Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 45 *■- Sviðsljós Sviðsljós Sviósljós Sviðsljós # fjarri föðurlandinu íslendingar erlendis slá ekki slöku við frekar en íyrri daginn og þjóðemiskenndin virðist brjótast fram með auknum þunga þegar komið er út fyrir landstein- ana. Um 300 íslendingar dvöldust í sæluhúsahverfum Samvinnu- ferða-Landsýnar í Meerdal og Kempervennen í Hollandi á 17. júní. Öllum sem vildu var boðið til þjóðhátíðarfagnaðar í Chatlet Sonnevanck sem er veitingastað- ur í bænum Oirschot. Flestir þáðu boð ferðaskrifstofunnar og var mikið um dýrðir. Boðið var upp á m.a. sirkusatriði, barna- skemmtun og bæði íslenskar og hollenskar hljómsveitir. Magam- álum voru einnig gerð góð skil bæði með inni- og útigrillum. Veðurguðirnir léku við íslend- ingana þennan dag sem og aðra en veðrið hefur verið einstakt það sem af er sumri og aðsókn svo mikil í sumarhúsin að ekki er hægt að anna eftirspum. Allir skemmtu sér hið besta og voru einhverjir á því að þjóðhátíðar- dagurinn vekti enn meiri þjóð- emiskennd með fólki ef það væri statt erlendis, fjarri sínu farsælda Fróni. Islenskar blómarósir í þjóðhátíðarstemmningu í Hollandi 17. júní. Tveir fararstjórar, þeir Kjartan Már Kjartansson (t.v.) og Karl Frímanns- Þjóðhátiðargestir munda kjötteina á útigrillinu í Oirschot. son, taka lagið á þjóðhátíðarknallinu. Öryggi ofar öllu! í Sovétríkjunum er aldrei teflt á tæpasta vað og öryggi gesta, er sækja þjóðina heim, er sett ofar öllu - jafnvel eigin óskum. Til verndar og leiðsagnar er mikilvægum gestum fenginn fylginautur sem gætir þeirra í hvívetna. Gæsla á íþróttaleikj- um er mjög rómuð og aldrei hefur komið til óeirða eða óláta eins og títt er annars staðar. Á skíðamóti í Syktyvkar fyrir tæpu hálfu ári fannst mörgum þó öryggisgæslan vera einum um of eða eins og myndin sýnir röðuðu lögreglumenn sér við brautina upp eftir öllu fjalli. Fylgir einnig sögunni að dauðaþögn hafi ríkt meðal áhorfenda og ekki heyrst önnur hljóð en brakið undan skíðum keppenda. Vigdís Finnbogadóttir heimsþekkt? Sjálfsagt þekkja einhverjir norska tímaritið „Norsk Ukeblad“. í margar vikur hefur blaðið gengist fyrir spurningaleik sem er í því fólginn að teiknimyndafígúran Stomperud heimsækir frægar persónur og staði. Þátttakendur eiga síðan að geta sér til um i hvaða landi eða borg Stom- perud er staddur hverju sinni. Leikur þessi er mjög vinsæll og er ávallt mikil þátttaka í honum. í síðasta tölublaði var Stomperud á tali við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta vor- an, og er ánægjulegt til þess að vita að Vigdís skuli teljast þekkt persóna í augum Norðmanna. Hér sést Vigdis „á tali“ við Stomperud. Ólyginn sagði . . . grímuklæddi popparinn, mun troða upp á Leninleikvangin- um í Moskvu 4. júlí næstkom- andi ef tekið er mark á rússneskum dagblöðum. Konsertinn mun Jackson halda ásamt sovésku popp- stjörnunni, Alla Pugachova. Er konsertinn á opnunarhátíð svokallaðra „Friðarleika". Spurningin er aðeins sú hvort Jackson verði ekki klæddur í líkingu við geimfara af ótta við geislavirkni! Reza Phalavi jr. krónprins af íran, er nú orðinn 24 ára gamall. Hinn 24. ágúst ætlar þessi landflótta landerf- ingi að ganga í það heilaga en brúðurinn tilvonandi nefn- ist Yasmane Ettemad Amine. Reza trúir því að dag nokkurn muni hann setjast í keisarastól og taka við páfuglskórónunni. Hvað sem því líður þá verða þau álitin keisarahjón af stuðningsmönnum keisara- dæmisins. Brooke Shields leikkonan ásjálega, er mikil áhugakona um líkamsrækt og ku vera vel frambærileg í svo- kallaðri þolleikfimi. Hún var nýlega ráðin sem þjálfari í lík- amsræktarstöð einni í Prince- ton í Bandaríkjunum. Hlakkaði hún mikið til starfs- ins en gleðin var skammvin því allir vildu komast í tíma til Brooke Shields. Kvað svo rammt að þessu að leikkonan neyddist til að hætta kennslu enda lítið gaman að kenna í troðfullum sal þar sem nem- endurnir beita hnúum og hnefum til að hafa örlítið pláss. Michael Jackson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.