Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 26
□□□□□□□□□□□□□□□□□ 26 DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. Andlát Ragnheiður Aradóttir lést 1. jan- úar sl. Hún fæddist 22. maí 1907 á Einarsstöðum í Stöðvarfirði. For- eldrar hennar voru Ari Stefánsson og Marta Jónsdóttir. Ragnheiður giftist Ólafi Sigurþórssyni en hann lést fyrir 12 árum. Þau hjónin eign- uðust einn son. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Kristrún Kristófersdóttir lést 31. desember sl. Hún fæddist 17. sept- ember 1920 í Fremri-Hvestu við Arnarfjörð. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Halldóra Gestsdóttir og Kristófer Kristófersson. Kristrún var tvígift. Fyrri mann sinn, Elías Jóns- son, missti hún eftir skamma sam- búð. Þau eignuðust þrjú börn sem öll eru látin. Seinni maður hennar er Kristján Þ. Ólafsson en þeirra börn eru tvö. Útför Kristrúnar verð- ur gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. DAGVIST BARNA Á EINKAHEIMILUM I janúar- og febrúarmánuöi verður tekið við um- sóknum um leyfi til að taka börn í dagvist á einka- heimilum. Þeir sem hafa hug á að sinna þeim störf- um vinsamlegast hafi samband sem fyrst, þar sem skortur er á slíkri þjónustu. Upplýsingar gefnar hjá umsjónarfóstrum að Njálsgötu 9, símar 22360 og 21596. Skemma óskast til leigu eða annað húsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir bílageymslu Fornbílaklúbbs íslands. Upplýsingará kvöldin: Hinrik 37680, Rudolf 40015, Arngrímur 77010. AÐALFUNDUR frjálsíþróttadeildar KR verður haldinn í KR-heimii- inu sunnudaginn 12.janúarkl. 5. Allir félagar mæti. Stjórnin. Z7 ! -------- ^ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □□□□□□□□ □ □ □ □ Blaðbera vantar AKUREYRI Blaðberi óskast í innbæ. Upplýsingar á afgreiðslu DV, simi 96-25013. Frjálst.óháÖ dagblaö i i TIL SÖLU Lancia A 112, árg. 1983, ekinn 24.000 km, gulifalleg- ur, framdrifinn smábíll, rauður. Verð kr. 220.000,- BILATORG NÓATÚN 2 - SÍMI621033 Sigríður Tómasdóttir lést 28. des- ember sl. Hún fæddíst 23. apríl 1915 að Tungukoti í Fróðárhreppi. For- eldrar hennar voru hjónin Ragn- heiður Ámadóttir og Tómas Sigurðs- son. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Jón Agnarsson. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Sigríðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15. Bjarnhéðinn Þorsteinsson bifreið- arstjóri, Hólavangi 26 Hellu, er lést hinn 31. desember sl., verður jarð- sunginn frá Oddakirkju laugardag- inn 11. janúarkl. 15. muum REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: vjÐlGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPN AFJÖRÐU R: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN H0RNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent Anna B. Hafþórsdóttir verður jarðsungin föstudaginn 10. janúar frá Hallgrímskirkju Hávarður Friðriksson, fyrrum bóndi við Djúp, sem lést þann 31. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 10. janúar kl. 15. Helga E. Kaaber hjúkrunarkona verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Guðný Guðmundsdóttir frá Minna-Núpi, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Helgi H. Hjartarson, Sunnubraut 1, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavikurkirkju föstudaginn 10. janúarkl. 14. Hrafn Marinósson lögregluvarð- stjóri, Miklubraut 68, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 10. janúar kl. 16.30. Hulda Olgeirsson, Blönduhlíð 17, andaðist í Borgarspítalanum 28. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram. Kjartan Sigurðsson fyrrverandi verkstjóri, Löngumýri 5 Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Ólöf Jónsdóttir frá Kirkjubæ verð- ur jarðsungin frá Isafjarðarkirkju föstudaginn 10. janúarkl. 14. Vilmundur Ingimarsson hafnar- vörður, Arnarhrauni 9 Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkur- kirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14. 75 ára verður á morgun, 10. janúar, Baldvin Jónsson hæstaréttarlög- maður, Sunnuvegi 3 hér í borg. Hann og kona hans Emilía Samúelsdóttir ætla að taka á móti gestum i Átt- hagasal hótel Sögu á afmælisdaginn milli kl. 16 og 19. Fundir JC Árbær mun halda opinn kynningarfund um JC hreyfinguna og félagið 1 Litlu Brekku, húsi Sveins bakara, Banka- stræti, efri hæð, í kvöld kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarfélag Ásprestakalls Félagsfundur verður haldinn í fé- lagsheimili kirkjunnar mánudaginn 13. janúar kl. 20.30. 1. Almenn fund- arstörf. 2. Guðrún Ásmundsdóttir kynnir leikhús kirkjunnar. 3. Önnur mál. 4. Kaffiveitingar. Allir velkomn- ir. Kvenfélag Kópavogs heldur hátíðarfund sinn fimmtudag- inn 16. janúar kl. 20.30 í félagsheimil- inu. Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku í símum 41566,40431 eða 43619. Spilakvöld Breiðfirðingafélagið Spila- og skemmtikvöld verður laug- ardaginn 11. janúar kl. 20.30 í Domus Medica. Ymislegt Tónleikar á Café Gesti Málverkaprúttmarkaður Ólafs Eng- ilberts efnir í kvöld kl. 21 til tónleika á Café Gesti að Laugavegi 28. Jói á hakanum mun koma fram. Ýmsir gestir og gangandi munu kæla niður. Nú eru síðustu forvöð að prútta - markaðnum verður lokað föstudag- inn 10. janúar. Jólaheimsóknir Sinfóníuhljóm- sveitar íslands Dagana 16.-19. desember heimsóttu hópar hljóðfæraleikara úr Sinfóníu-. hljómsveit íslands 16 sjúkrahús og dvalarheimili í Reykjavík og ná- grenni. Hljómsveitinni var skipt niður í fjóra hópa, tvær strengja- sveitir, tréblásarasveit og málmblás- arasveit. Einn úr hverjum hópi tók að sér að kynna tónlistina, fiðluleik- ararnir Guðný Guðmundsdóttir og Katrín Árnadóttir og Einar Jóhann- esson klarinettleikari og Oddur Björnsson básúnuleikari. Leikin voru barokk- og klassísk kammer- verk. I lok hverrar heimsóknar voru leiknir jólasálmar og jólalög þar sem gestirnir tóku undir. Hof sektað vegna sölu- skattssvika Fyrrum framkvæmdastjóri versl- unarinnar Hof við Ingólfsstræti hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, og gert að greiða kr. 100 þús. í sekt og fyrirtækið að auki dæmt í 500 þús. kr. sekt. Dómurinn var upp kveðinn vegna undanskots á söluskatti og brots á bókhaldslögum á ár- unum 1979 til 1983. Þá gerði ákæruvaldið kröfur til að eig- andinn yrði sviptur verslunar- leyfi en sú krafa náði ekki fram að ganga. - SOS Óvírætt að stjórn LÍN ber ábyrgðina - segja tveir stjórnarmenn Það er ótvírætt að það er stjórn Lánasjóðsins en ekki framkvæmda- stjórinn sem ber ábyrgð á fjármálum og íjárhagsáætlunum LÍN. Svo segir í yfirlýsingu frá tveimur stjórnar- mönnum LÍN, dr. Ragnari Árnasyni aðalfulltrúa og Einari Val Ingi- mundarsyni varafulltrúa. Þeir benda á 5. og 9. grein í lögum sjóðsins frá 1982 máli sínu til stuðn- ings. Þeir telja að meint vanræksla í áætlanagerð LÍN sé á ábyrgð stjórn- arinnar. -Okkur er ókunnugt um nokkuð það sem réttlætt getur brottvikningu framkvæmdastjórans úr starfi, segja þessir stjórnarmenn. -Við höfum á hinn bóginn mikla fyrirvara vegna þáttar meirihluta stjórnar LÍN, ekki síst starfandi formanns -hennar, í þessu máli. Munum við taka þá hlið málsins upp á viðeigandi vettvangi, segja þeir orðrétt í yfirlýsingu sinni. - ÞG Stjórn BÍSN: Pólitískt yfirbragð Stjórn Bandalags íslenskra sér- skólanema ályktar að ráðherra geti ekki áfellst starfsmenn og fram- kvæmdastjóra LÍN fyrir það sem kveðið er á um í lögum og reglugerð- um um námslán og námsstyrki sem þingmenn og stjórn LÍN ákvarða og er staðfest af ráðherra. í bréfi, sem borist hefur frá aðal- stjórn BÍSN, kemur þetta fram. Þar er einnig sagt að eðlilegra sé að áfellast stjórn LÍN frekar en fram- kvæmdastjórann. „Stjórn BÍSN telur að á bak við uppstokkanir þær sem ráðherra er að opinbera liggi pólitískt yfirvarp og sé hin raunverulega ástæða ekki mistök einstakra manna eða mis- notkun á almannafé heldur sé verið að knýja fram skoðanir eins ílokks í lánamálum," segir einnig í bréfinu. Stjómin lýsir yfir fullu trausti við fyrrverandi framkvæmdastjóra LlN sem nýlega var vikið frá störfum. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.