Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 102. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á Túngötu 33 Tálknafiröi, þingl. eign Gunnbjörns Ölafssonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmarssonar hrl. og Inga Ingimundarsonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 11.00. Sýslumaðurinn i Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 90., 99. og 102. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á veiðarfaerageymslu I Tálknafiröi, þingl. eign Tálkna hf., fer fram eftir kröfu Atla Gislasonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á mb. Kristjáni Sl —18, taL.eign Gunnbjörns Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Axelssonar hrl. á eigninni sjálfri á Tálknafirði fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á Móatúni 1, Tálknafirði, þingl. eign Einars J. Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands og Atla Gíslasonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 99. og 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á hl. í Aðalstræti 59, Patreksfirði, þingl. eign Ólafs Haraldssonar og Elmu Óskarsdóttur, fer fram eftir kröfu Sigriðar Thorlacius hdl. og Gisla Gisla- sonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 10.00. Sýslumaöurinn i Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á verkstæöishúsi v/Hafnarbraut á Bíldudal, þingl. eign Vélvers hf., fer fram eftir kröfu Brunabótafélags Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 18.30. Sýslumaðurinn í'Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á Grænabakka 8, Bíldudal, þingl. eign Jónu Rúnólfsdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs og Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 18.00. Sýslumaðurinn i Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Álfaskeiði 51, neðri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Magnúsar Þórs Hilmarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var,1„l5., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni ÁlfaskeMÖi'86, 4.h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Soffíu M. Þor- grímsdóttur, fe^fram eftir kröfu Steingrims Eiríkssonar hdl. og Ævars GuðmundssopSr hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 15.00. % + _ Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 12., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Hraunstíg 1, Hafnarfirði, þingl. eign Guðna Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfiröi á eigninni sjálfri föstudag- inn 18. október 1985 kl. 16.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Álfaskeiöi 92, jarðh., Hafnarfirði, þingl. eign Sverris Þorsteins- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Helga V. Jóns- sonar hrl., Ævars Guömundssonar hdl., lönaðarbanka Islands, Jóns Ingólfssonar hdl., Sveins H. Valdimarssonar hrl., Útvegsbanka Islands, Gunnars Guömundssonar hdl., Jóns Sveinssonar hdl. og Ólafs Thor- oddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. októbeíýt985 kl. 15>Í5. Bæjarfógetinn í HÁ4narfirði.f'!'A>? . !Z - * -■ Neytendur Neytendur Neytendur Hvað kostar Verianderinn,86kr. eða 189 kr.? bara svitn- aði” — sagði viðmæl- andi Neytendasíðu „Þetta hlýtur nú aö vera eitthvað skrítið,” sagði einn viömælandi Neytendasíðu og hélt á tvein) sams konar brúsum af svitalyktareyöi. „Annan keypti ég í Miklagarði fyrir 3—4 vikum og kostaði sá 189 krónur. Síðan þurfti ég að fá mér nýjan brúsa, rakst á sömu tegund og sömu stærð af þessum Verlande svitalyktareyði í versluninni Fjarðarkaup og þar kostaði hann aöeins 86 krónur. Síðari brúsann keypti ég í gær.” Mikið rétt, verömerkingar á brúsunum, sem eru af nákvæmlega sömu tegund, stærð og gerð, tóku af allan vafa. Neytendasíðan fór á stúfana og kannaði málið. Verlande brúsinn góði, sem fyrir fáeinum dögum kostaði 189 krónur í Miklagaröi, var nú kominn upp í 204 krónur. Lýsing afgreiðslustúlkunnar í Miklagaröi tók af allan vafa, hér var um sama brúsann að ræða. Nú víkur sögunni til Hafnarfjarðar. Verðmiðarnir á Veriandernum tóku af allan vafa. Óstaðfestar fróttir herma að Verlande sé ekki lengur vinsælasti svitaúði í Hafnarfirði. DV-mynd KAE. Afgreiðslustúlka í Fjarðarkaupi tjáði okkur fyrst að þetta væri allt saman mikið rétt, hjá þeim kostaði angandi Verlanderinn ekki nema 86 krónur í 200 ml brúsanum. Nú munaöi litlu að starfsmaður Neytendasíðu skellti sér til Hafnarfjarðar og fjárfesti í einum Verlande. Hvað um það, við ákváöum að fá endanlega staðfestingu á skrifstofu verslunarinnar. „Bíddu við, brúsi af Verlande frá Gillette, já, hér segir að hann kosti 86 krónur,” sagöi stúlkan sem við töluðum við á skrifstofunni. „Eg ætla nú samt að athuga þetta betur,” sagöi sú sama eftir að hafa frétt af verðinu í Miklagarði. „Mikið rétt, okkur hafa orðið á einhver mistök, brúsinn á að kosta 180 krónur en ekki 86, það er ekki að furða þó þeir hafi rokið út. Við eigum aðeins tvo eftir,” sagði skrifstofudaman. Hafnfirðingar verða að fyrirgefa Neytendasíðu þessa hnýsni, Verlande svitalyktareyðinn góða fá þeir ekki lengur á tombóluprís. Hvað um það, Fjarðarkaup hefur þó ennþá vinning- inn. Hárprúður far á hársnyrtistofur og er sáttur við þjónustu þeirra. En ýmislegt finnst bréfritara ábótavant við verðmerkingar á hárgreiðslu- og rakarastofum. Hárgreiðslu- og rakarastofur: Hvar eru verðmerkingarnar? Ágæta Neytendasíða. Hvað er orðið af reglum þeim sem skuldbinda hárgreiðslu- og rakara- stofur til að auglýsa kostnað viö þá þjónustu er þær veita? Ég læt klippa mig af og til eins og gengur og gerist og hef gaman af því að prófa þjónustuna á nýjum rakarastofum. Ég er alls ekki einn þeirra sem halda tryggð við sömu stofuna. A ferðalögum mínum á milli rakarastofa hef ég áþreifanlega oröiö var við mikinn verðmun á milli stofanna og hve sum fyrirtækin virðast endalaust komast hjá því að láta verðskrá hanga uppi við inngöngudyr, viðskiptavinum til upplýsingar. Hvað er orðið af þeim reglum sem eitt sinn voru mjög svo básúnaðar? Ætlum við að láta rakarastofurnar komast upp með þetta? Neytendasiðu er Ijést að víða er enn pottur brotinn hvað varðar upplýsingaskyldu hárgreiðslu- og rakarastofa. Um þetta gilda, sem kunnugt er, ákveðnar reglur sem Verðlagsstof nuu gaf út á síðasta ári. Einn hárprúður. Birting verðskráa er skylda Allar hárgreiðslu- og rakarastofur eru skyldar til að hafa uppi við inngöngudyr skýrar verðskrár með verði (efni innifalið) á algengustu þjónustu sem viðskiptamenn almennt óska eftir. Eins skulu stofurnar hafa uppi verðskrár við greiðslukassa eða á öðrum áberandi stað inni i starfsstofunni með verði (efni innifalið) á allri þeirri þjónustu sem þær veita. Úr tilkynnngu Verðlagsstofnunar númer 13/1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.