Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. Hvað segja f ramsóknarmenn um stjómarsamstarfið og kosningar? —segir Páll Pétursson bæri meir svip af stefnu Framsókn- arflokksins. - Telur þú liklegt að efnt verði til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur? „Nei, ég sé ekki fram ó það. Mér sýnist ráðherramir vera ánægðir á sínum póstum. Og það það er mikil- vægt að þeir séu það,“ sagði Páll Pétursson. Stjórnin heldur áf ram þrátt fyrir mistök — segirUnnur Stefánsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna „Ég tel að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins hafi gert hver mistökin á fætur öðrum að undanfömu. Nýj- asta dæmið er kökuskatturinn hjá Þorsteini Pálssyni fjármálaráð- herra, sem virðist hafa verið óund- irbúið mál þegar því var slengt fram. Hitt dæmið er ákvörðun Sverris Hermannssonar mennta- málaráðherra að víkja frcim- kvæmdastjóra Lánasjóðsins úr starfi. Enda þótt ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins geri hver mistökin af öðrum þá tel ég að reynt verði að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram,“ sagði Unnur Stefánsdóttir, formaður Landssambands fram- sóknarkvenna, í viðtali við DV. „En ef ekki tekst að halda verð- bólgunni í skefjum þetta ár eins og ríkisstjómin hefur sett að mark- miði þó álít ég að framsóknarmenn eigi að ganga úr ríkisstjóminni," sagði Unnur. - APH Sé ekki kosningar fyrír á næstunni” „Ég tel afar ósennilegt að þetta mál eigi eftir að hafa áhrif á stjórn- arsamstarfið. Ég vil ekki leggja dóm á það hvort Sverrir hafi gert rétt þegar hann vék framkvæmda- stjóra Lánasjóðsins úr starfi. Ég vil heldur ekki sló því föstu að hann hafi farið rangt að. Hvað varðar Lánasjóðinn held ég að hann gegni mikilvægu hlut- verki. Fjárfesting í menntun er afar skynsamleg. Það verður að tryggja jafnrétti til lána og efnahagur hvers og eins má ekki ráða því hvoit menn geti farið til mennta. Til þessa sjóðs er varið mörgum milljónum og það er mikilvægt að stjórna þessum peningum skyn- samlega. Þeir eiga að fara til menntunar en ekki í yfirvinnu starfsmanna sjóðsins," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í viðtali við DV. „Hins vegar hefur hrifningin með stjórnarsamstarfið meðal fram- sóknarmanna ekki verið mikil allt kjörtímabilið. Við fórum út í þetta fullir ábyrgðar. Á sínum tíma var ekki annar kostur fyrir hendi en að fara i samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn ellegar að hleypa þjóðinni út í mikinn voða. í byrjun var gert mikið átak. Síðan hafa frjáls- hyggjuöflin innan Sjálfstæðis- ílokksins látið bæra mikið ó sér, sem hefur ekki leitt til góðs. Hins vegar er margt sem hefur tekist vel. Okkur framsóknarmönnum líkar misvel við einstök verk ráðherra Sjálfstæðisflokksins og einnig gerðir ríkisstjómarinnar. Ég gæti vel hugsað mér að ríkisstjórnin „Taugatitr- ingurinn stormur í vatnsglasi” — segirAlfreð Þorsteinsson, formaður Framsoknarfélags Reykjavíkur „Mér finnst þessi taugatitringur, sem kominn er um stjórnarsam- starfið, minna á storm í vatnsglasi. Ég held að þetta tal sé runnið undan rifjum varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, Friðriks Sophus- sonar, sem gjarnan vill ráðherra- stóf eins og formaðurinn. Ég tel að brottvikning fram- kvæmdastjóra Lánasjóðsins geti ekki valdið stjómarsfitum. Aðferð menntamálaráðherra er vissulega undarleg. Hins vegar eru flestir sammála um að það verði að endur- skoða lánakerfið. AUur taugatitr* ingur vegna þessa máls er því að mínu mati óþarfur," sagði Alfreð Þorsteinsson, formaður Framsókn- arfélags Reykjavíkur, er bornar voru undir hann getgátur um kosn- ingar og erfiðleika í stjórnarsam- starfinu. „Mér sýnist að ráðherrarnir séu ánægðir á sínum póstum,“ segir Páll Pétursson. „En það eru vissulega blikur ó lofti þessa stundina. Fram undan eru kjarasamningar og ríkisstjórn- inni mikill vandi á höndum. Laun- þegar hafa orðið fyrir kjaraskerð- ingu. Hins vegar standa fyrirtæki illa og ekki í stakk búin til að hækka laun. Þetta á sér stað á sama tíma og flest ytri skilyrði em hagstæð. Þennan vanda má rekja að stórum hluta til þeirrar vaxta- stefnu sem hefur verið fylgt, brjál- æðislegri fjárfestingu í orkumálum og einnig í verslunarhöllum á höf- uðborgarsvæðinu. Ég vil benda ó að þingmenn og ráðherrar eru kosnir til að stjórna en ekki til að láta stjórna sér. Það virðist gleymast stundum. Nú virð- ist vera rikjandi að fylgja bara þessari frjálshyggju þar sem allt lej;fist. Ég sé ekki að blikur séu á lofti næstu mánuði, sem benda til þess að þessi stjórn fari frá. Ég veit heldur ekki um nein öfl innan Framsóknarflokksins sem vinna markvisst að því að slíta þessu stjórnarsamstarfi," sagði Alfreð. APH I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Hvenær má reka mann? Hvenær má reka mann og hvenær má ekki reka mann? Þetta er hin stórpólitíska spurn- ing dagsins og er það miður að þingið skuli sitja í jólaleyfi þegar slík stórmál eru á ferðinni. Þeir hefðu svo sannarlega getað velt sér upp úr þessu, þingmennirn- ir, og náð sér á strik í þjóðmála- baráttunni ef þeir væru ekki fjarri góðu gamni. Sverrir Hermannsson vill meina að honum sé heimilt að reka mann. Framsóknarmenn halda því aftur á móti fram að ekki megi reka mann. Sverrir segist fara að lögum. Steingrím- ur segir að hann fari ekki að lögum. Stjórnarandstaðan hef- ur enn ekki verið spurð álits sem betur fer því hún hefur áreiðanlega hugsað sér að biða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort reka megi menn eða ekki og taka þá hinn pólinn í hæðina. Eins og Dagfari hefur skýrt frá áður hefur menntamálaráð- herra rekið mann fyrir að standa sig ekki í vinnunni. Út af þessum brottrekstri stefnir í heljarmikið fjaðrafok sem er skiljanlegt. Það þykir næsta óþekkt hér á landi að menn séu reknir, hvað þá að þeir séu reknir fyrir að standa sig ekki. Þannig er nefnilega með lands- lögin að þar segir ekkert um það hvort fólk hafi þá skyldu að standa sig í þeirri vinnu sem það tekur að sér. Hins vegar er að finna í lögum margvísleg ákvæði um haldbærar og lög- mætar ástæður fyrir því að reka megi menn úr vinnu fyrir ýmis- legt annað. Þannig má veita lausn frá starfi mönnum sem sýna óstundvísi, vanrækslu -eða óhlýðni við löglegt boð yfir- manns, einnig þeim sem er öl- vaður í starfi eða ef athafnir eða framkoma þykir að öðru leyti ósæmileg, óhæfileg eða ósamrý- manleg. Ekkert af þessu hefur verið nefnt sem brottrekstrarsök af hálfu menntamálaráðherra, enda alls ekki hægt að skilja ummæli hans öðruvísi en að ráðherrann vilji einfaldlega ráða mann í stað annars sem ekki hefur staðið sig. En lögin segja ekkert til um það. Það má reka morgunsvæfa og óstundvísa. Það máreka drykk- fellda og þrasgjarna. Það má reka dóna og dusilmenni. En ef starfsmaður mætir til vinnu á réttum tíma, heldur sér alls- gáðum og hefur rænu á að þegja þegar á hann er yrt er hann verndaður af lögunum í bak og fyrir þótt hann geri aldrei hand- tak af viti. Ekki er ofmælt að halda því fram að þetta lagaá- kvæði hafi reynst styrkasta stoð opinberra starfsmanna í gegn- um tíðina, enda alla tíð verið eftirsóttast hér á landi að kom- ast í opinbert starf. Hin pólitiska deila stendur sem sagt um það hvort og hven- ær megi reka mann og hvenær ekki megi reka mann. Fram- sóknarflokkurinn hefur mark- að sér skýra stöðu. Hann vill ekki að menn séu reknir þegar þeir standa sig ekki. Ingvar Gíslason telur það jafnvel ómannúðlegt. en Ingvar er, eins og allir vita, talsmaður mann- úðarinnar í pólitíkinni. Bæði forsætisráðherra og Ingvar hafa hótað því að gera rekistefnu út af þessu mannúðarmáli þegar þing kemur saman. Sverrir get- ur því búist við nokkurri orra- hríð þegar hann má vera að því að koma til landsins aftur og svara til saka fyrir að reka mann af þeirri ómannúðlegu ástæðu að maðurinn hafi ekki staðið sig í vinnunni. Því er jafnvel spáð að stjómar- samstarfið sé í hættu vegna þessa hitamáls, sem von er. Pólitíkin gengur út á það hvort menn standi sig eða standi sig ekki. Ef það verður viðtekin og viðurkennd stefna að hægt sé að reka menn sem ekki standa sig eru allir pólitíkusar í hættu. Þeirrihættu verður að afstýra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.