Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAI 1986. 35 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál DV spyr á Blönduósi: Hverju viltu spá um úrslit ' sveitarstjórnarkosninganna? Kristófer Sverrisson: Ég held að D- listinn fái 4 menn, vinstri menn og óháðir 2 og alþýðubandalagsmenn 1. Spáin er því að D-listinn nái hrein- ,um meirihluta. Jón Stefánsson: Þetta er ákaflega óljóst, þar sem alþýðubandalags- menn fara nú fram sér. En ætli Framsókn, það er vinstri menn og óháðir, fái ekki 3, D-listi 3 og al- þýðubandalagsmenn 1 mann. Jórunn Sigurðardóttir: Ég get ímyndað mér að D-listinn fái 3 menn, það er vonlaust að hann fái meira. Vinstri menn og óháðir fá líklega 3 og alþýðubandalagsmenn 1 mann. Og ætli Framsókn og Alþýðubanda- lagið myndi ekki meirihluta. Halldór Ármannsson: Mín skoðun er sú að Framsókn, það er vinstri menn og óháðir, fái 4 menn og þar með hreinan meirihluta. D fær sennilega 2 og alþýðubandalagsmenn 1. Steinunn Guðmundsdóttir: Þetta verða svipuð hlutföll og vorið ’82. D-listinn fær 3, nú og þeir sem buðu saman síðast fá fjóra, skiptist þannig að vinstri menn og óháðir fá 3 og alþýðubandalagsmenn 1. Steindór Jónsson: Spá min er að D- listinn fái 4 og vinni hreinan meiri- hluta - það munaði svo litlu síðast. Nú vinstri menn og óháðir, það er Framsókn, fá 2 og alþýðubandalags- menn 1. Blönduós er meira en einhver stoppistöð Margir kannast íyrst og fremst við Blönduós sem stoppistöðina á milli Reykjavíkur og Akureyrar. En Blönduós er auðvitað miklu meira. Þar búa rúmlega 1100 manns. Sveitin í kring er blómlegt landbúnaðarhérað, enda er það svo að þjónusta við bænd- ur og úrvinnsla landbúnaðarafurða j helstu atvinnugreinamar. Blönduós er þvi mikill landbúnaðar- bær. Halldóra Bjamadóttir, sá íslend- ingur sem orðið hefúr elstur, 106 ára, og dó fyrir nokkrum árum, var frá Blönduósi. Hún komst í heimsmetabók Guinness. Rúm 100 ár em síðan Blönduós tók að byggjast. Tveir dan- skir kaupmenn, Thomas Thomsen og Hillibrandt, reistu fyrstu tvö húsin. Nú hafa Blönduósbúar mestar áhyggj- ur af búmarkinu í landbúnaðinum. Dragist mjólkurframleiðslan í hérað- inu saman um 20%, dregst vinnan saman um 20%. Þá er útlit fyrir 20 til 40% samdrátt í sauðfjárræktun á næsta ári. Efling atvinnulífsins og aukin fjölbreytni í því er þess vegna efst á baugi á Blönduósi fyrir þessar kosningar. -JGH Blönduós er mikill landbúnaðarbær. DV-mynd JGH Sigmar Jónsson, efsti maöur á lista vinstri manna og óháðra. DV-mynd JGH Vmstri menn og óháðir: Fjölbreyttara atvinnulíf „Við leggjum alla áherslu á áfram- haldandi uppbyggingu atvinnulífsins hér á Blönduósi. Hreppurinn hefur þegar bundið fé í nýjum rækjutogara sem hann á að hluta og eins hafa nýj- ar hugmyndir um nýiðnað verið keyptar. Með þessu er verið að gera atvinnulifið fjölbreyttara, renna styrkari stoðum undir það, en það er nauðsynlegt," sagði Sigmar Jónsson, efsti maður vinstri manna og óháðra á Blönduósi. Listinn er samsettur af framsóknarmönnum og óháðum. „Höfn hér á Blönduósi er auðvitað sígilt verkefhi. Hún er baráttumál allra Blönduósbúa. Það er þegar búið að hanna hana, en það er ljóst að hún verður að bíða um sinn vegna togara- kaupanna." Sigmar sagði að vinstri menn og óháðir hefðu ennfremur á stefnuskrá sinni að leysa húsnæðismál skólans, áframhaldandi byggingu íþróttahúss- ins, leysa vanda Pólarprjóns og þrýsta á um að lokið verði við stækkun sjúkrahússins. -JGH Alþyðubandal. og óháðir. Efla sjávar- útveginn „Helsta baráttumál okkar er það sama og eflaust hjá öllum öðrum, það er bætt atvinnulíf. Fyrirtækin á Blönduósi eru illa stödd. Við teljum einnig að sjávarútvegur verði framtíð- aratvinnugrein á Blönduósi, hann sé sú grein sem styrki atvinnulífið hér mest í framtíðinni ásamt aukinni úr- vinnslu landbúnaðarafurða. Þvi vilj- um við að hugað sé betur að honum, og það var að mínu mati mjög ják- vætt að kaupa hlutann í rækjutogar- anum,“ sagði Guðmundur Theódórs- son, efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins og óháðra á Blönduósi. „Hvað varðar ný fyrirtæki á Blöndu- ósi vil ég að hreppurinn verði með ívilnanir á ýmsum gjöldum, frekar en bein hlutafjárkaup í þeim.“ Guðmundur lagði ennfremur áherslu á að unnið yrði betur að skóla- málum og dagvistunarmálum. „Skól- inn er orðinn of lítill og það vantar fleiri dagvistir fyrir böm. Þá má auð- vitað ekki gleyma sjúkrahúsinu, það þarf að ýta á að nýja byggingin verði tekin í notkun." -JGH Guðmundur Theódórsson, efsti maður á lista Alþýðubandaiagsins og óháðra. DV-mynd JGH D-listínn: Losa hreppinn úr óarðbærum fyrirtækjum „Fjármál sveitarfélagsins eru okkur sjálfstæðismönnum efst í huga í þess- um kosningum. Þar má gera miklu betur. Við viljum losa hreppinn út úr þeim óarðbæm fyrirtækjum sem hann hefúr fest fé í, þannig skapast meira framkvæmdafé. Menn verða að bera virðingu fyrir skattpeningum fólksins, og það er ekki sama hvemig það fé er notað,“ sagði Jón Sigurðsson, efeti maður D-listans á Blönduósi, lista Sjálfetæðisflokksins. „Nú þegar fer allt of stór hluti skatt- peninganna í fjármagnskostnað og rekstur hreppsins og það kemur aftur niður á framkvæmdunum. Um að festa fé í rækjutogaranum er enginn ágrein- ingur, það er helst að við gagnrýnum að almenningi gafet ekki kostur á að kaupa hlutafé því verð hvers bréfe var það hátt.“ Jón sagði að framtíðarsýnin á Blönduósi væri höfh á staðnum. „Hún skapar gmndvöll fyrir íjölbreyttara atvinnulíf sem við viljum að einstakl- ingar og fyrirtæki beri að mestu uppi en hreppurinn sé ekki að vafetra of mikið i því,“ sagði Jón Sigurðsson. -JGH Þau ern í framboði Þrír listar em nú í framboði á Bönduósi, D-listi, listi Sjálfstæðis- flokksins, listi vinstri manna og óháðra, samsettur af framsóknar- mönnum og óháðum, og listi Al- þýðubandalagsins og óháðra. Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn, Alþýðubandalagið og óháðir buðu síðast fram sameigin- lega sem H-listi. Kjömum fulltrúum verður nú fjölgað um tvo, eða úr 5 í 7. Listi Sjáflstæðisfokks: 1. Jón Sigurðsson 2. Sigríður Friðriksdóttir 3. Ragnheiður Þorsteinsdóttir 4. Baldur Valgeirsson 5. Sigurður Eymundsson 6. Þuríður Hermannsdóttir 7. Óskar Húnfjörð 8. Guðmundur Guðmundsson 9. Guðmundur Þ. Sveinsson 10. Hjörleifur Júlíusson 11. Gunnar Sigurðsson 12. Ole Aadnegard 13. Kristín Jóhannesdóttir 14. Jón Isberg Vinstri menn og óháðir 1. Sigmar Jónsson 2. Sigfríður Angantýsson 3. Hilmar Kristjánsson 4. Ásrún Ólafedóttir 5. Kári Snorrason 6. Aðalbjörg Þorkelsdóttir 7. Vilhjálmur Pálmason 8. Erla Björk Ólafedóttir 9. Lárus Jónsson 10. Margrét Skúladóttir 11. Guðmundur Ingþórsson 12. Njáll Þórðarson 13. Ragnar Þórarinsson 14. Ámi S. Jóhannsson Alþýðubandalag og óháðir 1. Guðmundur Theódórsson 2. Kristín Mogensen 3. Eiríkur Jónsson 4. Ingunn Gísladóttir 5. Ásgeir Blöndal 6. Ásta Rögnvaldsdóttir 7. Jón Hannesson 8. MálfríðUr Lorange 9. Stefán Bemdsen 10. Guðrún Tryggvadóttir 11. Gísli Garðarsson 12. Jakob Jónsson 13. Gunnar Kristjánsson 14. Sturla Þórðarson Jón Sigurðsson, efsti maður D-listans. DV-mynd JGH Úrslit síðast Tveir listar voru á Blönduósi í síð- ustu kosningum. Þeir vom H-listi, listi vinstri manna og óháðra, samsettur af framsóknarmönnum, alþýðuflokks- mönnum, alþýðubandalagsmönnum og óháðum, og D-listi, listi Sjálfetæðis- flokksins. Úrslit urðu þessi: ( H-listi 304 atkv. og 3 kjöma D-listi 224 atkv. og 2 kjöma Þessir vora kosnir: Sigurður Ey- mundsson (D), Sigríður Friðriksdóttir (D), Hilmar Kristjánsson (H), Sigmar Jónsson (H) og Sturla Þórðarson (H). -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.