Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 23
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 23 milli skáldskapar og raunveruleika. I þessari mynd leikur hann Casey Abb- ott, sjóliðsforingja á kafbát, sem skipstjórinn sakar um að hafa beitt hemaðarlegum ákvörðunum til að gagnast eigin hagsmunum (hann fyrir- skipaði að kafbáturinn skyldi fara í kaf með þeim afleiðingum að maður sem var úti á dekki drukknaði en sá var keppinautur hans um hylli hjúkr- unarkonunnar Helen Blair sem var leikin af Nancy Reagan). Seinna ge- rist það að spennan nær hámarki þegar kafbáturinn kafar til botns eftir að Japanir hafa ráðist á hann og í þetta skiptið er það Abbott sem verður eftir í hylki utan á skrokki kafbátsins. Skipstjórinn, Don Landon, sem áður hafði gagnrýnt Abbott fyrir það sem á undan var gengið, hafði nú orðið að gefa skipanir um að kafa - og það var ekki af hefhigimi heldur varðaði þetta þjóðaröryggi. Og nema hvað, þegar kafbáturinn kemur aftur upp á yfirborð sjávar kemur kraftaverkið í ljós. Abbott er lifandi. - Auðvitað hafði hann aldrei farið niður með bátnum en fyrir áhorfandann j afht sem hinar sögupersónumar j afnaðist þetta á við sjálfa upprisuna. I lokin búa þau sig undir giftingu, Abbott og Blair en hún hafði aldrei hætt að elska hann heldur verið hon- um trú gegnum súrt og sætt og aldrei trúað því að hann hefði vísvitandi komið keppinaut sínum fyrir kattar- nef. Sem síðasta mynd forsetans var hún ennfremur fullkominn gmndvöll- ur fyrir farsælt og endingargott hjónaband." -Hvernigþá? „Á flokksþingi repúblikana 1984 sýndi Nancy Reagan brot úr „Vítis- köttunum í flotanum“ þar sem hún sést sjálf vera að hjúkra bömum og stríðshrjáðum hermönnum og grét víst í alvöru þegar verið var að taka þessi atriði upp. Og nú fékk hún annað tækifæri tl að láta í ljós tryggð sína og undirgefhi við liðþjálfann sem var að leggja upp í leiðangur örlaga sinna. Og þama var hún aftur mætt, í alvö- runni, með hendur á lofti til að veifa ógnarstjórri mynd af eiginmanninum á skermi sem gnæfði yfir fjöklann." - Og að lokum, próf. Rogin. Hefurðu fengið einhver viðbrögð frá forsetan- um sjálfum eða Hvíta húsinu? Bíó útskýrir raunveruleikann „Ekki beint. I september sl. hringdi blaðamaður frá „New York Times“, Martin Tolchin, i Hvíta húsið, eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur hjá mér, og hann bað þá um að gefa eitthvað út á það sem ég var að segja. Einn af þeim sem skrifa ræðumar fyrir Reagan, Anthony Dolan, varð fyrir svörum; „kvikmyndimar auðga raunvemleik- ann en ekki öfugt. Það sem forsetinn er að reyna að segja er að við erum öll undir sterkum áhrifum frá þessum einstæða bandaríska listmiðli sem kvikmyndin er.“ Og víst er það rétt, þvi eins og forsetinn sagði 1982 þá „færa bíómyndimar okkur heim sann- inn um það sem við raunverulega erum“. Að gefhu tilefhi em þeir, sem eitt- hvað þekkja til norður-afrískrar kvikmyndagerðar, beðnir um að gefa sig fram við almannavamir ríkisins! (Þýtt og endursagt úr L’Espresso. Guðm. Amason.) Er „raunveru- leiki“ Bandaríkja- forseta fenginn að láni frá Hoilywood? a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.