Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd > Þriðji dagur alþjóðahvalveiðiráðstefnunnar í Malmö: Island var í sviðsljósinu Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Tvlaímö: ísland var mjög í sviðsljósinu á þriðja degi alþjóðahvalveiðiráðstefn- unnar í Malmö í gær er teknar voru til umræðu hvalveiðar í vísindaskyni. Fyrir þinginu lá tillaga, borin íram meðal annars af Svíum og Bandaríkja- mönnum, um að komið yrði í veg fyrir verslun með afurðir hvala er veiddir eru í vísindaskyni. Er þessari tillögu augljóslega beint gegn Islendingum fyrst og fremst. Halldór harður í horn að taka Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra flutti mál íslands af mikilli festu og ákveðni. Sagði hann að hér væri mjög alvarlegt mái á ferðinni og ef íundurinn tæki afstöðu er stangað- ist á við stofnsamning Alþjóða hval- veiðiráðsins myndu Islendingar endurmeta afstöðu sína til ráðsins. Virtust flestir skilja málflutning Halldórs á þann veg að hann væri að hóta úrsögn íslands úr ráðinu. „Þeir eru skíthræddir við Halldór," sagði einn íslensku sendinefhdar- mannanna við DV. Erlendir blaða- og fréttamenn streymdu að Halldóri og ísland var á hvers manns vörum í kafft- og matar- hléum í gær. Ráðið yrði allt annað I samtali við DV sagði Halldór hins vegar að ekki bæri endilega að túlka hans orð sem hótun um úrsögn. „Flest- ar þjóðir mæta hér einungis með einn mann sem nokkurs konar áheymar- fulltrúa og hafa sömu möguleika og aðrir til að hafa áhrif. Við myndum endurskoða hvort ástæða er til að leggja svona mikið í þetta ef ekki er tekið tillit til okkar, ráðið yrði þá allt annað en áður,“ sagði Halldór við DV. Jóhann Siguijónsson sjávarlíffræð- ingur sagði hins vegar við DV að hugmyndir um stofnun nýs hvalveiði- ráðs þjóða við Norður-Atlantshaf væri engan veginn úr sögunni. Tillaga frá Óman Þrátt fyrir að mikið bæri á milli á fimdinum í gær virtist vera fyrir hendi vilji til að ná samkomulagi. Málamiðl- unartillaga borin fram af Persaflóa- ríkinu Óman var af íslensku sendinefndinni sögð lu-ein sýndar- mennska og stæðu Bandaríkin í raun á bak við hana. Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar, lét þá skoð- un í ljósi að tillaga Ómans hefði gert stöðu Islands á fundinum erfiðari því að ef einungis hefði verið um að ræða tvær tillögur hefðu íslendingar notið talsvert mikillar samúðar. Meðal þeirra er lýst höfðu yfir stuðningi við sjónarmið Islendinga á fundinu vom fulltrúar Japans, Noregs og nokkurra ríkja í Suður- Ameríku. Var stuðningur Japana þó eindregn- astur. Erfitt að ná samkomulagi I þriggja tíma matarhléi í gær var stofhuð nefnd fulltrúa frá níu ríkjum, þar á meðal frá íslandi, Bretlandi, Óman, Japan og Svíþjóð, til að reyna að komast að málamiðlun. Hvorki gekk né rak. Var málinu frestað og nýr fundur formanna sendinefhdanna haldinn að loknu þinghaldinu í gær- kvöldi. Ekki náðist heldur samkomulag þá og var þá fundinum fr estað enn á ný. „Það virðist vera mjög erfitt að ná samkomulagi. Það em þó allar líkur á að tillaga verði samþykkt á morgun en endanlegt orðalag hennar liggur ekki fyrir,“ sagði Halldór Ásgrímsson að loknum fundinum í gærkvöldi. Suður-Kórea spillir fyrir Hvalveiðar í vísindaskyni virðast njóta lítillar samúðar. Það er nánast sama hvar borið er niður í umfjöllun erlendra pölmiðla um þessi mál, hval- veiðar Islendinga í vísindaskyni virðast álitnar yftrskin eitt. „Við höfum ekki haft nógu sterka stöðu í fjölmiðlum. Suður-Kóreumenn spilla fyrir okkur. Við stæðum sterkar að vígi ef við værum einir á báti,“ sagði Jakob Jakobsso í samtali við DV í Malmö í gærkvöldi. Líkmaður fellir fyrstu tárin við jarðarför í Crossroads eftir að lögregla skaut táragasi að syrgjendum. Menn óttast nú mjög að upp úr sjóði í Suður-Afríku á mánudag er menn minnast 10 ára afmælis mikilla óeirða í Soweto. Kínverski flugherinn í almennt farþegaflug Kínverski flugherinn hefur ákveðið að koma á Iaggirnar almennu far- þegaflugi með vélum flughersins í samvinnu við kínverska ríkisflugfé- lagið, vegna gífurlegra anna ríkisflug- félagsins yfir háannatíma ferða- mannatímabilsins í sumar. Flugherinn leggur til farkost, allar áhafriir og tæknimenn auk veislurétta um borð og ódýrari fargjöld, að því er dagblaðið China Daily sagði í gær. Aðalstöðvar hins nýja verkefnis kín- verska flughersins verður á herflug- velli miklum fyrir sunnan höfuðborg- ina Peking og verður þaðan flogið til áfangastaða vítt og breitt um alþýðu- lýðveldið. Gaddafi heimtar her- væðingu þegna sinna Suður-Afríka: Herlög í uppsiglingu? Suður-afrískar öryggissveitir gerðu í morgun öfluga skyndiárás á and- stæðinga aðskilnaðarstefhunnar og handtóku verkalýðsleiðtoga og aðra sem hafa gagnrýnt stjómina hvað harðast. Talasmaður stjómarinnar neitaði að láta hafa nokkuð eftir sér um málið en sagði að hugsanlegt væri að yfirlýs- ing yrði gefin út í dag. Árásin, sem talið er að eigi að koma í veg fyrir að á mánudaginn verði minnst þess að tíu ár em liðin frá óeirðunum í Soweto, var umfangsmik- il og var gerð á sama tíma í mörgum hverfum svertingja. Andstæðingar ríkisstjómarinnar skýrðu frá því að hersveitir og sérstak- ar öryggissveitir hefðu látið til skarar skríða í fjómm stærstu borgum lands- ins, Jóhannesarborg, Höfðaborg, Pretoríu og Durban. Búist hafði verið við því að ríkis- stjómin myndi grípa til harðra að- gerða eftir að henni hafði mistekist að fá samþykkt á þingi lög, sem beind- ust gegn óeirðum og uppreisnum meðal svartra. I suður-afrískum íjölmiðlum var skýrt frá því að bílalestir með öryggis- sveitunum væm á leið frá Jóhannesar- borg til Soweto með mikið af vopnum. Dagblöð og stjómmálamenn töldu í morgun mjög líklegt að ríkisstjómin myndi lýsa yfir neyðarástandi, eða jafnvel setja herlög, áður en mánudag- urinn rennur upp en þá verða liðin 10 ár frá því að 575 manns biðu bana í miklum óeirðum í Soweto. Ríkisstjómin hefur bannað allar minningarathafnir vegna atburðarins, en hópar andstæðinga aðskilnaðar- stefriunnar hafa látið að því liggja að það bann verði virt að vettugi. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson Norska knattspymu- sambandið tapar vegna HM Gautí Grétarsson, DV, Þrándheirra. Norska knattspymusambandið tap- ar að því ætlað er um einni og hálfri milljón norskra króna, eða ríflega átta milljónum islenskra króna, í minni aðsókn að norskum knattspymukapp- leikjum vegna heimsmeistarakeppn- innar í knattspymu er nú fer fram í Mexíkó. Áhorfendum hefur fækkað að með- altali um tvö þúsund á hvem leik í fyrstu deildinni, miðað við sama tíma í fyrra. Til dæmis komu aðeins 514 manns til að sjá leik Víkings og Strömmen í fyrstu deild um síðustu helgi. Þetta er minnsti áhorfendafjöldi á leik í mörg ár. Ef fækkunin heldur áfram eins og verið hefur mun þeim fækka saman- lagt um allt að fimmtíu þúsund manns í næstu fjórum umferðiun norska fyrstu deildar boltans. Nú fara fimmtán prósent tekna miðasölu á leiki fyrstu deildar til fé- lagsliða í annarri og þriðju deild. Hefur minnkandi áhorfendafiöldi í fyrstu deild því vemlega tekjuskerð- ingu í för með sér fyrir liðin i hinum deildunum. Einnig hefur áhorfendum fækkað vemlega í öðrum deildum norsku knattspymunnar, og sjá fjölmörg knattspymulið fram á veruleg fjár- hagsvandræði er líða tekur á sumarið. Norðmenn kenna heimsmeistara- keppninni í Mexíkó einnig um almennt minnkandi fundasókn al- mennings, auk þess sem mikill samdráttur hefur orðið í sókn fólks í leikhús og kvikmyndahús. Gaddafi Líbýuleiðtogi hvatti þjóð sína í sjónvarpsávarpi í gær að vopn- ast og búa sig undir frekari árásir Bandaríkj amanna. Gaddafi virtist vera æstur og talaði blaðalaust. Hann skoraði á þegna sína að verja 24.000 krónum á mann til að vopnast, svo takast mætti að eyða bandarískri árás. „Við verðum að byggja vamarlínu meðfram allrí strandlengjunni,“ sagði hann. Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á Típólí og Benghasi í apríl eftir að Bandaríkjastjóm sagðist hafa sannanir fyrir því að Líbýumenn stæðu á bak við hryðjuverk gegn Bandaríkjamönnum. Nú em sextán ár liðin frá því að Bandaríkjamenn hurfti með herstöðv- ar sínar frá Líbýu. Gaddafi sagði að það væri vegna hemaðarlegs mikil- vægis landsins sem Bandaríkjamenn reyndu nú að ná aftur herstöðvum sín- um í Líbýu sem þeir vom reknir frá. Gaddafi er sagður hafa flutt ávarp sitt beint frá ógreindum stað í Líbýu. Upplýsingaráðuneytið sagði að hann hefði verið í austurhluta landsins þar sem hann talaði á útifundi kvöldið áður. Moby Dick færður til hafnar Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundr Norska strandgæslan færði í gær- kvöldi Moby Dick, skip grænfriðunga, til hafnar í Norður-Noregi, þar sem skipið hafði haldið sig í norskri land- helgi án heimildar. Samtök grænfriðunga telja að um þrjátíu norsk hvalveiðiskip séu að veiðum úti fyrir Norður-Noregi og var ætlun Moby Dick að tmfla hvalveið- amar og mótmæla þannig hvalveiðum Norðmanna. Um borð í Moby Dick er ellefu manna áhöfn grænfriðunga. Norska strandgæslan færði skip grænfriðunga, Moby Dick, til hafnar í Norður- Norpnl í oærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.