Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Side 15
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 15 Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Brin d’amour sauðaostur frá Korsíku. íslenskur kindaostur? Islensku ostarnir eru orðnir mjög góðir, þó gæðin séu ekki alveg nægjanlega jöfn, kannski af því að tegundirnar eru orðnar of margar. Því miður virðist ekki grundvöllur fyrir útflutningi á íslensku ostun- um. Samkeppnin á hinum erlendu mörkuðum er geysihörð og víðast hvar í Evrópu eru landbúnaðarvör- ur niðurgreiddar og því við ramman reip að draga. En á íslandi er nóg af sauðfé. Hvemig væri því að fara að fram- leiða kindaost? íslenskir kindaostar gætu orðið áhugaverð útflutningsafurð sem gæti auðveldað sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum erlendis. Frakkar framleiða nokkrar teg- undir af frábærum kindaostum, t.d. „Brebis frais du Roueque". Þessi ostur er frekar feitur, um 45%. Þessi ágætis ostur kemur frá Au- vergne. Frá Korsíku kemur kinda- osturinn „Brin d’amour". Þessi ostur er bragðbættur með ýmsum villijurtum sem kindurnar éta. Þegar búið er að forma ostana er þeim velt upp úr kryddjurtunum og þeir látnir standa í 3 mánuði. Hvernig væri nú að við fengjum franska ostameistara til að kenna okkar annars ágætu ostameistu- rum að búa til kindaost? Sauðburður stendur nú yfir og því upplagt fyrir mjólkurbúin að safna saman nokkrum lítrum af kindamjólk og heíja tilraunaosta- gerð á kindaostum. Afengisframleiösla á íslandi Meðal þeirra mála sem rædd voru á síðustu dögum þingsins var „bjórmálið” og hvort leyfa ætti einkaaðilum framleiðslu á áfengi. Þetta mál hefur nokkuð verið rætt undanfarin ár en ekki komist skriður á málið fyrr en farið var að selja breska (íslenska) vodkann Icy í verslunum ÁTVR. Sem kunnugt er ríkir óhemju samkeppni á áfengismarkaðnum. Hörðust er sennilega þó baráttan á vodka-markaðnum. Við íslend- ingar ættum að hafa einhverja möguleika á þessum markaði, þ.e. a.s. við getum kynnt vöru sem sker sig úr á einhvem hátt. Svíar hafa t.d. haft töluverðan framgang í Bandaríkjunum með Absolut- vodkann, í því sambandi hefur hönnunin á sjálfri flöskunni haft mikla þýðingu. Líklegast verður eitthvað dýrara að framleiða áfengi á íslandi en í öðrum löndum Ev- rópu. Flytja verður inn allt gler (flöskur) og innlendi markaðurinn er mjög lítill. Liklegast mun áhuginn verða mestur á að framleiða vodka, enda er hann í dag vænlegastur til sölu. Þó kæmi til greina að framleiða „bittera” og „brenmvín". Sá galli er þó á gjöf Njarðar að það eru helst Evrópubúar sem drekka þessa drykki. Bandaríkja- menn eru ekki eins hrifnir af íslenska brennivíninu (svarta- dauða) og Skandinavar og Þjóð- verjar en í þeim löndum ætti íslenska brennivínið að eiga tölu- verða möguleika. En þó svo að sjálfsagt sé að leyfa einkaaðilum að framleiða áfengi til útflutnings þá verður aldrei um neina stóriðju að ræða í þessu sambandi. Hins vegar gæti framleiðsla á áfengum bjór orðið öflug atvinnu- grein hér á landi. Þýsk eðalvín Það er ekki oft sem okkur hér á íslandi gefst kostur á að taka þátt í vínsmökkun þar sem ólíkar teg- undir gæðavína eru kynntar. Fyrir nokkrum dögum var stadd- ur hér á landi Charles Peter Hagen frá hinu þekkta þýska vínhúsi, Sichel. Kynntar voru 8 tegundir af hvítvínum. Eftirminnilegust af þessum vínum voru sérstaklega tvö: Kaseler Kehrnagel og Riesling Spátlese. Spátlese-vínin eru framleidd úr síð-uppskeru, það er að segja berin eru mjög þroskuð. Þetta vín var sérlega ljúft á bragðið og frí- skandi, liturinn var fallegur og af víninu var blómaangan. Þetta vín er án efa með bestu Spátlese-vínun- um sem Sælkerasíðan hefur bragðað. Hitt vínið, sem vakti sérstaka eftirtekt, var Bechtheimer Geyers- berg, Riesling Beerenauslese. Vín af þessari gerð eru framleidd úr ofþroskuðum vinberjum sem eru sérlega valin. Hér er því um ein- stakt gæðavín að ræða. Vín af þessari gerð passa sérlega vel með krydduðum mat, t.d. góðu paté. Þetta vín, Bechteimer Geyersberg, er einstakt vín, liturinn var dökk- gulur, bragðið kröftugt og kryddað - hér var um ógleymanlegt vín að ræða. Þýskaland er eitt af nyrstu vin- ræktarlöndum heims. Vin hafa verið ræktuð í landinu í það minnsta frá dögum Rómveija og í dag eru Þjóðverjar 7. mestu vín- framleiðendur í heiminum. Þýsk vín eru óhemjuvinsæl hér á landi. íslendingum virðast falla hálfsæt vín sérlega vel í geð. Þýsku vínin eru „létt“ og af þeim er ljúft ávaxtabragð. Það er hins vegar sorglegt hvað lítið úrval er af þý- skum vínum á boðstólum hjá verslunum ÁTVR. Ef verðlistinn er skoðaður mætti halda að úrval þýskra vína væri gott en svo er ekki því þau eru öll mjög svipuð og sum meira að segja alveg eins. Ef það er haft í huga hve gott úrval er af þýskum eðalvínum þá er sorglegt hve framboðið í versl- unum ÁTVR er fátæklegt. Undanfarna mánuði hafa hin svokölluðu „vínhneyksli" verið mjög til umræðu í fjölmiðlum og vínhneykslið á Ítalíu er eflaust. mörgum ofarlega í huga. Sælkerasíðan ræddi þessi mál örskamma stund við Charles Peter Hagen. Spurt var um hin svoköll- uðu E.G. vín eða Efnahagsbanda- lags-vín. Þessi vín eru mjög ódýr og heyrst hefur að vínframleiðend- ur hafi freistast til að blanda þessum vínum saman við sín eigin. Charles Peter Hagen sagði að Efnahagsbandalags-vínin væru yfirleitt seld í stórmörkuðum á mjög lágu verði. Þeim vínframleið- endum, sem byggðu afkomu sína á útflutningi, myndi aldrei detta í hug að blanda vín sín með E.G.- vínum. Slíkt væri algjörlega bann- að og því lögbrot. En er gæðaeftir- litið jafnstrangt í Þýskalandi og t.d. í Frakklandi? „Já, svo sannarlega," sagði Char- les Peter Hagen. „Þýska eftirlitið gefur því franska ekkert eftir. Það má nefna að Frakkar kaupa sjálfir mikið magn af E.G.-vínum og einna mest af ítölskum." Þess má geta að þýska gæðaeftir- litið er öðruvísi uppbyggt en það franska. I Þýskalandi eru gæða- flokkarnir byggðir á þroskastigi berjanna við uppskeru. Annars er miðinn á flöskunum nokkurs konar upplýsingamiðill um vínið en á honum er að finna allar helstu upplýsingar eins og t.d. nafn fram- leiðanda, árgerð, hvaða berjateg- undir eru í vininu, gæðaflokkur og landsvæði, svo eitthvað sé nefnt. Vínhúsið Sichel er þekktast fyrir þau vín sem seld eru undir merkinu „Bláa nunnan". Frá Sichel eru á boðstólum í verslunum ÁTVR: Bernkastler Blue Nun Label og Liebfraumilch Blue Nun. Það var fyrirtækið Austurbakki h/f sem sá um framkvæmd þessarar ágætu vínkynningar. Vonandi verður úrvalið af þý- skum vínum aukið í verslunum ÁTVR og vill Sælkerasíðan sér- staklega mæla með gæðavíninu Kaseler Kehrnagel. Charles Peter Hagen frá þýska vínhúsinu Sichel. Vor- sjóbirtingur Nú stendur sjóbirtingsveiðin yfir. Sjóbirtingur er aldeilis frábær mat- fiskur, að maður tali nú ekki um hve unaðslegt er að dveljast við fagra á, njóta vorsins og veiða sjó- birting. Hér kemur uppskrift sem er sænsk. Þessi réttur er sérlega góður kaldur en hér kemur uppskriftin: 1 kg sjóbirtingur 1 gulur laukur, skorinn í sneiðar 1 rauð paprika, skorin í strimla 'A búnt dill 10 hvít piparkorn 3 msk. vínedik 1 'A msk. salt í 1 1 vatni. Vatnið er sett í pott og bætt er út í vínedikinu, saltinu, lauknum, paprikunni, dilli og piparnum. Vat- nið er látið sjóða í 10 mín. Þá er hitinn lækkaður og fiskurinn sett- ur í pottinn. Sjóbirtingurinn er soðinn í 15 mín. og að þeim tíma liðnum er hann borinn á borð ásamt soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Eins og áður sagði er þessi réttur sérlega góður kaldur. Sjóbirtingur- inn er þá látinn kólna í soðinu og með honum er haft grænmeti, ma- jones eða olíusósa. 1 olíusósuna þarf: 2 dl olíusósu (majones) 1 msk. grófhakkað soðið spínat 1 msk. hakkaða steinselju 1 msk. fíntsaxaðan graslauk Þessu er öllu blandað vel saman og geymt i ísskáp í klukkutima áður en sósan er borin á borð. Þennan rétt má bera fram sem forrétt og er þetta sannkallaður veisluréttur. Góða veiði. HÁTÍÐ HARNIONIKUNNAR verður í Broadway sunnudaginn 11. maí kl. 15. Sólistar: Jón Hrólfsson, N-Þing. Jakob Ingvarsson, Reykjavík. Einar Guðmundsson, Akureyri. Gunnar Guðmundsson, Reykjavík. Garðar Olgeirsson, Suðurlandi. Hljómsveitir: Stórhljómsveit Akkord. Kvartett Guðna S. Guðnasonar. 8 félagar úr FHU. Djasskvartett Karls Jónatanssonar. i veitingahléi koma fram dansarar frá Nýja dansskólanum og píanósóló (trio Sig. Jónssonar). Húsið verður opnað kl. 14. Aðgöngumiðasala við innganginn. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.