Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. 15 Ýtt úr vör í óskabyr „.. .þarf dómsvaldið að taka þessi mál slíkum tökum að sölumenn dauðans hugsi sig tvisvar um áður en þeir taka áhættuna sem fylgir hagnaðarvoninni af sölu eiturlyfjanna.“ Sjaldan hefur áhrifamáttur sjón- varpsins sannast eins rækilega hérlendis og fyrir röskri viku þegar send var út bein dagskrá um vímu- efnaneyslu ungs fólks og stofnuð foreldrasamtök vímulausrar æsku. Þúsundum saman tók fólk við sér og skráði sig stofnfélaga í hinum nýju samtökum sem áreiðanlega eiga eftir að láta mikið að sér kveða á næstunni og veita stjómmála- og embættismönnum aðhald sem þeim vissulega veitir ekki af. Þótt vissulega sé allra góðra gjalda vert að ríkisvaldið skuli einnig hafa rumskað þá liggur við að fréttin af einni nýrri samstarfsne&id milli ráðuneyta í þessum málum sé grát- brosleg. Öllu ánægjulegra væri að ráðuneytin tækju til hendinni, hvert á sínu sviði, svo eitthvað áþreifan- legt væri gert til að stemma stigu við þeim látlausa straumi smyglaðra eiturlyfja sem stöðugt flæðir inn í landið. Þar þarf fyrst og fremst að koma til hert alvöru löggæsla sem fær það fjármagn er hún þarf. Sam- hliða því þarf dómsvaldið að taka þessi mál slíkum tökum að sölumenn dauðans hugsi sig tvisvar um áður en þeir taka áhættuna sem fylgir hagnaðarvoninni af sölu eiturlyfj- anna. Samræmd iög - samræmdar aðgerðir En þótt skipan samstarfsnefndar ráðuneytanna virki að sumu leyti hjákátlega miðað við fyrri viðbrögð íslenskra stjómvalda við eiturlyfja- vandanum getur hún vissulega komið ýmsu góðu til leiðar. Ekki hvað síst getur hún unnið frá gmnni að skipulagningu lagasetningar og aðgerða dómsvalds til þess að gera sölumönnum dauðans erfiðara fyrir. I því sambandi vil ég nefha eitt lítið dæmi sem við fyrstu sýn virðist átak- anlega fáránlegt en löggæslumenn fullyrða að sé rétt. Fyrir nokkru var maður náðaður skiiorðsbundið er hann átti eftir að afþlána allmörg ár af fangelsisvist. Slíkar náðanir geta sannarlega verið fullkomlega réttmætar því vissulega eiga þeir ólánsömu menn, sem dæmdir eru til fangelsisvistar, fullan rétt á þvð að mega sanna samfélag- inu það að þeir vilji gerast nýtir þegnar. En þessi maður, sem hér um ræðir, hefur eftir útkomuna úr fang- elsinu gerst umfangsmikill eitur- lyfjasali og situr gjama fyrir unglingum, sem reynt hafa að stöðva ólánsferil sinn, og kemur þeim aftur á bragðið. Enda þótt á hann sannist eitur- ljfjasala fellur skilorð hans ekki undir það. Hún er meðhöndluð af sérstökum dómstóli. Ef það hins veg- ar sannaðist á hann að hafa stolið svo sem eins og einu grammi fiá öðrum eiturlyfjasala þá félli það undir hin almennu hegningarlög og hann færi í fangelsi aftur. Ef svona tvískinnungur á sér stað í réttarkefinu er ekki von á miklum árangri því lítill vafi er þá á að víð- ar er pottur brotinn. Vissulega gæti hin nýja samstarfs- nefhd farið ofan í saumana á hlið- stæðum gloppum og þá gerði hún gagn. En ef tilgangurinn með skipan hennar er sá einn „að gera eitt- hvað“, eins og manni óneitanlega dettur fyrst í hug miðað við fyrri aðgerðir, þá er verr af stað farið en heima setið. Hvað gera nýju samtökin? Þessari spumingu velta sjálfsagt margir fyrir sér og kannski em ekki allir á eitt sáttir. Vafalítið hefur þátttakan í stofiiun þeirra orðið meiri en hinir bjartsýnustu áttu von á og það eitt leggur forsvarsmönn- Magnús Bjamfreðsson unum mikla skyldu á herðar. Þegar þjóð bregst jafhafgerandi við og hér gerðist ber þeim sem merkinu lyftu skylda til þess að halda því hátt á loft. Forvamir hefjast heima var kjör- orð sjónvarpsþáttarins. Vafalítið verða hvers kyns forvamir heima og heiman meðal brýnustu verkefha hinna nýju samtaka. Líklegt er einnig að þau kanni möguleika á að koma upp sérstökum meðferðarstofhunum fyrir æskufólk sem reynir að losna úr greipum vimuefha. Þótt góður árangur hafi náðst i þeim efnum á meðferðar- stofnunum SÁÁ og ríkisins er líklegt að þessu ungu fólki henti sérstök meðferðarstofnun þar sem meðferðin miðast við aldur þess og þroska. Þessi nýju samtök þurfa einnig að knýja á um breytt viðhorf fjárveit- ingavalds og framkvæmdavaids til þessara mála. Viðbrögð þessara meginvaldastoða þjóðfélagsins gagnvart vímuefriavandanum hafa vægast sagt verið bæði fálmkennd og lin. Enginn árangur næst í þess- ari baráttu nema ríkisvaldið leggi foreldrasamtökunum lið. Ekki með beinum fjárstuðningi til þeirra - alls ekki - heldur með því að standa skynsamlega að þeim aðgerðum sem til ríkisvaldsins heyra. Verði lög- gæslan ekki bætt er hreint út sagt mikil hætta á því að hinir almennu borgarar taki hana að einhverju leyti í sínar hendur. Foreldrar, sem horft hafa á eftir bömum sínum í svaðið, jafhvel aftur og aftur, finna . nú samtakamátt sinn og í huga margra blundar niðurbæld reiði í garð þeirra valdastofriana þjóðfé- lagsins, sem þeim finnst hafa bmgðist i bráttunni, einkum við hin ólöglegu vímuefni, eða eiturlyfin sem svo em oftast nefnd. Sú niður- bælda reiði mun fyrr eða síðar fá útrás með hörmulegum afleiðingum ef væmkærir embættismenn og stjómmálamenn þverskallast enda- laust við að skilja hvað til þeirra friðar heyrir. Slíkt má aldrei gerast og nú er það ríkisvaldsins að hindra það með réttum og skynsamlegum aðgerðum. Allt þetta og margt ileira þurfa stjómendur þessara nýju fjöldasam- taka að athuga. En þeir fjölmörgu sem gengu í samtökin eftir sjón- varpsþáttinn góða verða einnig að hafa í huga að samtökin verða ekki til lengdar öflug nema þeir verði virkir félagsmenn. Engin samtök verða öflug fjöldans eins vegna held- ur vegna þess starfs sem hann vill leggja af mörkum. Þess vegna þarf þetta fólk að koma til starfa í sam- tökunum af fullum krafti og leggja sig fram svo sá árangur náist sem að er stefnt. Og svo gætu samtökin kannski tekið það að sér að sjá um eins og eina almennilega sjónvarpsdagskrá á ári! Magnús Bjamfreðsson. Bæjarstjórann burt Snemma á þessari öld stóð lítill snáði við gluggann i skólastofunni „sinni“. Hann horfði dreyminn yfir þorpið „sitt“ og fjörðinn og tuldraði ofan í bringuna „einhvem tímann ætla ég að ráða yfir þessu öllu“. Svo segir í austfirskum munn- mælum. í dag heitir snáðinn herra bæjar- stjóri Jóhann Klausen og þorpið hét og heitir enn Eskifjörður. Nýlega fór ég til fundar við sýslu- mann Sunnmýlinga, léttur í spori, og hugðist fá þinglýst afsali af íbúð í sölu- og leiguíbúðum á Eskifirði. Ekki var hægt að þinglýsa afsalinu athugasemdalaust. Mér kom það svo sem ekki mjög á óvart. Þann 2. apríl sl. benti ég bæjarstjóra Eskifjarðar á að í afsalinu er íbúðin sögð háð ákvæðum ógildra laga. Viðbrögð hans vom einföld, hann vísaði mér á dyr og sagði mig vera með dónaskap! Það er sem sagt dónaskapur að benda bæjarstjóra á þær yitleysur sem hann gerir. 10. apríl sl. bað ég síðan bæjarstjó- rann m.a. að lagfæra þessa lagatil- vísun, hann neitaði því og sagðist engu breyta nema að fengnum úr- skurði fógeta. 22. apríl sl. þinglýsti sýslumaður afsalinu með athugasemdum sem staðfestu að ég fór með rétt mál (af- salið hlaut skjalanúmerið 405/1986). f framhaldi af þessu sendi ég bæj- arráði Eskifjarðar bréf og óskaði eftir að það breytti afsalinu þannig að rétt væri. Og einnig að það tæki afetöðu til framkomu bæjarstjórans. Hér fer á eftir kafli úr fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl sl. en þar er fjallað um málið. Ályktun bæjarráðs C - Bréf Ara Halldórssonar varð- andi sölu íbúðar. í bréfi Ara er kvartað undan sam- skiptum við bæjarstjóra og bomar brigður á að gefið hafi verið út form- lega rétt afsal vegna kaupa Eygerðar Bjargar Þorvaldsdóttur á íbúð að Bleiksárhlíð 2, Eskifirði. Meðfylgj- andi em tillögur Ara um breytingar á nefhdu afeali. Bæjarstjóri útskýrði sitt sjónarmið í málinu. Hann taldi ekki ástæðu til breytinga á afealinu og athugasemd- ir Ára léttvægar. Þetta málefhi var rætt ítarlega, m.a. kom fram að sam- kvæmt könnun hjá bæjarfógeta er umrætt afeal formlega gilt skjal. Bæjarstjóri lagði fram svohljóð- andi tillögu: „Bæjarráð telur að sé um sam- skiftaerfiðleika að ræða milli Ara Halldórssonar og bæjarstjóra þá sé það alfarið þeirra mál. Bæjarráð tel- ur enga ástæðu til breytinga á þinglýstu afsali." Hrafiikell (1. mað- ur á lista óháðra, núverandi bæjar- fulltrúi sjálfetæðismanna - aths. höf.) lagði fram svohljóðandi tillögu. „Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera nauðsynlegar breytingar á umræddu afeali þannig að því verði þinglýst athugasemdalaust.“ Bæjarstjóri lýsti þvi þá yfir að hann gerði engar breytingar á afealinu hvað svo sem bæjarráð samþykkti. Tillaga bæjar- stjóra var samþykkt með 2 atkvæð- um Jóns (Jón Ævar Haraldsson er núverandi bæjarfulltrúi krata og 2. maður á lista þeirra nú í vor - aths. höf.) og Guðjóns (Guðjón Bjömsson er bamakennari og núverandi full- trúi komma - aths. höf). Hrafhkell greiddi atkvæði gegn tillögunni. Guðjón óskaði eftir að eftir sér væri bókað að þar semTram hefur komið frá bæjarfógeta að umrætt afeal er formlega löglegt og í ftillu gildi sam- þykki hann tillögu bæjarstjóra. Hrafnkell mótmælti því sem hann kallaði ofríki bæjarstjóra og taldi þetta ámælisverða málsmeðferð." Ýmislegt úr lagi fært Svo mörg vom þau orð. Ýmislegt annað er einkennilegt í afealinu en lagatilvitnunin. En þrátt fyrir það mun afealið jafnlöglegt eft- ir sem áður, enda hefur aldrei hvarflað að mér annað en að það stæðist lög um þinglýsingar. Skal nú telja það sem augljóslega er úr lagi fært, þó svo að annað og fleira kunni einnig að reynast rangt þegar dýpra er kafað. 1. Eignin er háð ákvæðum laga nr. 51/1980... Athugasemd þinglýsing- ardómara er svohljóðandi: Með lögum nr. 60/1984 voru lög nr. 51/1980 felld úr gildi. 2. Afhendingardagur til eiganda er sagður 1. nóv. 1981 en var í raun 1. sept. 1981. 3. Fasteignanúmer er rangt 4. Fjárhæð kaupverðs í tölustöfum og bókstöfum er ekki sú sama. Þannig er nú það! I leigu- og söluíbúðum þeim er hér Ari Halldórsson deildarstjóri Eskifirði um ræðir eru 12 íbúðir, eru þær tvenns konar: 6 sem kalla má stór- ar, allar af sömu gerð og stærð, og 6 sem kalla má litlar, allar af sömu stærð og gerð. íbúð sú er hér um ræðir er af minni gerðinni. í öðru afeali fyrir annarri sams konar íbúð í sama húsi (skjal nr. 66/1985 hjá sýslumanni) segir að stærð eignarinnar sé alls 77,36 m2 og fyrir það hafi kaupandi greitt 335.166 kr. En afealið margumrædda (skjal 405/1986) segir stæið eignar- innar alls 65,39 m2, önnur kaup- verðstalan í afealinu er 335.166 kr. Hnefarétturinn Jóhann selur tvær sams konar íbúðir í sama húsi, á sama tíma, á sama verði, en stendur öðrum kaup- andanum skil á 77,36 m2 en hinn kaupandinn fær 65,39 m2 í sinn hlut. Léttvægt að mati bæjarstjóra í ljósi þess siðferðisvottorðs sem meirihluti bæjarráðs, þeir Guðjón Bjömsson bamakennari og Jón Ævar Haraldsson, með dyggum stuðningi áheymarfulltrúa fram- sóknarmanna, Alrúnar Kristmanns- dóttur (systurdóttir bæjarstjóra og eiginkona Gísla Benediktssonar, 2. manns á lista Framsóknar. Gísli var einn þriggja stjómarmanna fram- kvæmdanefridar leigu- og söluíbúða og líklega reiknimeistari nefiidar- innar), gaf sjálfum sér á fundinum 28. apríl sl. er ljóst að ekki er að vænta neins frumkvæðis úr þeirri átt um rannsókn á máli þessu. (Lög- legt? en siðlaust, mundu það, Jón Ævar.) Reikna má með að sömu sögu sé að segja um meirihluta bæjar- stjómar. Af þessum sökum á ég ekki ann- arra kosta völ en óska eftir því við ríkissaksóknara og félagsmálaráðu- neytið að hinum virðulega bæjar- stjóra, herra Jóhanni Klausen, veiði tafarlaust vikið úr embætti og bæj- arstjóm leyst frá störfum a.m.k. meðan rannsókn þessa máls fer fram. Ástæða þess að öll deilumál, sem bæjarstjóri kemur nálægt enda í óleysanlegum hnút og em ekki leyst, er að siðfræði hans er hnefarétturinn í öllum myndum. Margur mun velta því fyrir sér hvers vegna þetta hefúr viðgengist svo árum skiptir. Ástæðumar em tvær: Hugsunin minnir á landslagið, dálítið þröng. Hin er sú að á Eski- firði er engin stjóm enda meirihluti bæjarráðs lítið meira en bleklaus penni í vasa bæjarstjóra sem skiptir um fyllingu eftir þörfum. Ari Halldórsson . . á Eskifirði er engin stjóm enda meirihluti bæjarráðs lítið meira en blek- laus penni í vasa bæjarstjóra sem skiptir um fyllingu eftir þörfum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.