Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd Kófdrukknum konsúl rænt ★★ The Honorary Consui Byggd á sögu Graham Greene Leikstjóri: John Mackenzie Aóalhlutverk: Michaei Caine, Richard Gere Heiðurkonsúllinn var sýndur í Bíóhöllinni fyrir tveim þrem árum. Ég sá myndina þá og lét mér fátt um fínnast. Nú, að þessum tíma liðnum, er skoðun mín óbreytt. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Graham Greene og segir frá lækninum Eduardo Plarr (Gere) í Argentínu. Hann lendir í týgjum við stúlku nokkra sem ekki er í frásögur færandi nema af því að sú er gift konsúl Breta á staðnum, Charley Fortnum (Caine). Fortnum þessi er örlagabytta og er svo óheppinn að vera rænt í misgripum af uppreisnarvinum læknisins. Plottið er í þessu tilviki leyst með dramatísku atriði þar sem frelsis- hetjurnar eru skotnar í vígi sínu. Það sem helst vefst fyrir Mackenzie leikstjóra er hvar samúð áhorf- andans á að lendá. Á maður að halda með ólánsama konsúlnum eða málstað uppreisnarmannanna? Og hvert er ádeilunni beint? Á framhjáhald eða einræðisstjórnir? Spyr sá sem ekki veit. Þetta er svona mynd sem fer eiginlega fyrir ofan garð og neðan hjá manni. Þrátt fyrir viðleitni ná leikararnir ekki að rífa neitt upp. Gere er hallærislegur í hlutverki læknisins og gleymir að hann er að leika innfæddan Argentínu- mann. Talar enskuna lýtalaust og með amerískum hreim. Caine er, eins og við var að búast, hæfilega sjúskaður í hlut- verki fyllibyttunnar Fortnum. Hann leikur konsúlinn af stakri kunnáttusemi enda vanur svona rullum. Að lokum má kannski geta Bob Hoskins sem fer með hlutverk herforingja í argentínska hernum. Rulla hans býður ekki upp á mikil tilþrif og hann virðist sæll með það. Gott ef einhver er ánægður. -ÞJV Ekki eign kvikmyndahúsanna í Hafnarfirði or myndbanda- leiga sem fengið hefui- nýtt nafn. Áöur het þessi leiga Myndbanda- leiga kvikmyndahúsanna þó að í raun væri hún ekki þeirra eign. Eigandi frá upphafi hefur verið Reynir Kristjánsson. Hann breytti á dögunum nafninu í Fjarðarvídeó og eftir sem áður er leigan til húsa í Dalshrauninu. -ÞJV Ekkjurnar enn á ferð ★ Ekki er óalgengt að framhalds- þættir, sem sýndir hafa verið í sjón- varpi, séu settir yfir á myndbönd. Má í þessu tilefni nefna The Pro- fessionals og Widows. Þættirnir um ekkjurnar komu á markað fyrir rúmu ári og nú er komið framhald þeirra, Widows 2. í hluta eitt rændu ekkjurnar peningabíl, en eins og sumir vita hlupu þær í skarðið við ránið fyrir eiginmenn sína sem voru myrtir. Að ráninu loknu drifu þæi' sig til Rio í Brasilíu. í öðrum hluta ætla þær sem sagt að fara að njóta lífs- ins. En þá kemur babb í bátinn og ekkjunum fræknu er nauðugur einn kostur að verja hendur sínar. í rauninni er fátt eitt um þetta segja. Þetta er allt afskaplega þreytulegt, hvort sem litið er á handrit, leik eða leikstjórn. Sumar þáttaraðir, sem ég hef barið augum, hafa verið langdregnar en þetta slær líklega allt út. Mér dauð- leiddist yfir þessu. Eitthvað hefur Tjallinn því mis- reiknað formúluna að þessu sinni. Hafi Widows eitt þótt vel heppnað- ir þættir er öruggt að þetta er síð- asta framhaldið. Maður ætti samt að spara fullyrðingarnar i þessu sambandi, Bretar hafa alveg sér- stakan smekk í svona málum. -LH Hættu nú, Harris! Game for Vultures Leikstjóri: James Fargo Aðalhlutverk: Richard Harris, Joan Coilins, Ray Milland Timi: 101 min. Richard Harris er ákveðið leiðin- legasti leikari sem ég sé (meira að segja Stallone og Bronson eru skárri). Andúð mín á manninum heid ég að stafi af því hversu einhæf hlut- verk hann tekur sér fyrir hendur. Heimspekilegir snillingar eru hans sérgrein og án allrar miskunnar við áhorfandann heidur hann ein- ræður um heimspekileg efni. Mað- ur grípur bara um höfuðið í ör- væntingu þegar hann byrjar. I þessari mynd leikur Harris vopnasala frá Ródesíu, David Swansy að nafni. Ríkisstjórnin er að berjast við svertingja í fjöllun- um og þarf þyrlur til að geta ráðið niðuriögum þeirra. Swansy á að útvega þær. Jafnframt kynnumst við einum af foringjum svertingj- anna og fylgjumst með frelsisbar- átt,u hans. Líka er sagt frá bróður Swansy, konunni hans og bróður hennar. Denholm Elliot hefur svo verið gabbaður til að leika einhvers konar rannsóknarblaðamann. Það eru sem sagt margar persón- ur leiddar fram á sjónarsviðið og það hefur einn ákafiega stóran kost í för með sér. Maður þarf þá ekki að horfa á Harris á meðan. Hann kemur nefnilega ekki svo ýkja mikið við sögu. Áhorfandan- um er dröslað um allar jarðir þang- að til hann er gjörsamlega búinn að missa áhugann á efninu. Þá er skellt inn í hressilegu bardagaat- riði í lokin og Harris og svertingja- foringinn verða sammála um að þetta sé eftir allt saman vonlaust stríð. Finnst þér þetta ruglingslegt? Þá ættirðu bara að sjá myndina. Ein allsherjar ringulreið og Harris hæstánægður með sjálfan sig og hefur Joan Collins undir arminn. Þar leiðir haltur blindan. -ÞJV Læknirinn Eduardo (Richard Gere) er svo sannarlega með hjartað á réttum stað. Deyfðí sprengjuveislunni ★★^ Dr. Fischer of Geneva Byggð á skáldsögu Graham Greene Leikstjóri: Michael Lindsay-Hogg Aðalhlutverk: James Mason, Alan Bates, Greta Scacchi Tími: 97 mín. Það er ekki heiglum hent að gera myndir eftir skáldsögum Graham Greene. Það hafa margir fengið að reyna. Hér ræðst M. Lindsay Hogg til atlögu við Sprengjuveisluna með handrit Richard Broke sér til full- tingis. Útkoman verður að teljast viðunandi en ekki meira en það. Ekki tekst að skapa nægilega spennu í kringum aðalpersónuna, dr. Fischer, sem orsakar að loka- uppgjörið, sjálf sprengjuveislan, er eins og áttræðisafmæli. Kannski skiptir hér mestu að James karlinn Mason er of góðleg- ur í hlutverkið. Auglýst er að þetta hafi verið siðasta mynd hans (mig minnir reyndar að það sama hafi verið sagt um The Shooting Party, en hvað um það) og hér virðist karlinn orðinn frekar aðframkom- inn. Það sem líka er galli við myndina er hversu hlutverk Bates og Scacc- hi eru óljós. Bates tekst þó að klóra í bakkann og nær þvi sem hægt er út úr hlutverki tengdasonar Fisc- hers. Scacchi er aftur á móti ekki eins sjóuð og hefði þurft meiri stuðning. Útlitið hefur hún samt með sér og vakti fyrir það fyrst athygli í myndinni The Coca Cola Kid. En hún hefur vafalaust margt annað en fegurð til brunns að bera. Það verður spennandi að sjá hvort henni tekst að þroska sjálfa sig sem leikkonu en ekki kyntákn (Jessicu Lange tókst það allavega). Þrátt fyrir að hér hafi helstu gallar Sprengjuveislunnar verið tíndir til er þetta alls ekki slæm mynd. Hún er ágæt eins langt og hún nær en maður bjóst einfaldlega við meiru. Hafi þetta verið síðasta mynd Masons heitins þá kvaddi hann því miður ekki með neinum glæsibrag. -ÞJV James heitinn Mason leikur dr. Fischer í Sprengjuveislu Grahams Greene. V^I^N^S^Æ^L^D^A^L^I^S^T^A^R DV-LISTINN MYNDIR 1 (( 2) Ghostbusters 2(1) Beverly Hillscop 3(6) Into the night 4 (-) Amadeus 5 (—) Hratninnflýgur 6(3) Runaway 7 (—) Never ending story 8(8) Passage to India 9(5) The key to Rebecca 10 (4) Mickeand Maude DV—LISTINN ÞÆTTIR 1(1) Kaneand Able 2 (-) Til lífstíðar 3(3) Silent reach 4(2) Jamaica inn 5(4) 1915 6(6) Widows2 7(5) Mussolini and I 8(8) Powergame 9(7) Deceptions 10 (9) Mallense BANDARIKIN 1(1) Beverly hills cop 2(2) Ghostbusters 3(3) Gremlins 4' (4) Emerald forest 5(5) Brewsters million 6(6) Codeofsilence 7(7) Aviewtoakill 8 (-) Pale rider 9(9) Fletch 10 (10) Ladyhawke BRETLAND 1(3) Ghostbusters 2(1) Gremlins 3(2) Beverly hills cop 4(4) The last starfighter 5(5) The killing fields 6 (-) Neverendingstory 7(7) Cityheat 8(8) Starman 9 (10) Runaway 10 (9) Missing inaction Draugabanarnir náðu að skjót- ast upp fyrir Axel á DV-listan- um þessa viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.