Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Síða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Djúpivogur: Frá Djúpavogi. Vaxandi bær með vatnslögn í ólagi Aðaláhyggjuefhi næstu hrepps- nefiidar á Djúpavogi verður án efa að koma vatnsmálum bæjarbúa í lag. Vatnslögnin, sem er orðin 20 ára, tók upp á því að bila í vetur og er nú tal- in ónýt. Þetta er ákaflega bagalegt þar sem jafiit íbúar sem atvinnureksturinn þurfa á miklu vatni að halda á degi hverjum. Frambjóðendur eru sammála um að þessu þurfi að kippa í liðinn. Hins vegar mun viðgerðin verða nokkuð dýr fyrir hreppinn. Ný leiðsla kostar um 20 milljónir króna en áætl- aðar tekjur eru aðeins 15 milljónir. Flestir eru einnig sammála um að óhlutbundna kosningin 1982 hafi gef- ist illa. Nú sé ráð að leggja fram lista. Athyglisvert er að enginn þeirra teng- ist hinum stóru stjómmálaflokkum. Djúpivogur hefúr verið í örum vexti undanfarin ár og þar búa nú um 420 íbúar. -APH Félagshyggjufólk: Vatnsleiðslan „Við stefnum að þvi að ný vatns- leiðsla verði lögð hér í sumar. Einnig teljum við mikilvægt að lokið verði við byggingu heimavistar við skól- ann,“ segir Már Karlsson, efsti maður á lista Félagshyggjufólks. Már á sæti í hreppsnefnd og snaraði fram lista rétt áður en framboðsfrest- urinn rann út. Annar maður á Iistan- sumar um, Reynir Gunnarsson, situr einnig í hreppsnefndinni. Már segir að mörg verkefni séu fyrir- liggjandi hjá hreppnum. Atvinnu- ástandið á Djúpavogi hafi verið gott og staðurinn verið í miklum vexti undanfarin ár. Og trúlega sé ekki meira byggt á neinum öðrum stað á Austfjörðum þessa stundina. -APH Már Karlsson. Eysteinn Guðjónsson. Framfarasinnar: Viljum opna hreppsnefndina „Við viljum opna hreppsnefndina meira og að vinnubrögðin þar verði lýðræðislegri. Okkar stefna er að hreppsnefhdarmenn sitji til dæmis ekki í nefndum á vegum hreppsins. Einnig viljum við að fundir hrepps- nefhdarinnar verði auglýstir opinber- lega svo fólk hér geti komið og fylgst með þeim ef það vill,“ segir Eysteinn Guðjónsson, annar maður á lista Framfarasinna. Eysteinn vill einnig að flárhags- áætlunin verði birt opinberlega. Ýmis aðkallandi verk standa fyrir dyrum. Þar ber hæst lagfæringar á vatnslögn bæjarins og að komið verði á laggim- ar dagvistun fyrir böm. Á listanum em menn úr öllum flokkum að sögn Eysteins. -APH Óháðir: Viljum endur- skoða fjár- mál hreppsins „Við leggjum áherslu á að fjármál hreppsins verði endurskoðuð svo við getum gert okkur grein fyrir fjár- hagsstöðunni,“ segir Þórarinn Pálma- son, efsti maður á lista óháðra. Hann segir að óhlutbundnu kosn- ingamar síðast hafi gefist illa og að það sé eðlilegra að leggja fram ákveðna lista. „ Það verður að koma lagi á vatns- veitumálin hér. Einnig viljum við að komið verið upp dagvistun fyrir böm. Hafist verði handa við byggingu heil- sugæslustöðvar og málefnum aldraðra sinnt meira. Að lokum teljum við að það þurfi að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi hér í plássinu." -APH Þórarinn Pálmason. DV-mynd KAE Þessir listar eru í framboði: Urslit 1982 Listi féiagshyggjufólks: 1. Már Karlsson 2. Reynir Gunnarsson 3. ívar Björgvinsson 4. Bogi Ragnarsson 5. Bjami Bjömsson 6. Guðmundur Brynjólfsson 7. Kristín Ásbjamardóttir 8. Margrét P. Sigurðardóttir 9. Stefán Aðalsteinsson 10. Eyjólfur Guðjónsson Listi framfarasinna: 1. Ólafur Ragnarsson 2. Eysteinn Guðjónsson 3. Geirfmna Óladóttir 4. Magnús Hreinsson 5. Drífa Ragnarsdóttir 6. Björn Jónsson 7. Jón Þórður Ragnarsson 8. Gísli Borgþór Bogason 9. Eðvald Ragnarsson 10. Hafdís Erla Bogadóttir Listi óháðra: 1. Þórarinn Pálmason 2. Guðrún Kristjánsdóttir 3. Karl Jónsson 4. Ingólfur Sveinsson 5. Bryndís Jóhannsdóttir 6. Baldur Gunnlaugsson 7. Emil Bjömsson 8. Þorsteinn Ásmundsson 9. Steinunn Jónsdóttir 10. Pétur Björgvinsson í kosningunum 1982 fór fram óhlutbundin kosning á Djúpavogi. Það þýöir að enginn listi var boð- inn fram og allir kjörgengir íbúar í kjöri. Á kjörskrá voru 233 og kosningaþátttaka var rúmlega 64%. Eftirtaldir voru kosnir í hrepps- nefnd: Óli Björgvinsson, Ragnar Þorgils- son, Már Karlsson, Karl Jónsson og Reynir Gunnarsson. Spurt á Djúpavogi: Hverju spáir þú um úrslit kosn- inganna á Djúpavogi? Kjartan Garðarsson verkfræðingur: - Ég spái því að óháðir fái 2, fram- farasinnar 2 og listi félagshyggju- fólks fái 1. Steinunn Ingólfsdóttir bókari: - Það er ómögulegt að spá um hver úrslitin verða. Framfarasinnar koma líklega best út úr kosningunum. Haraldur Ingólfsson skrifstofumað- ur: - Ég spái því að Djúpavogsbúar kjósi þá menn sem þeir eiga skilið. Jónina Jónsdóttir ræstingarkona: - Ég spái bara öllu góðu. Eg er ákaf- lega lítið inni í pólitík og ég vona að það ráðist bara góðir menn til þessara starfa. Guðný Jónsdóttir bóndakona: - Ég vil litlu spá um þessi mál því ég er svo illa að mér í þeim. Guðjón Emilsson matsmaður: - Get engu spáð. Það er svo margt óljóst hvemig þetta verður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.