Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. Spurningin Spurt í Bifreiðaeftirlitinu: Finnst þér leiðinlegt að láta skoða bílinn þinn? Páll Gestsson, vinnur hjá Skrifstofu- vélum: Já, það er þaö leiðinlegasta sem ég geri. Þetta er tímafrekt og svo virðast menn hérna ekki hafa gaman af starfi sínu. Páll Ölafsson, sjálfstæður: Já, alveg hundleiöinlegt. Þetta tekur allt of lang- an tíma því kerfiö er þungt í vöfum. Jóhann Magnússon nemi: Já, þetta er alveg hræöileg tímaeyösla. Friðrik Guðjónsson sendibílstjóri: Þetta væri ekki leiðinlegt ef fyrirkomu- lagiö væri betra hér. T.d. er feröin niö- ur í toll leiöindafyrirhöfn. Jón Guðbjartsson bifvélavirki: Ég á heima á Bolungarvík og þar hefur þaö alltaf gengið vel. Eg veit ekki hvernig þetta gengur fyrir sig hér. Geirmundur Einarsson nemi: Eg á ekki bíl og get því ekkert sagt um þaö. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Sitja allir vifl sama borð i skólamálum í Reykjavík? Seinagangur við byggingu Vesturbæjarskóla Faðir skrifar: Mig hefur lengi langaö til aö koma meö fyrirspurn til borgaryfirvalda vegna fádæma seinagangs viö bygg- ingu Vesturbæjarskóla í Reykjavík. Foreldrar hafa margsinnis spurst fyrir um framkvæmdir og svörin venjulega verið á sömu lund, „að byrjað yröi að grafa fyrir skólanum á næstunni”, en þessi skóli mun eiga aö rísa á horni Framnesvegar og Hringbrautar aö því er ég best veit. Skólastjóri skólans á þakkir skild- ar fyrir sitt framlag, en mér er kunn- ugt um aö hún hefur reynt eftir megni að fá borgaryfirvöld til aö hefja bygginguna en hvað hefur taf- ið væri forvitnilegt aö fá svör viö. Þaö má í þessu sambandi geta þess aö skóli var drifinn upp í Graf- arvogi á þessu ári en sá skóli var ekki kominn til umræöu þegar ákveð- iö haföi veriö aö byggja yfir Vestur- bæjarskóla og fariö aö verja fé til byggingarinnar. Mér hefjir oft veriö hugsaö til þess þegar ég kem í gamla skólann viö Öldugötu hvaöa smekkleysi borgar- yfirvöld sýna börnunum og starfsliöi skólans meö viöhaldi hússins, en út- litiö ber meö sér aö húsiö er í algjörri niöurníðslu, málning hefur ekki kom- iö viö húsiö í mörg ár og ryðskellur á bárujárni mjög áberandi og mér væri nær aö halda aö ef einkaaðili ætti hlut aö máli þá myndu borgar- yfirvöld gera honum skylt aö bæta úr. Allt innanhúss er þó í eins góöu lagi og hægt er en ég efast þó um aö aö- búnaöur þar stæðist skoðun, t.d. vinnueftirlits, heilbrigöiseftirlits eöa brunavarnaeftirlits. Þarna er starfsfólkinu ætluð bágborin aöstaöa í rishæö hússins og eru þar allt í senn, kennarastofa, mötuneyti og skrifstofa skólans. Eg held aö allir sem þarna þekkja til vilji óska þess aö borgaryfirvöld taki á sig rögg og drífi upp skólann fyrir næsta skólaár, enda held ég aö börnin okkar í vesturbænum eigi kröfu til þess aö fá mannsæmandi húsnæöi, ekki síður en börnin í Graf- arvoginum. Hjá Ragnari Júlíussyni, formanni fræðsluráös Reykjavíkur, fengust þau svör aö þaö væri rétt aö þaö heföi átt aö byggja Foldaskóla í Grafar- vogi og Vesturbæjarskóla á sama tíma. En aö Foldaskóli heföi fengið forgang vegna þess aö hann væri í nýju hverfi og vegna staðsetningar þess. Einnig sagöi Ragnar aö tafir á byggingu Vesturbæjarskóla væru af mörgum ástæðum. T.d. heföi lengi vel staöiö til aö byggja heilsugæslu- stöö í kjallara skólans en síöan heföi verið horfið frá því. Síðan hefði komið beiöni frá foreldrafélaginu og skóla- stjóra um að skólinn yrði einsetinn. Varð þá að taka allt varðandi skól- ann til endurskoöunar, t.d. vegna breyttra hönnunarforsendna. Varöandi útlit Vesturbæjarskóla sagði Ragnar að viöhald hans væri ekki eins og þaö þyrfti að vera vegna fjárskorts, en viöhald skólahúsnæðis væri nú í höndum sveitarfélaganna. Meira af Madonnu í Skonrokki Madonnuaðdáandi skrifar: Mér finnst undarlegt hve lítiö er sýnt meö Madonnu í Skonrokki og sjónvarp- inu. Hún hefur átt mörg góö lög á vin- sældalista rásar 2 en samt hefur bara eitt lag verið sýnt í Skonrokki. Því ekki aö fá lögin Material Girl, Like A Virgin og Holiday í Skonrokk? Eg er viss um aö margir aörir mundu segja það sama. Bréfritari vill fá að sjá meira af poppgoði sinu, Madonnu, i sjónvarpinu. Baldri Hermannssyni þökkuð þörf orð Þórarinn Björnsson, Reykjavík, skrif- ar: „Kýrhalavísindi tveggja sveita- manna.” Þetta er fyrirsögn heilsteypts Islendings í kjallaragrein í DV 27/9. Ég tek heiishugar undir skrif þessa efnilega blaöamanns. Hvert orö var eins og talað frá mínu brjósti og gæti ég trúaö aö þar mæli ég fyrir munn tugþúsunda Reykvíkinga. Þó fannst mér eitt bóndanafnið vanta og þaö er nafn Halldórs nokkurs Kristjánssonar frá Kirkjubóli í Önundarfiröi. Sá hefur nú skrifað í tugi ára í sambandi viö vín- mál, sérstaklega okkar Reykvíkinga. Eg er uppalinr. á afskekktum bóndabæ vestur í Arnarfirði. Þar þekktist ekki slík „fanatíska” á áfenga drykki sem hefur fylgt Halldóri. Eg held að þess- um kónum færi best aö hugsa um sína beljurassa og láta okkur Reykvíkinga í friöi. Ef enginn ofstækistemplari á borö viö þessa fugla væri til hér á landi væri hér menning í vínmálum sem aör- ar þjóöir tækju sér til fyrirmyndar líkt og þegar viö sigruöum eitt stærsta her- veldi heims þegar viö færöum okkar fiskveiðilögsögu í tvö hundruö sjómíl- ur. Þá kom hvert land af ööru í fótspor okkar. Landhelgisdeiluna þekki ég af eigin raun því ég var starfsmaður hjá Gæslunni í báöum þorskastríöunum. Okkur Islendinga vantar forustumenn i íslenska pólitik sem þora aö skapa al- íslenska stefnu og stefnuskrá og gera þaö en hlaupa ekki eftir úreltri morö- tólastefnu Ameríkana og Rússa. Meö þeirra stefnu höfum viö Islendingar ekkert aö gera. Viö gerum okkur að- eins minni menn fyrir það. Eg ætla nú ekki að sinni aö hafa þessi fátæklegu þakkarorö til Baldurs Hermannssonar fleiri. Megi guö og gæfan fylgja honum og hans f jölskyldu. Fflabein sjón- varpsmanna Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Breska sjónvarpskvikmyndin Ebony Tower, sem sýnd var á mánudags- kvöldiö, var ein af þeim betri sem sjón- varpiö hefur sýnt aö undanförnu, enda byggö á skáldsögu John Fowles. Það vakti hins vegar furöu mína að sjón- varpsmenn kölluöu myndina á ís- lensku „Fílabeinsturninn”. Munurinn á fílabeini og íbenholti er mikill og full ástæöa fyrir þýöendur sjónvarpsins aö átta sig á því. Spari- baukur í óskilum Það var hringt frá íþróttabúðinni í Borgartúni 20 og tilkynnt aö fyrir hálf- um mánuöi heföi einhver krakki gleymt þar sparibauk fullum af pen- ingum. Ef einhver kannast við þetta getur hann vitjað bauksins í búöinni. Hringið ki. 13—15 eða SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.