Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. 19 jtMIUÉ : Í-Wi** . . Lótus sigraði í 350 metra stökkinu. Tíu verðlaun að Skarði Hestamannafélagið Geysir í Rang- árþingi er annað stærsta hesta- mannafélag á íslandi. Enginn tilviljun því hestar munu fjölmenn- astir í Rangárvallasýslu. Geysismenn héldu hestamót sitt um síðustu helgi. Þetta var hefð- bundið mót; gæðingakeppni fullorð- inna og bama og kappreiðar. Gæðingakeppnin var jafnframt úr- taka fyrir landsmótið sem einmitt verður haldið á Hellu í júlíbyrjun. Ekki er nema tæpur mánuður þar til landsmótið verður haldið og því mikil eftirvænting á svæðinu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað þar eystra en það verður ekki tíundað hér, heldur gerð skil síðar. Helstu úrslit urðu þessi: í gæð- ingakeppni í A flokki stóð efstur Kolbeinn, sem Sigurður Sæmunds- son á og sat, og hlaut í einkunn 8.18. Penni, sem Magnús Halldórsson á og sat, var í öðru sæti með 8.17 í einkunn. Nana, Lárusar Jónassonar, var í þriðja sæti með 8.15 í einkunn en Ragnar Hilmarsson sat Nönu. Jafnar einkunnir þar. í B flokki stóð efstur Snjall, Guðna Kristinssonar, með 8.63 í einkunn. Olil Amble sat Snjall að vanda. Börkur, sem Krist- jón Kristjónsson á og sat, var annar með 8.43 i einkunn. Tralli, Áma Jó- hannssonar, var í þriðja sæti með 8.27 í einkunn. Þórður Þorgeirsson sat Tralla. B flokks hestasveit Geys- is er sterk með sigurvegarann Snjall frá fjórðungsmótinu í Reykjavík árið 1985 í efsta sæti. I barnaflokki sigr- aði Magnús Benediktsson á Hörpu með 8.03 í einkunn. ívar Þormóðsson var annar á Hrannari með 7.92 í einkunn og Sigríður Th. Kristins- dóttir þriðja á Háfeta með 7.81. í unglingaflokki sigraði Borghildur Kristinsdóttir á Fiðlu með 8.41 í ein- kunn. Ragnheiður Jónsdóttir var í öðm sæti á Óttari með 7.83 í ein- kunn og Bóel Hjartardóttir í þriðja sæti á Grími með 7.78 í einkunn. Einnig voru kappreiðar haldnar. í 150 metra skeiði sigraði Penni, sem Magnús Halldórsson á og sat, á 16.1 sek. Hvinur, sem Steindór Steindórs- son og Erling Sigurðsson eiga en Erling sat, var annar á 16.5 sek og í 3.-4. sæti Djass, sem Hermann Inga- son á og sat, á 17.3 sek og Melkorka, sem Konráð Auðunsson á en Her- mann Ingason sat, á sama tíma. Tvistur, Antons Guðlaugssonar, sigraði 250 metra skeiðið á 23.8 sek. Guðlaugur Antonsson var knapi. Vani, sem Erling Sigurðsson á og sat, var annar á 24.8 sek og Lýsa, sem Þorgeir Guðlaugsson á og sat, var þriðja á 25.0 sek. Þota, Guðna Kristinssonar, sigraði í 250 metra stökki á 19.2 sek. Knapi var Róbert Jónsson. Þruma, Bryndísar Guð- mundsdóttur, var önnur á 20.7 sek en knapi var Aron K. Jónsson. Tíg- ull, Guðna Kristinssonar, var í þriðja sæti á 20.8 sek. Knapi var Jón Ól. Jóhannesson. 300 metra brokkið sigraði Sörli, sem Guðjón og Magnús Halldórssynir eiga en Magnús sat, á 42.0 sek. Héðinn, sem Tómas Steind- órsson á en Steindór Tómasson sat, var annar á 42.0 sek. I þriðja sæti var Fylkir, sem Magnús Geirsson á og sat, á 42.2 sek. 35o metra stökkið sigraði Lótus, Kristins Guðnasonar, sem Róbert Jónsson sat, á 27.5 sek. Valsi, Lóu Melax, var annar á 27.7 sek. en Linda Ósk Jónsdóttir sat Valsa. Ör, Grétu Völu Bjamadóttur, var þriðja á 27.7 sek. en Aron K. Jónsson sat hana. 800 metra stökkið sigraði Kristur, Guðna Kristins- sonar, á 66.1 sek. Knapi Róbert Jónsson. Undri, Guðna Kristinsson- ar, var annar á 66.2 sek. Knapi Jón Ól. Jóhannesson. Óðinn, Erlings Sigurðssonar, þriðji á 67.4 sek. Knapi var Róbert Jónsson. Það er athyglisvert hve keppend- um frá Skarði gekk vel á þessu móti. Skarðshópurinn hlaut alls fjögur verðlaun í gæðingakeppninni og 5 verðlaun í kappreiðunum. Auk þess hlaut Borghildur Kristinsdóttir knapaverðlaun mótsins. Efstu hestar og knapar þeirra í A flokki. DV mynd EJ. Snjall og Olil Amble i léttri töltsveiflu. AÐALFUNDUR Aðalfundur Arnarflugs hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, föstudaginn 27. júní nk. og hefst hann klukk- an 17.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Tillaga um nýjar samþykktir fyrir félagið. í tillögunni er m.a. lagt til að stjórn félagsins hafi heimild til að auka hlutafé félagsins í allt að 150 milljónir króna. Ársreikningur Arnarflugs hf. fyrir árið 1985 ásamt skýrslu endurskoðenda og tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Lág- múla 7 í Reykjavík frá og með 20. júní nk. til athugunar fyrir hluthafa. Stjórnin 6 vikna sumarnámskeið hefst mið- vikudag 18.júní. Liðkið og styrkið líkamann. Haldið líkamsþunganum í skefjum - með heilbrigði í huga. Pantaðu tíma Reyndir leiðbeinendur. Saunaböð - ljósaböð YOGASTÖÐIN HHISUBÓT Hátun 6a sími 27710 og 18606 Evrópumeistariim í fimm gangtegundum á EM '85. Goertz hnakk að sjálfsögðu: Næst þegar þú velur þér hnakk þá velur þú nr. 1 Goertz hnakk „Goertz“ hnakkurinn nr. 1. nsTunD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 Austurver Simi 8-42-40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.