Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1985, Blaðsíða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR15. MARS1985. Leikhús — Leikhús — Leikhús — Leikhús Leikfélag Akureyrar Edith Piaf söngleikurinn var frum- sýndur um síöustu helgi hjá LA í leik- stjóm Siguröar Pálssonar. Edda Þór- arinsdóttir fer meö hlutverk söngkon- unnar Piaf en auk hennar koma fram 10 leikarar, 2 dansarar og 9 manna hljómsveit undir stjóm Roars Kvam. Sýningar veröa í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Vegna leik- feröar LA til Færeyja veröur síðan sýningarhlé til sunnudagsins 24. mars. Leikfélag Kópavogs Vals eftir Jón Hjartarson verður sýndur í Hjáleigunni, Félagsheimili Kópavogs, á sunnudaginn kl. 16.00. Er þetta 6. sýning á þessum gamanleik sem er u.þ.b. 50 mínútur aö lengd. Miöasala er opnuð tveim tímum fyrir sýningu.Sími 41985. Þjóðleikhúsið Gæjar og píur, söngleikurinn eftir Frank Loesser, Jo Sweling og Ane Burrows, verður sýndur tvisvar um helgina á föstudags- og sunnudags- kvöld. Rashomon, leikritiö eftir Fay og Michael Kanin, er byggt á sögum eftir japanska skáldiö Akutagawa og segir þar frá dularfullri morögátu og erfiöri leit mannsins aö sannleikanum, en at- burðarásin er listilega fléttuð fínlegum mannlýsingum, heimspekilegum vangaveltum og spennandi skylmingaratriöum. 8. sýningin á Rashomon veröur á laugardagskvöld. Kardimommubærinn, bamaleikrit Thorbjöms Egners, veröur sýndur á laugardag og sunnudag og hefjast sýningarnar báöa dagana kl. 14. Sýningin á sunnudag er 35. sýning á verkinu og hefur verið uppselt á allar sýningartii þessa. Menntaskólinn í Reykjavík Náðarskotið, sem Herranótt MR sýnir aö þessu sinni, verður sýnt í annaö sinn í veitingahúsinu Broadway á sunnu- dagskvöldiö kl. 20.30. Um 40 manns koma fram í sýningunni og leikstjóri er Viöar Eggertsson. Miöapantanir em í síma 77500. Næstu sýningar þar á eftir eru á miövikudag og fimmtudag. Alþýðuleikhúsið Klassapíur. 11 sýning verður á laugar- dag kl. 17 í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. I leikritinu leiöa saman hesta sína fulltrúar allra stétta frá 9. öld fram til vorra daga. Miðapantanir í síma 14350. Leikfélag Garðabæjar sýnir: Nakinn maður og annar í kiólf ötum Einþáttungurinn Nakinn maöur og annar í kjólfötum eftir Daríó Fó er nú sýndur í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garöabæ viö góðar undirtektir. Darió Fó er þekktur fyrir skopleiki sína sem þykja hin mestu ádeilu- verk, en í þeim deilir hann oft hart á auðvaldið og yfirstéttina. Einþátt-1 ungurinn Nakinn maður og annar í kjólfötum er tekinn úr stærra verki Daríó Fós, Þjófar, lík og falar konur, j sem sýnt var í Iönó á sínum tíma. Einþáttungurinn, sem Leikfélag . Garöabæjar sýnir núna, er undir leikstjóm Valgeirs Skagfjörö. Er þetta fyrsta leikstjórnarverk hans. Aðstoðarleikstjóri er Lovísa Vattnes. Leikmynd geröu Jón Arnason, Oskar ■ Guömundsson og Tindur Haf- steinsson. Lýsingu annast Hreiöar Júlíusson og Magnús Svavarsson. Leikendur em Olafur Birgisson, Þórhallur Gunnarsson, Valdimar Öskarsson, Ragnheiöur Thorsteins- j son, Magnús Már Magnússon, ' Geirlaug Magnúsdóttir, Unnur Magnúsdóttir, Björn G. Markússon, Birgir Bárðarson, Rósa K. Bene- diktsdóttir, Skarphéðinn Gunnars- son og Sigrún Linda Ström. Hljóðfæraleik annst Olafur Elíasson, Gylfi Guönason, Valdimar Oskars- son, Matthías Már Davíðsson og Bergur Helgason. Framkvæmda- stjóri sýningarinnar er Snorri Gísla- son. Næsta sýning á leikritinu verður í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Leikhús — Leikhús Revíuleikhúsið Litli Kláus og stóri Kláus verða í Austurbæjarbíói á laugardag kl. 14.00. Er það allra síðasta sýning á leikritinu þar. A sunnudaginn veröur svo leikritið sýnt tvisvar í Félagsbíói í Keflavík, kl. 13.00 og 16.00. Leikfélag Garðabæjar Nakinn maöur og annar í kjólfötum eftir Daríó Fó, sýning í safnaöarheim- ilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur Agnes — barn guðs, sýning í kvöld. Meö hlutverk fara Guörún Gísladóttir, Sigríöur Hagalin og Guðrún Ásmunds- dóttir. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Dagbók Önnu Frank, sýning á laugar- dagskvöld. Guörún Kristmannsdóttir leikur Önnu Frank. Alls koma 10 leikarar fram í sýningunni. Gísl, sýning á sunnudagskvöld. Fimmtán leikarar leika, syngja og dansa í þessari sýningu um enska her- manninn sem tekinn er sem gísl af írska lýöveldishernum og haldiö föngnum í gömlu hómhúsi. Kvikmyndahús — Kvikmyndahús Austurbæjarbíó Tarzan hefur ótal sinnum veriö kvik- myndaður. Hingað til hafa allar Tarz- anmyndir veriö látnar gerast í fmm- skógum Afríku. Tarzan apabróðir (Greystoke — The Legend Of Tarzan, Lord Of The Apes) er þó nokkuð ööm- vísi en hinar heföbundnu Tarzanmynd- ir. Fjallar hún um bernsku hans í frumskóginum, en foreldrar hans fór- ust er skip strandaöi viö Afríku, og uppeldi hans meðal apanna. Seinni hluti myndarinnar fjallar um þegar hann sem ungur maöur kemur til sið- menningarinnar og viöbrögö hans viö menningunni. Sannarlega forvitnileg kvikmynd er alls staöar hefur fengið jákvæöadóma. Háskólabíó Gorky Park er nokkuð óvenjuleg sakamálmynd. Aö allri uppbyggingu er hún í hefðbundnum stíl. Morö er framið, lögreglan fengin til rannsókn- ar og leiðir sú rannsókn til þess aöhátt- settir embættismenn eru grunaðir um aðild aö morðinu. Þaö sem er óvenju- legt viö myndina er aö hún gerist ekki í Los Angeles, London eöa annarri lík- legri borg heldur gerist sagan í Moskvu og helstu sögupersónumar era rússneskar. Aöalhlutverkiö leikur William Hurt, mjög svo upprennandi leikari vestan hafs. Honum til aðstoöar er meðal annarra Lee Marvin og Jo- annaPacula. Tónabío Gamla kempan Jean-Paul Belmondo er kominn á tjaldið í Tónabíói, Ás ás- anna (L’as des as) nefnist myndin. Að þessu sinni á hann ekki í höggi viö neina meöalpersónu. Það er sjálfur Adolf Hitler sem er óvinurinn ásamt nokkrum illviljuöum nasistum. Ás ás- anna er góö skemmtimynd, spennandi og að vanda er ekki langt í húmorinn hjá Belmondo. Regnboginn Mynd Tony Richardson, Hotel New Hampshire, er sýnd í Regnboganum. Hún er gerö eftir þekktri skáldsögu eft- ir John Irvin. Fjallar hún um sam- skipti fjölskyldumeðlima. Aöalhlut- verkin em í höndum Nastassja Kinski og Jodie Foster. Tvær athyglisverðar og ungar leikkonur. All Of Me er ný bandarísk kvikmynd meö grínaranum Steve Martin. Viröist þetta ætla aö vera vinsælasta kvikmynd hans hingaö til. Þá era sýndar kvikmyndir eftir Tarkovský í Regnboganum og þeir sem enn hafa ekki séð hina rómuðu kvikmynd Wim Wenders, Paris, Tex- as, hafa tækifæri til aö s já hana í Regn- boganum. Tom Conti i hlutverki skoska skáldsins Gowan McCland. Bíóhöllin: Reuben, Tom Conti fer á kostum í hlutverki drykkfelds skálds, sem ekki hefur samiö ljóð í mörg ár, í Reuben, Reub- en. Ekki er nóg með aö ljóðskáldið sé drykkjumaöur. Maðurinn er illa til fara, subbulegur og á einkar auövelt með aö eignast óvini meðal kyn- bræðra sinna. Þaö er öðmvísi farið með kvenþjóðina. Þaö falla allar konur í myndinni fyrir honum aö fyrrverandi eiginkonu hans undan- skilinni sem um leið og hún reynir aö | Reuben, hafa peninga af honum er að reyna aö skrif a ævisögu hans. Reuben, Reuben, er á yfirborðinu gamanmynd, en þaö er stutt í alvör- una. Skáldiö lifir í raun ömurlegu lífi. Þaö birti aöeins yfir tilveru þess þegar það kynnist ungri stúlku sem elskar þaö og vill koma því á rétta hillu í lífinu. En það er ekki svo auð- velt að breyta skáldinu til batnað- ar.. . HK. Kvikmyndahús Laugarásbíó Nightmares heitir kvikmynd sem Laugarásbíó frumsýnir í dag. Eins og nafnið bendir til er þetta hryllingskvik- mynd sem taugaveiklaö fólk ætti að vara sig á. önnur myndin um Conan er einnig í Laugarásbíói. Nefnist hún Conan The Destroyer. Þaö er vööva- búntiö Arnold Schwarzenegger sem leikur kappann. Nýja bíó Þaö er erftirtektarverð sakamála- mynd sem sýnd er í Nýja bíói. The Star Chamber nefnist hún og fjallar um dómara sem orðnir eru þreyttir á því hversu sleipir lögfræöingar geta oft á tíðum meö góðum málflutningi fengið glæpamenn sýknaða. Stofna þeir eigin rétt sem á aö ná yfir glæpamenn sem þeir eru vissir um aö séu sekir en ganga lausir . .. Þaö er Michael Douglas sem leikur aðalhlutverkið. Stjörnubíó Robert Redford leikur ekki í mörg- um my ndum þessa dagana. The Natur- al er eina myndin sem hann hefur leik- iö í í f jögur ár eöa frá því hann stjórn- aði Ordinary People. The Natural er nokkuð dramatísk kvikmynd sem f jall- ar um baseballhetju. Leikstjóri mynd- arinnar er Barry Levinson er á ágætis- myndina Diner aö baki auk fjölda handrita. Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um Sýningar sýningar í Listasafni ASI. Á sýning- unni eru 41 olíumálverk eftir bændur á eyjunum Solentiname, auk þess er fjöldi ljósmynda frá byltingarbarátt- unni í Nikaragua. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14—22. ÁRBÆJARSAFN. Opiö eftir sam- komulagi. Upplýsingar í síma 84412. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74. Árleg skólasýning Ásgrimssafns. Tímapantanir og nánari upplýsingar eru veittar hjá Sólveigu og Bryndísi á Fræösluskrifstofu Reykjavíkurum- GALLERÍ GANGURINN, Reka- granda 8. Um þessar mundir stendur yfir sýning Daða Guðbjörnssonar í gallerí Ganginum. Á sýningunni eru 13 verk, olíumálverk, dúkskuröarmyndir apríl. dæmis í síma 621550. Símatími mánu- daga kl. 13.30—16 og fimmtudaga kl. 9—12. Sýningin er opin á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum kl. 13.30—16. Sýningin stendur til apríl- loka. ÁSMUNDARSAFN v/Sigtún. „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar” nefnist sýning í Ásmundarsafni. Opiö þriðju- daga, fimmtudaga laugardaga og sunnudaga kl. 14—17. ÁSMUNDARSALUR v/Freyjugötu. Engin sýning um þessa helgi. GALLERÍ BORG, Pósthússtræti 9. Þar stendur yfir sýning á verkum Péturs Behrens. Á sýningunni eru rúmlega 40 verk, aöallega teikningar en einnig vatnslitamyndir og olíumálverk. Sýn- ingin er opin virka dag kl. 12—18 en um helgar kl. 14—18. Henni lýkur 18. mars. GALLERÍ GRJÖT, Skólavöröustíg 4a. Þar stendur yfir samsýning aðstand- enda gallerísins. Á henni má finna m.a. gullsmíöi, málverk, keramik, grafík og fl. Galleríiö er opiö daglega kl. 12-18. GALLERÍ LANGBROK, Amtmanns- stíg 1. Þar stendur yfir sýning á brúð- um eftir súrrelistann Sjón. Brúðurnar eru „Nobody baby dolls” og þiggja nöfn sín af frægum konum úr sögunni. Á sýningunni eru m.a. Gertrude Stein, Emily Bronte, Flora Tristan og Billie Holliday. Sýningin er opin virka daga kl. 12—18 og um helgar kl. 14—18. Sýn- ingunni Iýkur 24. mars. GALLERÍ ÍSLENSK LIST, Vesturgötu 17. Gunnar Örn Gunnarsson myndlist- armaöur sýnir teikningar, monotypur og höggmyndir. Þetta er 16. einkasýn- ing Gunnars Arnar en auk þess hefur hann tekiö þátt í fjölda samsýninga, bæöi hér heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga kl. 9—17 og um helg- ar kl. 14—18. Sýningunni lýkur- 24. mars. HAFNARBORG, Strandgötu 34. Síö- asta sýningarhelgi á málverkasýningu Sigurbjörns Kristinssonar. Opiö dag- lega kl. 14—19. Síöasti sýningardagurá sunnudag. KJARVALSSTAÐIR v/Miklatún. A morgun opnar Textílfélagiö 10 ára af- mælissýningu sína. Opiö verður alla daga kl. 14—20 og stendur sýningin til 8. apríl. LISTASAFN EINARS JONSSONáR v/Njaröargötu. Safniö er opiö laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30—16. Högg- myndagarðurinn er opinn sömu daga frákl. 11—17. LISTASAFN EINARS JONSSONAR v/Njarðargötn. Safnið er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30—16. Högg- myndagarðurinn er opinn sömu daga frákl. 11-17. LISTASAFN ÍSLANDS. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum safnsins. Er þar aö finna grafíkmynd-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.