Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. 13 Er stjórnarskráin tóm tjara? Það er skelfilegt til þess að vita að eitthvað í kringum þrjú hundruð íslendingar skuli deyja árlega löngu fyrir aldur fram vegna þess að þeir reyktu. Fólk hreinlega styttir sér aldur. Reykingar valda krabbameini, hjartasjúkdómum, asma og ótal öðrum sjúkdómum. Það er engin furða að ótímabær dauðsföll og sjúkdómar af völdum reykinga fái menn til að hugsa - og til að gera eitthvað í málinu. Snúist til varnar Ýmislegt er gert til að fá fólk til að draga úr reykingum og helst hætta. Aróður er talsverður. Læknar gefa út viðvaranir. Krabbameinsfélagið upplýsir um ástandið. Aðvaranir eru prentaðar á sígarettupakka. Og það er bann- að að auglýsa tóbak, enda ekki talið verjandi að leyfa framleiðend- um þess að halda þessari heilsu- spillandi vöru að fólki. Þar er höfundur þessara orða kominn að máli sem talsvert hefur verið til umfjöllunar í fiölmiðlum að undanförnu. Tóbakið í Samúel Tímaritið Samúel hefur af heil- brigðisráðuneyti, Hollustuvernd ríkisins, Tóbaksvarnarnefnd og Heilbrigðiseftirliti verið sakað um birtingu tóbaksauglýsingar. Um allt land, nema í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, hefur sala Samúels verið stöðvuð. í Samúel birtist frásögn af nýjum þýskum sígarettutegundum á markaðnum, litmyndir af þeim og einnig umfjöllun um samkeppni innflytjenda sem keppast við að bjóða ódýrar sígarettur. Það er í anda tóbaksvarnarlag- anna að tekið sé hart á slíkri umfiöllun. Hvað segir stjórnarskráin? En aðgerðir hinna opinberu aðila gegn Samúel eru ekki í anda stjórn- arskrárinnar. Það að stöðva sölu blaða án dóms, eða að um stórkost- lega almannahagsmuni sé að ræða, stríðir gegn þeirri grein stjórnar- skrárinnar sem tryggir prentfrelsi. í 72. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Þótt allir Islend- ingar nema einn fylgi ákveðnu vinsælu máli þá hefur þessi eini fullan rétt til að hafa aðra og óvin- sæla skoðun án þess að vera ofsótt- ur. Þess vegna verður löggjafinn að fara ákaflega varlega í lagasetn- ingu sem á einhvern hátt þrengir að skoðanafrelsinu. Aðgerðirnar lögleysa Þegar Alþingi setur lög sem banna „hvers konar tilkynningar til almennings" um ákveðin mál- efni þá er það ekki bara að hætta sér út á hálan ís heldur beinlínis að setja lög sem standast ekki gagnvart stjórnarskránni. Þannig eru tóbaksvarnarlögin sem tóku gildi 1. janúar 1985. Þau banna í fyrsta lagi allar beinar og óbeinar auglýsingar á tóbaki og segja síðan að nánar til tekið séu auglýsingar hvers konar tilkynn- ingar til almennings. Lögin teygja sig of langt þegar þau skilgreina hvað sé auglýsing. Með þeirri skilgreiningu brjóta stjórnvöld gegn stjórnarskránni. Þessi lög gefa hættulegt fordæmi. Það er hrein lögleysa að banna fiölmiðlum „hvers konar tilkynn- ingar“ um ákveðið málefni, jafnvel þótt málefnið sé óvinsælt. Allar ritskoðunaraðgerðir, sem byggja á slíku lagabanni, eru þannig lög- leysa. Fordæmið er hættulegt vegna þess að þá er Alþingi í lófa lagið að banna „hvers konar tilkynning- ar“ um önnur „óvinsæl" málefni. Stjórnarskráin kveður svona skýrt á um prentfrelsi til að koma i veg fyrir að stjórnvöld geri tilraun til að hefta skoðanafrelsi í þjóðfélag- Kiallarinn Ólafur Hauksson, ritstjóri og útgefandi hjá SAM-útgáfunni inu. Þau eru jú undirstaða lýðræð- isins. Heiibrigðiseftirlitið Það er ákaflega hæpin ráðstöfun að fá heilbrigðiseftirliti það vald í hendur að stöðva dreifingu fjölmið- ils ef því þykir umfjöllun hans brjóta gegn tóbaksvarnarlögum. Það er móðgun við prentfrelsið. Enn alvarlegra er það að hvaða heilbrigðisnefnd sem er á landinu getur tekið sér þetta stöðvunarvald í hendur. Sú nefnd hefur í hendi sér að ákveða hvað hún telur vera „hvers konar tilkynningu til al- mennings". Og aumingja heilbrigðisnefnd- irnar og eftirlitsmenn þeirra á hverjum stað bera alla ábyrgðina, jafnvel þó öll fyrirmæli til þeirra komi að ofan, frá heilbrigðisráðu- neyti og Hollustuvernd, Grundvallarskilyrði fyrir stöðv- un dreifmgar á fjölmiðli án dóms er sú að tiltekið efni hans skerði brýna hagsmuni, að mati stjórn- valda. Því skilyrði var ekki fyrir að fara nú. Heilbrigðiseftirlitið fór offari í aðgerðum sínum. Til hvers tóbaksumfjöllun? Reykingar eru löglegar á íslandi. Ríkið selur landsmönnum tóbak. 1 verslunum er mikið úrval af tóbaki. Innflytjendur keppast um að koma að nýjum og ódýrum tegundum. Neytendur tóbaks eru fiölmargir, þótt þeim fari sem betur fe'r fækk- andi. En til hvers að hafa úrval tóbakstegunda ef neytendur mega ekki vita af þeim? Hvers vegna má fiölmiðill ekki upplýsa um nýjar tegundir og hvað sígaretturnar kosta? Reykingamenn eru neyt- endur eins og aðrir. Viðbrögðin gegn tóbaksfrásögn Samúels eru full af hræsni. Það er gefið í skyn að tóbaksfréttir (eða hvers konar tilkynningar eða aug- lýsingar) ráði þvi hvort fólk reykir eða ekki. Samt var það svo að eftir að tóbaksauglýsingar voru bann- aðar hér á landi árið 1971 þá varð stöðug aukning á reykingum ár frá ári, allt þar til í fyrra. Þá minnkaði salan um 20 tonn. Tuttugu tonn samsvara neyslu 2.730 reykinga- manna á ári ef þeir reykja pakka ádag. Auglýsingabann dregur ekki úr reykingum. Það sem dregur úr reykingum er fyrst og fremst áróð- ur gegn þeim og heilbrigð umræða. Samúel tekur þátt í þeirri umræðu, á sinn hátt. Samúel hefur margoft áður bent í greinum á skaðsemi reykinga. En Samúel hefur líka rétt til að birta fregnir af hinni hlið málanna - jafnvel þó hún sé óvinsæl. Olafur Hauksson a „Fordæmið er hættulegt vegna þess ™ að þá er Alþingi í lófa lagið að banna „hvers konar tilkynningar“ um' önnur „óvinsæl“ málefni.“ „Það að stöðva sölu blaðs án dóms, eða að um stórkostlega almannahagsmuni sé að ræða, stríðir gegn þeirri grein stjórnarskrárinnar sem tryggir prentfrelsi.“ Fyrir Akureyri „Og enn er það spurningin hvort Akureyringar vilja komast á landakort þeirra sem vilja gera stóra hluti og borga fyrir það.“ a „Að íhuguðu máli var hugmynd ™ Bandaríkjamannanna sú að Akureyri gæti auðveldlega orðið meiriháttar skíða- staður jafnt vetur sem sumar.“ Fyrir sautján árum var ég feng- inn til þess með fleirum að endur- reisa Ferðamálafélag Akureyrar. Það var skemmtilegt viðfangsefni og ýmsu var sinnt. Þá höfðum við áhyggjur af því að útlendingar og allt eins Islend- ingar utan af landi, séð frá Akur- eyri, vissu ekki nóg af bænum og notuðu hann í besta lagi sem tylli- tá á leiðinni annað. Viðfangsefnið var að breyta þess- ari mynd. Okkur varð fljótt ljóst að með smávægilegum breytingum á ferðaáætlunum skrifstofa og flug- félaga mætti hemja ferðalanga ögn lengur í bænum en áður til þess að njóta Akureyrar og Eyjafiarðar betur og til þess að Akureyringar nytu einhvers arðs af ferðaþjón- ustu, svo um munaði. Einhverju varðáorkaðíbili. Samtímis blasti við að Akur- eyringar yrðu að skapa ferðaþjón- ustu í bænum tiltekin framtíðar- hlutverk. Hér hirði ég ekki um að nefna fleiri en eitt. Og enn er það í gildi, í mínum huga eins og óhreyfð gullnáma. Fjallog jökull Á þessu ári, sem ég gegndi for- mennsku í endurreistu Ferðamála- félagi Akureyrar, fengum við með- al annars heimsókn fólks sem kalla má með réttu sérfræðinga í upp- byggingu og rekstri skíðafialla. Þetta gerðist í samvinnu við Loft- leiðir sem þá voru enn til. Fólkið kom frá Bandaríkjunum. Einn var i vetrarólympíunefnd Bandaríkjanna., Einn var eigandi þekktra skíðasvæða. Og kona hans var þekktur greinahöfundur í Bandaríkjunum og fiallaði um tómstundamál. Við huðum þeim að sjálfsögðu i Hliðarfjall en einnig í flugferð um nágrannahéruð. Fólkið lenti í þoku í Hlíðarfialli en björtu annars. Dómar þessa fólks voru merkileg- ir og eru enn í fullu gildi. Að íhug- uðu máli, eftir þessa heimsókn, spurði skiðafiallaeigandinn hvort hann gæti fengið Hlíðarfiall og Vindheimajökul á leigu og byggt hótel í miðbæ Akureyrar. Heima- mönnum óx þessi ósk í augum. Greinar i bandarískum blöðum um þetta fyrirbæri, Akureyri og nágrenni, hleyptu af stað nokkru bréfaflóði til okkar og Ferðaskrii- stofu Akureyrar. Annað varð ekki að veruleika. Hugmyndin Þessir bandarísku gestir okkar hræddust ekki þokuna í Hlíðar- fialli. Þeir dásömuðu víðáttuna og skógleysið á skíðasvæðinu, tengsl- in við náttúruna í kringum Akur- eyri, Eyjafiörð, Mývatnssveit og margt annað sem tengdi sumar og vetur. Þeir sögðu að með því að ná til Vindheimajökuls á sumrin til skíðaiðkunar væri Akureyri rakin paradís þeirra mýmörgu Bandaríkjamanna sem vilja njóta áður óþekktra lystisemda, nærri því hvað sem það kostar. Og hvað er meira en að komast á þennan stað, jafnvel norður að eða norður fyrir heimskautsbaug - snögga ferð til Grímseyjar? H vað vantaði þá og hvað vantar? Að íhuguðu máli var hugmynd Bandaríkjamannanna sú að Akur- eyri gæti auðveldlega orðið meiri- háttar skíðastaður jafnt vetur sem sumar. Akureyri gæti orðið al- þjóðleg tómstundaborg skíða- manna og náttúruunnenda. Kjallarinn HERBERT GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR En til þess að gera bæinn að skíðamiðstöð og miðstöð náttúru- undra, sjaldgæfra eða einstakra náttúruundra, þyrfti umfram allt annað að byggja stórt og fullkomið hótel í hjarta bæjarins, fullkomnar skíðalyftur uppi í Hlíðarfialli og Vindheimajökli og teinabraut milli miðbæjarins og skíðastaðanna. Þetta var málið og þetta er málið. Og enn er það spurningin hvort Akureyringar vilja komast á landakort þeirra sem vilja gera stóra hluti og borga fyrir það. Hvort þeir vilja efna til samstarfs og átaka og græða á þvf að eiga slíka möguleika sem nú eru nánast ekkert annað en landslag við norð- urheimskautsbaug. Herbert Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.