Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 47
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. 47 Mánudagur 30. september Sjónvarp 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur. Tommi og Jenni, Hananú, brúöu- mynd frá Tékkóslóvakíu og Strák- arnir og stjarnan, teiknimynd frá Tékkóslóvakíu, sögumaður Viöar Eggertsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 21.10 Næst á dagskrá ... Þáttur sem Ríkisútvarpið hefur látið gera um sjónvarp og hljóðvarp og er meðal kynningarefnis á sýning- unni „Heimilið ’85”. Þessari kynn- ingarmynd er ætlað að gefa nokkra hugmynd um þá fjölþættu starfsemi sem fram fer á vegum Ríkisútvarpsins. Hljóð: Halldór Bragason. Handrit og þulur: Sig- rún Stefánsdóttir. Kvikmynda- taka, klipping og umsjón: Rúnar Gunnarsson. 21.35 Fílabeinsturn. (Ebony Tower). Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1984, byggð á sögu eftir John Fowl- es. Leikstjóri: Robert Knight. Aöalhlutverk: I^urence Olivier, Roger Rees, Greta Scacchi og Toyah WUlcox. Ungum rithöfundi er faliö að rita bók um lifshlaup f rægs málara. Sá hefur dregið sig i hlé og býr á bóndabæ í Frakklandi ásamt tveimur stúlkum. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.55 Fréttirídagskrárlok. Útvarp rásI 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Inn og út um gluggann. Umsjón: SverrirGuðjónsson. 13.30 (Jtivist. Þáttur í umsjá Sig- uröar Sigurðarsonar. 14.00 „Á ströndinni” eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvík les þýðingu sína (7). 14.30 íslensk tónlist. 15.15 Utilegumenn. Endurtekinn þáttur Erlings Siguröarsonar frá laugardegi. RÚVAK. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.05 Sögur úr „Sólskinsdögum” eft- ir Jón Sveinsson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir lýkur lestri sög- unnar „Völvan” og Ágústa Olafs- dóttir byrjar iestur sögunnar „Sýnin hans Kjartans litla” 1 þýð- ingu Freysteins Gunnarssonar. 17.40 Síðdegisútvarp. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir, Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. 19.40 Umdagtnnog veginn. Asta Sig- urðardóttir, Akureyri, talkar. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Utvarpssagan: „Einsemd langhlauparans” eftir Alan Silli- toe. Kristján Viggósson les þýð- ingusína (3). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veöurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Fjölskyldan i nútímasam- félagi. Síðasti þáttur Einars Kristjánssonar. 23.10 Nútímatónlist. Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp rás II 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórn- andi: AsgeirTómasson. 14.00—15.00 Út um hvippinn og hvappiun. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15.00—16.00 Sögur af sviðinu. Stjórn- andi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00—17.00 Nálaraugað. Reggítón- list. Stjórnandi: Jónatan Garöars- son. 17.00—18.00 Rokkrásin. Kynning á þekktri hljómsveit eða tónlístar- manni. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan 11.00,15,00,16.00 og 17.00. Útvarp Sjónvarp kl. 21.35: Olivierí Fílabeinsturni Breski leikarinn Laurence Olivier fer með eitt af aðalhlutverkunum í bresku sjónvarpsmyndinni Fílabeins- turni sem verður á dagskrá sjónvarps- ins kl. 21.35 í kvöld. Þetta er mynd sem var gerð 1984 og byggð á sögu eftir Kohn Fowles. Ungum rithöfundi er falið að rita bók um lífshlaup frægs málara. Sá hefur dregið sig í hlé og býr á bóndabæ í Frakklandi ásamt tveimur stúlkum. Laurence Olivier bregst sjaldan á hvíta tjaldinu. Morgunstund barnanna: Framhalds- sagan Sætu- koppur Bryndís Víglundsdóttir er byrjuð lestur nýrrar útvarpssögu í morgun- stund barnanna. Það er sagan Sætu- koppur eftir Judy Blume sem er þekkt- ur rithöfundur í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og raunar um allan heim. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fá hvarvetna góðar viðtökur. Hún skrifar bækur um börn fyrir böm og fullorðna. Hún fjallar gjarnan um þau mál og þær aðstæður sem upp koma og veröa fyrir eigin tilverknað fólks eöa vegna ástæðna sem enginn ræður við. Hún hefur skrifaö bækur um ástvinamissi, öldrun, skilnaö, óánægju ungrar stúlku með eigið útht, ósam- komulag systkina o.fl. Af þessari upptalningu mætti halda að Judy Blume skrifaði „vandamála- bækur” en svo er alls ekki. Þunga- miðja allra bóka hennar eru mannleg samskipti með öllum sínum fjölbreyti- leik, flækjum, erfiðleikum, fegurð og síöast en ekki síst kímni. Ef til vill er hið síðasttalda lykillinn aö vinsældum bóka hennar. Hvað eftir annað hafa samtök bandarískra kennaia mælt sérstaklega með bókum hennar. Bókin um Sætukopp er framhald bókarinnar Níu ára og ekki neitt sem var lesin í morgunstundinni fyrir þrem árum. Bfæðurnir Pétur og Sætukoppur eru aðalpersónur bókarinnar en auk þess hefur systir bæst í hópinn. Til aö bæta gráu ofan á svart kalla foreldr- arnir litla barnið Karamellu sem Pét- ur skammast sín mjög fyrir. Sam- komulagiö milli systkinanna er ekki alltaf of gott eins og vill verða. Þó fer aldrei á milli mála að væntumþykjan er traust og á sínum stað. Og ekki bregst Judy Blume kímnin í bókinni um Sætukopp frekar en fyrri daginn. Gunnar E. Kvaran fréttamaður. Sigríður Árnadóttir fréttamaður. Útvarp: Breytingar á Morgunvakt I vetur verður sú breytmg á morgun- dagskrá rásar eitt að fréttastofan tek- ur í fyrsta sinn að sér umsjón morgun- útvarps milli klukkan 7.15 og 9.00. Um- sjónarmenn þáttarins verða þrír hverju sinni, tveir fréttamenn og einn tulltrúi tónlistardeildar. Lögð verður áhersla á fréttir og fréttatengt efni. Miöað er við að fólk geti gengið að til- teknum föstum tímum. Til dæmis verð- ur stutt fréttayfirlit og litið í dagblöö kl. 7.30 og kl. 7.45 verða fréttaskýring- ar og viötöl. Kl. 8.45 verða svo menn- ingarmál á dagskrá þáttarins. Tónlist verður ekki minni en verið hefur og verður höfð sem f jölbreyttust. Fyrst um sinn munu fréttamennirnir Gunnar E. Kvaran og Sigríður Árna- dóttir hafa umsjón með þættinum fyrir fréttastofu en af hálfu tónlistardeildar vinna að gerð hans til skiptis þau Hanna G. Siguröardóttir og Magnús Einarsson. Fyrsti þátturinn með þessu sniði var á dagskrá í morgun. Jólaferd 18. des., 22 dagar. 8. janúar, 4 vikur á 3 vikna verdi. 4. febr. og 26. febr., 22 dagar. Páskaferö 19. mars, 14dagar. Dagflug báðar leiðir. Þið veljið um dvöl i ibúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm stjörnu hótelum með morg- unmat og kvöldmat í Puerto de la Cruz eða á Amerisku ströndinni. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Sjór- inn, sólskinið og skemmtanalifið eins og fólk vill hafa það. Fullkomin þjónusta og islenskur fararstjóri. Aðrar ferðir okkar: Kanarieyjar—Tenerife. Brottför alla þriðjudaga, 1, 2, 3 eða 4 vikur, auk ofangreindra aðalferða. Mallorca, 5 mánuðir í vetrarsól, kr. 54.750,-, og styttri ferðir vikulega. Viku- og helgarferðir til Evrópuborga. Malta, vikulega. Astralia.ótrúlega ódýr ferð 3. nóv. Landið helga, Egyptaland og Londor;, 18. des., 19 daga jölaferð. ~ & \ ^PPRÐIR = SGLRRFLUC Vesturgötu 17, símar 10661,15331 og 22100 ! ——^ I dag verður vindur norðlægur á landinu, víðast gola eða kaldi, skýj- að verður um norðanvert landið og dálítil súld eða rigning þar en víð- ast léttskýjað sunnan fjalla. Hiti verður 4—7 stig norðanlands en 7— .10 stig syðra. Veður tsland kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 5, Egilsstaöir skýjað 11, Galtarviti súld 5, Höfn þoka i grennd 9, Keflavíkurflugvöllur skýjað 7, Kirkjubæjarklaustur létt- skýjað 6, Raufarhöfn rigning og súld 4, Reykjavík léttskýjað 5, Sauðárkrókur rigning 4, Vest- mannaeyjar léttský jað 7. Utlönd kl. 6 í morgun: Helsinki skýjaö 4, Kaupmannahöfn þoku- móða 12, Stokkhólmur skýjaö 1, Þórshöfn súld 12. Utlönd kl. 18 í gær: Algarve skýj- að 29, Amsterdam léttskýjað 14, Aþena heiðskírt 21, Barcelona (Costa Brava) heiðskírt 23, Berlín léttskýjað 13, Chicagó léttskýjað 21, Feneyjar (Rimini og Lignano) þokumóða 22, Frankfurt léttskýjað 16, Glasgow skýjað 16, London mistur 21, Los Angeles alskýjað 20, Lúxemborg heiðskírt 15, Madrid léttskýjað 28, Mallorca (Ibiza) létt- skýjað 24, Miami skýjað 30, Montreal léttskýjað 21, New York léttskýjaö 23, Nuuk skýjaö 4, París heiðskírt 21, Róm þokumóða 23, Vín léttskýjað 15, Winnipeg hálfskýjað 7. Gerígið NR. 184 - 30. SEPTEMBER 198S Eining kL 12.00 Kaup Sala ToHgengi Dolar 41,120 41,240 41,060 Pund 57,311 57,478 57,381 Kan. dolar 29,942 30,030 30,169 Dönskkr. 4,2146 4,2269 4,0743 Norsk kr. 5,1448 5,1598 5,0040 Ssnsk kr. 5,0907 5,1055 4,9625 Fl mark 7,1339 7,1548 6,9440 Fra. franki 5,0272 5,0419 4,8446 Beig. franki 0,7556 0,7578 0,7305 Sviss. franki 18,7335 18,7882 18,0523 HoH. gyilini 13,6082 13,6479 13,1468 V-þýskt mark 15,3404 15,3852 14,7937 It. lira 0,02272 0,02278 0,02204 Austurr. sch. 2,1828 2,1891 2,1059 Port. Escudo 0,2440 0,2447 0,2465 Spá. peseti 0,2507 0J2514 0,2512 Japansktyen 0,18967 0,19022 0,17326 Irskt pund 47,395 47,533 46,063 SDR (sárstök dráttar- réttindi) 43,2955 43,4226 142,5785 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. 4L Laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn /Rauðagerði, simi 33S60. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.