Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR15. MARS1985. 27 I textíl- Haukur Hall- dórsson sýnir á tveim stöðum Haukur Halldórsson opnar sýningu í Listamiöstöðinni við Hafnarstræti (Lækjartorg) laugardaginn 16. mars kl. 2 e.h. Sýningin stendur til 24. þessa mánaðar. Sýningin er opin alla daga frá kl. 2—6 e.h. nema annað verði auglýst. Á sýningunni verða 27 málverk unnin með blandaðri tækni, olíu, kol og sáldþrykk, myndefnið er flest sótt í íslenskar þjóðsögur og goðafræði. Einnig eru á sýningunni nokkrar myndir sem Haukur hefur málaö á postulín með þar til gerðum litum. Jafnframt þessari sýningu Hauks í Listamiöstööinni verður sýning á myndum hans úr Islenskum annálum 1400—1449 í veitingahúsinu Ritu viö Nýbýlaveg 26 í Kópavogi, þar veröur 21 mynd unnin í kol. Veitingamaðurinn Stefán Olgeirs- son hefur ákveöiö að veita 15% af- slátt af mat hússins á meðan á sýningu Hauks stendur í Lista- miðstöðinni gegn framvísun boðs- korta aö sýningunni hans. Tónabær: íslandsmeistara- keppnin í „f ree-style" Á laugardaginn fara fram í Tóna- bæ úrslit í íslandsmeistarakeppninni í „free-style” dansi. Forkeppni fór fram á Egilsstööum, Akureyri, Vest- mannaeyjum, Akranesi, Hafnarfirði og Reykjavík fyrr í þessum mánuði og þau sem komust í úrslit þar mæta í Tónabæ á laugardagskvöldið. Alls eru það tíu einstaklingar og tíu hópar sem þar keppa um titilinn Islandsmeistari unglinga 1985. Glæsileg verðlaun veröa veitt, m.a. sólarlandaferð til Rhodos frá Samvinnuferðum-Landsýn, vöruút- tekt frá tískuversluninni Goldie og aðgöngumiðar á Litlu hryllings- búöina o.fl. Náttúrubörn frá Nicaragua Nú stendur yfir í Listasafni ASt sýningin Náttúruböm frá Nicaragua, alþýðumálarar frá Solentiname. Á sýningunni er 41 olíu- málverk eftir bændur á eyjunni Solentiname. Myndaflokkur þessa bændafólks, Fagnaöarerindiö í Solentiname, hef- ur víða veriö gefinn út í bökarformi og hlotið heimsathygli. Sýningin stendur til sunnudagsins 24. mars og er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14—20 og um helgarkl. 14—22. Allar myndir á sýningunni eru til sölu. Uppákomaá Akranesi Næstkomandi sunnudag, 17. mars kl. 12.00—17.00, halda skátar á Akra- nesi tívolískemmtun í íþróttahúsi bæjarins. Alls verða 40 leiktæki á boðstólum, lukkuhjól, skotbakkar, þrautir og keppnir. Má meðal annars nefna 2ja metra gíraffa, örkina hans Nóa, Gosaparís, stóra teygjubyssu, slökkt verður í sígarettunni og alls staðar eru góð verðlaun í boði. Á annað hundrað starfsmenn, trúðs- klæddir, munu sjá um aö skemmtunin fari vel fram. Á eftir tívolíinu verður bingó með 10 glæsi- legum vinningum, m.a. ferða- vinningi, tölvu, vöruúttektum o.f 1. Alltum H-moll messu Bachs nauðsynlegt að vita einhver deili á verkinu fyrirfram. Fyrir milligöngu Norræna hússins mun stjómandi tónleikanna 21. mars, Ingólfur Guðbrandsson, minnast J.S. Bachs meðstuttuerindi um ævi hans og verk og skýra form og sögu H-moll messunnar. Jafn- framt verða flutt tóndæmi af hljóm- plötum og tónböndum með þekktum flytjendum. Gestum Norræna hússins á þessari kynningu gefst kostur á að verða stofnfélagar Bach-félagsins á Islandi. Sunnudaginn 17. mars kl. 17.00 gengst Norræna húsið fyrir kynningu á H-moll messu J.S. Bachs um leiö og 300 ára afmælis tónskáldsins, 21. mars, verðurminnst. Þann 21. mars mun Sinfóníu- hljómsveit Islands og Pólýfónkórinn ásamt fjórum einsöngvurum frá Bretlandi og Itab'u flytja verkið undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar. Til þess að njóta til fullnustu stórverks á borð viö H-moll messu Bachs, sem sumir telja „mesta tón- skáldskap allra tíma”, er Félagsvist og dans í remplarahöllinni Félagsvist verður spiluð í kvöld kl. !1. Gömlu dansamir undir stjóm íljómsveitarinnar Tígla hefjast kl. 12.30. Þeir sem aðeins vilja koma á iansleikinn eru velkomnir. Hin þjóðlega hljómsveit kvikmyndaversins í Beijing Dagana 11.—25. mars dvelst hér á landi 10 manna hópur hljóðfæraleikara úr Hinni þjóðlegu hljómsveit kvik- myndaversins í Beijing (Peking). Hljómsveitin er í tónleikaför um Evrópu og hélt fyrstu tónleika sína á ferðalaginu í Sjálfstæöishúsinu á Akur- eyri miðvikudagskvöldið 13. mars. Þá verða hljómleikar í Hafnarfjarðar- kirkju sunnudaginn 17. mars kl. 17, á Akranesi 18. mars, í Bústaðakirkju í Reykjavík föstudaginn 22. mars kl. 20.30. Lokatónleikar hljómsveitar- innar verða í sal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 23. mars og hefjastkl. 14. Hádegisverðarfundur Kvenstúdentafélags tslands og Félag islenskra háskólakvenna veröur laugar- daginn 16. mars kl. 11.30 í Hallargarðinum, Húsi verslunarinnar. Gestur fundarins veröur Þuríður Pálsdöttir og ræðir hún um breytingaskeið kvenna. Stofnfundur Tónlistar- bandalags íslands verður haldinn á Hótel Esju sunnudaginn 17. mars nk. kl. 14. öllum áhugamönnum um tónlist og málefni hennar er velkomiö að sækja þennan fund og gerast stofnendur Tónbstar- bandalagsins. Unnið hefur verið að undirbúningi að stofnun heildar- samtaka um málefni tónlistar í landinu síðan í júní 1984. Um 25 félög hafa þegar tilkynnt þátttöku sína á stofnfundinn og gert ráð fyrir að enn fleiri félög og einstakbngar bætist við. Þess er vænst aö þátttakendur á stofn- fundi Tónbstarbandalags Islands til- kynni þátttöku sína milb kl. 14 og 17 í síöasta lagi í dag, f östudag. IMeskirkja — samverustund aldraðra verður á morgun, laugardag, kl. 15. Guðmundur H. Garðarsson kynnir eitt og annað í sjávarútvegi landsmanna ogsýnirkvikmynd. Sr. Frank M. Halldórsson. Skemmtun JC-Breiðholts Sunnudaginn 17. mars nk. stendur JC-Breiöholt fyrir skemmtun í Félags- miðstöðinni Árseli í Árbæ og er hún haldin fyrir þroskahefta og aðstandendur þeirra. Hefst hún kl. 2.00 e.h. meö dansi. Inn á milU verður brugðiö upp skemmtiatriðum og farið í leiki. Aætlað er að þessu ljúki um kl. 17 e.h. Leikfélag Siglufjarðar sýnir „Fjölskylduna" Leikfélag Siglufjaröar frumsýndi í sl. viku leikritið „Fjölskyldan” eftir Claes Anderson viö góðar undirtektir. Leikstjóri er Hörður Torfason. Fyrir-' huguð er leikferð með verkið næstu helgar. Laugardagskvöldið 16. mars sýna þau í Grimsey og viku seinna á sæluvikunni á Sauðárkróki. Tarkovsky-nefndin — málþing I tilefni af heimsókn sovéska kvik- myndagerðarmannsins Andrej Tarkovsky til Islands dagana 15. til 18. mars nk. hefur Tarkovsky-nefndin á Islandi skipulagt málþing nk. laugardag 16. mars í hátíðarsal Há- skóla Islands. Málþing hefst kl. 10 f.h. og stendur til kl. 13 e.h. sama dag. Þar mun Andrej Tarkovsky flytja erindi um líf sitt og starf, — svara spurningum og ræða við þátttakendur eftir því sem tími leyfir. Málþingið er öUum opið. Málþing þriðja árs nema í sálarfræði Þriðja árs nemar í sálarfræði við Háskóla Islands halda árlegt málþing sitt laugardaginn 16. mars í hátíðarsal skólans. Yfirskrift málþingsins er aö þessusinni: „Hvað er afbrigðileg kyn- hegðun?” Framsögumenn munu ræða um efniö, hver út frá sinni fræði- grein/sviði. A málþinginu heldur dr. GísU Guðjónsson sálfræðingur framsögu- erindi, en honum var sérstaklega boðið hingaö til lands fyrir þetta málþing. Dr. Gísli starfa sem yfirréttar- sálfræðingur við Institute of Psychiatry viö háskólann í London. Aðrir framsögumenn veröa Pétur Guðgeirsson lögfræðingur, séra Sig- finnur Þorleifsson, dr. Högni Oskarsson geðlæknir og Jenný Baldursdóttir frá samtökum um kvennaathvarf. Fundarstjóri verður Sigrún JúUusdóttir félagsráðgjafi. Eftir framsöguerindi verða veitingar og síðan almennar umræður og fyrirspumir. Málþingið hefst kl. 14, aðgangseyrir er kr. 100 og er kaf fi og kökur innifaliö i verði. Attir sem áhuga hafa eru velkomnir. Basar og flóamarkaður Kattavinafélagsins verður að Hallveigarstöðum laugar- daginn 16. mars kl. 14. Þar verða á boðstólum margt góðra muna, m.a. f atnaður úr þekktum verslunum. Félagsvist Húnvetningafélagsins Spilum félagsvist næsta sunnudag, 17. mars, kl. 16.00 að Skeifunni 17, Ford- húsinu. iiíUr veUiomnir. Góð verðlaun. Stjórnandi Ingi Tryggvason. Skemmtinefndin. Hvað er á seyði um helgina? Kynningardagur Vélskólans Árlegur kynningardagur Vélskóla Islands, skrúfudagurinn, verður laugardaginn 16. mars nk. Þann dag er starfsemi skólans kynnt, aUir véla- saUr opnir og kennarar og nemendur reiðubúnir til að veita upplýsingar um skólann og það starf sem þar fer f ram. Á þessu ári eru Uöin sjötíu ár frá stofnun Vélskólans. Er því vandað tU skrúfudagsins venju fremur. M.a. er efnt til sýningar á verkum Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi skólastjóra, sem nú er 84 ára gamall. Þá sýna um tuttugu og fimm fyrir- tæki ýmsar vörur og vélar sem tengjast vélstjórastarfinu og öryggis- búnaðiískipum. AUir salir skólans verða opnaðir kl. 14.00 á laugardag en hátíöarfundur hefst í hátíðasal skólans kl. 13.15. Kvenfélagið Keðjan verður að vanda með kaffisölu og um kvöldið veröur árshátíð Vélskólans og Keöjunnar í Þórskaffi. AlUr sem áhuga hafa eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er 150 kr. og rennur aUur ágóði til Þroska- hjálpar. Ráðstefna um nútímakirkjubyggingar Laugardaginn 16. mars verður hald- in ráðstefna í Bústaðakirkju um nútímakirkjubyggingar hér á landi á vegum Kirkjuritsins og Kirkjulistar- nefndar. Tilgangurinn er aö gera eins konar úttekt á stöðu málsins og hyggst rit- stjóm Kirkjuritsins helga 2. hefti rits- ins 1985 þessu máli. Ráðstefna þessi er opin öllum sem áhugahafa. Dagskráin hefst kl. 13 og lýkur um kl. 18. Bústaðakirkja verður skoðuð í kaffihléi. Ráðstefnustjórar: Halldór Reynis- son guðfræðingur og Jóhannes S. Kjarval arkitekt. Hole in one verðlaun Á morgun, laugardag kl 16.00, verður þeim golfmönnum sem unnu það afrek á síðasta ári að fara „holu í höggi” á golfveUinum afhent viðurkenning fyrir afrekið. Verður það í Skagfirðingasalnum, Síðumúla 35. Viðurkenningin er veitt af fyrirtækinu Vang h/f sem er umboðs- aöUi fyrir Johnnie WaUcer hér á landi. Þeir sem eiga rétt á viðurkenningu eru beðnir um að mæta á tilsettum tíma. Sýningar MYNDLISTARSKOLINN í Reykjavík, Tryggvagötu 15. Laugardaginn 16. mars er kynning á verkum nemenda úr málardeUdum. Opið fyrir gesti kl. 14-18. LISTASAFN ASÍ, Grensásvegi. „Nátt- úruböm frá Nikaragua” er yfirskrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.