Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Thorsarar vinna hálf- an sigur Bæjarþing Reykjavíkur hefur dæmt ógilt leyfi sem landbúnaðarráðherra gaf Guðmundi Halldórssyni á Odda- stöðum árið 1979 til innlausnar veiði- réttinda í Oddastaðavatni sem seld voru Thor Jensen árið 1918. Erfingjar Thors Jensen kröfðust þess að innlausnarheimild veiðiréttinda væri ógild vegna þess að þeim hafi ekki verið gefinn kostur á að láta í ljós álit sitt áður en veiðimálanefnd gaf umsögn um málið og leyfið var veitt. Dómurinn telur að stefnendur, erfingjar Thors Jensen, hafi haft veru- lega hagsmuni af því að tjá sig um innlausnina, þar á meðal hversu við- feðm hún ætti að vera. Dómurinn féllst hins vegar ekki á ýmsar aðrar kröfur stefhenda. Þannig telur dómurinn að því skilyrði til inn- lausnar veiðiréttinda, að þau hafi verið skilin frá jörðinni, sé fullnægt en því höfðu erfingjamir mótmælt. Þetta mál er eitt fjölmargra sem ris- ið hafa milli erfingja Thors Jensen og íbúa í nágrenni Haffjarðarár, sem rennur úr Oddastaðavatni, og ábú- enda á jörðum í eigu svokallaðra Thorsara. Þekktast þessara mála er útburðarmálið á Höfða. Ekki náðist í Guðmund Halldórsson en talið er líklegt að hann muni fara fram á að landbúnaðarráðuneytið gefi út nýtt innlausnaileyfi. Væntanlega verða Thorsarar þá beðnir um álit>- Dóminn kváðu upp Hrafh Bragason, Gaukur Jörundsson og Lýður Bjöms- son. - ás. Eyðni-þingi lokið í París: „Veit ekki hvað ég á að segja“ „Þegar ég sný heim til Þýskalands á morgun og sjúklingar mínir inna mig frétta af AIDS-þinginu veit ég ekki hvað ég á að segja,“ sagði býski læknirinn Hans Yaeger við lok þriggja daga ráðstefhu um eyðni er haldin var í París 23.-25. júní. Ráðstefnuna sóttu 2.500 sérfræðingar víða að úr heimin- um, þar á meðal nokkrir íslendingar. Gátan um eyðni var ekki leyst á Parísarráðstefhunni enda aðeins fimm ár síðan AIDS-veiran varð þekkt. Bandaríski læknirinn Robert Gallo, sem er einn fremsti vísindamaðurinn á þessu sviði, sagði á fréttamanna- fundi á miðvikudaginn: ,,Við sjáum þó Ijós fýrir endanum á göngunum vegna þess að við vitum hvemig veir- an hagar sér þó hún hafi ekki veríð rannsökuð nema i stuttan tíma. Það er trú mín að bóluefni eigi eftir að finnast þó ég geti ekkert um það full- yrt a þessari stundu.“ Nú er talið að 100 þúsund jarðar- búar hafi smitast af eyðni og ef miða skal við þróunina í Bandaríkjunum á undanfömum árum má fastlega gera ráð fyrir að sú tala þrefaldist á næstu fimm árum. íslenskir eyðnisjúklingar, sem vitað er um, nálgast nú fjórða tuginn. Einn er þegar látinn og annar með sjúk- dóminn á lokastigi. -EIR „Óréttlátt gjald á fersku kartöflunum“ - Jón Magnusson hjá Þykkvabæjarkartöflum „Mér finnst óréttlæti að leggja jöfh- unargjald á fersku kartöflumar, en það er allt annað mál með unnar kart- öflur,“ sagði Jón Magnússon hjá Þykkvarbæjarkartöflum um nýja gjaldið á innfluttar kartöflur sem sagt var frá í DV í gær. „Miðað við hvemig émnar land- búnaður er vemdaður á að mínu mati að banna allan innflutning á unnum kartöflum því hvað verðið snertir er- um við ekki samkeppnisfærir með innlenda framleiðslu. Fyrst bannað er að flytja inn mjólk og kjöt í því skyni að vemda þessa landbúnaðarfram- leiðslu finnst mér alveg sjálfsagt að við sitjum við sama borð hvað þetta varðar," sagði Jón. Hann sagðist ekki trúa því fyrr en hann tæki á því að 40% jöfhunargjald legðist einnig á ferskt hráefhi til verk- smiðjanna og sagðist telja að ef svo væri yrðu stjómvöld að endurgreiða mismuninn í einhverju formi. Hann vildi ekki taka undir þá skoðun að innlendu kartöflumar, sem nú er verið að selja, séu orðnar lélegar og jafnvel lítt söluhæf vara. „Þetta em ágætar kartöflur, en við verðum ekki kart- öflulausir nema í einn mánuð og mér finnst ekki ná nokkurri átt að spenna upp verðið með skattlagningu eins og þessari." -S.Konn. Hreinn aftur í vatnið „Nú er kominn góður skriður á vatnsmálið hjá mér. Ég stefhi að því að gera verksmiðjuhúsið fokhelt í sumar og ljúka við það næsta vetur,“ sagði Hreinn Sigurðsson á Sauðár- króki. „Þetta er ársáætlun ef allt gengur að óskum.“ Hreinn Sigurðsson, prentsmiðjueig- andi á Sauðárkróki, kom mikið við sögu vatnsútflutnings fyrir nokkrum misserum er þau mál vom hvað mest til umræðu. Áætlanir hans vom stór- brotnar og gróf hann grunn að verksmiðjuhúsi á Sauðárkróki er í átti að leiða lindarvatn og tappa á flöskur. Grunnurinn hefur staðið óhreyfður um árabil. „Ég er kominn í samband við banda- ríska aðUa og viðræður lofa góðu,“ sagði Hreinn Sigurðsson. -EIR DV-mynd: Ægir Þórðarson. Þannig var bíllinn útlítandi eftir velturnar. Rif: Bfll fór margar veltur út af vegi Umferðarslys varð skammt frá Rifi á Snæfellsnesi er bíll endastakkst margar veltur út af veginum. 1 bílnum var þrennt, þar á meðal 5 ára bam sem sent var suður til Reykjavíkur til nán- ari rannsóknar en ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg. Skart- griparán í Banka- stræti Brotist var inn í úra- og skratgripa- verslunina Guðmundur Þorsteinsson sf. í Bankastræti 12 og þaðan rænt skartgripum að verðmæti um 330.000 kr. Að sögn Ólafc G. Jósefssonar gull- smiðs var rúða brotin bakatil í versl- uninni og jámrimlar í glugganum beygðir upp. Þjófamir fóm síðan bein- ustu leið í útstillingarglugga verslun- arinnar og létu þar greipar sópa. „Þeir virðast greinilega hafa vitað hvað þeir vom að gera því þeir hirtu aðeins dýrustu gripina úr glugganum, þar á meðal demantshring að verð- mæti 116.000 kr.,“ sagði Ólafur. Atburður þessi átti sér stað aðfara- nótt fimmtudagsins en uppgötvaðist í gænnorgun. Ekkert viðvörunarkerfi var tengt við gluggann sem brotinn var. Málið er nú í höndum rannsókn- arlögreglunnar. -FRI Atburður þessi átti sér stað um há- degisbilið í um eins km fjarlægð frá ytri afleggjaranum að Rifi. Talið er að ökumaður hafi misst stjóm á bif- reið sinni, sem er af Moskvich-gerð, með fyrrgreindum afleiðingum. Éng- inn í bílnum slasaðist alvarlega en bíllinn er talinn ónýtur. Flugvél frá Amarflugi var á ferð yfir Breiðafirði er slysið átti sér stað og var flugmaðurinn fenginn til að fara með bamið til Reykjavíkur til rannsóknar. -FRI Úr þessum útstillingarglugga var skartgripunum rænt. DV-mynd Óskar Örn. Þingflokkur BJ: Mótmælir átthagafjötrum Sverris „Þingflokkur Bandalags jafnað- armanna lýsir andstöðu sinni við þá átthagafjötra sem Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra ætlar að leggja á ungt fólk með því að takmarka möguleika þess til náms erlendis," segir í samþykkt sem þingflokkurinn hefur gefið út. Tekið er undir sjónarmið Eyjólfe Sveinssonar, formanns Stúdenta- ráðs, um nýtingu fjármagns og betri menntun umfram hærri námslán. Þingflokkurinn telur boðaðar breytingar hvetja til fá- breytni í námsvali og auka hættu á þröngsýni. „Þótt menntamálaráðherra þyki menntunin dýr ber honum að minnast þess að fáfræði og heim- óttarskapur munu reynast okkur enn dýrari,“ segir þingflokkur Bandalagsins. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.