Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir • Héðinn Gilsson tsonur Gils Stefánssonar, fyrrum leikmanns með FH) sóst hér í baráttu við KR-vörnina i leiknum á laugardag. DV-mynd Bjarnleifur. Stefán Kristjáns og Guðjón áttu stórleik — og FH-ingar unnu þriggja marka sigur á KR, 23-20, í Haf narf irði á laugardaginn þrátt fyrir að hafa aðeins skorað eitt mark á tuttugu mínútum í seinni hálfleik. Guðjón meiddist og Óli fékk rautt „Ég er ekki í neinum vafa um aö þetta lið verður á toppnum eftir eitt til tvö ár. Okkar staður í deildinni þetta árið verður líklega 3.-5. sætið en við erum með mjög ungt lið,” sagði Þor- gils Öttar Mathiesen, FH, eftir að lið hans haf ði unnið sigur á KR í köflóttum baráttuleik í íþróttahúsinu í Hafnar- firði á laugardaginn. Lokatölur urðu 23—20 eftir að FH hafði haft átta mörk- um betur í hálfleik, 16—8. FH haföi mikla yfirburði í fyrri hálf- leiknum með Guðjón Arnason og Stefán Kristjánsson sem bestu menn. Guðjón þurfti reyndar að yfirgefa leik- völlinn eftir tuttugu minútna leik, eftir að hafa snúið sig á ökla, en fram að þeim tíma haföi hann verið aöalspraut- an í sóknarleik Hafnfiröinganna. I seinni hálfleiknum gekk hvorki né rak hjá FH-ingum í byrjun og þeir skoruðu aðeins eitt mark á tuttugu mínútum. KR náöi að minnka muninn í 17—15. Heimamenn héldu haus á loka- mínútunum og náðu aö vinna þriggja marka sigur, 23—20. Leikurinn var nokkuö grófur og mikiö um brottrekstra. Einn leikmað- ur fékk að sjá rauða spjaldið fyrir þrjár brottvísanir. Það var Olafur Lárusson sem fékk að sjá þaö í fyrri hálfleik. Þeir Guðjón og Stefán voru bestu leikmenn FH í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni var kæruleysið yfirsterk- ara leikgleöinni hjá flestum leikmanna I I I I I I I I I I I L McAvannie markahæstur Frá Sigurbirni Aðaisteinssyni, fréttamanni DV i Englandi: Frank McAvannie, leikmaður með West Ham, er nú marka- hæstur í 1. deildinni ensku í knatt- spymu. McAvannie hefur verið á skotskónum að undanförnu og hefur skorað 9 mörk fyrir West Ham. í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn cru margir frægir kappar, þeir Mark Hughes, Manch. Utd, Ian Rush, Liverpool,og Gary Bannister, QPR. Alan Hansen fyrirliði Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: Ekki er enn ljóst hvað verður um Phil Neal hjá Liverpool en eins og fram hefur komið í frétt- um virðist Kenny Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, ekki hafa áhuga á Neal, alia vega ekki sem stendur. Alan Hansen tók við fyririiða- stöðunni af Neal á laugardaginn og leiddi tið sitt til stórsigurs gegn Tottenham. -SK. 1 I I 1 I I I I I I I I J liösins. I vesturbæjarliðinu áttu Páll Olafs- son og Bjarni Stefánsson bestan leik. Mörk FH: Stefán 6/5, Þorgils Ottar 5/4, Guðjón 4, Guðmundur Magnússon 3/1, Oskar Ármannsson og Jón Erling Ragnarsson 2, Valgarður Valgarðsson og Héðinn Gilsson 1. Mörk KR: Bjarni 6/5, Jóhannes Stefánsson 5, Páll 4, Ragnar Her- mannsson, Haukur Geirmundsson, Friðrik Þorbjörnsson, Olafur Lárusson og Björn Pétursson 1. -fros. • KR-ingar lentu í þeim vandræðum i leiknum gegn FH að aðeins þrir leikmenn voru eftir inná og sjást þeir þremenningar verjast i leiknum gegn FH á laugardag. DV-mynd Bjarnleifur. íslenska landsliðið f ékk mjög mikið hrós —íbreska sjónvarpinu en þar voru sýndir kaf lar úr landsleiknum gegn Spáni Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DVI Englandi: íslenska landsliðið i knatt- spyrnu var í sviðsljósinu hér í Euglandi um helgina en þá voru sýndir langir kaflar úr landsleik tslendinga og Spánverja sem fram fór í Sevilla í síðustu viku. Umsjónarmenn þáttarins, sem kaflaruir voru sýndir í, voru þeir Ian St. John, fyrrum leikmaður með Liverpool, og Jimmy Greew- es. Er skemmst frá því að segja að þeir félagar hældu íslenska lið- inu óspart og sögðu að greinilegt væri að ísland væri með mun betra landslið en raargir hefðu gert sér grein fyrir. Sérstakt hrós fékk Sigurður Jónsson fyrir leik sinn og er vonandi að Howard Wilkinson, framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday, hafi verið með bæði augun opin þegar sjón- varpið sýndi frá landsleiknum. Einnig sögðu þeir félagar að Bjarni Sigurðsson hefði oft varið mcistaralega og hann hefði öðr- um fremur bjargað íslenska lið- inu frá verri útreið á Spáni. -SK. í • Sigurður Jónsson fékk mikið hrós í breska sjónvarpinu fyrir frammistöðuna i landsleikn- um gegn Spánverjum i Sevilla. Joe Jordan til Man. City? — verður líklega seldurfrá Southampton Frá Sigurbirni Aðalsteins- syni, fréttaraanni DV í Eng- landi: Allar líkur eru nú á að Joe Jordan verði seldur frá Southampton. Þessi snjalli knattspyrnumaður hefur ekki sloppið í lið hjá Dýrling- unum að undanförnu. Chris Nicholl, fram- kvæmdastjóri Southampton, hefur lýst því yfir að Jordan sé einfaldlega orðinn of gam all til að hægt sé að nota hann hjá Southampton. Aldur kappans hefur þó ekki komið í veg fyrir míkinn áhuga Mauchester City sem sagt er tilbúið að kaupa þennan fyrr- um skoska landsliðsmann. Frægastur varð Jordan þeg ar hann lék með Manchester United og varla er hægt að líkja því við ýkjur þegar sagt er að Jordan sé einn besti skallamaður sem leikið hefur knattspyrnu á Bretlandseyj- um. -SK:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.