Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 32
FR ETT ASKOTIÐ (68) ■ (78) ■ (58) Ritstjóm, auglýsingar, áskriftog dreifing, simi 27022 Hafir þú ábendingu' eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 17. JANUAR 1 986. 5 í 4 4 5 í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ( m* Fjárhags- áætlun Reykja- víkur borgar: Smyglmál á Djúpavogi HEIMSKERFI TIL HEIMANOTA LOKI Var einhver að tala um hækjulið í rikisstjórninni? SAMÞYKKT Mllll SVEFNS 0G VÖKU! — á maraþonf undi borgarstjórnar Grútsyfjaðir horgarfulltrúar sátu í alla nótt við að af'greiða fjár- hagsáœtlun Reykjavíkurborgar. Fundur borgarstjómar hóf’st klukkan 17 í gær og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. Vongóöir borgarfulltrúar bjuggust við að afgreiðslunni lyki laust fyiir há- degi. Þá hefur seta'þeirra staðið yfir í eina 19 klukkutíma. Samkvæmt fjárhagsáætluninni verða tekjur horgarinnar á næsta ári rúmir 4,2 milljarðar króna. Stærsti hluti teknanna kemur frá útsvari borgarbúa gða 46,21%, sem í krónum talið eru tæpir tveir millj- arðar. Aðstöðugjöld eru 19,29% eða 814 milljónir og fasteignagjöld 15,29% eða 645 milljónir. Þessir þrír liðir munu því afla borginni yfir 80% af tek j um næsta árs. Af útgjaldaliðum eru félagsmálin fjárfrekust. Til þeirra fara 26,92% af heildarútgjöldunum. Tii gatna- og holræsagerðar 15%, 11,33% til fræðslumálá og 23,68% til fjárfest- inga. Þessir liðir eru því um 75% af heildarútgj öldunum. Borgarstjórinn. Davíð Oddsson. sagðist vera ánægður með áætlun- ina. Hann sagði fjárhagsstöðu borgarinnar vera góða. Skulda- staðan hefði batnað og rckstur fyrirtækja borgarinnar stæði vol. Það kvað þó við nokkuð annan tón í málflutningi fulltrúa minni- iilutans. Þeir fluttu samanlagt 155 breytingartillögur. Allar þessar tillögur hafa líklega verið felldar af miskunnarlausum meirihlutan- um. Minnihlutinn gagnrýndi harð- lega fjárhagsáætlunina og stjórn meirihlutans á borgarmálum. Sig- urjón Pétursson. Alþýðubandalagi, sagði að fjármagnsgeta borgarsjóðs þrifist ó því að kaupmáttur launa hefði snarlækkað. Hann fullyrti að 2 af hverjum 3 krónum, sem varið væri til framkvæmda, væru afleið- ing kaupránsstefnu stjórnvalda. Ef kaupmátturinn hefði ekki minnkað hefðu útgjöld borgarinnar verið 466 milljónum hærri. Guðrún Jóns- dóttir, Kvennaframboði, sagði að kjör borgarbúa hefðu versnað í tíð þessarar stjórnar. Sem dæmi um það nefndi hún að verkakona hefði 1982 getað keypt 9,5 tonn af heitu vatni fyrir tímalaun sín. Nú gæti Miklar yfirheyrslur hafa staðið yfir að undanförnu á Eskifirði > egna smyglmáls sem kom upp á Djúpavogi. Margir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Grunur um smyglið vaknaði fyrir skömmu þegar mikið magn af' smygluðu áfengi var komið í uniferð á Djúpavogi. Vitað er að um 300 flöskur af smygluðu áfengi hafa verið seldar á Djúpavogi. Yfirheyrslur standa nú yfir því að málið getur verið um- fangsmeira. Áfengið barst með skipi til Djúpavogs. Þar sem skipið er nú á siglingu hefur ekki verið hægt að yfirheyra skipverja. Það verður gert um leið og skipíð kemur í höfn. -SOS Deiliskipulag Reyk javíkurf lugvallar samþykkt: Veröur þotuflug bannað í Reykjavík? Deiliskipulag Reykjavíkurflug- vallar var samþykkt í borgarstjórn í gær. Þar með er líklega lokið margra ára deilum um hvort flytja eigi flugvöllinn frá Reykjavík eða ekki. í kjölfar þessarar samþykktar verður flugvallarsvæðið skipulagt með það fyrir augum að völlurinn verði þarna til frambúðar. Þar or gert ráð fyrir að reist verði ný fiug- stöð, flugskýli, flugminjasafn og hús fyrir Flugbjörgunarsveitina svo eitthvað sé nefnt. Fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs voru andvígir þessari samþvkkt. Þeir töldu að betra væri að nýta flugvallarsvæð- ið undir hyggð. Einnig væri nauð- synlegt að kanna nánar hvort ekki væri hægt að finna stað fyrir flug- völl undir innanlandsflug utan Reykjavíkur. Albert Guðmundsson, borgarf'ull- trúi og nágranni fiugvallarins, var ekki sérlega hrifinn af þessari áætlun. Hann greiddi þó atkvæði með honni. Hann lagði jafnframt fram tillögu sem gerir ráð fyi ir að allt þotuflug verði bannað á flug- vellinum vegna havaðamengunar, nema í algjörum neyðartilfellum. Henni var vísað til borgarráðs til nánari umfjöllunar. -APH hún ekki keypt nema 4,8 tonn. Kristján Benediktsson, Framsókn- arflokki, sagði þessa áætlun vera kosningaplagg og ljóst væri að öllu væri stefnt í skuldir. Sigurður E. Guðmundsson, Alþýðuflokki, sagði ’að mikil óvarkárni hefði verið í lóðarmálum, sem hefði skapað offramboð og lækkun á fasteignum. Alþýðuflokkur, Alþýðubanda- laga og Framsóknarflokkur skil- uðu síðan sameiginlegu minni- hlutaáliti þar sem áætlunin var harðlega gagnrýnd. Kvennafrani- boð skilaði séráliti þar sem áætlun- in var einnig gagnrýnd. Togarinn aö nástíHúsa- víkurhöfn Það var ýmislegt sem gerðist í nótt hjá borgarfulltrúunum. I gærkvöldi varð Albert Guðmundsson afi í 13. sinn. Davíð Oddsson varð 38 ára eftir miðnætti. Og i dag er einnig 60 ára afmæli starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Borgar- fulltrúar voru orðnir svefndrukknir þegar dagur tók að rísa í morgun. Til að drepa tímann tóku þeir Davið Oddsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson nokkrar skákir. Aðrir borgarfulltrúar og embættismenn fylgdust með. Það eina sem hélt þessum mönnum vakandi var tilhlökkunin um að fá kaldan snaps sem venja er að veita í lok afgreiðslu fjárhagsáætlunar. DV-mynd KAE Togarinn Kolbeinsey er að komast í Húsayikurhöfn. Forsvarsmenn ís- hafs hf., Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, og Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri Húsavíkur, komu i gær- kvöldi til Reykjavikur til viðræðna við Fiskveiðasjóð í dag. „Það getur ýmislegt gerst enn,“ sagði Tryggvi er DV spurði hvort hann teldi togarann nú í höfn. „Ég vona að við fáum skipið. Okkar lif hangir á þvi að hafa fisk,“ sagði Tryggvi. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, sem átti næsthæsta tilboð, er einnig i Reykjavik. Hann hefur rætt við forstjóra Fiskveiðasjóðs. „Það kemur mér ekki á óvart að Húsvíkingar hafi verið boðaðir á fund. Ég tel það eðlilega afleiðingu af okkar tilboði," sagði Vilhelm. „Okkar skilyrði var á þá leið að við mundum ekki standa í vegi fyrir því að Húsvíkingar fengju skipið," sagði Vilhelm. Hann sagði þó að Útgerðarfélag Akureyringa væri ekki út úr myndinni ennþá. -KMU. fínnur Torfí íprófkjör 4 4 4 4 4 Líklegt er að Finnur Torfi Stefáns- son, lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, gefi kost á sér í fyrsta sæti fyrir Alþýðuflokkinn í borgar- stjórn. Prófkjör Aiþýðuflokksins átti að fara fram í byrjun febrúar en rætt hefur verið um frestun fram í miðjan febrúar. Frestur til að skila inn fram- boðum til prófkjörs hjá Alþýðu- flokknum hefur verið framlengdur. Sem kunnugt er eiga alþýðuflokks- menn einn borgarfulltrúa nú. Það er Sigurður E. Guðmundsson, hann gefur kost á sér í fyrsta sæti áfram. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir varaborg- arfulltrúi, sem er í öðru sæti, gefur ekki kost á sér en líkur eru á því að Bryndís Schram verði frambjóðandi íannaðsætiíprófkjörinu. -ÞG 4 i 4 i i á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.