt urðu góðir vinir. Hór hitt- ast þeir i eitt skipti af mörgum i Aþenu. Reidar Torp ofursti var hins vegar ekki með í þessum bollaleggingum. Þreyttur í réttar- haldinu Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara DV í Osló: Rétti var slitið snemma í gær, um hálftvö eftir hádegi, að ósk sakborn- ingsins Arne Treholts. Hann lýsti því yfir aö álagiö á sig í upphafi þessara réttarhalda væri afar mikið, ekki síst það að vera innan um svo margt fólk að nýju eftir langa einangrun. Fór hann því fram á frestun. Treholt hóf að rekja lífshlaup sitt og stjórnmálaferil fyrir réttinum í gær. Lengst ræddi hann um fyrstu kynni sín af fólki í Austur-Evrópu, einkum Tékkum. Einnig sagði hann frá bar- áttu sinni gegn herforingjastjórninni í Grikklandi og hvernig það atvikaðist mörgum árum síðar að grískir vinir hans kynntu hann fyrir Irakanum Radi Mohammed. Treholt komst aðeins fram til ársins 1973 þannig að hann komst ekki að þeim tíma sem hann er talinn hafa byrjað að stunda njósnir fyrir Sovét- menn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.