Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. 13 Uppstokkun í stjórninni Megintilgangurinn meö uppstokkun-, inni í ráöherraliði Sjálfstæöisflokksins ertvíþættur: 1. Aö fá Þorsteini Pálssyni sæti í rikisstjórninni. 2. Aö koma Albert Guömundssyni burtu úr fjármálaráöuneytinu. Fyrri ástæðan þarfnast ekki skýringa. Þaö ástand var orðið alls- endis óviöunandi aö formaður stærri stjórnarflokksins stæöi utan ríkis- stjórnar. Slíkt gæti vissulega hugs- ast sem tímabundin ráðstöfun væri um formann að ræða sem þegar heföi áunnið sér óskorað frumkvæðisvald í flokki. Fyrir nýjan formann jafn- gildir slík ráöstöfun hins vegar pólitískum útlegöardómi. Vert er að spyrja sig hvort sjálfstæðismenn hafi ekki dregiö of lengi aö „skipta Þorsteini inn á”. Véra má aö þeir hafi dregiö þaö svo lengi aö for- maöurinn eigi ekki eftir að bera sitt barr og að hlutskipti hans veröi fremur aö brúa biliö milli Geirs Hall- grimssonar og Davíðs Oddssonar en að veita flokknum forystu sem full- trúi nýju kynslóðarinnar. Allt þetta á þó tíminn eftir aö leiða í ljós. Oneit- anlega hefði staða Þorsteins þó veriö styrkari ef frekari mannabreytingar heföu verið gerðar á ríkisstjórninni en raun ber vitni, t.d. meö aöild Frið- riks Sophussonar, Birgis Isleifs Gunnarssonar og Ölafs G. Einars- sonar aö henni. Ekki skortur á skilningi Vafalaust hafa Þorsteinn Páisson og aörir í forystu flokksins cert sér fulla grein fyrir þessi1 Þeirhafa þó talið rétt, eða kannski óumfiýjanlegt, að leggja slík áform til hliðar vegna innanflokksfriöar. Þá er þaö einnig trúa mín aö þannig standi nú í bæli Framsóknar aö Sjálfstæðis- flokkurinn hefði komist upp með að krefjast myndunar nýrrar ríkis- stjórnar þessara flokka meö sjálf- stæðismann í forsætisráöherrasæti því framsóknarmenn eru nú svo laf- hræddir viö kosningar aö þeir eru reiöubúnir til þess að samþykkja næstum því hvaö sem er til þess að foröast þær. Hefði slikt náöst fram og alger uppstokkun veriö gerö í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins þá er ég þeirrar skoöunar að flokkurinn heföi átt raunhæfan möguleika á að fá hreinan meirihluta í kosningum á næsta sumri. Svo langþreyttir eru kjósendur orðnir á sjálfheldunni í íslenskri pólitík og svo reiðubúnir eru þeir til þess aö fagna og styðja allar meiriháttar breytingar í þeirri von aö snúa megi við blaðinu. Breytingarnar hjá Sjálfstæöisflokkn- um eru þó ekki nægar til þess að kjósendur taki þær til marks um þau algeru umskipti sem þeir bíða eftir, þannig að möguleikar flokksins til kosningasigurs eru ekki jafnmiklir og þeir heföu getaö oröiö. Albert í útlegð Burtséö frá mannkostum Alberts Guðmundssonar, sem eru ótvíræðir og óvenjulegir, var oröið jafn- aðkallandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að flytja hann á burt úr fjármála- ráðherraembættinu og aö fá Þor- steini Pálssyni sæti í ríkisstjórninni. Albert hefur vissulega til að bera mikinn velvilja og góðgirni, ekki síst ef honum eru kynnt vandkvæði fólks Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMADUR mUliliðalaust, en mótun samræmdr- ar heildarstefnu er honum ekki lagin. Hann sér ekki skóginn fyrir trjánum. Því er hann gjarna fyrstur manna til þess að hlaupa frá öUum meginlínmn í stefnumörkun ef hon- um eru kynntar undantekningarnar frá reglunni og þá einkum ef um er að ræða vandræði einstakra aðila hvort heldur er um að ræða persónur eða fyrirtæki og þó sérstaklega ef viðkomandi leitar tU hans sjálfur. Því bar svo við að hann var iðulega lipur á aukaf járveitingar að umsókn einstaklinga, sem hann hafði neitað fagráðherrum um til málefnisins. Þannig braut hann sjálfur sín eigin loforð og hafði lag á að gera það þannig að geta þakkað sjálfum sér bæði boðorðin og brotin. Hafa fáir komist nær því en hann aö vera bæði Móses og Aron. Nýstefnumenn Einkum og sér í lagi yngri kynslóðin í Sjálfstæðisflokknum, sem vill breyt- ingar í þjóðarbúskapnum í átt til meiri markaðshyggju og mónetarisma, gat að sjálfsögðu ekki umborið sUka fjár- málastjóm. Annaðhvort varð því að víkja — afstaða flokksins eða Albert. Albertvék. Margir gerðu því skóna að hann myndi, eins og Matthías Bjarnason gerði, setja hnefann í borðið og forystunni stólinn fyrir dyrnar og segja: Eigi skal v&ja. Þeir sem gerst þóttust vita töldu að einasta ráðherraembættið, sem Albert myndi þiggja, væri viðskipta- ráöherraembættið því þá gæti hann loksins sýnt bankakerfinu í tvo heimana eins og hann hefur lengi langað til að gera. Aö hann skuli fallast á að láta flytja sig hreppa- flutningi úr fjármálaráðuneytinu án þess að fá það embætti er sigur flokksforystunnar en mikill móralskur ósigur hans. Geir Hallgrímsson Það eina sem er þó hægt að gera alvarlegar athugasemdir við í þess- ari uppstokkun Sjálfstæðisflokksins á ráðherrunum er meðferðin á Geir Hallgrímssyni. Sjáifstæðis- flokkurinn ætlar ekki að gera það endasleppt við þann mann. Ekki aðeins hefur flokkurinn gengið fram fyrir skjöldu annarra flokka til þess bókstaflega aö br jóta Geir niður sem pólitíkus heldur hefur flokkurinn, þá loks Geir var kominn á sina réttu hillu og átti margfalda kröfu til þess að fá að gegna þeim störfum í friði sem hann gegndi vel, knúið hann til afsagnar út á flokkshollustu sem hann hafði til að bera en aðrir ekki. Fáir stjórnmálamenn hafa að minu mati fengið óréttmætari og ó- sanngjarnari meðferð af hálfu flokksmanna sinna en Geir Hallgrímsson. Framkoma sjálf- stæðismanna gagnvart Geir Hall- grímssyni er blettur á þeim og flokki þeirra. Sighvatur Björgvinsson. ^ ,,Albert hefur vissulega til aö bera mikinn velvilja og góögirni, ekki síst ef honum eru kynnt vandkvæði fólks milliliðalaust, en mótun heildar- stefnu er honum ekki lagin.” UM HVAÐ ER ÞESSIGEIR AÐ TALA? Ég var að lesa í annað sinn ræðu Geirs Hallgrímssonar, utanríkis- ráðherra Nató-landsins Islands, á yfirstandandi allsherjarþingi Sameinuöu þjóðanna. Mér varð orðfátt yfir þessum lestri. Þóttist maðurinn vera að tala um frið? Um hvað var maðurinn eiginlega aö tala? Var hann að tala um að það væri kominn tími til fyrir mannkyniö til að hugsa eins og siðaðir menn og afvopnast? Eöa var hann bara eins og venjulega að tala um skrattann sem sagður er búa í austri og valdur er að öllu illu hér á jörðu, eins og Geirs er venja þegar skilgreina á bara eitthvert vandamál heimsins í dag? „Ekki okkur að kenna" Það er nú annars ótrúlegt hvað hægt er að ljúga miklu að almenningi hér á landi, og lengi, um ástand heimsmála almennt. En auövitað hangir þetta allt á þeirri spýtunni að viðhalda ríkjandi efnahagsskipan jarðarinnar í dag. Hún er nefnilega afskaplega hagstæö mér og þér og hinum smáborgurunum hér „í öllu frelsinu”, en ekki „pakkinu þarna fyrir sunnan, sem ekkert getur og engu nennir”, eins og það er oftast oröað hér fyrir norðan. Þessi utanríkisráðherra fór, eins og venja er vel-klæddra Vestur- landabúa, nokkrum fögrum orðum þarna á allsherjarþinginu um nauðsyn afvopnunar. Og um nauösyn bættra samskipta hins frjálsa heims (?) viö alræðisstjórnirnar fyrir austan (?) og svo frv. og svo frv. — Og endaði síðan hvern kafla hjá sér eins og venjulega á því að kenna einhverjum öörum um vandamál heimsins: „Ekki við.” — „Það eru hinir.” — „Það er flestallt þeim að kenna.” Og svo frv. Þaö þekkir flest upplýst fólk þennan söng núoröiö. Þessi Geir rakti samt líka óvenjuvel í tölum aukna vigvæðingu heimsins og aukna vopnaverslun. Og er það fremur óvenjulegt af utanríkisráöherra Nató-landsins Islands. — En að lokum kom svo þessi hefðbundna kaldastríðs- heimsmynd um orsakir alls ills hér á jörðu eins og fyrr var minnst á og allt varð lok lok og læs, allt í stáli; og brennibáli. Þessum Geir ferst ekki að tala um afvopnun annarra En það sem ég var samt mest sár og móðgaöur yfir var hvernig þessi utanríkisráðherra leyfði sér að vera að hvetja til friðar og afvopnunar í heiminum á sama tíma og hann sjálfur stendur fyrir örugglega lang- umfangsmestu hemaðaruppbyggingu síns eigin lands i allri 1000 til 2000 ára byggð þess. Það er á svona dögum sem ég er minna stoltur yfir því að vera Islend- ingur en aðra daga. Og þá einkun þegar maður leiðir hugann í leiðinni að fátækt og styrjaldarhættu heims- ins annars vegar og dugnaði tslend- inga í vígvæöingu síns eigin lands hins vegar. — Enda hefi ég oft erlendis lent í mjög aumri stöðu, þegar ég rökræði við útlendinga um friðar- og afvopnunarmál, þegar ég fæ það á nasirnar að í fáum ríkjum séu reknar eins og öflugar herstöðvar og á Islandi. Og þaö af erlendu herveldi! — Þaö hugsa miklu færri Islendingar um þessa staðreynd en ástæða er til. Hvað ætli Jóni Sigurðssyni hefði fundist um erlendan her hér? Eða hvaö ætli t.d. Jón Sigurösson, forseti og sjálfstæðisfrömuður, hefði sagt um erlendan her á Islandi? — Nú, eða þá þeir Fjölnismenn? Til dæmis Jónas Hallgrímsson? — Hvaö hefðu yfirleitt allar þjóðfrelsishetjur nítjándu aldarinnar sagt um að MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON FYRRV. VAGNSTJÓRI SVR Island gengist erlendu herveldi á hönd? Ég er meira að segja sann- færður um að eitt mesta afturhald þeirrar aldar, Grímur Thomsen, konungssinni og óðalsbóndi á Bessa- stöðum með fleiru, heföi aldrei samþykkt að gangast neinu herríki á hönd — þó að honum hafi nú annars ekki fundist ýkja mikil ástæöa fyrir Island að flýta sér aö losna úr danska konungssambandinu. Hvað ætli margir Islendingar viti það að hér á Islandi er meira fé varið til hermála en t.d. í skólamál, heil- brigðismál, félagsmál og yfirleitt öll önnur slík mál? Eins og komið hefur fram í öllum íslenskum blöðum nema Morgun- blaðinu (sem ég bara skil ekkert í ??) nema fjárfestingar hins bandaríska setuliðs hér á landi yfir 43 milljörðum íslenskra króna ca 2 til 3 misseri — á meðan fjárlög íslenska ríkisins 1985 eru ekki nema 25 milljarðar. (Sjá m.a. DV þann 02.08. sl. og Þjóðv. þann 06.08. sl.) Hvar í veröldinni annars staðar ætli meira fé sé eytt til hermála en sem nemur öllum heildarútgjöldum ríkisins? Örugglega ekki í nokkru einasta! En ég held líka að við eigum heimsmet miðað við íbúafjölda (eins og í flestu öðru) í yfirlýsingum um nauösyn friðar og afvopnunar (sic!). Þaö er ekki allt sem sýnist með samvisku okkar þegar betur er að gáð. Og við ættum aö líta okkur nær framvegis þegar við brigslum öðrum þjóðum um hræsni og yfirdrepsskap, sem ekki kemur svo sjaldan fyrir. Meiri útgjöld til hermála = meira hungur og fátækt Nei, þetta gengur ekki lengur hjá okkur. — I heimi þar sem útgjöld til hermála eru komin yfir 40 þúsund milljarða íslenskra króna á ári, — og alþjóðleg vopnaframleiðsla og vopnaþróun hefst á sífellt hærra og stjórnlausara stig getum við ekki lengur setið aðgerðalausir hjá. Á sama tíma og hungur og ólæsi í þriðja heiminum eykst sífellt og erfiðara og erfiðara verður aö hemja alla þessa sjúkdóma sem upp spretta þar sem annars staðar, í sífellt aukn- um mæli, hvað sem læknavísindin hamast. Við verðum að leggja okkar skerf til að bæta ástandið eitthvað. Útilokuð er nokkur von með frið í veröldinni á meðan auði veraldar- innar er svona misskipt, eins og raunveruleikinn ber með sér. Stríðs- valdinn verður að f jarlægja. Velsældarklúbburinn ínorðrinu I heimi þar sem 20% mannkynsins eyða yfir .80% alls afraksturs jaröarinnar og hin 80% mannanna (pakkið í þriðja heiminum) verða að láta sér nægja 20% afrakstursins er útilokað að friðvænlega geti horft. Og mestur hluti þessarar misskipt- ingar er í skjóli hervalds velsældar- klúbbsins hér í norðrinu eins og fólk fyrir sunnan er farið að kalla okkur. — Enda birtist misskiptingin hvergi skýrara og öfgafyllra en í þessum sturlaða fjáraustri í stríðsvélar af öllu tagi, meðal annarrai í þær er gista á Miðnesheiðinni íslensku, til frambúðar að því er virðist, því mið- ur. íslenska f riðarstef nu, en ekki árásarstefnu! Þess vegna á íslenska þjóðin að gera skilyrðislausa kröfu til stjórn- valda sinna um islenska friðar- og hlutleysisstefnu i stað árásarstefnu, er hér hefur verið rekin allar götur frá árinu 1949 þegar Island gekkst undir hervald eins sterkasta herveld- is sögunnar. — Undir svipað vald og fyrrum hlutlausa ríkið Afganistan undirgekkst á sínum tima og er að súpa seyðið svo smekklega af núna. Magnús H. Skarphéðinsson, A* „En það sem ég var samt mest w móðgaður yfir, var hvernig þessi utanríkisráðherra leyfði sér að vera að hvetja aðra til friðar og afvopnunar í heiminum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.