Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 7
>r DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1985. Bikarúrslitin * Erni Valdimarssyni hefur gengið illa að komast i Fram-liðið þrátt fyrir að hafa sýnt góða leiki þegar hann hefur verið með. DV-mynd EJ og leikir 1 2. deild. Fríhelgi hjá 1. deildar leikmönnum Bikarúrslitaleikurinn í knatt- spyrnu verður óuindeilanlega há- punktur helgarinnar í innlenda íþróttaheiminum. Lið Fram og Keflavíkur mætast á sunnudaginn. Fram er af mörgum talið vera sig- urstranglegra, liðið er nú efst í deildinni. Margt bendir þó til þess að Keflavíkurstrákarnir muni reynast verðugir andstæðingar. Þeir hafa fengið Sigurjón Krist- jánsson í sínar raðir en Sigurjón hefur tekið miklum framförum eft- ir Portúgaldvöl sína. Hins vegar hefur „stormsenter” þeirra og stærsta númer í gegnum árin, Ragnar MargeirsSon, átt við meiðsli að stríða sem hann virðist ekki enn vera laus við. Fram vann fyrri leik liðanna i deildinni, sem háður var á Laugardalsvellinum í fyrstu umferöinni, 3—1, en Suður- nesjastrákarnir sneru dæminu við í seinni leiknum sem fram fór suöur með sjó, unnu 3—0. Deildin er i fríi fram á miðviku- dag en þá verða f jórir leikir á dag- skrá! Þó að fyrsta deildin sofi svefnin- um langa um helgina er ekki hægt aC segja sömu sögu um 2. deildina. Heil umferð verður leikin á laugar- daginn. Völsungar mæta Fylki á Húsavík, ÍBÍ mætir toppliði IBV, Brciðablik mætir KS, Njarövik Skallagrími og Leiftursmenn taka á móti KA. • Landsliðið í golfi heldur út til Finnlands um helgina til keppni i Norðurlandameistaramótinu. Liðið skipa eftirtaldir. Efri röð frá vinstri: Guðmundur S. Guðmundsson landsliðseir. valdur, Öskar Sæmundsson, GR, Ragnar Ólafsson, GR, Hannes Eyvindsson, GR, Sigurður Pétursson, GR, Gylfi Kristinsson, GA, Ulfar Jónsson, GK. Fremri röð frá vinstri: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Steinunn Sæmundsdóttir, GR, Ásgerður Sverrisdóttir, GR, Þórdis Geirsdóttir, GK. DV-mynd Brynjar Gauti. er á seyði um helgina?- Hvað er á seyði um helgina Galleri Salurinn, Vesturgötu 3 Gunnar Karlsson opnar sýningu um helgina á olíumálverkum og skúlptúr. Kallar hann sýninguna Oður til Islands. Opið er fimmtudaga 13.-22 og aðra daga 13—18 en lokað er á manu- dögum. Galleri Langbrók Sýning stendur yfir á stólnum Sóley og samnefndu borði sem Valdimar Harðarson hannaöi, ásamt umsögnum um stólinn og verölaunum sem hann hefur hlotið. Galleri íslensk list, Vesturgötu Listmálarafélagið er með sumarsýn- ingu 17 listamanna. 40 verk eru á þess- ari sölusýningu og er hún opin daglega frá kl. 9—17 en lokaö um helgar. Stendur yfir til 20. september. Listasafn Háskóla íslands I Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30—17. Þar eru til sýnis 90 verk úr eigu safnsins, aðallega eftir . yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgang- ur er ókeypis aö sýningunni. Listmunahúsið, Lækjargötu 2 Alfreð Flóki er með sýningu. Opið dag- lega frá kl. 10—18. Um helgar frá kl. 14—18. Lokað mánudaga. Sýningin stendur fram til 1. sept. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Samnorræn textílsýning í öllu Kjar- valshúsinu, sýningin kemur frá Noregi og mun halda áfram til Danmerkur. Hún er opin alla daga frá kl. 14—22 til 25. ágúst. Nýlistasafnið, Vatnsstig Nokkrir Hjalteyringar sýna skúlptúr, málverk, ljósmyndir, teikningar o.fl. Þeir eru af ýmsu þjóðerni; Sviss- lendingur, Þjóðverji, tveir Hollendingar og einn Kópavogsbúi, og heita Eric Rohner, Jan Voss, Kees, Visser, Hettie Van Egten og Rúna Þorkelsdóttir. Þau standa aö sýningunni en bjóða með sér hinum þýska Stephan Runge. Sýningin verður opnuð í kvöld, föstudaginn 23. ágúst, kl. 20 og verður opin daglega frá kl. 16—20 til 1. september. Norræna húsið v/Hringbraut Ný sýning sunnudag 25. ágúst. Tveir norskir listamenn, Kaare Espolin Johnson málari og Knut Skinnarland, sýna verk sín. Opnuð sunnudag kl. 15 og stendur fram til 10. september. Einvígið mikla - Hemingway og nautabanarnir Fjögurárífelum — rússneskur liðhlaupi segir frá ævintýr- um sínum á flótta í Póllandi Þúertskepna, Narsi — rætt við Andrés Sigurvinsson leik- stjóra Rockefeller-ættin erorðin blönk! ,,Það er höfuðsynd að vera skussi" — Einar Kárason ræðir við Sigfús Bjart- marsson skáld ,,Þetta var mektarbíll" - Ferill Volkswagen-bjöllunnar rakinn, nú er hann hverfur af götunum í Evrópu og Ameríku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.