Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 6
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. Leikhús Stúdentaleikhúsið leggur upp í leikför — Ekkó eða Guðirnir úngu eftir Claes Andersson Síöastliöinn mánuö hafa staðiö yfir æfingar og undirbúningur á rokk- söngleiknum Ekkó eöa Guðimir úngu eftir Claes Andersson. Frum- sýningin verður fimmtudaginn 27. ágúst kl. 20.30 í Tónabæ í Reykjavík. Fyrsta sýning úti á landi verður í Bíóhöllinni á Akranesi 28. ágúst kl. 15.00. Ólafur Haukur Símonarson rithöf- undur annaöist þýðingu og semur jafnframt söngtexta, Ragnhildur Gísladóttir, fyrrverandi Grýla, frumsemur tónlist viö verkiö. Þaö er Andrés Sigurvinsson, leikari og leik- stjóri, sem leikstýrir en hann er leik- húsgestum aö góöu kunnur fyrir upp- setningar sínar. Karl Aspelund hann- ar leikmynd og búninga en Guðný B. Richards gerir brúöur sem fara með hlutverk hinna fullorðnu í sýning- unni. Egill Áraason ljósahönnuöur sér um sýninguna. Þrettán ungir leikarar koma fram í sýningunni en auk þeirra er heil hljómsveit á sviö- inu og mun hún jafnframt taka þátt i leiknum atriðum. Meölimir hennar koma úr hljómsveitunum Meö Nöktum og Oxsmá. Gamalreyndir leikarar svo sem Karl Guðmunds- son, Steindór Hjörleifsson, Rúrik Haraldsson, Sigurveig Jónsdóttlr, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og fleiri ljá brúöunum raddir sínar. Þetta er langstærsta verkefniö sem Stúdentaleikhúsiö hefur ráðist í til þessa, bæöi hvaö varöar umfang og kostnaö. Farið veröur í leikför með verkið, sýnt á Stór-Reykjavík- ursvæðinu að henni lokinni jafnframt sem styttri leikfarir veröa farnar. Leikritiö fjallar fyrst og fremst um unglinginn og umhverfi hans. Þaö er komið inn á margt, m.a. samskipti hans við hitt kynið, samskipti viö for- eldra, skólann, vini hvernig hann kemur fyrir og finnur sig í hópi (klíku), vímuefnaneyslu og þau vandamál og þá erfiöleika sem af henni hljótast. Leikendur eru bæöi atvinnuleikai- ar og ólæröir leikarar enda eru leik- persónur margar unglingar á aldrin- uml3—18ára. Þaö er ætlunin aö koma með Ekkó til sem flestra byggöarlaga og er ástæðan ekki aöeins ár æskunnar heldur einnig aö þessi aldurshópur hefur oftar en ekki verið afskiptur og lítið sinnt af hálfu leikhúsanna. Byrjun leikferöarinnar veröur sem hér segir: Þriöjudagur 27. ágúst kl. 20.30 veröur verkiö frumsýnt í Tóna- bæ en síðan hefst leikförin daginn eftir á Akranesi kl. 15.00. Kvikmyndahús — Kvikmyndahús Stjörnubíó: Það er nýjasta kvikmynd Blake Edwards, Micki og Maude sem er aöalmynd i Stjörnubíói þessa dag- ana. Þetta er gamanmynd um mann (Dudley Moore) sem á þá ósk heit- asta aö eignast barn. Eiginkonan aftur á móti má ekki vera aö þvi að standa í barneignum. Hann kynnist ungrí stúlku og þaö líður ekki á löngu áður en hún er ófrísk og um leið til- kynnir eiginkonan honum aö hún sé ófrísk... Tónabfó: Minnisleysi (Blackout) er splunkuný kvikmynd sem sýnd er í Tónabíói þessa dagana. Þetta er sakamálamynd um leit lögreglunnar að fólskulegum glæpamanni og viröist vera endurtekning á atburði er skeöi sjö áram áður. Aðalhlut- verkin era í höndum Richard Widmark, Keith Carradine, Michael Beck og Kathleen Quinlan. Austurbœjarbíó: Endursýning á hinni vinsælu tónlistarmynd Purple Rain er hafin þótt stutt sé síðan hún var sýnd. Þaö er poppgoðið Prince er leikur aöal- hlutverkiö. 1 sal tvö er hryllings- kvartettinn Twilight Zone, sem er fjórar stuttar kvikmyndir samein- aöar í eina. Meöal leikstjóra er sjálfur Steven Spielberg. Upplögð fyrir unnendur góöra hryllings- mynda. Nýja bfó: Sporlaust horfinn (Without A Trace) er dramatísk kvikmynd sem fjallar um leit aö sex ára gömlum snáöa sem leggur af staö í skólann einn morgunn og hverfur. Hann komst aldrei alla leið í skólann. Aöal- hlutverkin leika Kate Nelligan og Judd Hirsch. Sporlaust horfinn er áhrifamikil og raunsæ kvikmynd. Bíóhöllin: Löggustriðið (Johnny Dangerous- ly) er gamansöm sakamálamynd í anda þeirrar þekktu kvikmyndar Sting. Segir af ungum hæfileika- dreng, Johnny Dangerously, sem. kemst á toppinn í Mafíunni í New York í kringum 1930. Gamanið fer að kárna þegar bróöir hans.sem hann hafði kostaö í laganám., veröur einn helsti glæpamannaveiöari New York borgar. Þetta er lífleg sakamála- mynd þar sem húmorinn er í fyrir- rúmi. HÁSKÓLABÍÓ: RAMBO Rambo er framhald First Blood sem naut mikilla vinsælda fyrir tveimur áram. Sylvester Stallone er aftur á ferðinni í hlutverki fyrrver- andi hermanns sem fór létt meö aö leggja eitt bæjarfélag í rúst. Rambo er þegar oröin vinsælasta- myndin sem frumsýnd hefur verið í ár vest- anhafs og þrátt fyrir aö gagnrýnendum þyki nóg um ofbeldið hefur aimenningur flykkst til að sjá Rambo sem nú er staddur í Víetnam þar sem hann á að bjarga föngum sem þar hafa verið í haldi síðan stríðiö stóð yfir. Það sem hann veit ekki er aö þaö er ekki ætlast til aö hann komi til baka. Aö sjálfsögöu veröur þaö til þess aö hann gengur berserksgang og mega allir vara sig á honum í þeim ham eins og menn muna er sáu First Blood. -HK Kvikmyndahús Regnboginn: Það verða margir tii aö leggja leið sína í Regnbogann því þar er sýnd ný kvikmynd: Örvæntingarfull leit að Susan (Desperately Seeking Susan), þar sem eitt aöalhlutverkiö er í höndum þeirrar vinsælu söng- konu Madonnu. Af öörum myndum má nefna Vitnið (Witness) sem nú hefur veriö flutt úr Háskólabíói, Fálkinn og snjómaðurinn (Falcon And The Snowman). Tvær úrvals- myndir sem auðvelt er að mæla með. Laugarásbíó: Laugarásbíó sýnir Morgunverðar- klúbbinn (The Breakfast Club). Mynd þessi er afar sérstæö á margan hátt, þó segja megi aö hún sé í þeim flokki mynda sem kallast unglinga- myndir. Hún segir frá fimm unglingum sem eru gjörólíkar per- sónur. Þeir eru látnir sitja eftir heil- an laugardag. En hvaö skeður þegar skvísan, íþróttagarpurinn, vand- ræðaseggurinn og einfarinn opna sig gagnvart hvert öðru? Þaö getur oröið mjög forvitnilegt. Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um Sýningar Ólafur helgi í víking Sunnudaginn 25. ágúst kl. 20.30 flytur norski rithöfundurinn VERA HENRIKSEN erindi um Olaf helga í víking og norski ljósmyndarinn JOHAN BRUUN sýnir litskyggnur sem hann hefur unniö um efnið. Vera Henriksen er þekktur rithöf- undur í heimalandi sínu og hefur eink- um skrifað sögulegar skáldsögur. Þekktastar eru án efa þrjár skáldsög- ur, „trílógía”, um Olaf konung Haraldsson. Ariö 1983 byrjaði hún aö rita skáldsagnaröö um íslenskt efni með Bodvars saga, en þar era ætt- menn Egils Skallagrímssonar sögu- hetjurnar. Johan Bruun starfar viö blaöiö Dag- bladet í Osló, en vinnur auk þess að því aö gera litskyggnur úr náttúru Noregs og sýnir hann þær meö a.m.k. fjórum sýningarvélum í einu og leikur tónlist meö. Þau Vera Henriksen og Johan Bruun hafa unnið saman í mörg ár og eru stödd á Islandi núna til þess aö undir- búa nýja bók og í sambandi við kvik- mynd sem f jallar um fund Vínlands. Dagskráin á sunnudaginn hefst, sem fyrr greinir, kl. 20.30. Aögangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Kynning á lituðum leir 1 nýrri verslun aö Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, sem heitir Handvirkni, veröur haldin sýning í notkun Fimó- leirs, en hann er hertur í heimilis- bakstursofni. Sýningin er þáttur í þeirri starfsemi nýju verslunarinnar aö halda nám- skeið í hvers kyns fóndri Sýning þessi verður haldin á morgun, laugardaginn 24. ágúst.frákl. 13—16. Norskir myndlistarmenn í Norræna húsinu Sunnudaginn 25. ágúst kl. 15.00 opna tveir norskir myndlistarmenn, KAARE ESPOLIN JOHNSON málari og KNUT SKINNARLAND mynd- höggvari, sýningu á verkum sínum í sýningarsölum Norræna hússins. Kaare Espolin Johnson fæddist áriö 1907, stundaði nám viö Kúnstakademí- una í Osló og tók þátt í haustsýningu ríkisins frá því 1932. Árið 1973 var honum boöið aö vera með verk sín á eigin vegg þar. Hann hefur sýnt verk sín víða, bæði heima og erlendis, og á myndir á mörgum söfnum, m.a. í Nasjonalgalleriet í Osló. Hann hefur gert mikiö af myndum frá Norður-Nor- egi, myndirnar eru oft dökkar og þung- búnar, en fullar af stórkarlalegri kímni. Kaare Espolin Johnson er ættaður frá Islandi, nánar tiltekiö frá Espihóli eins og nafnið bendir til. Hann vinnur myndir sínar oft í „naiv” stíl og ein af þekktari myndum hans heitir „Bærinn hans langa-langafa á Islandi”. Þar má sjá burstabæ þar sem konur laga mat í einu af bæjarhúsunum, gestir blóta Bakkus í ööru, langafi faömar kærustu sína í því þriðja og hestarnir bíta gras á þekjunni. Knut Skinnarland fæddist áriö 1909 og stundaði nám viö Kúnstakademíurnar í Osló og Kaupmannahöfn. Hann hefur oft tekiö þátt í listasýningu ríkisins í Noregi og sýnt bæði á einkasýningum og samsýningum í Noregi og víðar um lönd. Hann hefur m.a. unnið aö högg- myndum og skreytingum viö Niöarós- dómkirkju, í Álasundi og í Vinje, auk þess sem hann á verk í Nasjonalgall- eriet í Osló. Hann sýnir hér bæöi högg- myndir, skissur og vatnslitamyndir. Sýning þeirra félaga mun standa til 10. september og er opin daglega kl. 14-19. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Jón Axel sýnir 20 grafíkmyndir sem allar eru til sölu. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning, opin á þriöjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-16. Ásmundarsalur v/Freyjugötu Engin tilkynning borist um sýningu þessa helgi. Þjóðminjasafnið „Meö silfurbjarta nál” nefnist sýning er stendur yfir í Bogasal Þjóöminja- safnsins. Þetta eru handverk íslenskra hannyröakvenna og eru verkin frá miðöldum fram til síöustu aldamóta. Sýningin er ætluö bæöi Islendingum sem útlendingum og er opin frá kl. 13.30—16. Sýningin mun standa fram í október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.