Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum AlþýAubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innleg® eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 1370 nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5‘X, nafnvöxtum og 10.8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reyníst hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 18*%,. Sé ávöxtun bctri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar cru hundnir og verðtryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtrvggðro reikninga í bankanum, nú 13%. cða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nalnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga scm innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparitjár- reikninga í bankanum. Nú er árrá' öxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mónaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með Innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 48 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í. Seðlabankanum, viðskiptaþönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Meö þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við inn^ausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vQxtir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrfctu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Siunir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími ér 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir. reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún, getur jafnveí orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á. 10*%, nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-. ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á. mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grmninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- mn leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21.-30.06. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista j! jI HÍÍÍIH !f 11 ll si INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsógn 10.0 10,25 10.0 9.0 8.5 10,0 8.5 9.0 10,0 9.0 ömán.uppsogn 12.5 12,9 12.5 9.5 11.0 10,0 10.0 12.5 10.0 12mán.uppsögn 14.0 14,9 14.0 11.0 12.6 12,0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 mén. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avlsanareikningar 6.0 8.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 innlAn verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsógn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 innlán gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadoilarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.0 10.0 10.0 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3,5 3.5 3.5 Oanskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 '15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kfle ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20.0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VEROTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 Arí 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Langri en 21/2 ér 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ITTIÁN TIL FRAMLEfflSLU SJA NEÐANMÁLSI)_______ 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,25%, í vestur- þýskum mörkum 6,0%. 2)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum serh þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti Viðskipti Viðskipti íslensk karfaflök vinsæl í New York « Bv. Jón Baldvinsson landaði 19. júní 136 tonnum, aílinn var aðallega þorskur, góður afli. Bv. Engey land- aði 152 tonnum af góðum fiski, rúmlega helmingur þorskur. Bv. Ottó N. Þorláksson landaði 23. júní ca 150 tonnum. Bv. Ásgeir landaði 23. júni 128 tonnum, aflinn var mest þorskur. Allur þessi afli var 1. flokks, í mjög góðri meðferð. New York Síðustu daga hefur komið meira af Kyrrahafslaxi á markaðinn hjá Fulton en nokkru sinni áður. Á vest- urströndinni hefur hann lagt undir sig markaðinn. Kemur ýmislegt til að svo er komið, t.d. er verðið miklu lægra en á norskum laxi, þar að auki hefur laxinn frá Noregi ekki verið nægilega vel frá genginn, t.d. hefur vantað ís í kassana og hann verið orðinn þurr og ljótur. Þama er minnst á atriði sem íslenskir selj- endur verða að passa að ekki komi fyrir. Rækjuverðið hefur verið sæmilegt eins og reyndar hefur verið á um- liðnum mánuðum. Rækja frá Ecuador hefur haldið verði, enda hefur veiði verið með minna móti. Rækja frá Mexíkóflóa hefur ekki borist á markaðinn í jafnmiklum mæh og oftast áður, þó er veiðin heldur að glæðast. Eins er með Suð- ur-Ameríkuveiðamar, þær eru frekar dræmar og lítið berst á mark- aðinn hjá Fulton. Allt hjálpar þetta til að verðið haldist þokkalegt. Frá Oregon hefur lítið borist af rækju og það sem komið hefur er smátt, en stóra rækju vantar sérstaklega. Sú rækja sem mest hefur verið á markaðnum er rækja af stærðinni 300/400 stykki í kílói. Mest hefui borið á smárækju og litlum bitum. Af þessum sökum hefur stór góð norsk rækja verið á háu verði. Kanadamenn hafa aukið innflutn- ing á hörpuskelfiski og em nú nænri einráðir á markaðnum, þar sem ís- lendingar hafa engan hörpuskelfisk á markaðnum né Perúmenn. Um viðskipti Norðmanna og Am- eríkumanna er allt í óvissu og verður Reagan að taka ákvörðun í málinu fyrir 8. ágúst. Nú er veðrið að breytast í New York, hiti að morgni frá 20 til 25° á Celcius og mikill raki, allt að 90%. Þrátt fyrir þessa veðráttu hefur fisk- salan gengið nokkuð jafnt og er í Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson svipuðum farvegi og var á sama tíma síðasta ár. íslensk karfaflök hafa verið á markaðnum hjá Fulton upp á síðkastið og verðið hefur verið fyr- ir flök með roði kr. 180 kílóið. Fiskurinn er allur 1. flokks vara og vel frá genginn í 10 kílóa öskjum. Rækjan frá vesturströndinni, svo sem frá Oregon, hefur verið á kr. 325 krónur kílóið, rækjan frá Kanada, 100/200 stk. í kg, kr. 370 kílóið. Búist er við hækkandi rækjuverði á næs- tunni. Þorskur kr. 138 kílóið, ýsa var á sama verði, lúða kr. 210 kílóið, karfi kr. 69 kílóið. Hörpuskelfiskur, 40-50 stykki í kílói, kr. 694. Hörpu- skelfiskur, 40-80 stykki í kílói, kr. 448 . Hlutur Norðmanna í innflutningi á laxi til Ameríku árið 1985 var sem hér segir. Boston 27% Los Angeles 11,7% New York 50,4% Seattle 1,5% San Francisco 8,5% Washington D-C 1,0% Grimsby Að undanfömu hefur borist mikið að á enska markaðinn af fiski úr Norðursjó, Hvítahafi og frá Islandi. Frá íslandi var seldur fiskur frá 20 fyrirtækjum 23. júní, meðalverð var kr. 51,44 kílóið. Þorskur var á kr. 41,59 að meðaltali, ýsa kr. 62,17, ufsi kr. 32,15, karfi kr. 49,00 og koli kr. 49,50, þetta er allt meðalverð. Auk þess seldi ms. Halkion 87 tonn fyrir 4,6 millj. kr. Bv. Ásbjöm seldi einnig 23. júnf 174 tonn fyrir kr. 7,8 millj., meðalverð kr. 44,81 kg. Hull 23. júní seldu 5 fyrirtæki íslenskan fisk úr gámum og var meðalverð talið hér að framan. Alls var 253 tonnum landað í þessum tveim höfh- um og seldust fyrir kr. 12,4 millj. París Upp úr miðjum mánuðinum var talsvert af innfluttum fiski á mark- aðnum hjá Rungis, en búist er við minna af erlendum fiski í næstu viku. Laxinn var í Jágu verði, eftir því sem hann hefur verið á Parísar- markaðnum. Stór lax, 5-6 kg, seldist á kr. 340 og er það 116 kr. lægra verð á kílói en á sama tíma í fyrra. Þorskur frá frönskum skipum var á kr. 132 kílóið, ufsi kr. 92 kg, karfi 95 kg, skötubörð kr. 162 kílóið og skötuselur kr. 352 kílóið. Fiskur frá Holllandi og Danmörku var á aðeins lægra verði. Madrid Vegna mikils framboðs á fisk- markaðnum Mercantmadrid féll allur fiskur í verði. Mikið hefur ver- ið um kaupendur en lítið verið keypt og eru sumar tegundir langt undir venjulegu markaðsverði á þessum tíma árs. Aukið eftirlit með fískútflutningi: „Höfúm ákveðnar grun- semdir um falsanir“ - segir Halldór Ásgnmsson „Við athugum nú í fullri alvöru að koma á fót nákvæmu eftirliti með fisk- mörkuðum okkar erlendis og þá sérstaklega í Bretlandi þar sem mest er selt af þorski,“ sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV. Halldór sagði að sendinefnd á vegum sjávarútvegsráðuneytisins hefði farið utan til að kynna sér eftirlitsmál á fiskmörkuðum okkar og ákvörðun um þetta yrði tekin innan skamms. „Svo virðist sem sumir séu að senda hálf- lélegt hráefni á markaði erlendis og eru með þvi auðvitað að eyðileggja það góða orð sem fer af okkur. Eftirlit- ið í Þýskalandi er nægilega gott að okkar dómi en í Bretlandi geta um- boðsmenn komist upp með að hagræða staðreyndum og við höfum ákveðnar grunsemdir um að það hafi verið gért.“ Eftirlit með útflutningi hér heima felst í þvi að á miðunum fylgjast varð- skip með veiðunum og við löndun eru fiskmatsmenn frá Ríkismatinu sem gefa vottorð fyrir aflanum sem skipað er í gáma. Mikið er um að aflinn sé settur í ker um borð í skipunum og sjá matsmennimir því lítið annað en þann fisk sem liggur ofan á. Sam- kvæmt heimildum DV er talsvert um að aflanum sé hagrætt í kerunum áður en komið er að landi og á botninum leynist því oft lélegur fiskur. Þórður Eyþórsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að þetta vandamál hefði talsvert verið til umræðu. „Það má segja að mun minna eftirlit sé með þeim afla sem fluttur er til útlanda heldur en þeim sem land- að er hér heima. Nokkur brögð hafa verið að því að bátar hafi verið að sigla með netafisk sem veiddur var í maí og júní en þá er sjórinn orðinn svo hlýr að fiskurinn hefur ekkert geymsluþol. Glansinn er því oft farinn af honum þegar hann kemur á markað erlendis. Kvótakerfið felur í sér ákveðna freistingu og við þurfum að girða fyrir að menn séu að drýgja sinn hlut með því að fara fram hjá reglum. Það er alveg öruggt að við munum koma á einhvers konar eftirliti á er- lendum mörkuðum okkar, þetta er bara spuming um aðferðir og tíma.“ -S.Konn. Útflutningur á gámafiski hefur aukist mikið: Er þar um einhverjar falsanir að ræða?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.