Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Dansfyrir þig! kópavogvjr 10 vikna námskeið hefst rStgn v/Förgubrekku 12. október. Byrjendur og framhald, allir velkomnir. Barnahópar, 4 ára yngst A Diskódansar, 7 ára yngst Jassballett hópar (10 — 12 ára og 13 ára É!s'£mÉt og eldri mæta 2svar í viku og Sértímar f/konur, leikfimi og dans, mæting 1 x í viku. Hjón og einstaklingshópar. Hlakka til að sjá þig. Dansandi mæta 1 x í viku. Ðansar sem þið viljið læra. kveöja, Innritun og upplýsingar i síma 46635 mill kl. 13 og 19 dagana 7. til 12. október. ÍÞRÓTTAFÉLAG FATLAÐRA Kennsla hefst laugard. 19. okt. kl. 15 Dai’ný lijörk liiiiskvniiíir VETRAR VÖRUR Dömu- og herrafatnaður á mjög hagstæðu verði H OR G fataverslun Austurstræti 8 - Sími 16088 Neytendur Neytendur Neytendur Sólbaðsstofur eru orðnar hluti af lifi margra í dag og eins konar stöðutákn að vera þar fastur við- skiptavinur. Stúlkan á myndinni hefði átt að gæta þess að vera með svört gleraugu. Sólarlampaljós getur skaðað hornhimnu augnanna án þess að viðkomandi taki eftir því fyrr en of seint. Sólbaðsstofur: Enn eru ólöglegar perur í umferð F járskortur og sambandsleysi stof nana kemur í veg f y rir að hagsmuna neytenda sé gætt „Við sáum okkur tilneydda aö koma því á framfæri í smáauglýsingum DV að við höfum ekki veitt leyfi fyrir inn- flutningi á sólarlömpum meö Belarium S perum,” sagði Sigurður M. Magnús- son hjá Geislavörnum ríkisins í samtali við DV. I smáauglýsingum DV hefur mátt lesa undanfarið í kaflanum „Líkams- íækt” auglýsingu frá Geislavömum um að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir innflutningi á sólarlömpum með Belarium S perum. Á sömu síðu eru auglýsingar frá tveimur sólbaðsstofum sem taka fram sérstaklega að þær bjóði upp á „nýjar og árangursríkar Belarium S perur” og önnur stofa býður „eingöngu upp á Belarium S perur, sterkustu perur er leyfðar eru hérlendis”. „Grunur leikur á að IVB-geislun frá þessum Belarium S perum sé fyrir ofan leyfileg mörk. Við höfum ekki tækifæri til þess að láta mæla geislun þeirra, það er aöeins hægt að gera það á einum stað á Norðurlöndunum. Við höfum ítrekað beðið innflytjandann um upplýsingar varðandi geislunina en hann svarar ekki erindum okkar. Það er líkt ástatt í Noregi og Svíþjóð. Þar eru sólbekkir með Belarium S perum heldur ekki viðurkenndir en skjóta alltaf upp kollinum af og til eins og hér. Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð veita fé til gei'slavarna landa sinna til þess að hægt sé að hafa virkt eftirlit en ríkisvaldið hér hefur hvorki látið í té fjárveitingu til tækjakaupa né manna- ráðninga í þessu skyni,” sagði Sigurður M. Magnússon. „Þegar leyfi er veitt fyrir innflutn- ingi sólbekkja er litið á lampa og peru sem eina heild. Ekki hafa hins vegar verið settar reglur um innflutning á perum sérstaklega en ekki er nokkur vafi á að það veröur gert,” sagði Sigurður. — Hafið þiö haft samband við sól- baösstofurnar sem auglýsa Belarium S perur? „Nei, ekki beint, því það er ekki í okkar verkahring að gera það. Við höfum faliö heilbrigðisnefndum að gera slíkt. Ber t.d. Heilbrigöiseftirliti Reykjavíkur aö sjá um að þetta sé í lagi. Við höfum látið heilbrigðis- nefndirnar fá lista yfir þær tegundir lampa og pera sem fullnaöarleyfi er fyrir, einnig reglu- og viðvaranalista sem hengja á upp á sólbaðsstofum og loks merki til þess að líma á bekki þar sem varað er við útfjólublárri geislun,” sagði Sigurður. Við ræddum viö Soffíu Tryggva- dóttur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hún sagði að fyrr á árinu hefði verið gerð úttekt að beiðni Geislavarna á sólbaösstofum borgarinnar. Uttektin náöi þó ekki til annars en húsnæðisins og hreinlætis varðandi bekkina. „Við vorum að vísu beðin um aö skrifa niður í leiðinni hvaða tegund af perum væri í notkun og hefur það verið gert,”sagðiSoffía. Ef eitthvað hefur verið athugavert að dómi heilbrigöiseftirlitsins hefur það verið lagfært af hálfu þeirra sem stofurnar reka í mesta bróðerni, að sögn Soffíu. . Greinilegt er að ekki hefur náðst nægilegt samband á milli tveggja opin- berra aðila sem hvor um sig telur að það sé í verkahring hins aö fylgjast 1 meö mjög áríðandi hagsmunamáli neytenda; hvort hér séu í notkun sólar- lampaperur með of mikilli hættulegri geislun. Virðist svo sem hingað sé hægt að flytja inn alls konar perur og er sá innflutningur ekki háöur neinu eftirliti. Hins vegar er ekki hægt aö nota Belarium S perur á neinn annan hátt en í sólarlampa. Innflytjendur og eigendur sólbaðs- stofa ættu aö sjá hag sinn í því að bjóða einungis upp á perur sem ekki eru skaölegar heilsu fólks. A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.