Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAl 1986. 19 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Frá Hellissandi. Hellissandur: DV-mynd GVA Allt fullt af fiski en kvótinn of magur Á Hellissandi og Rifi eru menn al- mennt óhressir yfir kvótanum. Rétt fvrir utan þessa staði er að finna feng- sælustu fiskimið landsins. Hins vegar finnst sjómönnum kvótinn vera magur sem þeir fá og kenna þvi m.a. um að viðmiðunarárin fyrir kvótann hafi ve- rið léleg. Þess þurfi þeir nú að gjalda. Þrátt fyrir kvótann gengur lífið sinn vana gang. Þeir þrír listar sem nú skipa meirihlutann í hreppsnefrid hafa nú ákveðið að bjóða fram einn lista. Þetta gera þeir m.a. vegna þess að samstarfið hefur gengið vel. Þeir vilja fyrir alla muni halda áfram að starfa og telja þetta vera réttu leiðina til að tiyggja meirihlutanum áframhaldandi völd. En þetta ráðabrugg fellur ekki í góðan jarðveg hjá öllum. Fram er kominn listi, Bara óháður, sem bein- línis er stofnaður vegna óánægju með þetta sameiginlega framboð meirihlut- ans. Menn á þeim lista segja að með þessu sameiginlega framboði sé verið að stilla bæjarbúum upp við vegg og skerða valmöguleika þeirra. -APH Spurt á Hellissandi: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna hér? Kristín Þórðardóttir: - Ég spái Sameinuðu tveimur, Bara óháðum einum og Alþýðubandalag- inu tveimur. Kristján Guðmundsson: - Sameinaðir fá þrjá og hinir einn hver. Gísli Ketilsson: - Bara óháðir fá einn, Sameinaðir þrjá og Alþýðubandalag og Óháðir einn. Ásta Dóra Valgeirsdóttir: - Ég vona bara að Bara óháðir fái engan mann. Líklegt er að Samein- aðir fái fjóra og Alþýðubandalag og Óháðir einn. Margrét Ragnarsdóttir: Ég spái því að Alþýðubandalag og Óháðir fái tvo, Sameinaðir tvo og Bara óháðir einn. Bjarni Hauksson: - Ætli Alþýðubandalag og Óháðir fái ekki tvo, Sameinaðir tvo og Bara óháðir einn. Kristinn F. Friðþjófsson. Alþýðubandal. og óháðir: Verðum að minnka skulda- byrðina „Við leggjum áherslu á að styrkja fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Það verður að minnka skuldabyrðina og fjármagnskostnaöinn. Einnig verðum við að spara og beita markvissari stjómun," segir Kristinn J. Friðþjófs- son, sjómaður og efsti maður á lista Alþýðubandalagsins og óháðra. Kristinn telur brýnt að ljúka við byggingu skólamannvirkja og einnig er þörf á átaki í gangstéttarlagningu. Hann segir að atvinnuástandið sé frekar dapurt á haustin og er við kvótafyrirkomulagið að sakast í því sambandi. „Við höfum farið illa út úr kvótanum því viðmiðunarárin hér voru svo léleg,“ sagði Kristinn. -APH Almennir borgarar: Meirihlutinn í eina sæng Þeir sem nú mynda meirihluta hreppsnefndarinnar hafa ákveðið að bjóða fram einn sameiginlegan lista. Þetta er listi Sjálfstæðisflokks, fram- sóknarmanna og óháðra og Óháðra kjósenda. „Við ákváðum að fara í eina sæng. Samstarfið hefur gengið vel. Við vilj- um gjaman halda því áffam og afnema þetta pólitíska mgl,“ sagði Ólafur Rögnvaldsson, útgerðarmaður og efeti maður listans. Ólafur segir að alltaf sé verið að skipta um meirihluta og einnig sveit- arstjóra. Þetta sé óhagstætt og meiri- hlutinn vilji mjög gjaman halda sama sveitarstjóranum áffarn. „ Við viljum leggja áherslu á að klára þær ffamkvæmdir sem hafnar em. Klára þarf byggingu skólans og íþróttahússins. Einnig er stefht að þvi að leggja slitlag á allar götur hér,“ segir Ólafur. Hann vill einnig koma innheimtu- Bara óháðir: Bara óánægðir hreppsbúar „Við erum bara óánægðir hrepps- búar með okkar mannréttindi," sagði Helgi Leifeson, verkstjóri og efeti mað- ur á lista Bara óháðra. Þessi listi hefur ekki áður verið í ffamboði. „Við erum óánægðir með að meiri- hlutinn í hreppsnefridinni, sem áður skiptist á þijá lista, skuli nú bjóða fram einn sameiginlegan lista. Við teljum að með þessu séu engir valkost- ir fyrir hendi. Með okkar ffamboði viljum við gefa fólki meira val,“ sagði Helgi, sem telur að með meirihluta- ffamboðinu sé verið að stilla hrepps- búum upp við vegg. -APH Ólafur Rögnvaldsson. málum hreppsins í betra horf. Þá telur hann æskilegt að komið verði upp sér- vinnslu á staðnum eins og t.d. rækju- vinnslu. -APH Helgi Leifsson. Listi Almennra borgara: 1. Ólafur Rögnvaldsson 2. Ómar Lúðviksson 3. Gunnar Már Kristófersson 4. Óttar Sveinbjörnsson 5. Ingibjörg Steinsdóttir 6. Aðalsteinn Jónsson 7. Aldís Reynisdóttir 8. Albína Gunnarsdóttir 9. Margrét Benjamínsdóttir 10. Guðmundur Kristjánsson Listi Alþýðubandalags og óháðra: 1. Kristinn J. Friðþjófsson 2. Hallgrímur Guðmundsson 3. Valgerður Jakobsdóttir 4. Arnheiður Matthíasdóttir 5. Anna Þóra Böðvarsdóttir 6. Reynir Benediktsson 7. Sigríður Þórarinsdóttir 8. Guðríður Sörladóttir 9. Margrét Ragnarsdóttir 10. Þórður Ársælsson Listi Bara óháðra: 1. Helgi Leifeson 2. Þröstur Kristófersson 3. Erla Laxdal Gísladóttir 4. Pétur Vigfússon 5. Magnús Sigþórsson 6. Lárus Guðmundsson 7. Birna Sigurðardóttir 8. Örn Jónsson 9. Kristmundur Einarsson 10. Hansína Guðmundsdóttir Úrslit 1982 Fjórir listar voru í framboði á Hell- issandi í kosningunum 1982. Úrslit urðu þessi: Framsóknarmenn og óháðir (B) 49 1 Sjálfstæðisflokkur (D) 114 2 Alþýðu- bandalag og óháðir (G) 73 1 Öháðir kjósendur (H) 67 1 I hreppsnefhd voru kosnir eftirtaldir menn: Ómar Lúðvíksson (B), Hákon Erlends- son (D), Ólafur Rögnvaldsson (D), Kristinn Jón Friðþjófsson (G) og Gunnar Már Kristófersson (H).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.