Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Blómaskreytingar ársins á f immtán ára afmælinu — Um 60 þús. manns komu í Blómaval á síðasta ári Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlt'Ra stndið okkur þt'nnan svarst'ðil. ÞannÍR t'ruð þér orðinn tirkur þátttak andi í uppKsinRamiðlun mtðal almrnninRs um hvcrt sé mtðaltal htimiliskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð or vðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks____ Kostnaður í september 1985. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. Hildur Baldursdóttir með ný- tískulega skreytingu þar sem er að finna kartöflur! Kolbeinn og Bjarni Finnssynir sem stofnuðu Blómaval fyrir fimmtán árum. Þar með komst alveg nýtt fyrirkomulag á alla blómasölu i borginni. Fjóla Guðmundsdóttir sem notað hefur gladíólur og melónur í sina skreytingu. Ragnheiður Jónsdóttir með rósa- skreytingu þar sem kínahreðkur eru látnar tala sinu máli. Fimmtán ár eru liðin síðan bræð- urnir Bjarni og Kolbeinn Finnssynir stofnuðu fyrirtækið Blómaval við Sigtún. — Haldiö er upp á afinæliö m.a. með stórglæsilegri blómasýningu um síðustu helgi í Blómavali og um næstu helgi meö sýningu á skreyt- ingum úr þurrkuðum blómum. í fyrstu þriðjungur af flatarmáii Starfsemi Blómavals hófst í 700 fm gróðurhúsi sem Stefán Arnason, garöyrkjubóndi að Syðri-Reykjum í Biskupstungum, átti frumkvæðið aö að reisa. Húsið var aö mestu leyti útbúið fyrir blómarækt en um þriðjungur hússins var verslun, þar sem seld voru blóm, grænmeti og gjafavara. Fyrsta árið var einn starfsmaður auk bræðranna. I ár hefur gróðurhúsa- og verslunar- rýmið verið aukið í 2500 fm, þar af er verslunin rúmir 1500 fm. Fjöldi fastra starfsmanna í Blómavali er orðinn 30 en að auki er kallaöur til liðsauki um helgar og þegar mikiö liggur við. Viöskiptavinir Blómavals á sl. ári voru um sextíu þúsund talsins. Jafnan er opiö til kl. 9 á kvöldin nema á stór- hátíðum. Eitthvað sérstakt er jafnan um aö vera nær allar helgar ársins. Þannig hefur Blómaval fyllt ákveðið tómarúm í borgarmyndinni og fólkið leitar þangað um helgar. Þar er oft á boðstólum hagnýt fræösla eins og t.d. um meðferö blóma, val á grænmeti, gerð jólaskreytinga o.fl. o.fl. Listamenn Blómavals Á blómasýningunni, sem sett var upp í tilefni afmælisins, getur að líta gott sýnishorn af færni blómaskreyt- ingafólksins sem Blómaval hefur á aö skipa. Þar er notast við ýmiss konar skreytingaefni, bæði þekkt efni eins og ..««*SSía^Ífc’ Skreytingafólkið sem bjó til þær nær hundrað iistaskreytingar sem sýndar voru i Blómavali um siðustu helgi. Þau eru talið frá vinstri: Fjóla Guðmundsdóttir, Hjördis Jóns- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Uffe Balslev og Hildur Baldursdóttir. DV-myndir GVA. alls konar afskorin blóm og pottablóm. Einnig eru notuð ýmis sjaldgæf blóm sem flutt voru inn sérstaklega í tilefni sýningarinnar. Einnig eru notaðir í skreytingarnar ýmsir ávextir og græn- meti eins og t.d. kartöflur, rófur, hreðkur, papiika, melónur, ananas og graskero.fi. o.fl. Er ekki nokkur vafi á aö þurrblóma- skreytingin sem sýnd verður um næstu helgi veröur forvitnileg og þar notað sem skreytingarefni eitt og annað sem venjulegt fólk lætur sér ekki detta í hug aö nota í blómaskreytingu. Við óskum Blómavali og bræðrunum Bjarna og Kolbeini til hamingju með afmælið. A.Bj Perurnar tæplega frá Benco Eg leyfi mér aö mótmæla harð- lega aö við höfum selt sólbaösstofu Belarium S perur eins og kom fram í DV sl. mánudag. Það er nú komið nærri ár síðan við seldum síðustu perurnar í þessu merki,” sagði Róbert Bender hjá Benco í samtali viö DV. „Okkur líkaði ekki viöskiptahætt- ir fyrirtækisins og sögðum viðskipta- samningi við það upp í júlí 1984. Þeir stóðu ekki við samninga og okkur gekk erfiðlega að fá frá þeim tækni- legar upplýsingar,” sagði Róbert. A.Bj. Upplýsingaseðiíi til samanDuröar á heimiliskostnaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.