Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 15
Kjallarinn „Þaö eru helst rásir rikisútvarpsins sem þenja sig út á alla kanta.“ Ekki heldur Rolf Ymsir ráku upp harmakvein þegar fréttist að Rolf Johansen stórbis- nessmaður og fleiri ætluðu að heíja rekstur sjónvarpsstöðvar. Menn þóttust sjá endaiok íslenskrar menn- ingar. En Rolf og félagar sáu ekki grund- völl fyrir sjónvarpsrekstrinum, jafnvel þó þeir hefðu ætlað sér að nota ódýrt erlent efni sem megin- uppistöðu dagskrár. En til eru bjartsýnismenn. íslenska sjónvarpsfélagið er að he§a innrétt- ingar á sjónvarpsstöð. Það yrði fyrsta sjónvarpsstöðin til að keppa við ríkissjónvarpið. Haft hefur verið eftir forráða- mönnum Islenska sjónvarpsfélagsins að stofnun stöðvarinnar kosti um 25 milljónir króna. Vafalitið er þessi upphæð frekar vanætluð en ofætluð. Sambærilegar stöðvar danskar hafa kostað helmingi meira. Útvarps- og sjónvarpsrekstur á ís- landi er hins vegar svo óskrifað blað að áhættan er geysimikil. Þess vegna hafa þeir verið teljandi sem raun- vemlega ætla sér út í samkeppnina við ríkið. Ólafur Hauksson. „Þeir sem bölsýnir voru á frjálsan útvarps- rekstur fullyrtu að íslenskt auðvald mundi leggja öldur ljósvakans undir sig.“ DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Hvar eru allar útvarpsstöðvarnar? Já, hvar eru allar útvarpsstöðv- amar? Hálft ár er liðið frá þvi réttur til útvarpsrekstrar var rýmkaður og leyfisveitingar hófust í mars síðast- liðnum. Samt bólar ekkert á þeim íjölda útvarpsstöðva sem ýmsir spáðu að myndu taka til starfa í ein- um grænum hvelli. Það em helst rásir ríkisútvarpsins sem þenja sig út á alla kanta. Þjón- usta þess hefur stóraukist undan- farin tvö ár. Fæstir bjuggust við slíku. Menn áttu allt eins von á því að ríkisútvarpið mundi daga uppi með sérvitringadagskrá á einni rás að hætti guiuradíósins, á meðan einkastöðvar tækju völdin. Útvarp er áhætta Þeir sem bölsýnir voru á frjálsan útvarpsrekstur fullyrtu að íslenskt auðvald mundi leggja öldur ljósvak- ans undir sig. Þá kæmust eigendur íjármagnsins í áhrifamikla áróðurs- stöðu. Svo er ekki raunin. Þeir örfáu aðilar sem sýnt hafa útvarpsrekstri áhuga koma úr öllum áttum. Vinsæl útvarpsstöð starfaði um hríð í maí. Það var Rás A, útvarp Alþýðu- flokksins. I Vestmannaeyjum hefur trillukarlinn Ragnar Sigurjónsson sótt um útvarpsleyfi. íslenska útvarpsfélagið er að öllum líkindum fyrsta alvöm útvarpsstöð- in í einkaeign sem mun hefja útsendingar í Reykjavík. Eigendur hennar em flestir kaupsýslumenn. Útvarpsrekstur einkaaðila á Islandi er óskrifað blað og áhættan mikil. Þess vegna hefur fjöldi manna verið fenginn til að leggja áhættufjármagn í fyrirtækið. Öðmvísi hefði ekki ver- ið hægt að byrja. En ef forsvarsmenn íslenska út- varpsfélagsins hefðu ætlað sér að nota stöð sína til einhliða „auð- valdsáróðurs", þá hefðu þeir vart ráðið sem útvarpsstjóra mann sem þekktur er fyrir óhlutdrægni og heiðarleika í fréttamennsku. Ekkert bólar á útvarpi Frjálsrar fjölmiðlunar sem gefur út DV. Þó em ýmsir forráðamenn þess fyrir- tækis ekki óvanir áhætturekstri, til dæmis í flutningaþjónustu. Það þarf peninga Áður en blákaldur vemleikinn gekk í garð lýstu margir yfir áhuga á að fara út í útvarpsrekstur. Þar vom jafht áhugasamir einstakling- ar, félagasamtök og fyrirtæki. En þegar þessir aðilar fóm að leggja saman tölur þá runnu á þá tvær grímur. Útvarpsstöð verður ekki stofnuð fyrir minna en fimm til fimmtán milljónir og rekstur hennar kostar vart undir einni og hálfri milljón króna á mánuði, þó ekkert verði bruðlað með fé. Ólafur Hauksson ritstjóri og útgefandi hjá Sam-útgáfunni. Fáir virðast tilbúnir til að leggja út í óvissuna. Jafhvel stöndugir kaupsýslumenn slá saman í púkk til að jafna áhættunni eins og hjá ís- lenska útvarpsfélaginu. Umræður SÍS, ASÍ og annarra fé- lagaamtaka um sameiginlegan útvarps- og sjónvarpsrekstur hafa ekki skilað öðm en vitneskjunni um að fyrirtækið er of dýrt til að þessir aðilar ráði við það. Þó ber að gæta þess að í þeim viðræðum var ekki gert ráð fyrir utanaðkomandi tekj- um til að standa undir rekstrinum. Kirkjan lýtur pólitískri yfirstjóm Kirkjan lýtur pólitískri yfirstjórn Ef kristin kirkja á að geta staðið undir hlutverki sínu og umboði þá er það frumskilyrði að hún fái notið freísis og sjálfstæðis í starfi sínu. Það er hluti hins kristna boðskapar að kirkjan sé frjálst og óháð samfélag án hvers konar utanaðkomandi íhlutunar. I þessu felst að kirkjan sjálf fái ráðið skipulagi sínu og starfsháttum og njóti einnig fjár- hagslegs sjálfstæðis. Fyrir þessum frumréttindum berjast kirkjur víða um heim, í austantjaldslöndunum, S- og M-Ameríku og Afríku. Hér á íslandi er þessu öðmvísi farið. ís- lenska kirkjan þarf að una því að ríkisvaldið fari með úrslitastjóm kirkjumálefna í landinu og er þar með háð pólitískum vilja um heildar- stjóm sinna málefna. Dæmi um ríkisfjötra kirkjunnar Starfeháttum og skipulagi kirkj- unnar er skipað með lögum frá Alþingi. Rekstur kirkjunnar er í höndum kirkjumálaráðuneytisins og nokkurra annarra ríkisstofnana í samvinnu við Biskupsstofu. Þannig er pólitískur krikjumálaráðherra í raun rekstrarstjóri kirkjunnar, enda þarf til hans að leita með brýnustu og helstu rekstrarmálin, auk þess hefur hann tök á að skipta sér af öllu smáu og stóm í rekstri og starfe- háttum kirkjunnar sem hann vill. Táknrænt fyrir herradóm ráðherr- ans yfir kirkjunni er að hann skipar sóknarpresta í embætti með bréfi og undirskrift sinni. Ef grannt er skoð- að þá em sóknarprestar ekki ábyrgir gjörða sinna gagnvart söfhuði eða kirkju heldur gagnvart ríkisvaldinu og ráðherranum sem þá skipar. Þannig veitir ráðherrann sóknar- prestum einnig lausn frá embætti enda em sóknarprestar opinberir embættismenn íslenska ríkisins. Stjómmálamenn á Alþingi skipa starfeháttum kirkjunnar með lögum og ákveða hvemig fjánnunum er varið til jsameiginlegra starfsþátta kirkjunnar. Meira að segja hafa stjómmálamenn á Alþingi sett lög á kirkjuna er kveða á um hversu oft skuli messað í kirkjum landsins. Er það líklega einsdæmi í lúterskri kirkjusögu að sóknamefhd og sókn- arprestur þurfi að lúta pólitískri íhlutun um messugjörðir, alla vega vestan jámtjalds. I mörg ár hefur kirkjan náðarsam- legast óskað eftir því við Alþingi að prestskosningEu- verði afnumdar. Stjómmálamenn á Alþingi hafa hafnað þessari ósk, væntanlega vegna pólitískra hagsmuna. Áhuga- fólki um kirkjumálefhi er löngu ljóst að breyta þarf prestakallaskipaninni í landinu til að leiðrétta misvægi á fjölda sóknarbama á milli presta- kalla í samræmi við búsetuþróun síðustu áratuga. Dæmi er um að einn sóknarprestur þjóni jafnmörgum sóknarbömiun og hinir prestamir fimm í sama prófastsdæmi. Stjóm- málamenn á Alþingi ráða hvort og hvemig þessu verður breytt. Kirkju- málaráðuneytið fer með öll jarðar- mál kirkjunnar og ber ábyrgð á kaupum og sölu þeirra eins og um hreina eign ríkisvaldsins væri að ræða. Þar hefur pólitískur ráðherra úrslitavald, hverjum selt er og skil- málum. Pólitískur ráðherra ræður miklu um þátttöku kirkjunnar í al- þjóðlegu samstarfi kirkna, hvort ferðir séu famar til ráðstefnuþátt- töku eður ei. Dæmi um slíka íhlutun er án efa hægt að finna. Þannig er lengi hægt að telja dæm- in er lýsa því pólitíska kverkataki er ríkisvaldið hefur á hinni kristnu og lútersku kirkju. Miðað við núver- andi ástand miðast hagsmunir kirkjunnar við að ráðherrann og Alþingi fari mildilegum höndum um kirkjuna og beiti valdi sínu í sam- ræmi við það. En valdið um rekstur, skipan og stjómun kirkjunnar er í höndum hins veraldlega og pólitíska Gunnlaugur Stefánsson guðfræðingur, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar. valds. Það er mergur málsins og samræmist aldrei kristnum kirkju- skilningi. Ekki slíta, heldur breyta Hér er ekki verið að boða sam- bandsslit ríkis og kirkju. Kirkjunni ber að hafa vinsamlegt samband við ríkisvald eins og stéttir og hópa í þjóðfélaginu. En það er óviðunandi með öllu að kristin kirkja sé ríkis- stofiiun án nauðsynlegs frelsis og sjálfstæðis. Verkalýðshreyfingin eða samtök atvinnurekenda mundu aldrei þola slfka ríkisforsjá, ef dæmi er tekið. Hvemig getur þá kirkjan unað sliku, kirkja, sem er kölluð til starfa af Kristi sjálfum er dæmdur var til dauða af ríkisvaldi þeirra tíma? Kirkjan verður að standa utan við hin pólitísku valdakerfi þjóð- félagsins og starfshættir hennar mega ekki standa og falla með pólit- ískum vilja eins og nú er. Með því er ekki sagt að kirkjan geti ekki skipt sér af málefhum þjóðarinnar, ef hún vilL Það er eitt hlutverk hennar. En hætta er á að þau af- skipti gætu orðið málimi blandin vegna pólitískrar ríkisforsjár er kirkjan lýtur. Við lifum tíma þjóðfélagsbreytinga þar sem samfélagshættir taka örum byltingum. Kirkjan þarf að huga gaumgæfilega að stöðu sinni í öllu ]dví umróti. Ein skipan er ekki end- anleg og heilög þó hún hafi orðið einu sinni til. Kirkjan verður að vera í stakk búin til að geta haft áhrif á þá samfélagsbyltingu sem á sér stað. Skref í þá átt er að kirkjan óski endurskoðunar á sambandi sínu við ríkisvaldið í ljósi kristins frelsis og sjálfstæðis og fái í hendur fullt forræði yfir sjálfri sér, rekstri, skipan og starfeháttum. I stjómarskránni er kveðið á um stuðning og vemd ríkisvaldsins við kirkjuna. Það þýðir ekki að ríkisvaldið eigi að stjóma og ráða kirkjunni heldur felst langt- um fremur sá skilningur í þeim ákvæðum, að kirkjan eigi að njóta sjálfetæðis og frelsis í starfi sínu. Gunnlaugur Stefánsson. „í mörg ár hefur kirkjan náðarsamlegast óskað eftir því við Alþingi að prestskosn- ingar verði afnumdar. Stjórnmálamenn á Alþingi hafa hafnað þessari ósk...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.