Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. 3 r Ur skýrslu landlæknis um vímuefnanotkun ungmenna: Höfðu jafnvel prófað morffn og heróín Af 2.136 15—20 ára ungmennum, sem svöruðu í landlækniskönnuninni um ávana- og fíkniefnanotkun, höföu 127, eöa um 7%, notað lyf til þess aö komast i vímu. Þar af höföu 14 notað kókaín, 7 LSD, 2 morfín og 1 heróín. 98 höföu notað róandi lyf en 25 am- fetamín. Nánast enginn munur reyndist á lyfjanotkun á Reykjavíkursvæðinu og utan þess. Á svæðinu höfðu 7,4% notað lyf, 5,2% einu sinni eða tvisvar, 2,2% oft. Utan höfuðborgarsvæðisins höfðu 6,7% notað lyf, 5,2% einu sinni eða tvisvar, 1,5% oft. 20 þeirra 127, sem sögðust hafa notað lyf, höfðu notað fleiri en eitt. Fram kom að stúlkur úr árgangin- um 1968 höfðu verið mest í lyfjunum af þeim sem könnunin náði til, 8,2% þeirra höfðu notað lyf einu sinni eða tvisvar og 3,5% oft. Strákar úr sama árgangi reyndust minna í lyfjum. 5,5% þeirra höfðu notað þau einu sinni eða tvisvar og 1,6% oft. 1 árgöngunum 1966 og 1964 voru strákarnir hins vegar meira í lyf jum en stelpur en minnst reyndist lyfja- notkun árgangsins 1964.1 þessu sam- bandi er vert að hafa í huga að könn- unin náði til allra i árganginum 1968 en aðeins til framhaldsskólanema í eldri árgöngunum. Þeir eru um helmingur þeirra árganga. Þá kom fram að á Reykjavíkur- svæðinu höfðu 7,8% ungmennanna snefað en 12% utan þess svæðis. Snefunin reyndist breytileg eftir aldri, minnst í árgangi 1966. Af þvi er dregin sú ályktun að snefunin gangi eins og faraldur á nokkurrra ára fresti. Langmest reyndist um snefun í yngsta árgangnum, frá 1968. HERB Betri vistir og meiri agi meðal nauðsynlegra úrbóta í Núpsskóla „Af hálfu menntamálaráðuneytisins var mér falið síðastliöiö vor að afla upplýsinga um stöðu mála og kanna ástæður fyrir fækkun nemenda í Núps- skóla,” sagði Pétur Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis, í viðtali við DV. Staöa héraðsskólans að Núpi í Dýrafirði hefur orðiö tilefni um- ræðna fyrir vestan. Fækkun nemenda þar hefur orðiö töluverö og síðastliðið vor útskrifuðust aðeiris 22 nemendur úr skólanum. Nú í haust hafa um 50 nemendur haf- ið nám aö Núpi en hægt væri að vista um 80 nemendur þar. Auglýsingar frá Núpsskóla voru í fjölmiðlum í síðasta mánuöi og virðast þær hafa borið ein- hvern árangur. Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis geröi vettvangskönnun að Núpi í vor og dró saman niðurstöður að henni lok- inni. I niðurstöðum hans segir m.a. að veita þurfi aukið f jármagn til úrbóta á vistum skólans sem eru niðurníddar. Skipulag þurfi að endurskoða, auka samstarf og aga. Neikvæð umræða í nágrenninu sagði fræðslustjórinn að hefði einnig stuðlað að lélegri aðsókn að skólanum. „Við höfum lagt mikla vinnu í að byggja upp hér,” sagði Guömundur Karl Guðmundsson, kennari í Núps- skóla, nýlega er DV hafði samband við hann. Hann sagði að loforð lægi fyrir Héraðsskólinn að Núpi. um lagfæringar á vistum skólans og fyrsta áfanga ætti að lagfæra í vetur. Iþróttaaöstaðan hefur verið betrum- bætt til muna í sumar. Hann sagði að verkfall kennara síðasta kennsluár hefði haft mjög neikvæð áhrif á starfið í skólanum og margir nemendur hætt námi þess vegna. Tíð kennaraskipti og kennaraskort- ur hafa einnig haft slæm áhrif á nem- endur og námsárangur. I skýrslu fræðslustjórans kom einnig fram að áhugaleysi hefði ríkt meðal skólanefndarmanna um hag skólans. En eftir þvísem DV kemst næst virðist hugur vera í mönnum til að bæta hag Núpsskóla sem er, eins og aörir hér- aösskólar í landinu, „hálfgerður bast- arður í skólakerfinu”. -ÞG Vélfákurinn Þ-2 fann sig rœkilega í fjöru á Húsavík. Sem sönnum gœdingi sœmir tók hann vœnar rispur í sandinum. Þetta var heljarþensla fram og aftur, út og suður og svo sneri hann sér í hring. DV-mgnd JGH. FLUGLEIÐIR GERA ÞÉR KLEIFT AD TAKA ELSKUNA ÞÍNA MEÐ TWf ÍNNANLANDS Ef þú ferðast mlklð með Flugleiðum innanlands átt þú það á „liættu" að fá einn daginn frimiða upp í hendurnar, sem gildir til hvaða áfangastaðar okkar sem er innanlands — fram og til baka. Við gefum þér nefnilega punkta í hvert skipti sem þú ferðast með okkur og þegar þú ert húin/n að fljúga 13-17 sinnum á fjórum mánuðum finnst okkur tími til kominn að við borgum farið - ekki þú. Fáðu safnkort hjá afgreiðslufólki Flugleiða og láttu það kvitta fyrir þegar þú kaupir flugmiða. Við munum sjá um það að skrá punktana og senda þér frímiðann — og þá getur þú tekið elskuna með þér í flugið til tilbreytingaæ - frítt... FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.