Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Fréttir Framsóknarþingmenn andsnúnir stóra einkabankanum Vilja sameina ríkisbankana Iðja: Unum ekki lengur við orðin tóm „Alltof oft hafa yfirlýsingar um að bæta þurfi kjör þeirra lægst- launuðu reynst vera orðin tóm. Það má ekki verða nú. Allir verða að sameinast um það markmið að láta verkin tala." Svo segir í álykt- un fólagsfundar Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, en fundurinn var sl. þriðjudag og var umræðuefnið komandi kjarasamn- ingar. Bent er á í ályktuninni að stórir hópar fólks, sem vinnur við fram- leiðslustörf, hafi ekki neitt umfram taxtókaup á bilinu 19.000-24.000 kr. á mánuði. Greinilegt sé að góðærið hafi sneitt hjá þessu fólki og að við það verði ekki unað leng- ur. Fundurinn telur verkalýðs- hreyfinguna í heild sinni bera sameiginlega ábyrgð á að rétta hlut láglaunafólks í komandi kjarasamningiun. Þeir sem notið hafi launaskriðs eða náð fram betri kjörum með sérsamningum verði nú að leyfa þeim lægstlaunuðu að hafa forgang. Loks er því velt upp hvort ekki sé ástæða til að kanna hvort væn- legt sé að hverfa frá því að hafa einn samning fyrir allt iðnverka- fólk én semja þess í stað sérstak- lega fyrir hverja iðngrein. -S.dór. Heimild í fjáiiögum, en... Ekkert dýpkunar- skip verður keypt Það er mat samgönguráðuneyt- isins að „til lítils sé að festa kaup á dýpkunarskipi til þess að láta það iiggja verkefnalaust". Fjár- veitingar til hafnarmála þessi árin nægja ekki til þess að skapa dýpk- unarskipi næg verkefni, þótt víða þurfi að dýpka. Því verður ekkert skip keypt þrátt fyrir heimildir til þess í fjárlögum i ár og væntanlega einnig á næsta óri. Frá þessu segir i svari sam- gönguráðherra við fyrirspum tveggja þingmanna á Alþingi. Þar kemur fram að i ár séu ó fjárlögum 74 milljónir króna til hafnarmála, aðeins til brýnustu framkvæmda. Á næstu fjárlögum verði væntan- lega 160 milljónir til hafnarmál- anna. Af þeirri upphæð fari um helmingur til þess að greiða skuldahala. Að mati Hafnamálastofnunar yrði framkvæmdakostnaður við dýpkun með pramma í eðlilegum rekstri 35 55 milljónir króna á ári. Af því þyrfti ríkissjóður að greiða 75% eða 26-41 milljón ár hvert. Líkleg verkefni fyrir slíkan gröfup- ramma næstu 10 15 órin gætu verið 75.000 110.000 rúmmetrar árlega. Þá er sagt frá því í svari sam- gönguráðherra hvaða verkefni bíði stærst. Þau eru á Bíldudal, Breið- dalsvík, Suðureyri, Djúpavogi, Húsavík. Þorlákshöfn, Kópaskeri, Grindavík, Raufarhöfn, Sandgerði og Neskaupstað. Samtals eru þau 450.000 rúmmetrar og munu kosta 200 225 milljónir króna sem greiða þyrfti á 3-4 árum. HERB Ingólfsfjall er eins og gamalmenni Regina Thoraranaen, DV, SeHossu Hér er snjóföl yfir allt. Ingólfs- fjall er eins og gamalmenni sem er með annað hvert hór á koUinum grátt. Þó er hér glaðasólskin og bömin ánægð með að geta verið á sleðum á götunni. Nú þegar seinni sláturtíð, vetrar- slátrun, byrjar er eins og húsmæð- ur séu áfjáðari í að kaupa slátur heldur en í haust. Þá vildi helst enginn kaupa slátiu-. 1 þingflokki Framsóknarflokksins er engin eining enn sem komið er um stefnu í nýskipan bankamál- anna. Samkvæmt heimildum DV er samt ljóst að aðaltillaga banka- stjómar Seðlabankans um samein- ingu Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka á litlu fylgi að fagna í þingflokknum, ef nokkm. Niðurstöður staðarvalsnefhdar um iðnrekstur varðandi ný álver hér á landi em þær að minnstur stofnkostn- aður við 130 þúsund tonna álbræðslu yrði í Vatnsleysuvík á Suðumesjum en mestur á Dysnesi í Eyjafirði. Mun- urinn sé 7-8%- Ef álver yrði reist í Eyjafirði þyrfti að breyta eða hætta Dýpkunarskip Homfirðinga, Soffía, mun væntanlega kómið á flot í byrjun desember. Verið er að skinta um dælu í Soffiu og vinna að öðrum breytingum því viðkomandi. Með þessari nýju dælu á að ganga ♦ Mestur áhugi er hins vegar á því að leggja Útvegsbankann hreinlega inn í Búnaðarbanka og Landsbapka.' „Ég held að þessi tillaga um að losna við Útvegsbankann inn í stór- an hlutafélagsbanka, eigi ekki marga stuðningsmenn í okkar þing- flokki,“ sagði Haraldur Ólafsson, alþingismaður Framsóknarflokks- hefðbundnum búskap á 20 jörðum. Nefndin athugaði og bar saman fimm staði, Helguvík, Vogastapa og Vatnsleysuvík ó Suðumesjum, Geld- inganes við Reykjavík og Dysnes í Amameshreppi í Eyjafirði. Segir nefiidin að allir staðimir komi til greina nema Helguvík vegna nálægð- betur að koma uppgreftrinum frá og afköstin verða meiri. Meðalafköst eru um 50 rúmmetrar á klukkustund þar sem sæmilegt er að dæla. Ekki er ljóst hversu mikið fé fæst til hafnarinnar en vonast er til að hægt verði að grafa 20-25 þúsund rúmmetra. Á einu ári berast 10-12 þúsund rúmmetrar af ins, í Reykjavík í morgun, „og ég sé ekki að þessi leið sé æskileg. Ég er þeirrar skoðunar að leggja eigi Út- vegsbankann niður og færa hann inn í hina ríkisbankana, aðallega Bún- aðarbankann." „Þetta mál er engan veginn leyst, Við höfum rætt það mikið en það má segja að við bíðum með endan- ar við byggð. Ahrif á atvinnulíf af nýrri álbræðslu yrðu mest heima fyrir í Eyjafirði en kæmu fram á höfuð- borgarsvæðinu, hvar sem álver yrði sett niður. í bréfi þeirra manna, sem gerðu loka- skýrslu nefndarinnar til fjölmiðla, segir að ekki séu miklar líkur til þess sandi og leir inn í höfnina og væri hægt að grafa þessa 25 þúsund rúm- metra á óri næstu 5-6 árin myndi höfnin verða viðunandi. Skipstjóri á dýpkunarskipinu Soffiu er Hörður Júlíusson. son. DV-myndir Ragnar Imsland lega afstöðu eftir að verða meira sammála," sagði Ingvar Gíslason, þingmaður Framsóknarflokksins, á Norðurlandi eystra, varaformaður þingflokksins. Hann varðist frekari frétta. Sú leið í bankamálunum sem Haraldur nefndi hefur fró upphafi verið meðal þeirra úrræða sem til greina hafa komið. -HERB að nýtt álver rísi hér a landi á næstu árum. Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra lagði staðarvalsnefhd niður fyrir tæpu ári en formaður hennar og starfsmenn luku skýrslugerðinni. HERB lloftið fyrir mánaðamót Jón G. Hauksson, DV, Akurayit „Við ætluðum að heíja útsend- ingar 15. nóvember en afþví getur ekki orðið. En vonandi verðum við konrnir í loftið fyrir mánaðamót- in,“ sagði Þórarinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Samvers á Ak- ureyri og einn af aðstandendum Eyfirska sjónvarpsfélagsins. „Öll tæki og útsendingarbúnað- ur er tilbúinn en sendirinn er ekki kominn, hann er á leiðinni til landsins með skipi.“ Þórarinn sagði ennfremur að Eyfirska sjónvarpsfélagið myndi senda út dagsgamalt efni Stöðvar 2 til að byrja með en staðarefni yrði bætt inn i dagskrána svo fljótt sem auðið yrði. Vel yfir 400 myndlyklar munu nú vera seldir og pantaðir á Akur- eyri. Mjög mikill áhugi er á Eyfirska sjónvarpsfélaginu og greinilegt að margir bíða spenntir eftir að útsendingar þess hefjist. Gert er ráð fyrir að Soffia komist á flot í byrjun desember. Sapporo í Japan: Veitingastaður sem notar aðeins íslenskt lambakjöt Japanir stórauka kaup á lambakjöti frá íslandi „í Sapporo í Japan er veitinga- staður sem aðeins notar íslenskt lambakjöt. Ég ótti þess kost að ræða við eigandann og sagði hann að ís- lenska kjötið líkaði svo vel að hann sæi ekki ástæðu til að nota annað hráefhi. Að auki sagði hann að eftir að hann fór að nota íslenska kjötið hefðu viðskiptin aukist svo að hann væri nú með það í bígerð að fjölga veitingastöðum sínurn," sagði Jó- hann Steinsson hjá búvörudeild SÍS en hann er nýkominn úr söluferð til Japans. I fyrra keyptu Japanir úrbeinaða framparta af 30 tonnum af lamba- kjöti en í ár vilja þeir fá sams konar kjöt af 400 tonnum, að sögn Jó- hanns. Þetta kemur sér mjög vel hér heima, vegna þess að Svíar kaupa héðan hryggi og læri og því hefhr verið erfitt að losna við frampartana af þeim fjölda skrokka sem þeir kaupa héðan. Að auki veitir kjötsal- an til Japans um 40 manns atvinnu hér á landi, við úrbeiningu og pökk- un kjötsins. Vinnslan fer fram á þremur stöðum á landinu, Búðardal, Blönduósi og Homafirði. Að sögn Jóhanns kom hingað til lands í fyrra Japani, sem sýndi fólki á þessum stöðum hvemig Japanir vildu láta meðhöndla kjötið. Því er og við að bæta að Japanir vilja kjöt af skrokkum sem em í það minnsta 16,5 kg en erfitt hefur verið að losna við svo feita framparta hér á landi. Með sölu til Svíþjóðar ó lærum og hryggjum og sölu til Japans á fram- pörtum fást 33% af óniðurgreiddu heildsöluverði hér á landi fyrir kjöt- ið, að sögn Jóhanns Steinssonar. -S.dór. Engar líkur á nýju álveri næstu ár, segir staðarvalsnefnd: Ódýrasta álverið í Vatnsleysuvík Homafjörður: Soffía senn á flot Júlía Imsland, DV, HcÆr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.