Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 8
30 DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. f'SLENSKUff 7EX7! DRUKK- INN VIÐ STÝRIÐ One f or the road Leikstjóri: Jud Taylor. AÖalhlutverk: James Farentino, Don Murray o.fl. Timi: 120 mln. Hann fór eftir vinnu og fékk sér í nokkur glös meö félögunum. Steig síðan inn í bílinn sinn og flýtti sér heim til aö ná kvöldmatnum. En hann komst ekki alla leið. Virðir ekki stöðvunarskyldu á einum gatna- mótum og keyrir á bíl ungrar stúlku. Hún deyr skömmu síðar á sjúkra- húsi. Morð í gáleysi eða slys? Nú er það dómarans að dæma. Faðir stúlk- unnar og reyndar öll fjölskyldan er niðurbrotin eftir þennan hræðilega atburð. Móðirin leggst í rekkju eins og Egill forðum en faðirinn vill hefna. Hann stefnir ökumanninum og málið fer fyrir dómstóla. Þema þessarar myndar er býsna athygiisvert. Margir hafa líklega einhvem tímann sest undir stýri með misjafnlega mikið alkóhólmagn í ★ ★ i blóðinu. En við gerum okkur líklega enga grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar slíkur ölvunarakstur getur haft í för með sér. I þessu til- felli lét ung stúlka lífið og ökumann- inum er stillt upp við vegg. Skiljan- lega, en bilið milli góðs og ills er gert of breitt. ökumaðurinn er vonlaus fyllibytta sem lætur dauða stúlk- unnar sig engu skipta. Hann fær svo sinn dóm í lokin og áhorfandinn klappar. Máliö er bara ekki svona einfalt og fyrir bragðið hittir myndin ekki beint í mark. En hún ætti að vekja fólk al- mennt til umhugsunar um hættur ölvunaraksturs. Hugsaöu þér, á tuttugu og þriggja mínútna fresti deyr maður í Bandaríkjunum af völdum áfengis í umferðinni. -ÞJV. Gullstúlkan Gloria ★ ★ Tóníist Halló Richie Lionel Richie. All night long. Tími: 35 mín. Láonel Richie er mjög hátt skrif- aður sem tónlistarmaður. Og hann verðskuldar það vafalaust. I fyrra gaf hann út plötuna Can’t slow down sem selst hefur í milljónum eintaka. Af þessari plötu hafa fjögur lög komist inn á vinsældalista og þau er einmitt að finna á þessu myndbandi. Ég held að ég geti fullyrt að landinn hafi séð öll þessi lög í Skonrokki þannig að fólk ætti almennt ekki að gera stóra uppgötvun. En tvö þessara laga, Running with the night og All night long, eru líka á mynd- bandinu í hljómleikaútgáfum. Sá flutningur er ólíkt frísklegri heldur en heföbundin „danssjó” þó að Richie þessi sé svo sem ekkert sér- stakur á sviði. Af þessum f jórum lögum líkar mér einna best við lagið Hello. Rólegt og fallegt lag og blinda stúlkan er algert augnayndi. Hin hafa vafalaust líka verðskuldað þær vinsældir sem þau hlutu þó mér persónulega finnist þau ekkert sérstök. En viljirðu ganga að topplögum Lionel Richie vísum þá er þetta rétta myndbandið. Nema þú eigir þau öll úr gömlum Skonrokks- þáttum? -ÞJV. Lionel Richie All Nighl Long Little Gloria/2 spólur. Leikstjóri: Warus Hussein. Aðalhlutverk: Angela Lansbury, Betty Davis, Christopher Plumm- er, Lucy Gutteridge, Maureen Stapleton. Timi: 3 klst. 16 mín. Ein „mini-serían” til byggö á metsölubók. Þessi er eftir Barböru Goldsmith en sker sig úr að því leyti aö hún fjallar um atburði sem eiga sér stoð í raunveruleikanum. Myndin snýst í meginatriðum um átök innan hinnar auðugu Vanderbilt fjölskyldu vegna barns Reggie Vanderbilt og Gloriu Morgan. Þegar Reggie deyr er hann eignalaus maður og þá eru góð ráö dýr fyrir eiginkonuna. Samkvæmt erfðaskrá ömmunnar, Alice C. V., er það dóttir hennar, Gloria litla, sem er erfingi mestallra auöæfanna. Gloria ★ i Fræga fólkið gúmmí- væðist Spitting Image. Tími: 60 mln. Breskir grínþættir á þrem spólum. Hópurinn kallar sig Spitting Image og gerir grín að hverju sem er. Konungsfjölskyldan, Reagan, John McEnro, Flying Pickets, allir fá sinn skerf af háði. Þessir þættir minna dálitiö á Prúðu leikarana að því leyti að dúkkur eru eingöngu notaðar. Gúmmídúkkur sem líkjast fyrir- myndum sínum mjög í suraum tilfell- um. Húmorinn er breskur í húð og hár. Atburðir sem voru í sviðsljósinu í fyrra eru skoðaðir frá ýmsum sjónarhomum. En brandararnir eru misjafnir að gæðum og spilar þar kannski stóran þátt að maður þekkir ekki til allra atburðanna sem teknir eru fyrir. Og þó maður kannist við sig í mörgu þá nær maður oft á tíðum ekki að teygja á vörunum. Þetta er í ★ ★ ★ Morgan er of ung til að vera fjár- haldsmaöur dóttur sinnar og verður því að láta sér nægja mánaðarlegan lífeyri. En þar sem hún er í blóma lífsins er hún ekki ánægö með að sitja auðum höndum og sinna móður- hlutverkinu. Hún ver mestu af tíma sínum í Evrópu og lætur barnfóstru sjá um dóttur sína. Og það reynist henni afdrifaríkt. Barnfóstran gerir allt sem hún getur til að egna Gloriu litlu upp á móti móöur sinni og það tekst henni. Að lokum blandast systir Reggie, Gertrude V., inn í málið og hyggst reyna að fá yfirráðarétt yfir Gloriu litlu sem hún og fær í lokin. Þessi mynd um Gloriu litlu ætti að vera hvalreki á fjörur þeirra sem hafa gaman af framhaldsþáttum. Dramatísk saga um stúlku sem fær nóg af öllu nema ást og hlýju. Gold- smith tekur afstöðu með móðurinni í baráttunni um barnið og maður getur eiginlega ekki annað en vor- kennt konugreyinu þar sem hún berst vonlausri baráttu við Vander- biltveldið. Systirin, Gertrude, dregst svo inn í málið á fölskum forsendum. Skemmda eplið var í rauninni barn- fóstran, sem var með Gloriu litlu öli- um stundum og mótaði hugsanagang hennar eftir sínu höfði. Vart verður þverfótað fyrir fræg- um leikurum í þessum tveim myndum og greinilega hefur mikið verið !agt í að útkoman yrði sem best. Og eftir að hafa horft á mynd- irnar er ekki hægt að segja annaö en að hér sé á ferðinni úrvals afþreying fyrir myndbandaáhugamenn. Sannsöguleg saga, ágætlega leikin og alveg hæfilega langdregin. -ÞJV. flestum tilfellum einum of vitlaust. Það skemmir vafalaust líka fyrir mörgum að íslenskur texti skuli ekki fylgja. Það er sjálfur Ronald Reagan sem prýðir kápuna. Ferill forsetans í kvikmyndum hefur orðið tilefni margra brandara og hér er óspart gert grín að þessum gamla harð- jaxli. Það er líka pínulítið spaugilegt að gamall kvikmyndaleikari skuli vera æðsti maður Bandaríkjanna ef litið er á hve lélegur leikari Reagan í raun var. Mér er alltaf minnisstæð setning sem flaug í einni stórslysa- mynd. Konan er illa haldin af matar- eitrun og stynur upp í veikindum sínum: „Mér hefur ekki liöið svona illa síðan ég sá myndina með Ronald Reagan. Það er ekki tekiö út með sældinni að vera frægur. -ÞJV. V*l*N*S*Æ*L*D*A*L*l*S*T*A*Ft DV-listinn Myndir: 1. ( 2 ) The karate kid 2. ( 1 ) Nýtt Iff 3. (8) Flashpoint 4. (3) Play Misty for me 5. (5) Ordeal by innocence 6. (-) The terminator 7. (7) Romancing the stone 8. (-) Missing in action 9. (-) Eddie and the crusers 10. (9) Splash Þættir: 1. ( 2 ) Deceptions 2. (-) Glorialitla 3. ( 1 ) Powergame 4. (3) Lace2 5. (4) Luisiana 6. ( 8 ) Return to Eden 7. ( 5 ) Once upon a time . . . 8. ( 6 ) Atlanta childmurd- ers 9. (9) Widows 10. (7) Ellis Island Bandaríkin Bretland 1. (1) Thekaratekid 2. ( 2 ) Starman 3. ( 4 ) Falcon and the snowman 4. (3) The flamingo kid 5. (14) A soldiers story 6. ( 8 ) A nightmare on elm street 7. ( 5 ) The terminator 8. (13) Runaway 9. ( 6) 2010 the year we make contact 10. (9) Placesintheheart 1. ( 7 ) The karate kid 2. ( 1 ) Police academy 3. ( 2 ) Tightrope 4. ( 3 ) Top secret 5. ( 4 ) Red Dawn 6. ( 5 ) Romancing the stone 7. ( 6 ) Trading Places 8. ( 8 ) Dune 9. (9) Party animal 10. (10) Bachelor party URETLAND/ TÓNLISTARMYNDBOND 1. ( 2 í Private dancer tour — Tina Turner 2. ( 1 ) Animalize, live unc- ensored — Kiss 3. ( 5 ) „Under a blood red sky" — U2 4. ( 6 ) Live in Rio — Queen 5. ( 8 ) The video — Wham! 6. ( 4 ) Let there be rock — AC/DC 7. ( - ) The video EP — Madonna 8. ( 3 ) Through the cam- era eye — Rush 9. (10) Alchemy live — Dire Straits 10. ( 7 ) Kerrang! Video kompiiation

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.