Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Ferguson hrifinn af Kalla Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, dáöist mjög aö Karli Þórö- arsyni eftir leik liöanna í gærkvöldi. Þegar hann talaði viö Hörö Helgason, þjálfara Akranesliðsins, spurði bann strax um Kari. Þegar Hörður tjáði honum að Karl væri þritugur og heföi leUcið um nokkurra ára skeið í Frakk- landi þá varö skoski stjórinn mjög hissa. „Ég hélt aö hann værí í mesta lagi 21 árs,” sagöi Ferguson. -fros 55 með tólf Í6. leikviku getrauna Síðastliftinn laugardag var 6. leikvika Isl. getrauna. Seldar voru 465.564 raftir og vinn- ingsupphæftin var kr. S72.932. Röftin kom upp með niu heimasigrum og þremur jafntefium. Raftir með tftif réttum ieikjum urðu því 55 og fær hver um sig kr. 11.110 i vinning. Fram komu 887 raðir með ellefu réttum lefkjum og er vlnningur þar kr. 295. t september námu vinningar rúmum þrem- ur milljónum krftna sem allir greiðast út. Vinningar þessir skiptast á 1500 cinstaklinga. Af þessum tölum sést að tsl. getraunir skipa sér í sæti meft stærstu happdrættum landsins. Síðasti leikur Harðar Helga — með Akranesliðið Leíkur Akurnesinga við Aberdeen í gærkvöldi var síöasti leikur Akraness undir stjórn Harðar. Hörður hefur ákveöið aö hætta meö liðið en hann hef- ur náö stórgóöum árangri meö liöiö þau þrjú ár er liðin eru síðan hann tók viö. Hörður ákvaö aö vísu að hætta með Akranesliðið í fyrra en ákvað síðan að þetta keppnistímabil yrði hans síðasta. -fros. V-Þjóðverjar taka ekki þátt Munu ekki senda knattspymulið á ólympíuleikana íSeoul Vestur-Þjóðverjarar munu ekki senda knattspyrnuliö á ólympiuleik- ana í Seoui sem fram fara 1988. Ákvörðunin var tekin vegna þess að leikdagar v-þýsku deildarinnar stang- ast á við ieikdagana á ólympíuleikun- ura. -fros Everton og Spurs unnu — íSuperCup. Átta marka jafntefli hjá LeicesterogOxford íl. deild landsliðsmiðherjinn Gary Enski Lineker reyndist Everton betri en eng- inn er liðið mætti 2. deildar liðinu Nor- wích í Super-Cup í gærkvöldi. Lineker var hetja Everton í leiknum, hann skoraði sigurmarkið á 70. minútu en fyrr í leiknum hafði hann átt skot i stöng. Everton var mun betra Uðið í ieiknum en Norwich markvörðurinn Chris Woods var í essinu sínu og varði oft mjög vel. Þá mætti Tottenham Southampton í sömu keppni og sigraði Spursiiðið með tveimur mörkum gegn einu. Þá var einn leikur á dagskrá 1. deild- arinnar í gærkvöldi, Leicester og Ox- ford gerðu jafntefli í miklum marka- leik, 4—4. -fros „Langt síðan ég hef sigrað í Hafnarfirði” sagði Jens Bnarsson, þjálfari Fram, eftir að Fram hafði sigrað íslandsmeistara FH, 24:26, í Hafnarf irði í gærkvöldi „Það er alltaf gaman að sigra í Hafnarfirði og það er langt síðan að ég hef farið þaðan sem sigurvegari,” sagði Jens Einarsson, þjálfari Fram í handknattleik, cftir að Fram haföi imn- ið sigur gegn tslandsmeisturum FH i leik liðanna í 1. deild í gærkvöldi með 26 mörkum gegn 24 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 11—13, Fram í vil. Framarar höfðu yfirhöndina til að byrja meö en síðan jafnaöist leikurinn og skömmu fyrir leikhlé var staðan 10—10. Framarar náðu síðan tveggja marka forskoti fyrir leikhlé. Framarar héldu síðan tveggja marka forskoti fyrstu fimm til sex mínúturnar í síöari hálfleik en síöan komu FH-ingar inn i leikinn og náöu tveggja marka forskoti, 18—16, og voru þá um fimmtán mínútur liönar af síöari hálfleik. Framarar náðu sér síð- an á strik aftur og jöfnuöu metin, 18— 18, og gerðu enn betur, náðu tveggja marka forskoti, 18—20, og héldu því til leiksloka. „Það var ekki um annaö að ræða fyr- ir okkur en aö sigra í þessum leik,” sagði Jens Einarsson ennfremur eftir leikinn. „Það var nokkur pressa á okk- ur eftir þrjá tapleiki í röð en nú fer þetta vonandi aö koma hjá okkur,” sagði Jens. Hjá Fram voru þeir Egill Jóhanns- son og Dagur Jónasson bestir en Öskar Armannsson og Þorgils Ottar áttu bestan leik FH-inga. Mörk Fram: Egill Jóhannsson 11/4, Dagur Jftnasson 8, Agnar Sigurftsson 2, Andrés Kristjáns- son 2, Jón Ámi Rúnarsson 1, Hcrmann Bjömsson 1 og Ragnar Hilmarsson 1. Mörk FH: Oskar Ármannsson 8, Þorgils Öttar Mathiesen 8/3, Stefán Kristjánsson 3, Héftinn Gilsson 2, Jón Erling Ragnarsson 2 og Guft- mundur Magnússon 1. Leikinn dæmdu þeir ÖIi Olsen og Gunnlaug- urHjálmarsson. -SK. ALDREI GLÆTA þegar Nantes sigraði Val 3:0 Þaö fór eins og flesta grunaði. Vals- menn sóttu ekki gull í greipar franska liðsins Nantes er félögin mættust í Evr- ópukeppni félagsliöa í gærkvöldi. Vals- menn lágu, 3—0, og hefði sigur Frakk- anna getað orðiö stærri. Frakkarnir, minnugir útreiðarinnar frá Reykjavík fyrir hálfum mánuði, mættu ákveðnir til leiks og náöu strax undirtökunum. Eftir tuttugu minútna leik náði Amisse forystunni meö lúmsku skoti og stuttu seinna átti einn sóknarleikmanna Frakkanna skalla í þverslá. Valsvörninni tókst síöan aö verjast Frökkunum fram aö hléi. I seinni hálfleik munaði minnstu að Hlíðarendaliðið næði aö jafna er Hilm- ar Haröarson braust í gegnum vörn Nantes en markvörður þeirra var vel á verði og hirti boltann af tám Harðar. Tvö mörk með fimm mínútna millibili gerðu síöan út um Evrópudraum Vals- manna. Fyrst skoraöi Jose Toure fall- egt skallamark á 52. mínútu og tíu mínútum seinna náði Amisse að skora sitt annaö mark, nú meö skalla. Bæði Hilmar Haröarson og Guðmundur Þor- björnsson áttu þess kost að minnka Guflmundur Þorbjörnsson. muninn en markvörður Frakkanna varði skot þeirra félaga. Það er engin skömm að tapa 3—0 fyr- ir Nantes á útivelli. Liðið leikur áferð- arfallega knattspyrnu og lék oft á tíö- um mjög vel í gærkvöldi. Jón Grétar Jónsson var frískastur Valsmanna. Hann kom inn á sem varamaður í stað Heimis Karlssonar er varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Annars stóðu allir leikmenn liösins fyrir sínu. Guðni Bergsson fékk að sjá gula spjaldið í fyrri hálfleiknum fyrir brot á Le Roux. Áhorfendur voru 14.000. SJH/-fros r „Fundu veikleika okkar” — sagði Kari Þóröarson, ÍA „Þeir fundu veikleika okkar í ■ seinni hálfleiknum er þeir skoruðu I mörkin. Það er kannski munurinn I á atvinnu- og áhugamannaliðum,” ■ sagði Karl Þórðarson, besti leik-1 maður ÍA í gærkvöldi. „Mér fannst við leika mjög vcl í | fyrri hálfleiknum og þá áttum við . skilið að ná yfirhöndinni. Ég er| vonsvikinn yfir að hafa ekki náð að | skora í seinni hálfleiknum. Hefði ég náð að teygja mig aðeins betur þá I hefði ég náð að skalla yfir Leighton ■ markvörð og í markið. I -froSj Hart barist i leik FH og Fram sem háður var í íþróttahúsinu í Hafnarfirfli í þar með sinn fyrsta leik í vetur. Lékum y 85 mínúl — sagði Hörður Helgason sem þjálfaði ÍA í síðasta í gærkvöldi. Skagamenn fengu á sig þr jú möik á f imn „Við lékum mjög vel í 85 mínútur en fimm minútur í síðari hálfleiknum reyndust okkur afdrifaríkar. Þá var fyrri hálfleikurinn hjá okkur liklega það besta sem við höfum sýnt í sumar og ekki hefði verið ósanngjarnt að við hefðum haft yfir. Augljósri vítaspyrnu á Skotana var sleppt og ef við hefðum fengið hana þá hefði ekkert verið að vita um úrslit,” sagði Hörður Helga- son, þjálfari Akurnesinga, eftir að liöið hafði mátt þoia 4—1 tap gegn skosku meisturunum Aberdeen í gærkvöldi. Þrjú mörk á fimm mínútum gerðu út um vonir Akurnesinga sem höfðu þó ekki annað markmið en að leika fyrir heiðurinn. Óhagstæö úrslit hér heima, 1—3, höfðu þegar sökkt vonum liðsins fyrir seinni leikinn og jafnvel þeir allra bjartsýnustu hafa varla gert sér vonir um hagstæð úrslit. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega. Eftir aðeins fimm mínútna leik mátti Birkir Kristinsson sækja knöttinn úr netmöskvunum eftir varnarmistök. Neil Simpson nýtti sér þau til hins ýtr- asta og náði forystunni fyrir heima- menn. Eftir þetta áfall tók lA sig veru- lega á í andlitinu og sýndi oft á tíöum mjög góðan leik. Á 32. mínútu náðu Skagamenn aö jafna. Árni Sveinsson tók þá langt innkast. Sendi til Siguröar Lárussonar sem „nikkaði” boltanum áfram til Haröar Jóhannessonar sem skoraöi af stuttu færi. Akranes var mun sterkara liöiö þar sem eftir lifði hálfleiksins og átti meðal annars að fá vítaspyrnu auk þess sem Júlíus Ing- ólfsson var nálægt því að skora. En Aberdeen hafði heppnina með sér. fmnbti Heimir Guðmundsson átti mjög góðan leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.