Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Á myndinni þekkjum við Elías Þórðarson, Hrefnu Dan, Tómas Sigurþórsson og Guðrúnu Árnadóttur. Á ÁRSHÁTÍD HJÁ HARALDI BÖDV- ARSSYNIOG CO Hver þekkir ekki ■ þennan „prófil"? Ómar Ragnarsson skemmti veislugestum og tókst að vanda vel upp. Eitt elsta og rótgrónasta útgerðar- fyrirtæki landsins, Haraldur Böðv- arssoil og co á Akranesi, hélt mikla og veglega árshátíð fyrir stuttu. Fyrirtækið var stofnað árið 1906 og hefur síðan verið aðalburðarás alls atvinnulífs á Akranesi. Hjá Haraldi Böövarssyni og co starfa nú á bilinu 220—250 manns við útgerð og fisk- vinnslu. Á árshátíðina mætti kjarn- inn af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 200 manns og skemmti sér vel undir stjórn veislustjórans, Gísla Einarssonar. Skemmtiatriðin gerðu lukku. Hér þekkjum við Guðrún Öldu Björnsdóttur, Inga Þórleifsson Guðmundsdóttur og Jón Pétursson. Dröfn Séð yfir hluta veislusalarins. Við fremsta borðið til vinstri, Rannveig Böðvarsdóttir, Sveinn Björnsson, Þuríður Björnsdóttir, Svana Lára Hauksdóttir. Hægra megin við borðið, Sturlaugur Sturlaugsson, Hrafn- hildur Sveinsdóttir, Helga Sturlaugsdóttir og Agnar Sigurðsson. islendingum er ekki leyft að þamba áfengan mjöð ennþá, hvað þá að standa í að auglýsa slika vöru. Englendingar hafa löngum verið í bransanum enda bjórmenning þar á mjög háu stigi. Nýlega sást i Nottinghamhéraði stórt auglýsingaskilti frá Mansfieldbrugghúsinu, þekktum bruggurum i Englandi. í lauslegri þýðingu segir í auglýsingunni: „Hann gæti verið forseti voldugustu þjóðar á jörðinni. . . en hann hefur aldrei fengið sér krús af Mansfield miði." Þeim ensku þótti allt i lagi að nota Reagan þarna i bjórauglýsingu enda myndu hinir ensku neytendur ekki hafa neitt að gera með væntanlega útkomu for- setakosninganna i nóv. sl. Nú hefur það heyrst í Bandarikjunum að þarlendir auglýsendur hafi gripið hugmyndina á lofti og hugsi sér að nota járnfrúna Thatcher í sinum auglýsingum. Slík auglýsing kynni að hljóða þannig: „Hún endurheimti nú reyndar Falklandseyjar en hefur aldrei teygað Bud- weiserkollu." Jackie Kennedy Onassis og hinn forríki vinur hennar, Maurice Temple- man, hafa reynst John góður stuðningur. Vel tókst að ala John Kennedy upp Hinn 24 ára gamli John Kennedy, son- ur Johns F. Kennedy og Jackie, er far- inn að spá í frama á stjórnmálasvið- inu. Hann starfar p.ú á stjórnarskrif- stofu í New York og lærir þar inn á stjórnmálin. Eftir að hann lauk prófi frá Brown- háskólanum ferðaðist hann til Ind- lands og kynnti sér menningu Ind- verja. Faðir hans haföi aö loknu há- skólanámi sínu ferðast til Sovétríkj- anna og kynnt sér menningu Rússanna. John yngri fer þó ekki alveg sömu slóðir og faðir hans. Faðir hans þótti mikill kvennamaöur en sonurinn lætur sér nægja eina. John yngri heldur fast við vinkonu sína, Sally Monroe, sem hann kynntist í Brown-háskólanum. Sally Monroe er af írsku bergi brot- in, eins og Kennedy-fjölskyldan. Hún starfar nú hjá tímariti. Fjölskylda hennar er vel efnum búin og býr á Bostonsvæðinu, eins og Kennedy-fjöl- skyldan. Sally þykir nokkuö lík Karólínu, systur Johns. Menn tala jafnvel um að parið minni töluvert á Jackie Bouvier og John F. Kennedy. Mamma Johns yngri, Jackie Onass- is, er ánægð með tilvonandi tengda- dóttur. Hún vonast einnig til að synin- um famist vel á stjómmálabrautinni. Sonurinn er sagður hugsjónamaður og framsækinn. John Kennedy er orðinn 24 ára yamall. í útliti er hann sagður blanda af föður sínum og elsta bróður hans, Joe, sem fórst ■ heimsstyrjöldinni síðari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.